Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 50

Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SPEGILL Með Stallone í göngunum Halli Melló trúbador HALLI Melló er tvítugur strákur af Akranesi sem hefur spreytt sig sem trú- bador síðan hann var fimmtán ára. Halla hefur dreymt um að gefa út sólóplötu jafnvel enn lengur og nú hefur ræst úr því. Eins og sannur trúbador semur hann alla sína texta og iög sjálfur og segist taka sér karla eins og Megas og Bob Dylan til fyrirmyndar. Hann heldur útgáfutónleika á Fó- getanum í kvöld. Kemst eitthvað annað að en knattspyma á Skaganum? „Já, ætli það ekki. Ég hélt til dæmis útgáfutónleika þar fyrir skömmu og það mættu tvö hund- ruð manns." Ætlarðu að fara um Hvalfjarða- göngin? „Ef Sylvester Stallone kemur með mér.“ Hver er besti James Bondinn? „Sean Connery. Hann er hrika- legur töffari." Syngurðu í baði? „Alltaf. Það er misjafnt hvað ég syng. Ég tralla bai-a eitthvað.“ Ætlarðu verslunarferð i haust? „Nei, en það má vera að maður skelli sér til Kanari um jdlin." Hver er besta kjaftasaga sem þú hefur heyrt um sjálfan þig. „Á ég að þora að segja það,“ segir hann og hlær. „Að ég væri homrni." Hvers myndirðu óska þér fyrir framan aftökusveitina? „Biddu nú við... Þetta er erfítt. Ætli ég myndi ekki syngja Milljón grænar flöskur. Maður er svo lengi að því.“ Hvað finnst þér verst í fari ann- arra? „Óheiðarleiki." Hafa öll svör þín verið sannleik- anum samkvæmt? „Alveg hundrað prósent." -inn i næstu öld nHTIMilJI Vökvadælur 6-340 l/mín Þrýsfingur upp í 290 bör Spilverk Sími 544-5600 Fax 544-5301 FÓLKÍ FRÉTTUM Búið að velja leikara Þorvaldur Davíð Kristjánsson 14 ára/Bugsy Malone „Ég undirbjó mig ekki neitt. Ég fór eiginlega í þetta af gamni mínu. Ég var búinn að vera í Kar- dimommubænum,“ sagði hinn nýi Bugsy Malone. „Ég horfði á mynd- ina fyrir tilviljun í sjónvarpi hjá frænku minni. Ég sóttist ekki sér- staklega eftir því að leika Bugsy Malone heldur bara eftir einhverju hlutverki. Það er bara skemmtilegt að vera með í sýningunni." Þorvald- ur söng lag í áheyrnarprufunni eins og aðrir og lék í atriðum á móti Talluluh og Blousey. „Það er mjög misjafnt hvort það er auðveldara að leika eða syngja. Maður þarf að muna meiri texta þegar maður leik- ur. Ég er ekki kvíðinn en mér finnst þetta mjög spennandi. Það er erfitt að vera í aðal- hlutverki en það er líka gaman.“ Þorvald- ur vandist því að sam- ræma námið og leik- listina þegar hann lék í Kardimommubæn- um og kvíðir því ekki álaginu sem er framundan. Hann hef- ur einnig talað inn á teiknimyndir og leikið í tveimur sjónvarps- myndum. Álfrún Örnólfsdóttir 16 ára/Tallulah „Ég ætti að vera vön því ég hef verið í mörgum leikritum í Þjóðleikhúsinu, leikið í bíómynd og verið í tal- setningum og fleiru." Álfrún söng lag Talluluh úr myndinni í áheyrn- arprufunni og var oft búin að sjá myndina þegar hún var lítil. „Mig hafði reyndar dreymt um að leika Talluluh og þegar ég var lítil var ég alltaf að vona að bíómyndin yrði endurgerð eða eitthvað Söngleikurinn Bugsy Malone Leikarar í söngleiknum Bugsy Malone voru formlega kynntir í Loftkastalanum í gær. Öll hlutverk eru í höndum barna og unglinga á aldrinum tíu til sextán ára. Mikil tilhlökkun var meðal leikaranna ungu sem bíða frumsýningar með eftirvæntingu. unni án þess að kunna það utan að en gekk þó ágætlega. Hann hefur enga reynslu í leiklist og fannst fyrsta prufan ekki eifið. Hann við- urkenndi þó að vera örlítið kvíðinn en nú hefst undirbúningur og æf- ingar fyrir alvöru. Kristín Ósk Hjartardóttir 14 ára og Klara Ósk Elíasdóttir 12 ára „Ég hef aldrei leikið áður en ég var í kór. Það var skrítið og öðruvísi að fara í áheymarprufuna. Ég var beðin um að syngja tvö lög,“ sagði Kristín _sem var taugaóstyrk í fyrstu. „Ég var beðin um að koma í dansprufu en það gekk nú ekkert of vel. Ég var alltaf einum takti á eftir en það bjargaðist allt,“ sagði Kristín. Klara Ósk leik- ur hlutverk Blousey á móti Kristínu. „Það er alls ekki leiðinlegt að deila hlut- verkinu. Það er aðallega gaman að fá að taka þátt í sýning- unni.“ Klara söng Bítlalagið „Yesterday“ og Maístjörnuna og gekk mjög vel að eigin sögn. Hún hefur leikið í skólaleikritum en seg- ist ekkert kvíðin fyrir því að þreyta frumraunina í alvöru leikhúsi. „Áheyrnarprufan var ekkert erf- ið því maður sá ekkert nema ljósin. Ég horfði á myndina áður en það var engin sérstök sem mig langaði að leika.“ Davíð Baldurs- son 14 ára/Fat Sam Davíð segist fædd- ur leikari og hefur mjög gaman af því að DAVÍÐ Þór, þýðandi söngleiksins, leikstjórinn Baltasar, framleiðslu- stjórinn Hjörtur, aðstoðarleikstjórinn María, leikmyndahönnuðurinn Ámi Páll og danshöfundurinn Sveinbjörg. komast í sviðljósið. „Ég á myndbandsvél heima og er oft að leika fyrir framan hana. Ég hef- gert eina X-Files-mynd en það gekk ekkert alltof vel.“ Davíð söng Gamla Nóa í áheyrnarprufunni því hann vissi ekki fyrirfram að hann ætti að syngja. „Ég var látinn hafa atriði sem ég átti að leika og skoðaði það tvisvar í myndinni áður en ég fór aftur í prufu.“ Davíð á heima í Keflavík en lætur það ekki aftra sér og ætlar að keyra á milli í vetur. Kristinn Evertsson 13 ára/Dandy Dan „Ég er með fullt af leikreynslu úr skólanum því ég er svo athyglis- sjúkur. Ég fór líka með smáhlut- verk í Gullna hliðinu sem var sýnt hjá Kópavogsleikhúsinu." Kristinn var vongóður um að fá eitthvað hlutverk í söngleiknum og var ekk- ert taugaóstyrkur í áheyrnarpruf- unni. Hann segir aldrei að vita nema hann stefni að frekari frama í leiklistinni. LEIKARAR söngleiks- ins Bugsy Malone sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í jan- úar. Platan með lög- unum kemur út í nóv- ember næstkomandi. svo ég fengi að vera með. Svo hef ég alltaf haldið upp á Jodie Foster eftir þessa mynd.“ Ál- frún segir það vera mjög ólíkt að leika á sviði og í bíómynd. „Þegar maður er í bíó þá er þetta bara einu sinni gert og ef það gengur vel þá er það gaman, en á sviði er líka gaman að geta bætt úr ef eitthvað fer úr- skeiðis. Þetta er hvort tveggja mjög skemmtilegt." Hún segist vera vön því að skipuleggja tíma sinn vel og gangi jafnvel betur þegar mikið er að gera. Jónmundur Grétarsson 12 ára/Fizzy „Ég undirbjó mig eiginlega ekki neitt og ég var ekki búinn að sjá myndina. Mér hafði verið sagt að ég væri líkur sóparanum.“ Jónmundur valdi að syngja lag Elvis Presleys „Blue Suede Shoes" í áheyrnarpruf-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.