Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
__________________FRETTIR
Hagstofan hafnar skoð-
un Hagfræðistofnunar
HAGSTOFAN hafnar þeirri skoðun
að hugsast geti að verðbólga hér á
landi sé ofmetin um 1,1% vegna
skekkju í neysluverðsvísitölugrunni.
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar Háskóla
íslands, hefur sagt að niðurstöður
bandarískrar skýrslu um þetta efni
geti einnig átt við um íslenskt efna-
hagsumhverfi.
Rósmundur Guðnason hjá Hag-
stofu íslands segir að það sé byggt
á svokallaðri Boskins-skýrslu að
verðbólgan sé ofmetin um 1,1% en
að henni unnu fimm hagfræðingar
undir forustu Michael Boskins. Nið-
urstöður skýrslunnar eigi ekki við
íslenskar aðstæður nema að litlu
leyti. Þetta sé bandarísk skýrsla sem
miðist fyrst og fremst við bandarísk-
ar aðstæður. Hún hafi valdið miklum
umræðum meðal hagfræðinga og
tölfræðinga viða um heim. Hagstof-
an hafi tekið þátt í þeim umræðum,
bæði á vettvangi Hagstofu ESB og
í svonefndum Ottawa-vinnuhópi sem
Hagstofan eigi aðild að.
Hluti niðurstaðnanna
gæti staðist
„Sérfræðingar virðast nokkuð
sammála um að hluti niðurstaðn-
SAMBAND íslenskra viðskipta-
banka hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem furðu er lýst á
málflutningi forstöðumanns Hag-
fræðistofnunar Háskóla íslands og
þeirri einföldun sem forstöðu-
maðurinn viðhefur.
Sambandið segir að almenningur
eigi bæði verðtryggðar eignir og
skuldir í bankakerfinu. Séu skuld-
imar ofmetnar séu eignimar það
einnig. Lengst af hafí verðtryggðar
eignir almennings í bankakerfinu
verið hærri en skuldimar þótt það
hafi snúist við á allra síðustu árum.
Flóknara samspil
Hafí vísitalan ofmælt verðbólg-
una, eins og forstöðumaðurinn
haldi fram, hafí það því lengst af
komið viðskiptavinum bankakerf-
isins til góða. Það sé því út í hött
að halda því fram að landsmenn
greiði hugsanverðbætur til banka-
kerfisins á ári.
anna geti staðist miðað við banda-
rískar aðstæður eða sem nemur 0,5%
af heildarskekkjunni. Sú gagnrýni
varðar meðal annars aðferðir við
meðaltalsútreikning vísitölunnar
sem eiga ekki við hjá okkur þar sem
við notum þá útreikningsaðferð sem
lagt er til að Bandaríkjamenn taki
upp. Hluti af niðurstöðunum varðar
mat á gæðabreytingum eða sem
nemur um 0,6% af skekkjunni. Um
þær niðurstöður ríkir mikill ágrein-
ingur í Bandaríkjunum og víðar þar
sem niðurstöður skýrslunnar eru
dregnar mjög í efa. Flestar Evrópu-
þjóðir telja t.d. að niðurstöður henn-
ar eigi ekki við hjá þeim nema að
litlu leyti. Við fylgjum í þessu efni
sömu aðferðum og önnur ríki Evr-
ópska efnahagssvæðisins nota og
tökum þátt í þeirri samræmingar-
vinnu sem þar fer fram. í þeirri vinnu
er mikið lagt í endurbætur á aðferða-
fræðinni með það fyrir augum að
finna útreikningsaðferðir sem lág-
marka skekkjurnar. Ég held að okk-
ar vísitala sé fyllilega sambærileg
við það sem gerist best meðal ná-
grannaþjóðanna. Það er alveg ljóst
að það eru skekkjur í vísitölum og
hluti af vandamálinu er að það eru
ekki til aðferðir til þess að sneiða
Þá segir í fréttatilkynningunni
að skuldir og eignir almennings
séu víðar en í bankakerfinu. „Sé
fullyrðing forstöðumannsins rétt
eru allar verðtryggðar skuldir
landsmanna ofmetnar, s.s. skuld-
imar í húsnæðislánakerfinu, hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna og
■hjá öllum fjárfestingarlánasjóðum
atvinnuveganna, en ekki eingöngu
skuldirnar í bankakerfinu. Hið
sama myndi að sjálfsögðu gilda
um skuldir ríkissjóðs sem allt kapp
er nú lagt á að lækka með aðhaldi
í útgjöldum, þjónustugjöldum og
skattlagningu. Þá væru eignir líf-
eyrissjóðanna ofmetnar og þeir því
varla eins vel stæðir og af er látið.
