Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 52
nRGUNBLAÍ
HASKOLABIO
Tommy Leo Jones
HnrJ/for-^
irmTMlrnÉMi
Hagatorgi, simi 552 2140
Ný kvíkmynd Óskars Jónassonar
Um gull og græna snúða
Sýnd kl. 4.45, 6.50,9 og 11.15
Colin Firth
Ruth Gemmell
„Skemmtilega gerð og
vel leikin gamanmynd1!-
rDV' fl 1
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Adalhlutverk: Olafia Hrönn Jónsdóttir
og Jóhann Sigurðarson
Sýnd kl. 5, 7, 9 og11.
..nitlEBASn STÓR
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Ný Dönsk - Stórtónleíkar í Háskólabíóí 24. okt
w-y&i .^GSS fc
W W W. ti.» I>1 f i I II t » i SS
Galdrakarlinn í Oz
ÞAÐ LEYNIST margt í skóginum eins og Halldór Reynir komst að
raun um. Gerður, Óskar og Saga fylgjast með úr fjarlægð.
' 0 A
14t
iw
FJj ;
' * J
ÞÓRUNN vekur greinilega kátinu hjá góðu galdranorninni, sem leikin er af Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur.
DÓRÓTEA «air f 'gggZHS*' ‘ÍS* ™^
GU»-»«*£SSSíb« « ssgu Kjartansdottur.
Leikritið hafði
betur en lakkrísinn
►,,ÞIÐ MEGIÐ ekki vera hrædd,“
segir Ingibjörg Bjarnadóttir sýn-
ingarstjóri sem leiðir fjóra krakka
um þéttan og skuggalegan skóg á
stóra sviðinu. Hún beygir sig niður
að krökkunum og hvíslar: „Stund-
um verð ég hrædd, - pínulítið
hrædd.“ Svo bítur hún á jaxlinn og
bætir við: „En bara stundum." „Ég
er ekkert hræddur," segir þá Hall-
dór Reynir Tryggvason mannalega.
Hann er sex ára og bendir upp í
loft. „Mig langar bara til að klifra í
trjánum."
Þessi ungi ofurhugi er að fara að
fylgjast með æfingu á leikritinu
Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhús-
inu. Með í för eru Gerður Guð-
mundsdóttir, sem er níu ára, Saga
Kjartansdóttir, sem er tólf ára, og
bróðir hennar Óskar Kjartansson,
sem er átta ára. Blaðamaður er
einnig í halarófunni, en það fylgir
ekki sögunni hvað hann er gamall.
Fyrst í stað má vart á milli sjá
hvort leikritið eða lakkrísinn hefur
betur. En brátt sogast krakkarnir
inn í framvindu leikritsins. Þeir
fylgjast stjarfir með því þegar
hvirfilbylur feykir Dóróteu yfir í
sannkallaðan furðuheim. Þar
syngja litlir sólgulir blómakollar af
gleði; þar eru aðeins fætur vondu
austannornarinnar til marks um að
hún hafi nokkurn tíma verið til; þar
dansa fuglahræður; þar dettur hár-
kollan af góðu galdranorninni. En
það var bara fyrir slysni.
„Hárið datt af konunni!" hrópar
Halldór Reynir til blaðamanns.
Ekki þó fyrr en í hléi. Maður á
nefnilega alltaf að halda stillingu
sinni í leikhúsi. Það kann lfka sex
ára stúlka sem heitir Þórunn Jak-
obsdóttir og situr í næstu sætaröð
fyrir ofan. Enda er Þórunn af leik-
húsfólki komin. Hún er dóttir Unn-
ar Birgisdóttur gjaldkera í Borgar-
leikhúsinu og Jakobs Þórs Einars-
sonar Ieikara og er því alin upp í
leikhúsi.
Hún er samt dálítið hrædd við
vondu galdranornina. Svo hrædd
að í hléi fer hún baksviðs með móð-
ur sinni sem lætur hana heilsa upp
á nornina. Þórunn sannfærist ekki
um að það sé óhætt fyrr en nornin
lyftir af sér nefinu. Þá sér hún að í
gervi nornarinnar er engin önnur
en Margrét Helga Jóhannsdóttir
leikkona. Það þarf enginn að vera
hræddur við hana!
„Saga er búin með narnmið," seg-
ir Óskar við hina krakkana í áhorf-
endasalnum. „Hún var að flýta sér
rosalega." Saga horfir brosandi til
blaðamaims sein veit upp á sig
skömmina. Gerður er með hugann
bundinn við annað. „Ég veit ekki
hvort þetta tekst,“ segir hún og
leggur spilin á borðið. „Veldu þrjá
bunka.“ Sjálfsagt myndi hún phtnia
sig vel í Oz eins og Dórótea, enda
rammgöldrótt.
Eftir sýninguna þakka krakkarn-
ir fyrir sig og andlitin ljóma af
ánægju. „Ætlar einhver ykkar að
verða leikari?“ spyr blaðamaður.
Þau eru ekki alveg viss. „En dans-
ari?“ spyr blaðamaður og gefst
ekki upp. „Ekki ég,“ segir Halldór
Reynir, „nema kannski rokk og ról
dansari." „En leikstjóri?“ spyr
blaðamaður að síðustu. „Nei, en ég
vildi heldur vera borgarstjóri,"
svarar Halldór ábúðarfullur. Hver
veit nema það vanti borgarstjóra í
Oz?