Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LOÐNAN OG
SAMSKIPTIN
VIÐ NOREG
RÍKISSTJÓRNIN íhugar nú hvort segja beri upp
samningi við Noreg og Grænland um skiptingu
loðnustofnsins. Samið var um skiptingu stofnsins á
þeim forsendum að hann gengi um lögsögu ríkjanna
þriggja. Ýmislegt bendir til að loðna sé nú í minna mæli
í norsku lögsögunni við Jan Mayen en áður hefur verið
og það gætu auðvitað verið rök fyrir því að taka upp
samninginn, teldu íslenzk stjórnvöld verulega hagsmuni
í húfi. Jafnframt eru vísbendingar um að norsk skip
hafi ýkt afla sinn á Jan Mayen-svæðinu en lækkað afla-
tölur frá íslandsmiðum.
Verði samningnum ekki sagt upp nú í mánuðinum
endurnýjast hann sjálfkrafa í fjögur ár og segja má að
fjögur ár séu langur tími, ekki sízt ef það er raunin að
lítil eða engin loðna sé í norsku lögsögunni.
Hins vegar er á það að líta að hér er ekki um veru-
lega hagsmuni að ræða fyrir ísland. íslenzki loðnuflot-
inn hefur undanfarin ár ekki náð að veiða allan loðnu-
kvótann og t.d. ekki þurft að nýta þær loðnuveiðiheim-
ildir í grænlenzku lögsögunni, sem ísland fékk frá Evr-
ópusambandinu í skiptum fyrir karfakvóta. Það kemur
því ekki niður á veiðum íslendinga þótt Norðmenn fái
að veiða hluta af loðnukvóta sínum í íslenzku lögsögunni.
Jafnframt er ómögulegt að segja til um hvernig loðn-
an muni haga sér. Hún getur farið að ganga aftur inn
í norsku lögsöguna eða þá grænlenzku og þá er það
íslandi í hag að hafa samning, sem veitir íslenzkum
skipum rétt til að veiða loðnu í lögsögu nágrannaríkj-
anna.
Réttilega hefur verið bent á að uppsögn loðnusamn-
ingsins, á þeirri forsendu að loðnan gangi ekki um
norsku Iögsöguna, geti haft óheppileg áhrif á samnings-
stöðu íslands í viðræðum um skiptingu kvóta úr norsk-
íslenzka síldarstofninum. Nágrannaríkj okkar, þar á
meðal Noregur, hafa viðurkennt tilkall íslands til veru-
legrar hlutdeildar í stofninum meðal annars vegna sögu-
legra veiða íslendinga og þeirrar staðreyndar að síldin
hefur gengið um lögsögu Islands og gæti gert það aft-
ur, þótt hún geri það í litlum mæli nú. ísland á mun
meiri hagsmuna að gæta vegna síldveiðanna en vegna
loðnuveiða Norðmanna hér við land.
Loks er ekki ástæða til að fjölga deilumálum íslands
og Noregs á sviði fiskveiða, þvert á móti. Sjálfsagt er
að bregðast við grunsemdum um að norskir skipstjórnar-
menn gefi upp rangar aflatölur, en það má gera með
samstarfi landhelgisgæzlu og fiskistofa landanna, þann-
ig að allt sé á hreinu í samskiptunum.
Á heildina litið mælir fleira gegn uppsögn loðnusamn-
ingsins en með henni. Við eigum ekki að búa til ný
vandamál, heldur reyna að leysa þau, sem fyrir eru.
HINDRUM FLEIRI
MISTÖK
BROTALÖM er greinilega í samskiptum þeirra aðila,
sem sinna leitar- og björgunarstörfum hér á landi.
Einhverra hluta vegna fékk Slysavarnafélag íslands
ekki að vita af því er eldur kom upp í togara út af
Garðskaga á sunnudagskvöld.
Þetta mál er ekki einsdæmi og stundum hafa aðrir
björgunaraðilar ekki fengið vitneskju um slys, eins og
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar,
segir í Morgunblaðinu í gær.
Það skiptir ekki öllu máli hverjum er um að kenna
í þessu máli, heldur að nú verði gerð gangskör að því
að koma í veg fyrir mistök og misskilning af þessu tagi
í eitt skipti fyrir öll. Öryggi borgaranna er mjög undir
því komið að þetta kerfi virki eins og það á að gera og
að samstarf og samræming sé eins og bezt verður á
kosið.
Siðferði og sérhagsmunir
í utanríkisstefnu Islands
í framhaldi af íslandsheimsókn varaforseta
Tævans rifjar Guðni Th. Jóhannesson upp
afstöðu íslenskra stjómvalda til kúgaðra þjóða
og hvemig viðskiptahagsmunir hafa mótað
afstöðuna til samskipta við þær.
OVENJUHÖRÐ viðbrögð kín-
verskra ráðamanna við ís-
landsför varaforseta Tæ-
vans hafa vakið athygli.