Hið sama gildir um allar aðrar
verðtryggðar eignir landsmanna.
Af þessu er ljóst að hér er um mun
flóknara samspil eigna og skulda
að ræða en forstöðumaðurinn hef-
ur greint frá,“ segir í fréttatilkynn-
ingunni.
hjá þeim öllum og mikill vandi að
mæla þær. Það er t.d. vandi að
meta breytingar á neyslumynstri
fólks sem stafa af meiriháttar verð-
breytingum. Sú leið er farin að hafa
sem nýjastar upplýsingar um vogir
og endurskoða þær með reglubundn-
um hætti. í mars 1997 tókum við í
notkun vog sem byggð var á neyslu-
könnun árið 1995. Bandaríkjamenn
hafa haldið sinni vog óbreyttri frá
1982-1984 en við höfum skipt þrisv-
ar sinnum um vogir á tímabilinu.
Við endurskoðum jafnframt vogirn-
ar og verslanirna,r sem að baki verð-
söfnuninni liggja, árlega. En eins
og í öllu talnaefni getur stærð
skekkjunnar verið álitamál og vandi
að meta stærð hennar. Eins og ég
sagði draga margir sérfræðingar
mjög í efa niðurstöður bandarísku
skýrslunnar, svo sem að gæðabreyt-
ingar valdi 0,6% skekkju. Flestir
virðast sammála um að slíkt valdi
skekkju en að hún sé snöggtum
minni. Hins vegar hefur enginn
treyst sér til að slá máli á það. Þess
má að lokum geta að komið hefur
til tals að Hagstofan og Hagfræði-
stofnun haldi sameiginlega málstofu
um þessi viðfangsefni," sagði Rós-
mundur.
Stjórn Lögmannafé-
lagsins sendir Sam-
keppnisstofnun erindi
Brjóta laga-
prófessorar
samkeppn-
islög?
LÖGMANNAFÉLAG íslands hefur
beðið Samkeppnisstofnun að kanna
hvort lögfræðistörf prófessora við
lagadeild Háskóla íslands séu með
einhverjum hætti andstæð sjónar-
miðum samkeppnislaga.
Marteinn Másson, framkvæmda-
stjóri Lögmannafélagsins, segir að
Lögmannafélagið vilji að stofnunin
taki til skoðunar starfsemi prófess-
oranna þegar til þeirra er leitað sem
lögfræðinga og þeir beðnir að semja
lagafrumvörp eða álitsgerðir. Varð-
andi þá starfsemi séu þeir í sam-
keppni við sjálfstætt starfandi lög-
menn.
Kvaðir lögmanna
Marteinn segir að í erindi Lög-
mannafélagsins sé bent á að löggjaf-
inn sé sífellt að leggja æ meiri kvað-
ir og skyldur á herðar lögmönnum,
sem lagaprófessoramir þurfí ekki
að undirgangast í sínum sjálfstæðu
störfum. Hann segir að þar sé með-
al annars átt við að lögmönnum sé
skylt að innheimta Qármagnstekju-
skatt af skjólstæðingum sínum og
virðisaukaskatt og einnig sé starf-
andi lögmönnum skylt að hafa skrif-
stofu sem opin er almenningi og
kaupa starfsábyrgðartryggingu.
