Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 21 í þverpokum TÓNLIST Listasafn Kópavogs „VIÐ SLAGHÖRPUNA" Sönglög og aríur eftir íslenzk og erlend tónskáld. Finnur Bjaruason barýton; Jónas Inginiundarson, píanó. Listasafni Kópavogs, niánu- daginn 13. september kl. 20.30. FINNUR Bjarnason barýton var gestur Jónasar Ingimundarsonar við slaghörpuna á mánudagskvöld- ið var, og eftir aðstreymi tónleika- gesta að dæma lék mörgum for- vitni á að heyra nánar í þessum unga söngvara, sem þrátt fyrir örstuttan feril og hverfandi sviðs- reynslu kvað hafa hrifið ekki lak- ari ljóðasöngkonu en Elly Ameling á meistaranámskeiði hennar hér fyrr á árinu, en sem Andreas Schmidt fékk því miður ekki að heyra á samskonar námskeiði hér fyrir hálfum mánuði. Efnisskráin var að meirihluta íslenzk gullaldarlög; að vísu ekki öll jafnvel þekkt, eins og t.d. Smala- drengur Jóhannesar 0. Haralds- sonar, sem hér var fluttur næst á eftir Smaladreng Skúla Halldórs- sonar. Frá seinni tíð var hið hressi- lega litla örlag Atla Heimis Sveins- sonar, Afí minn, og eftir fimm Brezk þjóðlög í útsetningu Brittens komu eftir hlé fimm lög eftir Arna Thorsteinsson (Friður á jörðu, Nótt, Fögur sem forðum, Rósin og Áfram), An die Laute, Stándchen og An die Leier eftir Schubert, mandólínsarían úr Don Giovanni e. Mozart (Deh vieni alla finestra) og Avant de quitter ces lieux úr Faust e. Gounod. Framlag Finns var allt mjög jafnt og vandasamt að draga eitt fram á kostnað annars. Eins og sæmir ferskum eldmóði æsku- manns kom ekki á óvart hvað hann fór vel með „fúttlög" íslenzka lagavalsins eins og Sprettur Svein- björns eða Áfram eftir Árna Thorst, svo og brezku þjóðlögum Brittens, sem hefjast á hinu íbyggna The foggy, foggy Dew, og sá óvenju skýr og fallegur textaframburður (kannski burtséð frá framgóm- mæltum lokhljóðum í enda orða) ásamt töluverðri tilfinningu fyrir leikrænni túlkun til þess að skila ljóðrænu inntaki, ekki síður en tón- rænu, af þroska sem fáséður er • ASTERION-bókmennta- verðlaunin, sem Evrópusam- bandið veitir, falla í ár í skaut ítalska rithöfundinum Antonio Tabucchi fyrir skáldsögu hans „Staðhæfir Pereira“. Þjóðverj- inn Hans Christian Oser hlýtur hins vegar verðlaun fyrir bestu þýðingu á „The Butcher Boy“ eftir Patrick McCabes. Síðasta ár hlutu Salman Rushdie og Christoph Ransmayr verðlaun- in fyrir skáldsögur og Thork- ild Björnvig viðurkenningu fyrir bestu þýðingu. • RANN SÓKN ARSTOF A í fræðum danska heimspekings- ins Soren Kierkegaards hygg- ur á mikið stórvirki á næstu árum; heildarútgáfu á verkum hans. Gert er ráð fyrir að þau rúmist í 55 bindum og að þau verði gefin út á næstu tíu árum. Stór hluti efnisins eru útskýringar við athugasemdir Kierkegaards, svo og orðskýr- ingar, en búist er við að dansk- ir nútímalesendur muni eiga erfitt með að skilja mörg orð og vísanir í texta heimspek- ingsins. Fyrsta bókin verður gefin út í um 2.000 eintökum til að athuga áhuga alrnenn- ings á efninu. hjá vart hálfþrítugum námsmanni. Furðugóð stuðnings- og öndunar- tækni gerðu honum og kleift að halda löngum hendingum á jöfnum styrk án sýnilegrar áreynslu og af músíkalskri smekkvísi, m.a. í Nótt eftir Árna, og margir söngnemar á sama reki myndu eflaust öfunda Finn af þeim glæsilega raddstyrk sem hann nú þegar virðist geta teflt fram og sent út í yztu afkima salarins án teljandi fyrirhafnar. Það þarf engum blöðum um að fletta, að Finnur Bjarnason hefur hæfileika í þverpokum, og gæti e.t.v. verið sá hérlendur karlsöngv- ari síðustu áratuga sem hvað lengst hefur komizt á jafnskömmum tíma, einkum hvað snertir senditækni og næmi fyrir texta og hendingamót- un. Röddin er opin, björt (nærri því svo nálgist tenór), jöfn á stóru raddsviði og greinilega hið bezta byggingarefni að moða úr á kom- andi