Valdhafar í Peking telja að íslensk
stjórnvöld hafí hlutast til um kínversk
innanríkismál og segja að það geti
komið þeim í koll. Hótanirnar virðast
þó ekki hafa haft áhrif. „Þetta er
ekki aðeins spurning um viðskipti,"
sagði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, „heldur grundvallaratriði, um
það hver ákveði hveijir komi hingað
til lands og hverjir ekki.“
Þessi viðbrögð eru athyglisverð og
nokkrar spurningar hljóta að vakna
vegna þeirra. Hvort á að ráða í utan-
ríkisstefnu íslands, al-
gildar siðferðisreglur eða
einkahagsmunir? Hvor
stefnan hefur að jafnaði
verið við lýði á lýðveldis-
tímanum? Og getur smá-
ríki eins og ísland leyft
sér að láta réttiætissjón-
armið ráða ferðinni?
í ljósi atburða síðustu
daga er einmitt fróðlegt
að rifja upp íslandsheim-
sókn fyrir 40 árum sem
olli svipuðum úlfaþyt. í
júní 1957 kom August
Rei, forsætisráðherra út-
lagastjórnar Eistlands, til
íslands. Rei ræddi við
Guðmund í. Guðmunds-
son utanrlkisráðherra og
hitti forseta íslands, Ásgeir Ásgeirs-
son, á Bessastöðum.
Sovétmenn, sem höfðu innlimað
Eystrasaltsríkin þijú með valdi árið
1940, mótmæltu þessu og sögðu að
þeim væri sýnd „óvild". í svari utan-
ríkisráðuneytisins til þeirra var hins
vegar bent á að Rei hefði komið til
íslands á eigin vegum og öllum íslend-
ingum hefði verið fijálst að hitta hann,
svipað og ráðamenn hafa verið að
segja kínverskum embættismönnum
að undanförnu vegna heimsóknar
varaforseta Tævans.
En höfðu íslensk stjómvöld þá sið-
ferðissjónarmið ætíð að leiðarljósi þeg-
ar þau þurftu að gera upp á milli stuðn-
ings við undirokað fólk á borð við
Eystrasaltsþjóðimar og þægðar gagn-
vart stórveldi á borð við Sovétríkin?
Rangt væri að halda því fram. Átta
árum fyrir heimsókn Augusts Reis til
íslands höfðu Sovétmenn krafist þess
að Tómas Tómasson, sem hafði verið
skipaður kjörræðismaður Eista á Is-
landi á íjórða áratugnum, yrði strikað-
ur af diplómatalista stjómvalda. Ráða-
menn urðu við því þótt þeim væri það
vissulega óljúft og árið 1958, ári eftir
íslandsför Reis, gengu fulltrúar ís-
lenskra stjórnvalda mjög langt á þann
veg að viðurkenna yfirráð Sovétmanna
við Eystrasalt. Sex þingmenn, með
Emil Jónsson, forseta sam- -----------
einaðs Alþingis, fremstan í
flokki, þágu þá boðsferð til
Sovétríkjanna og komu
meðal annars til Ríga í Lett-
Iandi. Pétur J. Thorsteins-
son, sendiherra íslands í
Moskvu, var einnig með í
för. Með heimsókninni var innlimun
Eystrasaltslandanna í Sovétríkin vita-
skuld viðurkennd í verki, de facto, en
jafnvel einnig að lögum, de jure. Sendi-
herra, þingforseti og þingmenn gátu
vart verið einn daginn við Eystrasalt
í boði sovéskra stjómvalda og sagt
þann næsta að þeir viðurkenndu ekki
lögsögu Sovétmanna þar.
Sendiherra íslands í Moskvu fór að
minnsta kosti einu sinni aftur í opin-
bera embættisferð til Eystrasaltsland-
Guðni Th.
Jóhannesson
Stjórnvöld
viöurkenndu
yfirráð Sovét-
manna við
Eystrasalt
11*. 11- }■«<( ttst
anna. Sumarið 1978 fór Hannes Jóns-
son til „Eystrasaltslýðvelda Sovétríkj-
anna“ eins og hann komst að orði.
Hann heimsótti utanríkisráðherra
þeirra og aðra embættismenn sovét-
valdsins, átti fundi með þeim, sat boð
og fór í skoðunarferðir.
Hannes efaðist ekki um að síðan
„fasískum einræðisstjórnum" var
steypt af stóli árið 1940 hefðu Eystra-
saltslöndin tilheyrt Sovétríkjunum. ís-
lendingar hefðu auk þess stofnað til
stjómmálasambands við Sovétmenn á
stríðsárunum „án takmarkana eða fyr-
irvara um einstök lýðveldi Sovétríkja-
sambandsins". Víst er að Kremlveijar
kættust mjög þegar sendiherra frá
aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins fór til Eyst-
rasaltslandanna. Banda-
lagsríkin höfðu sam-
mælst um að halda ekki
þangað, enda vakti för
Hannesar furðu meðal
vestrænna sendimanna í
Moskvu. í Reykjavík voru
menn ekki heldur á eitt
sáttir um hana þótt
sendiherrann sjálfur full-
yrti að ferðin hefði verið
farin „samkvæmt heimiid
utanríkisráðuneytisins og
í samráði við það“.
Með því að þiggja boð
Sovétmanna um opinber-
ar ferðir til Eystrasalts-
landanna voru fulltrúar
íslenskra stjómvalda að gera hinum
þjáðu þjóðum þar óþarfa óleik. Eins
mætti gagnrýna að viðskiptasamninga
við Eystrasaltslöndin, sem voru gerðir
á árunum milli stríða, var ekki getið
í opinberum ritum um milliríkjasamn-
inga íslendinga og á sjötta áratugnum
var ítrekuðum óskum útlagastjóma
Eystrasaltsþjóðanna um stuðning og
viðurkenningu í engu svarað. Kurteis-
leg svarbréf hefðu verið við hæfí.
En að mörgu leyti var íslenskum
stjórnvöldum auðvitað nauðugur einn
kostur að viðurkenna_ yfírráð Sovét-
manna við Eystrasalt. Islendingar áttu
lengstum mikil viðskipti við þá. Ráða-
menn í Reykjavík gátu ekki undirritað
og endurnýjað verslunarsamninga við
Sovétríkin og um leið krafist sjálfstæð-
is fyrir Eystrasaltsþjóðirnar eða sýnt
stöðugan stuðning við þær í verki.
Hagsmunir Islendinga hlutu að vega
þyngra.
Hefðu yfírlýsingar frá Islandi nokk-
uð skipt máli, hvort eð var? Hefðu ís-
lendingar getað létt þjáningar hinna
undirokuðu þjóða við Eystrasalt eða
annarra sem bjuggu við kúgun, ef því
var að skipta? Árið 1966 sendi útlag-
inn Ferenc Nagy, síðasti forsætisráð-
herra Ungveijalands áður en kommún-
istar tóku sér alræðisvald í landinu,
bréf til Bjarna Benediktssonar, starfs-
bróður síns, og fór fram á
að íslensk stjómvöld minnt-
ust þess formlega að ára-
tugur væri liðinn frá innrás
Sovétmanna í Ungveija-
land. Bjarni svaraði með því
að segja að öll íslenska þjóð-
in hefði mikla samúð með
ungversku þjóðinni og atburðanna,
sem hefðu verið „svívirðilegir og blóði
drifnir“, yrði örugglega minnst á ís-
landi. En ríkisstjórn landsins gæti þó
ekki leyft sér það: „ísland er hins veg-
ar lítið og máttvana land og hefur
þess því ætíð verið gætt að íslenska
stjórnin blandaði sér ekki í mál ann-
arra með yfírlýsingum eða á annan
veg sem ekki er unnt að fylgja eftir.“
Þótt mörgum íslenskum ráðamönn-
um væri þvert um geð að sitja hjá
Íufftssf XSei ÍorssBtisráHherra
'stlenáingra heimsótti Ssiand
þvi á unffo aldri heiur honn xtaiii
ti I sjóliticc&ixbaráttu þfó&ar sinner
;A USNM I »l«<Wi yf>r
Ml r.r*, ohMiáu —
u isbn" tiUr» tímttn rlt. Y.stm «4 fcntM ttk IP>nS*rJiJ-
ktt wm Þ«tr k-tf* *•> u«d«cJuin(| M úí Vjr.h* RÚl.
Sitt ttvr. '■T.t. Vjfr ♦(# tUmhuXI *>V. Vrxu |kíj rA
Frjdlslyndi tlokkuriitn í Kanndn
bíður óvænhm og mikinn ósignr
ÍhaMsfiokkur Oiefcnbnkcrs cr
nú stærsli flokkurinn cn hcfir
ckki (lingmeiriblula
CHtiu*. 11. JÓmÍ. Rfl'otktytl fci H*uw.
AANNAN I hvHuMMud* Un> !>**> #4«ík<«alw*r 1 t-tfU
ónriHls > (WiUtn t<A« oUU«f'*l»«
n«U «r4o t>*« ccUurtliir tnlt r«JJ 14/04» OrkfcU*. r»«> wiiS htí-
«r tlí vKS u=otlr > Ji I tí fcr. K*m t<f4k*a»l*C»m itlfht
•( hrtut BÚ fnctii þkiftMU «* ||>Uukih, VrlHl
Úrlrt «f fcfrrrl Lorwnol, forintf y*}pil>lxn«» tUUXs-
U». W>t lofttí, iat *•»* «I»H rljMMÚIjolUkfcfcr Oxlur *fc
krrinxo. *«kiM*t*. ro *UU«| r»l*l>l Utlá.
K«u> <r ÍUM I krtflíU «r. I Jtolmne, tr. <r*U í Jotrn **tt
kVrfcktum <•* O/irvyluiH o***
«.%« *ií f«rioju»»>
trt<f,uvwM tl» Yrrtt fít> vut
httht> at litjó I riW1i«)li«i. iutj.
*t«M« I niiV.li ir.
Fr**nV. t t'H tfc
SfcleHh kKnkMUI k*ÍJ> nji'*
lyrrfci OhVáuiíhh t?> nt
>63 f Xtl>rf*ssil*l-9íú Þy.*Piru>ys
f OUfcWfc «C 5»< «hi*CÍ*» nsuiil.
btuU.