Hugsanlega geti höfundur lögfræði-
legrar álitsgerðar bakað sér ábyrgð
og valdið tjóni með álitsgerðum sín-
um og ráðleggingum.
Marteinn Másson sagði að um-
ræðan um samkeppnisstöðu sjálf-
stætt starfandi sérfræðinga og opin-
berra starfsmanna hefði staðið lengi
yfír. Hún hefði hins vegar tekið á
sig nýja mynd með gildistöku sam-
keppnislaganna. Ljóst sé nú orðið
að Samkeppnisstoftiun telji sig hafa
víðtækar lagaheimildir að starfa eft-
ir og því hafí verið talin ástæða til
að láta nú kanna þetta mál.
Erindi LMFÍ til Samkeppnisstofn-
unar var sent í síðustu viku og hafa
viðbrögð ekki borist, að sögn Mar-
teins Mássonar.
AftvennuiDu
BÓK30%
■2.700.-
Verð frá 1. nóvember 3.880.-
Þessi bók er safn ritgerða
um fjölbreytt efni: siðferði,
stjórnmál, menntun og listir.
Efnistök doktors Kristjáns
Kristjánssonar höfða til
breiðs lesendahóps.
Mál og mennsng
Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500
„Einföldun for-
stöðumanns Hag-
fræðistofnunar“
Matvæli á nýrri öld
Erfðabreyttur
maís o g fita sem
fitar ekki
ARLEGUR matvæla-
dagur Matvæla- og
næringarfræð-
ingafélags íslands verður
haldinn á Hótel Sögu næst-
komandi laugardag en yfir-
skrift dagsins er matvæli á
nýrri öld. Haldinn verður
Ijöldi erinda meðal annars
um líftækni í matvælaiðn-
aði og möguleika sem í
henni felast, nýjungar á
borð við nýfæði, þar á með-
al erfðabreytt matvæli, og
svokallað markfæði, sem
framleitt er og auglýst að
hafi tiltekin heilsufarsleg
áhrif. Leitast verður við,
að sögn aðstandenda, að
nálgast efnið frá sjónarhóli
vísindamanna, heilbrigðis-
yfírvalda og neytenda.
Einnig verður nýfæði skoð-
að út frá siðfræðilegu
sjónarmiði í erindi Mikaels M.
Karlssonar, matur er manns gam-
an.
Matvæla- og næringarfræð-
ingafélagið hefur gengist fyrir
matvæladegi undanfarin fímm ár
og segir Elín Guðmundsdóttir
matvælafræðingur hjá HoIIustu-
vernd ríkisins að dagurinn í ár
marki fyrstu opinberu umræðurn-
ar um erfðabreytt matvæli á ís-
landi. Hún flytur sjálf erindi um
lög og reglur um nýfæði á laugar-
dag.
Elín segir að erfðabreytt mat-
væli hafi til dæmis valdið deilum
á Norðurlöndum og er spurð hvort
fordóma gæti í þeirri umræðu.
„Margir eru hræddir við erfða-
breytt matvæli, til dæmis af sið-
fræðilegum ástæðum, og síðan
óttast fólk dálítið að nýir ónæmis-
vakar muni líta dagsins ljós.
Ónæmi gegn sýklalyfjum hefur
verið notað í tæknilegum tilgangi.
Sem gert er þannig að þegar nýtt
erfðaefni er sett í frumur er látið
með gen gegn sýklalyfjum. Þá eru
frumurnar settar á æti með við-
komandi sýklalyfi og þær sem
vaxa hafa tekið upp nýja erfðaefn-
ið og jafnframt ónæmi gegn
sýklalyfinu. Fólk óttast að þetta
ónæmi breiðist út, meðal annars
í örverur í jarðveginum eða
þarmabakteríur. Það er mikið
reynt að draga úr notkun sýkla-
lyfla almennt og því finnst mörg-
um að ekki eigi að breiða ónæmi
gegn þeim út með þessum hætti.
