Morgunblaðið - 15.10.1997, Page 25

Morgunblaðið - 15.10.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 25 LÖGFRÆÐI efnum og að ríkisvaldið eigi að leit- ast við að svara gagnrýni með öðrum hætti en að grípa til refsivandarins. I máli Castells gegn Spáni frá 23. apríl 1992 segir: „Ennfremur gerir sú yfirburðaaðstaða, sem ríkisstjórn- in nýtur, það að verkum, að hún verður að sýna varkárni í að grípa til höfðunar refsimála, sérstaklega þegar hún á völ á öðrum leiðum til þess að svara óréttmætum ásökun- um og gagnrýni stjórnarandstöðunn- ar eða fjölmiðla.“ í sératkvæði franska dómarans Pettiti í málinu Prager og Oberschlick gegn Austur- ríki sem dæmt var 26. apríl 1995 kemur fram hliðstætt sjónarmið þeg- ar segir að dómari sem verður fyrir gagnrýni eigi fremur að höfða einka- mál heldur en refsimál. Stenst ábyrgð ritstjóra? Páll fjallar rækilega um ábyrgð á efni flölmiðla og er ástæða til að taka undir með honum að þörf sé á að endurskoða hin forneskjulegu ákvæði um þetta efni og setja heild- stæða löggjöf um prentmiðla og aðra fjölmiðla. Nýlegur dómur Hæstaréttar vekur þarna ýmsar spurningar. Dómurinn varðar ábyrgð skipstjóra á fiskveiðibroti en tengist íjölmiðlaréttinum með þeim hætti að líkt og skipstjórar eru rit- stjórar blaða látnir bera hlutlæga ábyrgð sem kallað er á þeim brotum sem framin eru undir þeirra stjórn, þ.e. þessir verða dregnir til ábyrgðar óháð sök. Ein spurningin sem vakn- ar í mínum huga er sú hvað fræði- menn eigi að gera þegar þeir rekast á dóm Hæstaréttar sem er nokkuð augljóslega byggður á misskilningi á stjórnarskránni. Hér er um að ræða H 1995.3149. Togaraskipstjóri var ákærður fyrir fiskveiðibrot. Fyr- ir lá að hann átti enga sök á brotinu því hann var sofandi í káetu sinni þegar það var framið. Hæstiréttur sýknaði með svofelld- um rökstuðningi: „Fyrri málsliður 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins íslands nr. 33/1944, sbr. 7. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, hljóðar þannig: „Engum verður gert að sæta refsingu nerna hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma, þegar hún átti sér stað, eða má fullkomlega jafna til slíkrar hátt- semi.“ Það er ágreiningslaust, eins og í héraðsdómi greinir, að ákærði gerðist ekki sekur um háttsemi þá, sem ákært er fyrir í málinu og lýst er í dóminum. Verður honum því samkvæmt greindu stjórnarskrár- ákvæði ekki refsað fyrir hana. Ber með skírskotun til þessa að stað- festa niðurstöðu héraðsdóms um sýknu ákærða af refsikröfu ákæru- valds.“ Hæstiréttur virðist sem sagt túlka stjórnarskrárákvæðið svo bókstaf- lega að ekki megi refsa mönnum nema um sök sé að ræða, þ.e. ásetn- ing eða gáleysi. Sá skilningur kemur mjög á óvart. í fyrsta lagi hafa lengi verið í lögum reglur um hlutlæga refsi- ábyrgð, þ.e. ábyrgð án sakar, svo sem eins og um ritstjóra blaða. Samt er ekki minnst á það í greinar- gerð með frumvarpi til stjórnskip- unarlaga að til hafi staðið að koll- varpa þessu. í öðru lagi er stjórnarskrárgreinin sniðin eftir 1. mgr. 7. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu meðal_ annars eins og segir í greinargerð. Akvæðið mælir fyrir um að refsiheimildir skuli vera lögbundnar og bannar aftur- virkni refsilaga. Hins vegar setur það alls ekki skilyrði um huglæga afstöðu sakbornings til brotsins. Það hefði því kannski mátt snara 1. mgr. 7. gr. sáttmálans með nákvæm- ari hætti þegar 69. gr. stjórnarskrár- innar var orðuð því núverandi orða- lag felur í sér hættu á misskilningi. Hin lögfesta þýðing 1. mgr. 7. gr. sáttmálans, sbr. 1. nr. 62/1994, er hins vegar nákvæmari þar sem talað er um að verknaður hafi verið fram- inn í stað „gerst sekur um“. Því til stuðnings að mannréttindasáttmál- inn útrýmir ekki hlutlægri refsi- ábyrgð má benda á að það er viðtek- in skýring á 2. mgr. 6. gr. hans (Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn sak- laus uns sekt hans er