námsárum. Einbeiting söngv- arans og næmi fyrir mótun og til- fínningarlegri framvindu leyndu sér ekki heldur, og var eiginlega aðeins hægt að óska sér ögn meiri úrvinnslu með sjálfri raddbeiting- unni; meiri fjölbreytni, einkum hvað varðar víbrató, og - endrum og eins - styrkandstæður. Margir söngkennarar halda því fram, að mótun víbratós sé hvorki hægt að kenna né læra; það sé innbyggt (líkast til i kjarnasýru litninganna) og óbreytt frá vöggu til grafar. Engu að síður heyrir maður hvað eftir annað hjá fær- ustu ljóðasöngvurum heims eitt- hvað sem varla er hægt að kalla annað en a.m.k. hálfmeðvitaða stjórnun á víbratói í samræmi við tilfinningaboð texta og tóna, og er óskandi, að Finnur nái einnig með tíma og reynslu að kalla fram fieiri litbrigði á þessu tiltekna sviði, því á þessu stigi ferilsins virtist þar bera mest á einhæfni í túlkun, er hætti til að dreifa athygli hlustand- ans, þegar fram í sótti. Píanóleikur Jónasar var að vanda góður, þótt varla næði að öllu leyti upp í sama glampa og samstillingu og þegar undirr. heyrði síðast til hans á fjölum Borg- arleikhússins í söngveizlunni miklu fyrr í haust. Undirtektir tónleika- gesta voru hins vegar miklar og hlýjar í hvívetna. Ríkarður ð. Pálsson SÝNINGIN á Aidu í Lúxor er sögð sú mikilfenglegasta í sögunni en kostnaður við hana nemur tæpum 2 milijörðum ísl. kr. Mikilfengleg Aida Reuter GÍFURLEGAR öryggisráðstaf- anir voru gerðar um helgina er óperan Aida eftir Guiseppe Verdi, var sett upp í egypsku borginni Luxor. Fjöldi fyrir- menna var viðstaddur sýning- una, sem sögð er „stórfengleg- asta uppfærsla sögunnar" í fjöl- miðlum. Kostnaður við hana nam um 16 milljónum punda, um 1,8 milljörðum ísl. kr. og voru um 3.000 gestir viðstaddir frumsýn- inguna, þeirra á meðal Hosni Mubarak Egyptalandsforseti og skoski kvikmyndaleikarinn Sean Connery. Nasser El-Ansari, forstjóri egypsku óperunnar, sagði sýn- inguna vera menningar- og frið- arskilaboð Egypta til umheims- ins en stjórnvöld í Egyptalandi hafa átt í miklum erfiðleikum með heittrúarmenn sem hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir á erlenda ferðamenn og því voru strangar öryggisráð- stafanir. Gestirnir kváðust þó hvergi smeykir en vonast er til að um 15.000 manns muni sjá óperuna, sem verður sýnd fram á föstudag. Sögusvið Aidu er í Egyptlandi og var hún frumflutt þar árið 1871. Síðasta uppsetningin í Egyptalandi var árið 1994 en þá, eins og nú, fóru Wilhelmina Fernandez og Guiseppe Giacom- ini með hlutverk Aidu og Radam- Skuggahliðarnar, ástin og hamingjan FRÓÐI hefur ekki að fullu gengið frá útgáfubókum sínum en ljóst er að eftirfarandi bækur koma út fyrir jólin. Blóðið rennur til skyldunnar er ný skáldsaga eftir Hafliða Vilhelms- son. Sagan gerist í Reykjavík og er sögð „beinskeytt lýsing á samtím- anum, á skuggahliðum borgarlífsins og hversdagsleikanum". Hafliði Vil- helmsson vakti fyrst athygli með Reykjavíkurskáldsögu sinni, Leið 12 Hlemmur — Fell. Nema ástin er fyrsta skáidsaga Friðriku Benónýs. Sagan fjallar um unga konu á vegamótum sem horfir til fortíðar og nútíðar og er í senn saga um örvæntingu og ást. Kæri Keith er eftir Jóhönnu Krist- jónsdóttur. í bókinni segir Jóhanna frá sambandi sínu við mann frá fjar- lægu heimshorni. „Ævintýri, sem átti að standa eina kvöldstund, verð- ur að sögu til frambúðar" segir í kynningu. Bita-Kisa er eftir Jóhönnu Stein- grímsdóttur og ætluð yngstu lesend- unum. Myndskreytingar gerði Jean Nýjar bækur • LJÓTASTI fískur í heimi. í kynningu segir: „Dag einn þegar Ása og pabbi hennar eru að veiðum úti á flóa fá þau í netið mjög tor- kennilegan, lífvana fisk. Þegar þau koma með fiskinn að landi verður uppi fótur og fít því þar hefur eng- inn séð jafnljótan fisk. Pabbi Ásu sér að hann getur grætt