í k«*»iu*«f>nm *i Ufcf* rtJlH
lTfcSJr sírio.
*ot*>n U*nu.
UulflínokkufUu*. uoílr Itt-
y>*<á frA» C. »M*ttbt\*t*. w«»
*fc«f UMl tl Ut*t
ttult «• lr«í*M*4 I4nr*uio»iH.la
ú»* <X hthtr mú
XotAlðfcmMnn b*f» »4«** *kt»
>d*í «**>M<» «4 VAju <4fc í*. ífaW
VfOIK tWkklulna «*»*«* mc ivHt-
»***mkMuti4 « t>*n«Hí>ifc«) tulfí
ií Þhtgot*i *• Uml ei >1.
ÞvV <f iHrfownt tti «4 je<ji »t>
Frjfctilrmli Pokfcnitnn h»»vr k«4-
)i ihiHi *IIh*3 i f>*M«m
Uv>l*rtrr. X<m«r lúZ r'4n*m«
iv{ 4 (A-*rt. FitíIuih Vcrv. Jxnlí
lil «a ># hwn nzr-4* ttm
*no> 0»r Efctdfc ^4*i w>MuU
t3IK«k»*W *tcr*d(.
lllnnti, hv»4 þl tíS br.hfi rrjv
bí*» »vo rrdkifM* 4úr*t .
Þvr «««s «»ct«vfi rtm flfVVv
bchir mtiÁbUrta *c ífcffuúj
l>:cr *> fcfcfx fýrt >\> yfí>. »*■
cnuul «I;M í.\Vj ý.Slt ísmmjivjp'.
*«;4<I>. S«<uf Sl. lcAittti'. MI
iUrx* viV u’I4 Kcfc <nb>»it<!-«r
»tj*r** Þó it J<*4 «ft»»;>5 5 v«|
Yrtzth. & 14». tb
ihower iagðlst
RttNOroN. tl. Jwl —
rfUooAf-* »n9*f ó-fcrrtin
■tt <A ftéii !•**>« r*t i
: t tcvltfc*«io-«, *4 rtxn-
t Utti «IV»f *< *MW-
«**. fiwmifto v «rfcn*
»*r«tA*<l«*.dAt.J*Mrf
B t(M>» W rtnwf t rfcflf-
Hfcafcr r*r < 4»jc»«
, plW tnVkffcr htU*.
9*d>r»r trnr* «4 *fck*
81 *f bmwwM tUt» tjU-
Itíkn ntiokl fovclliLtiMiU
iK-aixúttl C>«5m:it>3 í. Cu4-
fiiHMttx.vf> Hl»o« tkÍMÓft'Cfl * «k'
ycort*. ítlt-r/V, t.J
V.?>L*4dif \<l« lUtt'Au rClfcp-
*(f fnrM.-l.KtUi; »rTÚMí>
*r». ft»S:»oi>í<jf l.íf i
t«f-<> »>4 W( Lí»f> i nvUitt frrbir
ll'. thnt'inU* </e írnrfur I t>
(o. >. S,«(v»k;u(.l>ifc l'n
V tl>lo<vnmj4úe <5>:>fcHil !«*»/>
Mt r bJinnm- Ym ><>»« ‘ fvKpTdl
imiiI 4«aiu*M W* Jsfraíx Þ><
>4 bcf.k iyf.it <*>.ií+n vit J>5
v.m»*j< I•■->»««.
A ur^' ító tl- "t irr **» kidrt
Flá t>v* * i*a*rh fcMrt txfuí ÍKfcn
S t tomU Jofc » cjUI.Oct:*-
Inflúenzan breiðist ört út.
LON&OV, 11. Júxs, «— iMt>,44icZ<» vnra iúJt ttt iXt;* Intlúmr
<cvfi.V«um:«-.fni»>iM I t.cindúmxn f/>r*Ví»fi*ium. t'kfwin-flui.'ífu
tllVfXfor fcS ttk'uctrú nú >I«*I Uvlíxt C»l « um bclnún
Fadtldk luccd m» <. <•> oJUcc hn
gci* n« fcr.naí fctfti *>l •»« K*>
14lH«dnl, rr, <f fikvr'u r*
; fjC-.r.vxlct «|t, bv«ll (oS fiva
Vvfc'mtr fchftjijíui býíövlrasc
ltc-f « vm niiutt <■( iSut AJufcfc
*« tcrttöoft*>**»>*fec h? *«0r. Síö
d;>>::;;4»n vwíor vp vr«j*
le? íafiftfiufc. Orcftjit xni.il
Ubft vfclfclftft rr. tióo. it \*(.
itKjjjafcttNt; — AstffctcVo b«»
bri*SU>'íc(vJ<'í>n bl* icHil
kvartwH Vry lufjn fun-.'xlði'
Mttwfab I lUllkii»'.« «« e«f» *
rr»nníiW» y.M 4 l«SÞc>f5i*in>:a.
NÝ#A 7>CtlU - JtcújjU Ifcló
lulr.g \<)ttt xkrSft »}{*> ttý liilii
eMutBfclt! i Un
wcif* <i> f.Sur 4 »tHum <4>(:<. A(
Fiwsli, 4 M* Jt
Bæit nra blnúnnstra Koreg
yr^iMncinM, u. jftwt
BA N n A tt 11* K t kMw»t<4rt>a.il'V*4»c*tfcA»H Km*»l*»* *uf»r
*«>m.(IÍ «w»Þt*J Róoon trrít Þc4>« h*« *í Nmtw»fc*>!)
♦«4ft MoOi««i rikfc r*r» «4 R4í**f i •< gtrt l’nytctjn.
fc*«vi »4 bt«ila««o rCti.
tUlur t«U«a Jw**t «Ur»ii*U *U>>fti S |Ut4*rHIwwi) «c
vifnr nro luva.
A fcíc.SI, IWIlrx bjti nvfc rar kui
ihh 3l>t 4 HIU«ftm*t. »*** *v*w«j
-• fco® tr fcorftdbst «4 íclfcj *fcr *4 tj<lr*klja ftufcJfcJHti VJófc
***** Wtt ftijufcJ* UftdVAHrft jta*, w* fcipyjftlrxu OJUJUjrt, ft« <<-(•
*♦» tjlklMu*. >1*4 b*» f *tHf v«rtt »5 mtt.lt twrlU tiilml rllf tofc*.
FORSÍÐA Morgunblaðsins 12. júní 1957, þar sem sagt var frá heim-
sókn August Rei, forsætisráðherra eistnesku útlagastjórnarinnar.
AIDE - K&OIKE
On Junc the I2~th 1967 the newopapor "JdorgunbloGiö" pub-
lltthod a nollce about the autlience gÍTen by eorae higlt oí'Ficiels
of Icclond to A.Rey, cethonian refu^ec, n/u»ed by the paper "pritte-
tr.inistcr of Sothonla", nnð to icelanfier t6itob Tóiwiooon, who
illeKolly «etB hitroelf up for "the coneul of r.othonia ln Ice-
XRnd". They w#re underotood to hare bren received ae rrprenen-
totiree of Sethonio..
Tho Ifjnbaeoy of the USJ3R would llke to brin« to the Uinietry b
attention unfriendly character of euch actione a* regarde the
30TÍot Unlon - gÍTÍng offlciiiLl audlencee to varlouú Ltnppotord frorn
the eathonlan emigrant clroXee.hoetllo to the Kethonian Goriot
Bocialiot Republlci .
It would be Rppreciated lf the Hlnietry would gire an
explanation concernine the notice putoliehcd in the ntoove-
mentioned pmper*
MYND af mótmælabréfi sovézka sendiherrans í Reykjavík vegna
heimsóknar Rei. Það var afhent 12. júlí 1957.
og koma þeim, sem börðust við ofur-
efli, ekki til hjálpar gátu þeir vissu-
lega réttlætt það með þessum hætti.
Orð þeirra eða aðgerðir væru til lítils
ein og sér - og það mátti örugglega
til sanns vegar færa.
Þar með er alls ekki sagt að íslend-
ingar hafi aldrei sýnt samúð með
undirokuðum þjóðum. Á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna hafa fulltrúar
íslands einatt stutt þá sem bjuggu
við nýlendukúgun eða afleiðingar
hennar. Síðast mun hafa verið tekið
eftir þessu í fyrra þegar íslendingar
greiddu atkvæði með ályktun til
stuðnings sjálfstæðisbaráttunni á
Austur-Tímor, ásamt þremur öðrum
Evrópuþjóðum. „Með breytni sinni
hefur Island sýnt að heiðarleiki og
siðgæðisvitund getur viðgengist í al-
þjóðasamskiptum," sagði José Ramos-
Horta, formælandi íbúa á Austur-
Tímor og friðarverðlaunahafi Nóbels.
„Sama hversu smátt eitthvert land
er þá getur það staðið fast á því að
ákveðin gildi séu virt.“
Árin 1990 og 1991 minnti Vytautas
Landsbergis, leiðtogi Litháa, íslenska
ráðamenn líka gjarnan á þetta. Þeir
nytu „hins einstaka frelsis smáþjóð-
anna“, sagði hann og fagnaði frum-
kvæði þeirra sem vissulega var lofs-
vert og að mörgu leyti ein- -------
stakt því aðrir valdhafar á
Vesturlöndum voru mun
varkárari.
Staða íslands var þó ekki
jafneinföld og skýr og
Landsbergis og Horta vildu
vera láta. Þrátt fyrir hlýhug
til kúgaðra þjóða vógu önnur sjónar:
mið stundum þyngra á metum. „í
sumum tilvikum virðast viðskipta-
hagsmunir hafa ýtt til hliðar hefð-
bundnum stuðningi íslands við sjálfsá-
kvörðunarrétt og baráttu undirokaðra
þjóða fyrir sjálfstæði," skrifaði Valdi-
mar Unnar Valdimarsson sagnfræð-
ingur í riti sínu um afstöðu íslands
irman Sameinuðu þjóðanna. Einkum
kom þetta í ljós þegar nýlendur Port-
úgals voru til umræðu en íslendingar
áttu mikilvæga fískmarkaði í landinu.
Hér hefur jafnframt verið bent á
að íslendingar gátu lengstum ekki leyft
sér að stefna viðskiptum við Sovétríkin
í voða með því að lýsa yfir stuðningi
við sjálfstæðisvæntingar Eystrasalts-
þjóðanna. Þess varð meira að segja
vart árin 1990 og 1991. í byijun febr-
úar seinna árið kvörtuðu Kremlveijar
harðlega yfir því að stefna íslendinga
„samrýmdist ekki eðlilegum og fram
til nýlega vinsamlegum samskiptum
íslands og Sovétríkjanna“. Þá væri
þeim „erfítt að skilja af hveiju rödd
Islands hljómaði hærra en annarra“.
Hvernig átti að bregðast við mót-
mælum Sovétmanna? Átti rödd íslands
áfram að hljóma hærra þegar hún var
farin að skera í eyru valdhafa í
Moskvu? Var tilganginum þá kannski
náð eða var komið að hættumörkum
og ráð að lækka róminn?
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra var greinilega uggandi og
sagði að forðast yrði „í lengstu lög að
spilla - samskiptum Sovétríkjanna og
íslands“. Nokkrir aðrir ráðherrar og
ýmsir embættismenn utanríkisráðu-
neytisins töldu sömuleiðis að í ljós
væri að koma að utanríkisráðherra
hefði farið allt of geyst í Eystrasalts-
málum. Austurviðskiptin, sem voru
mikilvæg fyrir þjóðarhag, væru greini-
lega í uppnámi. Og á fundi utanríkis-
málanefndar Alþingis viðurkenndi Jón
Baldvin sjálfur að þótt hann vildi þá
gæti hann ekki kært sig kollóttan um
það hvernig Sovétmenn tækju frekari
skrefum íslendinga til stuðnings Lit-
háum og hinum Eystrasaltsþjóðunum.
Hann yrði að bera ábyrgð á afleiðing-
unum því þær gætu komið illa við
Ijölda fólks á jslandi.
Svo fór að íslendingar héldu áfram
að styðja Eystrasaltsþjóðirnar með
ráðum og dáð en komu ekki strax á
stjómmálasambandi við Litháa þótt
það væri efst á óskalista þeirra. Hags-
munir íslendinga og hótanir Sovét-
manna réðu miklu um það. Einnig var
mikilvægt að íslenskir ráðamenn töldu
til einskis að þeir stigju þetta skref
aleinir. „Stjórnmálasamband við Lithá-
en gagnast ekki Litháum nema aðrar
þjóðir fylgi eftir og geri slíkt hið sama,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Þess
vegna er mikilvægt að við gerum þetta
á hárréttan hátt og verðum ekki að-
hlátursefni annarra þjóða, heldur geti
þær fylgt fordæmi okkar á öruggan
hátt.“ Það vakti aldrei fyrir ráðherran-
um að veita Eystrasaltsþjóðunum að-
eins siðferðislegan stuðning; hann vildi
líka ýta við öðrum ríkjum á Vesturlönd-
um.
í ljósi þess, sem hér hefur verið
rakið um siðferði og sérhagsmuni í
utanríkisstefnu íslendinga, verður
fróðlegt að sjá hvernig samskiptum
íslendinga, Kínveija og Tævana vind-
ur fram á næstunni. Ætli íslensk
stjórnvöld sér aðeins að hafa mann-
réttindi og siðferðissjónarmið að leið-
arljósi munu þau væntanlega tala
máli Tævana á alþjóðavettvangi og
Kínveijar eiga þá tæpast annarra
kosta völ en standa við stóru orðin.
Þá mætti á hinn bóginn spyija hvort
ekki væri rétt að styðja Tíbeta líka.
Þeir búa við mun meiri kúgun vald-
hafa í Peking og því sjálfsagt að sýna
þeim að minnsta kosti sama stuðning
og Tævönum. Sé það algilt grundvall-
aratriði að íslendingar ákveði hveijir
komi til landsins og hveijir ekki virð-
ist til dæmis rangt að vera á móti því
að hinn útlægi leiðtogi Tíbeta, Dalai
Lama, komi til Islands og hitti vald-
hafa að máli.
Á móti mætti segja, vegna smæðar
íslendinga og þeirrar tilhneigingar,
sem hefur gætt á lýðveldistímanum,
að tefla viðskiptum ekki í tvisýnu að
óþörfu eða skerast í leikinn „með yfír-
lýsingum eða á annan veg
sem ekki er unnt að fylgja
eftir“, að íslensk stjómvöld
geti hvorki né eigi að reyna
að frelsa heiminn.