sönntið að lög- um.) að þar sé ekki hróflað við hlut- lægri refsiábyrgð sem er algeng í aðildarríkjum sáttmálans, sbr. Harr- is o.fl.: The Law of the European Convention on Human Rights, bls. 244. Páll bendir á sumar af þessum röksemdum en telur samt ekki frá- leitt að skýra sáttmálann þannig að hlutlæg refsiábyrgð sé útilokuð. Þannig gerir Páll heiðarlega tilraun tii að lesa eitthvert vit út úr umrædd- um hæstaréttardómi: „Er ekki fjarri lagi að álykta, að í reynd hafi það verið ætlun dómaranna að dómurinn hefði fordæmisgildi á víðum vett- vangi, enda hefði þeim ella verið í lófa lagið að hafa fyrirvara í gagn- stæða átt í forsendum sínum, hefðu þeir viljað þrengja fordæmisgildið. Liggur því nærri að fullyrða, að Hæstiréttur hafi hér markað skýra stefnu á þessu sviði, þ.e. um bókstaf- lega túlkun orðalags fyrra málsliðar 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, sem ætlað sé að hafa víðtækt og almennt fordæmisgildi. . . Ekkert stendur því í vegi, formlega, að stjórnarskrárbundið mannréttinda- ákvæði verði skýrt með „sjálfstæð- um“ hætti, umfram það, sem e.t.v. er viðtekinn skilningur á erlendum vettvangi um tiltekið ákvæði í mann- réttindasáttmála, sem stjórnar- skrárákvæðið sækir þó fyrirmynd sína til - ef hin ferska túlkun felur í sér aukna vernd mannréttinda mið- að við það sem ella væri. Sambæri- legt orðalag sáttmálaákvæðisins gefur reyndar jafnframt tilefni til nokkurs vafa í þessu efni, sé það réttilega skoðað. (bls. 157)“ Jónatan Þórmundsson prófessor fer hins vegar þá leið í Afbrotum og refsiábyrgð II, að afskrifa dóminn sem „alvarlegan misskilning eða mistök, er tæpast geti orðið fordæmi í öðrum málum. (bls. 138)“ Það verður að teljast langlíkleg- asta skýringin á dómnum að um mistök hafi verið að ræða. Hefðu dómararnir gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera hefði auðvitað þurft að taka afstöðu til mismun- andi skýringarkosta stjórnarskrár- innar og hvers vegna rétt væri að víkja frá viðteknum skilningi á Mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig hefði þurft að velta vöngum yfir afleiðingum þessarar skýringar- leiðar. Hvað sem öðru líður vaknar auð- vitað sú spurning hvernig það megi vera að Hæstiréttur eyði ekki meira púðri í að skýra ákvæði stjórnar- skrárinnar heldur en ef um ómerki- lega reglugerð væri að ræða. Eiga fræðimenn að afskrifa mis- tök af þessu tagi, eða eiga þeir að beygja sig undir þau og jafnvel loka augunum fyrir þeim? Eg hallast að hinu fyrstnefnda enda vil ég ekki sætta mig við að ábyrgðarkerfi blað- anna sem er nærri hálfrar annarrar aldar gamalt sé kollvarpað fyrir slysni. Það er að vísu rétt hjá Páli Sigurðssyni að endurskoða þyrfti prentlögin en því má ekki gleyma að ábyrgðarkerfið er í beinu sam- hengi við. frelsi blaðanna. Ábyrgðar- kerfið gerir það að verkum að ekki er verið að grafast fyrir um hver sé höfundur tiltekins efnis blaðanna heldur er ætíð ljóst hver ber hina lagalegu ábyrgð. Þess vegna er nauðsynlegt að Alþingi fjalli um þetta efni ef hrófla á við reglunum. Lögfræðingar eru vanir því að horfa framhjá mistökum löggjafans, af hveiju ætti annað að gilda þegar dómurunum verður á í messunni? Nafnleynd heimildarmanna Nafnleynd heimildarmanna hefur mjög verið í deiglunni undanfarið, hér á Islandi vegna máls Agnesar Bragadóttur sem dæmt var í Hæsta- rétti 10. janúar 1996 og fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópu í máli Good- win gegn Bretlandi sem dæmt var 27. mars 1996. í báðum tilvikum var talið að hagsmunir blaðamanna af því að halda nöfnum heimildar- manna sinna leyndum vægju þyngra en hagsmunir rannsóknai'valdsins af því að blaðamaðurinn sé knúinn til að bera vitni. Mál Goodwins er það fyrsta sinnar tegundar sem fer til Strassborgar og þar var því sleg- ið föstu að 10. gr. mannréttindasátt- málans verndi nafnleynd heimildar- manna. Sá dómur rennir því enn frekari stoðum undir hina vel