Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskipti með hluta- bréf í SH gefin fijáls Á HLUTHAFAFUNDI Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf., sem haldinn verður á morgun, verður lögð fram tillaga stjómar um að viðskipti með hlutabréf í SH verði gefin fijáls og forkaups- réttarákvæði felld úr samþykktum félagsins. Jafn- framt fái stjóm félagsins heimild til hækkunar á hlutafé félagsins með sölu nýrra hluta að nafn- virði 103 milljónir þannig að heildarhlutafé félags- ins verði 1.600 milljónir króna. Á hluthafafundinum á fimmtudag verður lagður fram árshlutareikningur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en að sögn Jóns Ingvarssonar, stjómarformanns SH, nam hagnaður samstæðunnar eftir skatta 246 milíjónum króna á tímabilinu. Hagnaður fyrir skatta nam 358 milljónum króna og velta félags- ins var um 18,3 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins. Um síðustu áramót var SH breytt í lokað hluta- félag og vom hluthafar við stofnun 33 talsins. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hið nýja hlutafélag var stofnsett hafa viðskipti með hlutabréf í því verið mikil og nemur heildarverðmæti þeirra við- skipta um tveimur milljörðum króna. Samkvæmt núverandi samþykktum hafa hluthafar forkaups- rétt að fölum hlutum í félaginu og hafa forkaups- réttarhafar keypt hlutabréf fyrir um 1,5 milljarða króna að söluverðmæti, en nýir hluthafar hafa keypt fyrir um 500 milljónir króna. Um 27% hlut- aijár hafa skipt um eigendur og eru hluthafar nú 35 talsins. Að sögn Jóns Ingvarssonar er hlutafjáraukn- ingunni ætlað að styrkja fjárhagsstöðu Sölumið- stöðvarinnar þar sem félagið hefur verið að færa út kvíamar og auka umsvif sin. „Til þess að geta sinnt þeim megintilgangi félagsins að veita framleiðendum, bæði innlendum sem erlendum, alhliða þjónustu í framleiðslu, markaðssetningu, vöruþróun og gæðaeftirliti, þá er nauðsynlegt að styrkja fjárhag þess. Félagið opnaði fyrr á þessu ári söluskrifstofu í Moskvu auk þess að kaupa fisksölufyrirtæki í Moskvu sem selur til smærri aðila. Það fyrir- tæki, en þar starfa 20 manns, hafði á 12 mánaða tímabili sem lauk í maí sl. selt 12 þúsund tonn af fiski á um 20 milljónir dollara og við höfum væntingar um að hægt verði að auka starfsemi þess enn frekar. Jafnframt hefur SH nýverið opnað innkaupa- og söluskrifstofu í Noregi og við höfum einnig leitað eftir frekari fjárfestingar- tækifærum sem ekki er hægt að segja frá á þessu stigi," segir Jón Ingvarsson. Kúfisk- veiðar komnar á skrið VINNSLA og veiðar á kúfiski með nýju skipi eru komnar á skrið hjá Vetsfirskum skelfíski á Flateyri. Að sögn Guðlaugs Pálssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, reikn- ar fyrirtækið með að veiða um það bil 12.000 tonn af kúfíski árlega og selja fyrir 150-200 milljónir króna á Bandaríkjamarkað. Hlé verður þó á kúfískveiðunum fram yfír helgi þar sem færa þarf hið nýja skip fyrirtækisins, Skel ÍS 33, í slipp á Ákranesi til að sjóða í gat sem kom á skrokk þess þegar það tók niðri við veiðamar á mánu- dag. Sex manna áhöfn á Skel IS hóf veiðar fyrir um það bil 6 vikum og var fullum afköstum náð í upphafí vikunnar. Veiðislóðin er Önundar- fjörður og nálægir fírðir. Skel er 350 tonna skip, 27 metra langt og 8,9 metra breitt, smíðað í Flórída árið 1984 og hefur verið notað við skelfisk- og hörpudiskveiðar í Bandaríkjunum. Skel er talsvert stærra skip en Æsa, sem fórst í júlí í fyrra, og er auk þess frábmgðið Æsu að því leyti að gálginn er á síðu skipsins. Nú vinna 16-17 manns við vinnslu kúfísks hjá Vestfírskum skelfíski og verða starfsmennirnir um 20 þegar fram líða stundir. Hluti landverkafólksins er heima- menn, hluti annars staðar að af á landinu og hluti Pólveijar og Svíar. SKEL ÍS 33 kemur tíl hafnar á Flateyri. Morgunblaðið/Halldór 7,5-8,5% kostarað tryggja 50% meðaltekna SAMKVÆMT hugmyndum Vinnu- veitendasambands íslands sem unn- ið er að þar til málamiðlunar um lífeyrisfrumvarpið myndi það kosta 7,5-8,5% af launum að tryggja sér 50% af meðalmánaðartekjum í ævi- langan elli- og örorkulífeyri. Þessi greiðsla myndi ganga til samtrygg- ingasjóðs. Samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi eru greidd 10% af heildarlaunum í lífeyrissjóð og myndi fólk því geta haft áhrif á það strax hvemig því yrði ráðstafað sem á vantar 10%. Jafnframt er í hugmyndunum gert ráð fyrir að vilji menn leggja hærri upphæðir en nemur 10% af heildarlaunum í lífeyrissparnað yrði sá spamaður undanþeginn skatti við inngreiðslu, en skattlagður þeg- ar lífeyristaka hefst eins og