mikla pen- inga á fiskinum með því að selja hann á sædýrasafn." Bókin er 24 bls., í henni er stórt letur, gott línubil, einfaldur texti og mikið myndefni. Árni Árnason er höfundur sög- unnar og Halldór Baldursson höf- undur mynda. • Skarpiog sérsveitin. í kynningu segir: „Þessi bók er sjálfstætt fram- Árni hald sögunnar Árnason Dagur í lífi Skarpa. Hafn- firðingurinn Skarpi er hér aftur kominn á ról, í þetta sinn ásamt vinum sínum, Oddu, Þórði og hund- inum Rex. Innbrotsþjófar hafa látið greipar sópa á heimili eins þeirra. Enginn veit hvað gera skal og jafn- vel sjálf lögreglan er úrræðalaus. En krakkarnir taka til sinna ráða.“ Bókin er 32 bls. Birgir Svan Sím- onarson er höfundur sögunnar, Hall- dór Baldursson teiknaði myndir. • Vinabönd. Í kynningu segir: „Hildur er nýflutt í sjávarþorp úti á landi. Hún saknar gömlu skólafélag- anna og stendur frammi fyrir þeim vanda að kynnast nýjum börnum og ná festu í nýju umhverfi á framandi stað. Lífsbarátta foreidranna kemur líka við sögu og fjölmargt sem snert- ir daglegt líf barna og fullorðinna.“ Bókin er 72 bls. Sigrún Oddsdótt- ir er höfundur sögunnar og er þetta hennar fyrsta bók. Freydís Krist- jánsdóttir teiknaði myndir. Barnabókaútgáfan gefur bækurn- ar út. Þæreru prentaðar íPrenthús- inu ehf. og bundnar íFlatey hf. Þær fást íöllum bókaverslunum. Bóka- forlagið annast dreifíngu á bókum | Barnabókaútgáfunnar. Halldór Laxness heiðr- aður í Bandaríkjunum um heimi er saga um 11 ára strák með fjörugt ímyndunarafl. Glerhylkið og fiðrildið er eftir Jean-Dominique Bauby í íslenskri þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Höfundur var ritstjóri þekkts tísku- blaðs, Elle, og vaknaði upp einn morguninn algjörlega lamaður. Eini hluti líkamans sem hann gat hreyft var vinstra augnalokið og segja má að hann hafi skrifað bók- ina með því að depla auganu í sam- vinnu við ritara sinn. Bauby rifjar upp minningar sínar í bókinni, en hann lést fjórum dögum eftir að bókin kom út í Frakklandi. Leiðin til hamingjunnar er eftir bandaríska höfundinn L. Ron Hubbard í þýðingu Atla Magnús- sonar. Bókin er eins konar leiðar- vísir fyrir fólk „sem lifa vill fyllra og hamingjuríkara lífi“, segir í kynningu. Tvær spennubækur koma út í þýðingum Guðna Jóhannessonar og Björns Jónssonar. Önnur þeirra er Betrun eftir Stephen King, hin Reiðarslag eftir John Saul. HALLDÓR Laxness rithöfundur hefur verið sæmdur menningarviðurkenn- ingu American-Scandinavian Found- ation fyrir framlag sitt til heimsbók- menntanna og fýrir að stuðla að skiln- ingi milli Bandaríkjamanna og íslend- inga. Viðurkenningin var afhent í gær í árlegum kvöldverði samtakanna á Plaza Hotel í New York. Ólafur Jó- hann Ólafsson rithöfundur, einn stjómarmanna, hélt ræðu og afhenti viðurkenninguna en að ósk rithöfund- arins veitti útgefandi Laxness, Ólafur Ragnarsson, henni viðtöku. American-Scandin- avian Foundation sem hefur það að markmiði að efla tengsl norrænna þjóða og Banda- ríkjamanna hefur áður veitt tveimur íslendingum sams konar viðurkenn- ingu, þeim Helga Tómassyni listdans- stjóra og Louisu Matthíasdóttur list- málara. Halldór Laxness Posocco. Bókin segir frá ævintýri lítillar kisu sem villist þegar hún vill skoða sig um í heiminum. Text- inn er bæði í óbundnu og bundnu máli. Nornin hlær er barnasaga eftir Jón Hjartarson leikara og er þetta önnur bók hans. Sagan fjallar um tvær sjö ára stelpur, ævintýri og uppátæki þeirra í Reykjavík. I öðrum heimi er barnasaga eftir Hildi Einarsdóttur, en áður hefur komið út eftir hana bókin Dekur- drengur á dreifbýlisbomsum. I öðr- Hafliði Vilhelmsson Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (15.10.1997)
https://timarit.is/issue/129939

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (15.10.1997)

Aðgerðir: