Morgunblaðið - 15.10.1997, Page 43

Morgunblaðið - 15.10.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 43 BRÉF TIL BLAÐSINS Þjóðkirkjan, sálarrann- sóknir og framhaldslíf Frá Selmu Júlíusdóttur: ÞESSI spurning hljómar í huga mér eftir að hafa hlustað á Dags- ljósþáttinn 30. september síðastlið- inn. Mér þótti ekki vel takast til, því þeir sem sátu þar í hásæti voru menn, bæði frá sértrúarstöfnuði sem vitað er að ekki hafði víðsýnan hug til kristni og embættismaður þjóðkirkjunnar sem auðheyranlega var með sams konar víðsýni í kristnum trúmálum. Ég furða mig mjög á því að vel menntað fólk sem lifir á tíma sem er tæplega tvö þúsundum árum eftir Kristsburð, skuli halda í bók- staf biblíunnar og lifa eftir þeirri kenningu sem þeir sjálfir ákvaða túlkun á. Nýja testamentið var skrifuð af misvitrum mönnum löngu eftir að Jesús Kristur var á meðal þeirra. Fyrir mér er það mjög gott rit en ekki heilagt. Aftur á móti eru mér heilagar þær kenningar Krists að kærleikur sé ofar öllu og að líkn og virðing við samferðafólkið sé öllum til tekna þegar þeir standa frammi fyrir skapara sínum. Það sem hefur haidið fyrst og fremst trúnni á Jesús Krist lifandi og tærri fram á þennan dag er kær- leiksboðskapurinn og að hann lifði af dauða sinn og birtist vinum sín- um og samferðamönnum með lífs- boðskap. Ég tel mig kristna og ólst upp við Guðsdýrkun. Móðurafi minn var Guðjón Pálsson, vegaverkstjóri og sálmaskáld. Hann var með skyggnigáfu og af út rit sem heit- ir „Ellefu synir“. Hann var í heima- trúboðasöfnuði og hafnaði alfarið spíritisma. Ég sé engan mun á þessum sýnum hans og á þeim sem ég hef upplifað. Ég hef aftur á móti haft meiri tækifæri til að læra um þessi mál því miklar rann- sóknir hafa farið fram síðan. Ég horfi því allt öðru vísi á sams kon- ar atburði. Móðuramma mín var einnig skyggn og eru til, sem betur fer, heimildarrit um nokkrar af hennar dulsýnum. Móðurætt mín hefur í miklum mæli það sem kallað er sjötta skilningarvitið. Erum við þá annars flokks kristið fólk? Ég segi nei. Fólk sem hefur af heiðarleika opnað fyrir að reyna að skilja til- gang lífs og dauða er flest kær- leiksríkt fólk sem staðnar ekki í tíma og rúmi en reynir að halda áfram vitsmunaþróun sinni með von í hjarta að jarðarheimur haldi ekki áfram að krossfesta eða líf- láta á annan hátt boðbera Guðs. í þættinum 30. september kom fram að enn eru til menn sem segj- ast vera boðberar Krists en álíta sjálfa sig vera þess umkomna að segja aðra vera á villigötum, því þeir einir geti túlkað orð Biblíunn- ar. Því miður var svona hugsunar- háttur í hávegum hafður þegar galdrabrennur viðgengust. Síðasta brennan var þegar feðgar voru brenndir á bálkesti. Það var vígður prestlærður maður sem sá til þess að þessi atburður átti sér stað. Hann gaf þeim að sök að hafa sent veikindi í sinn heilaga líkama. Kærleiksleysið var svo mikið að útihús föðurins voru rifin niður til að hafa sem bálköst við þennan glæpaverknað að fjölskyldu hans ásjáandi. Valdsmenn fengu ná- granna fólksins til að vinna þetta voðaverk. Sem betur fer eru ekki þeir tíma í dag að þröngsýni Guðsmanna geti framkallað svona glæpaverk eða stöðvað okkar eigin leiðir á lestri biblíunnar í leit okkar að sannleika lífsins og þróunarsögu þess. Þeim er frjálst að sjálfsögðu að túlka biblíuna eftir eigin höfði án þess að nokkur stöðvi það, en þeir hafa ekki leyfi til að stöðva aðra í þeirra leit að kærleika og sann- leika. Það er sárt til þess að vita að kristnir embættismenn þjóðkirkj- unnar á íslandi lýsi yfir að þeir sem aðhyllast sálarrannsóknir og spírit- isma séu ekki taldir rétt kristið fólk. Ef þetta er boðskapur þjóð- kirkjunnar er ekki um annað að ræða en að stjórnvöld geri sér grein fyrir að milli 60 og 70% þjóðarinn- ar tilheyra þessum hópi. Ef þessi hópur segði skilið við þjóðkirkjuna og vildi fá eigið fyrir- komulag á að iðka sína trú án höfnunar og lítillækkunar frá þröngsýnum forráðamönnum er auðsýnt að mikið skarð myndaðist. Mér finnst líka sárt hve þessir þröngsýnu embættismenn kirkj- unnar kasta skugga á gáfaða fyrir- rennara sína eins og t.d. Harald NíelsSon prófessor. Að mínu mati á kristin kirkja að hlúa að kærleika, líkn og menntaþróun. Það þarf að vinna að því að innan hennar sé rými fyrir allar fijálsbornar hugsanir en þar á ekki að ríkja þröngsýni og heimska. Að lokum langar mig til að gamni að geta þess að í kenningum þróunarheimspeki er sagt að það séu herskáar lítt þroskaðar sálir sem aðhyllast trúarofstæki og kreddur. Ég vona að vel menntað, víðsýnt og kærleiksríkt fólk komist til valda innan alls stjórnkerfis lands- ins og ekki síst innan þjóðkirkju okkar. í orði er hér trúarfrelsi en á borði er boðskap Krists stýrt af þjóðkirkju sem fær fé frá sköttum okkar og má það ekki vera að þar ráði menn sem dragi fólk í dilka eftir eigin grunnhyggni. Þar á að ríkja kærleikur og virðing fyrir öllum. Megi Guð okkar allra blessa ykkur. SELMA JÚLÍU SDÓTTIR, Vesturbergi 73, Rvík. Sekkja trillur Góð vara, -ótrúlegt verð Aðeins kr. 7.617.- með vsk. SUNDABORG 1. RVK • SlMI 568 3300 • FAX 568 3305 KRINGLUNNI S: 588 99W RÆSTIVAGNAR RÆSTIÁHÖLD Fossháls 27, Draghálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. október 1997. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.786.847 kr. 178.685 kr. 17.868 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.589.949 kr. 794.975 kr. 158.995 kr. 15.899 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.829.878 kr. 1.565.976 kr. 156.598 kr. 15.660 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.706.999 kr. 1.541.400 kr. 154.140 kr. 15.414 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.097.746 kr. 1.419.549 kr. 141.955 kr. 14.195 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.516.191 kr. 1.303.238 kr. 130.324 kr. 13.032 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.372.272 kr. 1.274.454 kr. 127.445 kr. 12.745 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.007.834 kr. 1.201.567 kr. 120.157 kr. 12.016 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.128.806 kr. 112.881 kr. 11.288 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka (slands Suðurlandsbraut 24. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cS] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS ' HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.