Mótmæli á Norðurlöndum hafa
líka gengið út á merkingar, að
neytendur fái að vita ef einhverju
innihaldsefna í matvælum hefur
verið erfðabreytt.
- Eru slík matvæli nógu vel
merkt?
„Nei, það hefur ekki gengið
eftir. Evrópusambandið setti
reglugerð í sumar sem ---------
mörgum finnst ganga
allt of skammt hvað
merkingar varðar. Þar
er sagt að merkja skuli
öll matvæli með fram-
andi efnum en síðan er
deilt um hvað á að
Elín Guðmundsdóftir
► ELÍN Guðmundsdóttir mat-
vælafræðingur fæddist á
Isafirði árið 1945. Hún lauk
stúdentsprófi frá öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð
árið 1981 og kláraði BS-próf í
matvælafræði frá Háskóla ís-
lands árið 1985. Árið 1992 lauk
hún síðan licentiat-prófi í mat-
vælafræði í Gautaborg. Elín hóf
störf hjá Hollustuvernd ríkisins
í vor en vann áður að rannsókn-
um hjá Raunvísindastofnun Há-
skólans. Hún er gift Jóni Þ. Þór
sagnfræðingi og eiga þau eina
dóttur og tvo syni.
Margir óttast
nýja ofnæm-
isvaka í kjöl-
far erfða-
breytinga
um hvað a
ganga langt við eftirlit. Hvort eigi
að fínna upp nýja tækni til þess
að sinna slíku eftirliti eða láta
hefðbundnar aðferðir duga.“
- Margir muna umræðu um
erfðabreytt lesitín úr sojabaunum
í Toblerone-súkkulaðinu, manstu
eftir tilvikum þar sem þekktum
matvælategundum hefur verið
breytt?
„Ekki hérlendis en í fyrra var
notkun á erfðabreyttum maís leyfð
í Evrópu. Stjórnvöld í Lúxemborg
og Austurríki bönnuðu hana hins
vegar hjá sér, sem heimilt er sam-
kvæmt tilskipun ESB meðan verið
er að kanna þetta til hlítar. Sam-
bærileg ákvæði eru í lögum hér.“
- Eru erfðabreytt matvæli seld
hér?
„Ekki svo við vitum en það er
ekki óhugsandi að tilteknum efn-
um í einhveijum matvælum hafi
verið breytt, til dæmis soja-mjöli.
En erfðabreytt matvæli með lif-
andi frumum eru ekki seld hér.
Það verður reynt að ræða þessi
mál frá öllum hliðum á matvæla-
deginum og við fengum til dæmis
sænskan fyrirlesara, dr. Christer
Andersson eiturefnafræðing hjá
sænsku matvælastofnuninni til
þess að fj' alla um hvort óhætt sé
að neyta nýfæðis.“
- Hver er skilgreiningin á
erfðabreyttum matvælum?
„Matvæli teljast ekki erfða-
breytt nema í þeim séu lifandi
erfðabreyttar frumur. Ef græn-
meti með erfðabreyttum frumum
er fryst telst það ekki lengur erfða-
breytt. Skilgreiningin er sú að ef
hægt er fræðilega að taka frumu
og rækta upp af henni nýja lífveru
er um að ræða erfða-
breytt matvæli, annars
er talað um afurðir."
- Hvað er svo átt
við með nýfæði?
„Þar er verið að tala
um fæði sem ekki hefur
“” verið borðað áður í
Evrópu. Stærsti flokkurinn er
erfðabreytt matvæli en svo er um
að ræða fleira, til dæmis mat með
nýja sameindabyggingu eins og til
dæmis orkusnauða fitu. Þá eru
fitusýrur hengdar á sykursam-
eindir í staðinn fyrir þríglýséríð
og fitan rennur því nokkurn veginn
beint í gegn. Einnig má nefna
nýjar fisktegundir eða nýjar gerð-
ir af jurtate. Abt-mjólk myndi
kallast markfæði væri verið að
kynna hana nú.“