Líklegast verður að telj-
ast að stjómvöld fari bil
_________ beggja, styðji til dæmis
Tævana að ákveðnu marki
en Tíbeta minna. „Allt til endaloka
sögunnar verða stjórnmál eins og völl-
ur þar sem samviska og vald mæt-
ast,“ sagði bandaríski hugsuðurinn
Reinhold Niebuhr um miðja þessa öld,
„þar sem siðferði og raunsæi takast á
í huga mannanna þannig að tíma-
bundnar og óeðlilegar málamiðlanir
nást.“
Fulltrúar
stjórnvalda
gerðu þjáðum
þjóðum
óþarfa óleik
Höfundur er sagnfræðingur og
stundakennnri við Háskóla íslands.
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 29
Fjárskortur skerðir meðferðarstarfsemi Krýsuvíkursamtakanna
Starfsfólk á margra
mánaða laun ógreidd
Morgunblaðið/Ásdís
DÓRA Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna,
Ingimundur Valur Hilmarsson, vistmaður í Krýsuvíkurskóla, og
hundurinn Trína.
Starfsemi Krýsuvíkur-
samtakanna hefur
verið með minnsta móti
undanfarna mánuði
vegna fjárhagsörðug-
leika samtakanna. Pétur
Gunnarsson kynnti sér
stöðu málsins og ræddi
við framkvæmdastjóra
samtakanna.
ISTAÐ 25 vistmanna í Krýsuvík-
urskóla, sem voru þar sl. vetur
eru nú þar 5 vistmenn, að sögn
Dóru Stefánsdóttur, fram-
kvæmdastjóra samtakanna. Starfs-
menn eru einnig mun færri en í vetur
og eiga þeir inni laun, sumir fyrir
fimm mánuði, eða jafnvel lengri tíma.
Á það bæði við um þá sem enn starfa
og hina sem látið hafa af störfum.
Hlynur Þorsteinsson, læknir Krýsu-
víkursamtakanna, staðfesti við Morg-
unblaðið að hann myndi láta af störf-
um á vegum samtakanna um næstu
mánaðamót. Þótt tvísýnt virðist um
framtíð starfseminnar miðað við
þessa stöðu segir Dóra Stefánsdóttir
að samtökin haldi ótrauð áfram með-
ferðinni og forsvarsmenn þeirra séu
sannfærðir um að þau muni komast
fyrir vind á næstu vikum enda sé
þetta úrræði það ódýrasta sem í boði
sé fyrir þann hóp sem þau veita með-
ferð.
Krýsuvíkursamtökin reka Krýsu-
víkurskóla þar sem veitt er langtíma-
meðferð fyrir langt leidda vímuefna-
neytendur. Vistmenn hafa allir verið
áratugum saman í mikilli neyslu
áfengis og annarra vímuefna. Flestir
þeirra hafa verið heimilislausir úti-
gangsmenn og allir eiga fjölmargar
hefðbundnar vímuefnameðferðir að
baki. „Þegar skjólstæðingar okkar
eru á götunni sjá þeir sér farborða á
þrennan hátt,“ segir Dóra. „Með pen-
ingum frá Tryggingastofnun eða Fé-
lagsmálastofnun, með afbrotum eða
með fíkniefnasölu. Við eigum engan
samkeppnisaðila í meðferð fyrir þessa
menn. Okkar eini samkeppnisaðili er
dauðinn.“
Hlynur Þorsteinsson læknir, sem
var við störf á staðnum tvo daga í
viku þegar nýting á staðnum var
mikil, en mun minna undanfama
mánuði, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að árangur meðferðar í Krýsu-
víkurskóla hefði verið svipaður og á
öðrum meðferðarstofnunum. Um
þriðjungur hætti áfengis- og vímu-
efnaneyslu varanlega, um þriðjungur
hætti um tíma en leiti aftur meðferð-
ar en um þriðjungur svari ekki með-
ferð. Dóra Stefánsdóttir segir að sá
hluti, sem hættir neyslu eftir með-
ferð, haldi áfram tengslum við Krýsu-
víkurskóla enda sé oft framundan
erfið félagsleg aðlögun að samfélag-
inu eftir áratuga óreglu. Margir komi
einnig tvisvar, þrisvar eða oftar áður
en meðferð skili árangri.
Verkalýðsfélög með vangoldin
laun til innheimtu
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að a.m.k. tvö verkalýðsfélög hafi
fengið til meðferðar mál vegna inn-
heimtu vangoldinna launa samtaka
starfsmannanna. Dóra Stefánsdóttir
segir að nokkrir starfsmenn muni
hefja aftur störf þegar fé fæst til
að greiða laun þeirra, en samtökin
hafa m.a. átt í viðræðum við heil-
brigðisráðherra um aðgerðir í málum
samtakanna og hún segist bjartsýn
á lausn. „Við erum sannfærð um að
meðferð okkar sé ódýrasta og besta
lausnin fyrir þjóðfélagið í málefnum
skjólstæðinga okkar,“ segir Dóra.
Vistmenn ekki teknir inn
í vor vegna fjárskorts
Dóra segir að 25 vistmanna rými
hússins hafi verið nær fullnýtt sl.
vetur. Fjárhagsstaða samtakanna
gerði það að verkum að nýir vist-
menn voru ekki teknir inn í þeirra
stað sem útskrifuðust fyrri hluta
ársins.
