Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Drykkir í barnaafmæli Hver er besti drykkurínn? Kristín Gestsdóttir er ekki í nokkrum vafa o g svarar að bragði: VATN. AF HVERJU drekka íslendingar ekki meira vatn? Er það af því að nóg er til af því á íslandi og það er svo ódýrt. Kannski það séu auglýsingar á öðrum drykkjum sem taka hlutverkið, vatn og holl- usta þess er lítið auglýst. Ég á við vatn beint úr krananum en ekki það vatn sem selt er kolsýrt í flöskum. Ef ungbörn eru látin fá vatn á pelann, vilja þau það miklu frekar en ávaxtasafa og börn sem venjast á að drekka ískalt vatn með mat, vilja það helst af öllu. Maturinn bragðast miklu betur með vatni en gosi eða ávaxtasafa. Svo eru það barnaaf- mælin. Hér áður fyrr fengu börn- in yfirleitt heitt súkkulaði eða kakó og mætti vel endurvekja þann sið. En svo kom gosið og það tók hlutverkið og trónir enn á toppnum. Hægt er að gera vatn- ið girnilegt í augum barna með því að setja klaka út í það eða búa til fallega klakamola með alls kyns ávöxtum og setja út í vatn, kolsýrt vatn og einhvern hollan ávaxta- eða beijasafa. Er ekki meira nýnæmi í þeim en gosinu sem er orðið hversdags- legt? Margir eiga alls konar beij- asaft, hana má líka kaupa og setja má kolsýrt vatn í hana á afmælum og hátíðum. Ávextina þarf ekki endilega að frysta í klakamola heldur má skera þá í bita eða sneiðar og setja út í drykkinn sem tekur sig auðvitað best út í stórri, glærri skál. Geysimargar tegundir ávaxta- drykkja eru til, bæði framleiddir hér á landi og innfluttir og lita- dýrðin er mikil. Sumum þessara drykkja má blanda saman og breyta þannig bragði. Prófið ykk- ur áfram. Hér koma nokkrar til- lögur að drykkjum. Fyrstur er uppáhaldsdrykkurinn minn, sem ég nota alltaf á hátíðum og tylli- dögum. Hann er að vísu ekki „goslaus": í honum eru m.a. mýr- arber (cranberries) sem ekki fást alltaf en þau eru flutt inn fyrir jólin og þau má frysta. Klakamolar með ávöxtum og berjum Nota þarf box sem ætluð eru fyrir klaka, raða beijum eða ávaxtabitum í hólfin, hella vatni yfir og frysta. Uppáhaldsdrykkurinn minn 1 lítri eplasafi 1 lítri rifsbeijasaft 1 rautt epli 1 appelsína '/■2 kanilstöng 12 mýrarber (cranberries) 'A dl vatn 1-2 lltrar 7-up eð annað litlaust gos klakamolar 1. Sjóðið mýrarberin og kanil- stöngina í vatninu í 5 mínútur. Hellið í skál og setjið epla- og rifssaft út í. 2. Stingið kjarna úr eplinu, afhýðið ekki. Skerið í litla bita, afhýðið appelsínuna og skerið hvert lauf í þrennt. Setjið með í skálina. Látið standa í 3-4 klst. 3. Setjið klakamolana í plast- poka og sláið á með kökukefli. Setjið út í ásamt 7-up og berið strax fram. Hollustudrykkur 1 hálfdós ananas í bitum 2 lítrar appelsínusafi 1 lítri ananassafi '/2 lítri mysa 1 flaska kolsýrt vatn 1 límóna (lime) í örþunnum sneið- um 1. Skerið ananasbitana í tvennt og setjið ásamt vatni í klakabox, sjá hér að ofan. Setjið safann ár dósinni ásamt appelsínusafa, an- anassafa og mysu í skál. 2. Setjið klakamolana út I og bætið kolsýrðu vatni og límónu- sneiðum í. Vínberjadrykkur með ávöxtum 15 græn vínber 10 jarðarber 1-2 kívíaldin 3 lítrar vínbeijasafi 1 lítri eplasafi 1 flaska kolsýrt vatn klakamolar 1. Skerið vínberin í tvennt langsum og fjarlægið steina, tak- ið lauf af jarðarbeijum og skerið í sneiðar. Afhýðið kívíið, skerið í sneiðar og sneiðarnar I fernt. Setjið í skál. 2. Setjið allan safa og kolsýrt vatn út I ásamt klakamolum og berið strax fram. Ávextina má frysta í klakamolum, sjá að fram- an. ÍDAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í B-flokki á Haustmóti Taflfélags Reykja- víkur sem nú stendur yfir. Jón H. Björns- son var með hvítt og átti leik, en Stefán Kristjánsson hafði svart. 