gildir um önnur lífeyrisiðgjöld. Af þeim 10% af heildarlaunum sem lögð eru í lífeyrissjóð greiðir vinnuveitandi 6% og launþegi 4%. Hluti vinnuveitenda hefur ávallt verið undanþeginn skatti, en til skamms tíma eða frá setningu laga um staðgreiðslu skatta 1987 var hluti launþega skattskyldur. Því hefur hins vegar verið breytt í áföngum á undanförnum árum. Ollum skylt að greiða í samtryggingasj óð Þá er gert ráð fyrir að öilum verði skylt að greiða í samtrygg- ingasjóð fyrrgreint lágmark sem tryggi 50% af meðalmánaðartekjum í ævilangan örorku- og ellilífeyri. I aðalatriðum verði um að ræða starfsgreinabundna lífeyrissjóði og fer eftir ákvæðum kjarasamnings um aðild að lífeyrissjóði. Ef hins vegar kjör manna ráðast ekki af kjarasamningi hafa menn frelsi til að velja sér sjóð til að greiða S. Unnið að gerð starfsreglna fyrir Norðurskautsráðið Hart deilt um stöðu um- hverfisveradarsamtaka HART var deilt um stöðu umhverfís- vemdarsamtaka í starfí Norður- skautsráðsins á embættismanna- fundi ráðsins, sem haldinn var í Ottawa, höfuðborg Kanada, í síðustu viku. Var þar reynt að ná endanlegu samkomulagi um starfsreglur fyrir ráðið, sem stofnað var í fyrra. Bandaríkjamenn neita hins vegar að fallast á sjónarmið hinna ríkjanna sjö, sem aðild eiga að Norðurskauts- ráðinu, um að í reglunum sé gert ráð fyrir að svipta megi fijáls félaga- samtök áheymaraðild að ráðinu. Bandarílqamenn hafa lagt ríka áherzlu á að fijáls félagasamtök eigi áheymaraðild að Norðurskautsráðinu. í nýjasta tölublaði Arctic Bulletin, fréttabréfí náttúruvemdarsamtak- anna World Wide Fund for Nature (WWF) um málefni Norðurskautsins, er viðtal við R. Tucker Scully, yfir- mann úthafsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann segir að Bandaríkjamenn hafi tekið foryst- una í þessu máli innan Norðurskauts- ráðsins eins og í öðrum alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Scully nefn- ir WWF sérstaklega sem samtök, er geti miðlað mikilvægum upplýsingum og þekkingu á norðurskautsmálum til aðildarríkjanna. Umhverfisverndarsamtök mistæk Ólafur Egilsson sendiherra var fulitrúi íslands á fundinum í Ottawa. Hann segir að í raun sé ekki ágrein- ingur um það meðal aðildarríkja Norðurskautsráðsins hvort veita eigi áhugamannasamtökum, sem sýnt þyki að geti látið gott af sér leiða, áheyrnaraðild að ráðinu. „Hins veg- ar höfum við bitra reynslu af starfi sumra þessara samtaka, til dæmis Greenpeace gagnvart Grænlending- um. Greenpeace átti afgerandi þátt í að bijóta niður hefðbundin lífsskil- yrði grænlenzkra veiðimanna," segir Ólafur. „Nær öllum aðildarríkjunum hefur þótt eðlilegt að í væntanlegum starfsreglum ráðsins yrði gert ráð fyrir þeim möguleika að svipta mætti samtök, sem brygðust með þeim hætti, áheyrnarréttindunum." Ólafur segir að þetta sé eina atrið- ið 5 væntanlegum starfsreglum ráðs- ins, sem enn sé ágreiningur um, vegna þess að Bandaríkjamenn séu afar tregir að samþykkja ákvæði af þessu tagi. Ólafur segir að á fundinum hafi hann jafnframt bent á að WWF hefðu verið mistæk í málflutningi sínum. Til dæmis hefðu samtökin með auglýsingum í víðlesnum blöð- um varað almenning við að borða þorsk og ýsu úr Atlantshafi. Gert er ráð fyrir að tillögur um nýjar starfsreglur verði lagðar fyrir fyrsta ráðherrafund Norðurskauts- ráðsins að stofnfundinum undan- skildum, en hann verður haldinn eftir tæpt ár. „Það verður unnið að því að brúa bilið milli funda og þetta mál verður aftur á dagskrá embætt- ismanna í janúar eða febrúar,“ segir Ólafur. Bandaríkín á móti fastaskrifstofu í núverandi samþykktum Norður- skautsráðsins er gert ráð fyrir að aðildarríkin átta skiptist á um að reka skrifstofu ráðsins. ísland hefur boðizt til þess að hýsa fastaskrif- stofu, verði ákveðið að koma henni á fót. Ólafur Egilsson segir margt mæla með því að svo verði gert, meðal annars komi fram í nýrri út- tekt á samstarfi Norðurskautsríkj- anna í umhverfismálum að hag- kvæmt sé að hafa fasta skrifstofu. Þetta komi hins vegar ekki til greina að svo stöddu vegna andstöðu Bandaríkjanna. Scully segir í áðurnefndu viðtali að engin þörf sé fyrir fasta skrif- stofu Norðurskautsráðsins og ekki heldur að ráðinu verði breytt í form- lega alþjóðastofnun, en það starfar nú samkvæmt stofnyfírlýsingu, sem ekki er bindandi fyrir aðildarríkin. Hagnaður SH samstæðunnar nam 246 milljónum fyrstu 9 mánuði ársins Hugmyndir VSI í lífeyrismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (15.10.1997)
https://timarit.is/issue/129939

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (15.10.1997)

Aðgerðir: