Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 37

Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 3*^ GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON + Guðmundur Freyr Halldórsson fædd- ist í Reykjavík 11. júní 1941. Hann lést 1. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Guðmundur Freyr Hali- dórsson er látinn, langt um aldur fram. Það er ein- kennilegt að hugsa til þess að þessi jákvæði lífsglaði maður sé horfínn af sjón- arsviðinu. Guðmundur var þekktur glímumaður og kynni okkar voru einkum bundin þeirri íþrótt. Guðmundur Freyr var keppnismaður og þjálfari glímufé- lagsins Ármanns um árabil og þar naut ég handleiðslu hans um tíma fyrir aldarfjórðungi. I minningunni er það skemmtijegur tími þegar ég æfði glímu hjá Ármanni og þar eiga glaðværð og góð tilsögn Guðmundar Freys stóran hlut. Hann var keppnismaður um ára- bil, sjö sinnum Islandsmeistari og handhafi Ármannsskjaldarins árið 1977 auk margra annarra titla. Þó er meira um vert hve Guðmundur Freyr glímdi áberandi vel. Hann var ávallt til fyrirmyndar, glímdi drengi- lega og af þeim vaskleika og fjöri sem einkenndi alla hans framgöngu. Guðmundur Freyr sinnti dómgæslu og fleiri störfum á glímumótum og var jafnan boðinn og búinn til aðstoð- ar þegar eftir var leitað. Guðmundur Freyr starfaði lengi sem sendibíl- stjóri og þegar mótshaldarar þurftu á flutningum að halda, flytja dýnur og því um líkt, kom ekki annar til greina en Guðmundur Freyr því öll hans orð stóðu sem stafur á bók og gott á hann að treysta. Þá er ótalið að hann var einn af bestu glímusýn- ingarmönnum landsins og olli því lip- urð hans og fimleikur og hans mikla glaðværa útgeislun sem hreif bæði áhorfendur og félaga hans með sér. Hann var jafnan tilbúinn að bregða á leik, sér og öðrum til skemmtunar. Glímusýningar hans hérlendis og er- lendis eru óteljandi og hinn síungi Guðmundur Freyr var með í leiknum ævilangt. Ungur fór hann í sýningar- ferð til Frakklands árið 1958 og 30 árum síðar lauk hann sýningarferli sínum á sömu slóðum í sýningarferð á vegum Glímusambandsins. Stjómarmenn þar voru sammála um að ekki væri völ á betri fulltrúa til að kynna þjóðaríþrótt okkar þótt hann væri þá kominn hátt á fimm- tugsaldur. Allt fram að því höfðu sýningarferðir erlendis verið fjöl- mennar en nú var ákveðið að senda aðeins tvo af okkar bestu mönnum og var Guðmundur Freyr sjálfkjörinn í ferðina. Guðmundur Freyr háði harða glímu við dauðann undir það síðasta. Þeirri glímu hljóta allir að tapa en hann varðist vel og hélt reisn sinni til hinstu stundar. Fyrir hönd Glímu- sambands íslands vil ég flytja kveðj- ur og þakkir fyrir framlag Guðmund- ar Freys Halldórssonar til glímunnar sem hann auðgaði margvíslega og var okkur hinum til fyrirmyndar. Við félagar hans af glímuvellinum hörm- um góðan dreng en hans er gott að minnast. Aðstandendum hans og ástvinum er vottuð innileg samúð. Fyrir hönd Glímusambands ís- lands, Jón M. ívarsson. Þú skalt vera stjama mín Drottinn yfír dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gull- stiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Kæri afí, nú er geislinn, sem Guð gaf þér orðinn að gullstiga. Og þú hefur glaður gengið hann upp til himna- ríkis því þú varst orðinn svo mikið veikur. Þegar við hitt- umst voru þín fyrstu orð alltaf „Hvað seg- ið þið elskurnar mín- ar?“ í kjölfar þeirra kom svo innilegt faðmlag eða hálofta- buna. Því þú varst svo hraustur og sterkur, að þig mun- aði nú ekki um að lyfta upp svona fisi, öðru eins og þyngra lyftir þú upp í vinnunni þinni. Það kom fyrir að fólk héldi að þú værir bróðir hans pabba, þá varstu nú rogginn með þig, fórst í Pollýönnuleik og sagðir „Það er ekki af því að þú virkir eldri en þú ert, Hlynur minn, það er bara ég sem er svo unglegur!" Við förum ekki oftar á jólaböll með þér, kæri afí. En eftir stendur minn- ingin um þig, jákvæðan og léttan í fasi og lund, sannan íþróttamann. Hún er falleg og hana munum við varðveita. Guð geymi þig. Þín Helga Ósk, Henrik og Heiðdís Hlynsbörn. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Frey Halldórsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Föðurbróðir minn, AÐALSTEINN JÓNSSON húsasmíðameistari frá Vestra-Skagnesi í Mýrdal, lést þriðjudaginn 14. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðný Sigurgísladóttir. Bróðir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON, Hátúni 6, sem andaðist sunnudaginn 12. október sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 17. október kl. 10.30. Sveinn Jónsson, Margrét Hansen. + GUNNLAUGUR STEFÁNSSON, fyrrv. fulltrúi frá Ærlækjarseli, Öxarfirði, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. október kl. 13.30. Vandamenn. + Ástkær frænka okkar, ÞÓRDÍS DANfELSDÓTTIR, Hrannarstíg 3, lést á Droplaugarstöðum að morgni þriðju- dagsins 14. október. Gunnar Richter og aðrir aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KLARA TRYGGVADÓTTIR, áður búsett f Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Tryggvi Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Arndís Birna Sigurðardóttir, Garðar Sigurðsson, Bergþóra Óskarsdóttir, Óskar Hallgrímsson, Kolbrún Óskarsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRÍMANN KRISTINN SIGMUNDSSON, Grenibyggð 11, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtu- daginn 16. október kl. 14.00. Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Helena Kristinsdóttir, Bjarni Tryggvason, Alda Kristinsdóttir, Sigurður Helgi Hansson, Arnór og Brynja Dís. + BENÓNÝ MAGNÚSSON húsgagnasmíðameistari, Mýrargötu 28, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 17. október kl. 13.30. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sveinn Benónýsson, Svava Lilja Magnúsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir. + Útför TORFHILDAR ÞORKELSDÓTTUR, áður til heimilis á Grettisgötu 57B, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. október kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Kristjánsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát systur okkar og fóstursystur, HELGU INGIBJARGAR HELGADÓTTUR, Fossheiði 48, Selfossi, Gylfi Pálsson, Sverrir Pálsson, Móeiður Helgadóttir, Oddur Helgason og fjölskyldur. öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför, STEINUNNAR GÍSLADÓTTUR, Garðsá, sendum við okkar innilegustu þakkir og kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Óttar Björnsson og börn, Pálmi Gíslason og fjölskylda. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og bróður, ÓLAFS JÓHANNSJÓNSSONAR, Uppsalavegi 19, Húsavik. Kristjana Sólveig Sævarsdóttir, Arnar Már Ólafsson, Sævar Guðmundur Ólafsson, Gunnar Jón Ólafsson og systkini hins látna. Lokað "V. Lokað verður í dag, miðvikudaginn 15. október, frá hádegi vegna útfarar EBENEZERS Þ. ÁSGEIRSSONAR forstjóra. Ferðaskrifstofa Atlantik hf., Kringlunni 4, BÓB endurskoðun hf., Kringlunni 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.