20. Bxh6! - gxh6 21. Hxh6 - Hfe8 (21. - e5 22. Dg5 var einnig afar slæmt) 22. Hxf6 - Rxf6 23. Dxf6 - Dd7 24. Hdl! - Kf8 25. Bc2 - Dxdl+ (Gefur drottninguna, því annars leikur hvítur Hhl og mát- ar.) 26. Bxdl og svartur gafst upp skömmu síðar. Þeir Jón H. Bjömsson og Jóhann H. Ragnarsson eru efstir í B-flokknum með 6'/2 vinning af 8 möguleg- um, en Davíð Kjartansson og Halldór Garðarsson koma næstir með 6 v. Norræna VISA bikar- mótið: Sjöunda umferð í dag á Grand Hótel Reykja- vík. Taflið hefst kl. 16. Hlutaveltur Morgunblaðið/knstján. VINKONURNAR Telma Sif Sigmundsdóttir, Kristín Nanna Ármannsdóttir og Sigrún Osk Jóhannsdóttir héldu fyrir skömmu hlutaveltu á tveimur stöðum á Akureyri, framan við húsnæði Pósts og síma í göngu- götunni og í Sunnuhlíð. Alls söfnuðust rúmar 4.300 krónur sym þær stöllur létu renna til Rauða krossins. Sigrún Osk er flutt til Reykjavíkur og gat því ekki verið með vinkonum sínum á myndinni. Með morgunkaffinu VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð mynd- listarsýning ÉG VAR svo heppinn að komast á myndlistarsýn- ingu í Ráðhúsi Reykja- víkur núna í september- mánuði, sem bar yfír- skriftina „Vemdun jarð- ar“. Myndlistarkonan sem þar sýndi hét Gyða og kom utan af landi. Þarna var á ferðinni bæði góð myndlist og gott málefni, sett fram á jákvæðan og vandaðan hátt. Það vekur furðu mína að ekki skuli hafa verið fjallað meira um þessa sýningu í fjölmiðlum en gert var, því þarna var sýning sem skilur eitt- hvað eftir sig í huga og hjarta sjáandans. Helgi. Myndavél týndist við Gullfoss SJÁLFVIRK myndavél með zoom-linsu týndist síðdegis föstudaginn 10. október við Gullfoss. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 896 4033. Taska týndist SVÖRT strigataska með stóru Lanconæ merki týndist á Hótel íslandi á Menntaskólaballi eða á leiðinni frá Seltjarnar- nesi að Hótel íslandi. í töskunni er snyrtidót og fatnaður. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 561 1885. Hlaupahjól hvarf HLAUPAHJÓL, svart með röndum, týndist frá Brúnastekk 4. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 557 4157. Reiðhjóls saknað SVART og blátt 24 tommu Magna strákahjól týndist frá Kaplaskjóls- vegi 31 helgina 27.-28. sept. Þess er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við hjóiið hafi samband í síma 552 2526. Fundar- laun. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveqi skrifar... ARNI Brynjólfsson ritaði Vík- verja bréf fyrir réttri viku, í tilefni af umflöllun Víkveija á mið- vikudaginn var, um lífeyrissjóðina. Bréf Arna er svohljóðandi: „Kæri Víkveiji. Það er tilefni til að gleðjast yfir skrifum þínum i dag um almennu lífeyrissjóðina og málflutning ráða- manna þeirra varðandi vörslu og stjórn. Ékki skaði heldur að geta þess hveijir voru spurðir í þeirri könnun er þeir sömu menn létu gera, sem var alveg í takt við þá stefnu að spyija þá alls ekki sem eiga verulegra hagsmuna að gæta 0g eru orðnir 67 ára. xxx AÐ eru ekki mikil áhrifin sem hinn almenni sjóðsfélagi getur haft á stjórn sjóðanna, nýlegar „umbætur“ voru þær að haldinn skyldi einn opinn fundur á ári, þar gætu fundarmenn blásið, en alls ekki greitt atkvæði eða gert sam- þykktir. - Nú keyrir um þverbak þegar lífeyrisrekendurnir hundsa algjörlega og spyija ekki það fólk sem á að njóta lífeyrisins, sem er þó búið að borga lengst í sjóðina og ætti að vera húsbændur á því heimili. xxx VIÐ sem komin erum á aldur beinum gjarnan spjótum okkar að ríkisvaldinu vegna rang- lætis varðandi almennar eftirla- una- og bótagreiðslur, en nú er tilefni til að senda sjóðsstjórunum nokkrar örvar vegna þess að það sem frá þeim kemur er fátt ják- vætt og lítð annað en skerðing lof- aðra réttinda. Má þar t.d. nefna skerðingu réttinda ekkna, sem eru nú orðin þannig að lúsarleg ekkna- laun eru aðeins greidd í þrjú ár, þótt loforðin hafi verið til æviloka. Sú kynslóð sem nú er að kveðja hélt konunum heima yfir húsverk- um og börnum, sem varð þess vald- andi að fæstar komust á vinnu- markað til að afla sér réttinda í lífeyrissjóði. - Ekki verður vart við að lífeyrisgreiðslur séu hækkaðar þótt sjóðirnir græði á tá og fingri, enda enginn hagsmunaaðili sem þar getur sótt á. - Þeir eru ekki einu sinni spurðir. xxx ISTILL Víkveija í dag vakti mig til umhugsunar um ljósrit af bréfi frá Tölvunefnd, ds. 1.10. og er fyrirspurn til Hagstofunnar varðandi seina afgreiðslu bréfs er AHA-hópurinn sendi þeirri stofnun 14. ágúst sl., vegna ólögmætra ald- urstakmarkana í könnunum. - Verkalýðsfélögin kæra sig ekkert um að banninu við því að spyija aldraða sé aflétt og því ætti Hagstof- an að vera að ganga í berhögg við þá sem geta farið í verkfall!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.