rök- studdu niðurstöðu Hæstaréttar í máli Agnesar Bragadóttur. I máli Goodwins segir mannrétt- indadómstóllinn: „Vernd heimildar- manna blaðanna er eitt af frumskil- yrðum fjölmiðlafrelsisins, eins og sést af lögum og siðareglum í ýmsum aðildarríkjanna og staðfest er í nokkrum alþjóðasamþykktum um frelsi blaðamanna . .. Án slíkrar verndar, kynnu heimildarmenn að hrökkva frá því að aðstoða fjölmiðl- ana við að upplýsa almenning um málefni er hafa almenna þýðingu." Hins vegar er þessi vernd ekki und- antekningarlaus eins og fram kemur í dómnum heldur verður hveiju sinni að vega og meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst. Páll og Hörður fjalla báðir um þessa dóma og kom- ast meðal annars að þeirri niður- stöðu að mannréttindadómstóllinn myndi hafa dæmt með sama hætti og Hæstiréttur í máli Agnesar Bragadóttur enda voru hagsmunirn- it' af því að ijúfa vitnaleynd minni þar heldur en í Goodwin-málinu. í tengslum við þetta efni ijallar Páll rækilega um ákvæðin um vitna- leynd í einkamálalögunum og í lög- unum um meðferð opinberra mála og bendir á misræmi sem þar er á milli og þörfina á að styrkja þessi ákvæði. Athyglisverð er einnig ábending hans um að engin sér- ákvæði séu í lögunum um meðferð opinberra mála sem takmarki rann- sóknaraðgerðir lögreglu gagnvart fjölmiðlunum eins og haldlagningu, símahleranir og húsleit. „Má ljóst vera, að þessari skipan mála getui' fylgt veruleg skerðing á þeim hags- munum, sem lagareglunum um nafnleynd höfunda og heimildar- manna er ætlað að vernda, því að vitanlega geta ýmiss konar sýnileg gögn, svo sem skjöl og myndir, veitt mikilvægar upplýsingar um höfund eða heimildarmann, ef fundin verða, og sama er að segja um efni sím- tala, ef það verður sannað. Með öðr- um orðum: heimild til beitingar þess- ara sérstöku rannsóknarúrræða jafngildir því, að farin sé lögheimiluð “bakdyraleið" við rannsóknina, þeg- ar aðaldyrnai' eru læstar!" segir Páll (bls. 298). Þær bækur sem hér hafa verið til umfjöllunar eyu mikilsverður þáttur í að kynna íslendingum þá mikil- vægu réttai'þróun varðandi fjölmiðl- ana sem nú á sér stað. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði sem þar koma fram en ekki er rúm til að fjalla um mörg önnur mikilvæg eins og ábendingar um að löggjöf um áfengis- og tóbaksauglýsingar og um kvikmyndaskoðun standist ekki gagnvart stjórnarskránni. Kostur bókar Harðar er ekki síst afar vönd- uð þýðing á köflum úr mikilvægustu dómum mannréttindadómstólsins á þessu sviði. Ennfremur gætir Hörður þess að draga ekki ályktanir eða fullyrða neitt án traustrar undir- stöðu. Sýnist mér að vart sé eitt einasta orð í ritgerð hans ofmælt. Reyndar fer Hörður misjafnlega djúpt ofan í efnið, til dæmis lætur hann að mestu duga að reifa dóma manni'éttindadómstólsins í köflunum um meiðyrði en leggur meira af mörkum sjálfur varðandi rök fyrir tjáningarfrelsinu almennt og um tjáningarfrelsi auglýsenda. Páll Sig- urðsson er öllu óhræddari við að setja fram kenningar og draga álykt- anir og er ég ósammála surnu hveiju eins og fram hefur komið. Hins veg- ar er samning bókarinnar á skömm- um tíma þrekvirki sem fáir gætu leikið eftir og þar er að finna mikinn fróðleik um þetta réttarsvið. Lestur bókanna tveggja og þeirra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem þar er vitnað í leiðir manni heim sanninn um það hversu mikil- vægu hlutverki fjölmiðlar eru taldir gegna í nútíma lýðræðis- og réttar- ríki. Allar lagareglur sem þá varða verður að skoða í því ljósi að ekki sé vegið að hlutverki þeirra sem varðhundar almennings og miðill upplýsinga. Sú mikla vernd sem mannréttindasáttmálinn gefur fyrir- heit um hlýtur þó jafnframt að byggjast á því að fjölmiðlarnir rísi undir hlutverki sínu, vandi til verka, virði siðareglur og láti hagsmuni almennings en ekki eigenda eða heimildarmanna ráða umfjöllun sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.