í fyrradag voru fimm vistmenn i
um það bil 2.000 fermetra húsinu,
þar af þrír sem dvalið hafa á staðn-
um um mjög langan tíma og sá sjötti
var væntanlegur. Meðferðarstjóri er
að störfum, að sögn Dóru, og einnig
staðarhaldari og ráðgjafi. A skrif-
stofu samtakanna í Reykjavík eru
starfandi framkvæmdastjóri, bók-
haldari og félagsráðgjafi. Allt þetta
fólk á laun ógreidd hjá samtökunum.
Launaskuldirnar eru allt að fimm
mánaða gamlar, segir Dóra, en heim-
ildir Morgunblaðsins herma að ein-
stakir starfsmenn telji sig eiga inni
laun í allt að níu mánuði.
Meðaldvöl á staðnum 219 dagar
í fyrra voru vistaðir 33 einstakl-
ingar í Krýsuvík í 36 innlögnum.
Meðferðardagar voru 7.232 talsins
og því dvaldi hver vistmaður á staðn-
um í að meðaltali 219 daga.
Dóra segir að árið 1996 hafi með-
ferðarkostnaðurinn á hvern sjúkling
verið 4.472 krónur á dag. Ef kostn-
aður við rekstur skrifstofu samtak-
anna, félagsráðgjöf í Reykjavík og
slíkt sé tekið inn í myndina kosti
hver skjólstæðingur Krýsuvíkursam-
takanna 5.633 krónur á dag.
Þar af var beint framlag ríkisins
ríflega 2.000 krónur á dag en 1996
var ríkisframlag til Krýsuvíkursam-
takanna 14,5 m.kr. og meðferðar-
dagarnir 7.232 talsins. Bilið er brúað
með árgjöldum um 8.000 félaga í
Krýsuvíkursamtökunum, sem eru
1.700 krónur á félaga. Auk þess
greiðir hver íslenskur vistmaður 25
þúsund krónur á mánuði. Það fé
kemur nær alltaf af örorkubótum eða
framfærslufé sveitarfélaga.
Með erlendum vistmönnum, Svíum
og Færeyingum, eru greidd dag-
gjöld. Að sögn Dóru er talsverður
hagnaður af meðferð útlendinganna.
Ekki hefur hins vegar verið hægt
að taka við útlendingum til meðferð-
ar frá þvi að rekstrarféð þraut í vor.
Skulda 60 miHjónir
Dóra segir að kostnaður við eina
gistinótt í fangageymslum lögregl-
unnar sé 7.500 krónur. Meðferð í
Krýsuvík kosti hið opinbera því minna
en að hafa skjólstæðingana á göt-
unni, því auk tíðra vistana í fanga-
geymslu komi þá til kostnaður heil-
brigðis- og félagsmálakerfisins, að
ógleymdum kostnaði vegna afbrota
sem þeir mundu fremja og vistunar
í fangelsum um lengri eða skemmri
tíma.
Um 5,5, m.kr. tap varð á rekstrin-
um á síðasta ári, sem er um 10% afr
veltu. Mikið af tapinu á, að sögn "
Dóru, rætur að rekja til fjármagns-
kostnaðar. Skuldir samtakanna eru
um 60 m.kr. Stór hluti skulda hefur
verið skammtímaskuldir. Dóra segir
að undanfarna mánuði hafi um 25
m.kr. skammtímaskuldum við banka
verið breytt í langtímalán. Unnið sé
að frekari skuldbreytingum við banka
og samningum við lánardrottna.
Hitaveitan biluð
Ástand skóiahússins í Krýsuvík er
slæmt. Viðhaldi er augljóslega ábóta-
vant. Innandyra er hiti lítill. Hitaveita
sem gerð var á staðnum með söfnun-
arfé almennings er nær óvirk vegna
bilunar í vatnslögnum innanhúss ogv,
lögnum frá borholu inn í hús: Dóra
segir að bráðabirgðaviðgerð á lögnum
innanhúss verði gerð á næstu vikum.
Kostnaður af því verður greiddur með
gjafafé frá Oddfellow-reglunni.
Þá er símstöð hússins biluð og
ástand þaks og glugga virðist lélegt.
Auk meðferðar þeirrar sem veitt
er á staðnum og byggð er á grunni
þeirrar 12-spora áfengis- og vímu-
efnameðferða sem skilað hefur best-
um árangri hérlendis, er vistmönnum
veitt kennsla tvisvar í viku á vegum
Menntaskólans í Kópavogi. Þá annast
vistmenn sjálfir þrif hússins, eldhús-
störf og ýmis tilfallandi verkefni.
Skylda er að sækja nám og stunda
störf en Dóra segir að nám og starf
sé mikill þáttur í meðferð þessara
manna. Þótt meðalaldur vistmanna á
síðasta ári hafi verið 36 ár hafi marg-
ir þeirra aldrei á ævi sinni áður verið
allsgáðir og fullvinnandi borgarar í
samfélaginu.
* ' (~l|* .,:'ll<r>«l?tÍ[*'Lriti4f§ÍWI