Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 19

Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 19 ERLENT Opinberri heimsókn forsætisráðherrahiónanna tíl Danmerkur lokið Schengen efst á blaði Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. SCHENGEN-samkomulagið var efst á blaði í umræðum Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra og Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Dan- merkur, í gærmorgun. Báðir sögðust fastákveðnir í að halda í þann árang- ur, sem náðst varðandi Schengen, en vildu ekki rekja í smáatriðum, hvað til umræðu væri. Búist hafði verið við 45-60 mínútna fundi, en ráðherrarnir töluðu saman í tæpa eina og hálfa klukkustund. Nyrup Rasmussen sagðist vera glaður að geta endurgoldið íslands- ferðina 1995. Ekki væri hægt að keppa við íslenska náttúru, en í stað þess hefði Davíð Oddssyni verið sýnt eitthvað allt annað en það sem hann hefði fyrir augunum daglega og sem mest af Danmörku. Líka hafið, sem væri Dönum mikilvægt ekki síður en Islendingum. í ræðu sinni í kvöldverði til heið- urs íslensku forsætisráðherrahjón- unum í fyrrakvöld ha.fði Nyrup Ras- mussen á orði að engin deilumál væru milli landanna tveggja og á blaðamannafundinum í gær sagði Davíð Oddsson að ráðherrunum hefði „ekki tekist að búa til nein deilumál" fyrir fund þeirra. Hins vegar hefðu þeir rætt nokkur mikil- væg mál og nefndi þá fyrst Scheng- en-samninginn, þar sem báðum löndunum væri mikið í mun að halda fast í norræna vegabréfasambandið. Þó Schengen- samningurinn væri nú orðinn hluti af kjarna Evrópu- sambandsins, ESB, myndi Scheng- en-svæðið kljúfa Norðurlöndin. Því væri mikilvægt að öll löndin stað- festu Schengen-samninginn. Danir hefðu þegar gert það og ekki stæði til að breyta því. Atlantshafsbandalagið var einnig til umræðu og þar undirstrikaði Davíð að samvinna landanna tveggja innan þess hefði borið góðan ávöxt á leiðtogafundi NATO-ríkjanna, þar sem þau ásamt Noregi, Bretiandi og Bandaríkjunum hefðu í samein- ingu borið hagsmuni Eystrasaltsríkj- anna fyrir brjósti. Nyrup Rasmussen undirstrikaði að löndin hefðu ijölþætt pólitísk tengsl, bæði á sviði Sameinuðu þjóð- anna og norrænnar samvinnu og hvað varðaði ESB þá stefndu Danir að því að íslensk yfirvöld væru sem best upplýst um gang mála þar. Norræn samvinna væri nú mikilvæg- ari en nokkru sinni áður, vegna þess að leiðir landanna hefðu skilið varð- andi ESB. Heimsóknir alfarið mál einstakra landa Einn dönsku blaðamannanna vildi gjarnan heyra hvort íslenska stjórnin hefði orðið vör við einhveijar ráð- stafanir af hálfu Kína eftir heimsókn tævanska varaforsetans þangað. Davíð Oddsson sagði stjórnina hafa fengið að heyra frá þeirri kínversku fyrir heimsóknina og á meðan henni stóð, en síðan ekkert frekar. Forsæt- isráðherra skýrði síðan sjónarmið íslensku stjórnarinnar, sem ekki hefði skipt um stefnu varðandi Kína, en hins vegar væri það á hennar valdi að ákveða hver kæmi til Is- lands og við hveija væri talað. Ekki dytti íslensku stjórninni að segja Kínveijum fyrir um hveija þeir gætu talað við og á hveijum þeir gætu tekið á móti. Slíkt væri í valdi hvers og eins lands. Tengslin við Kína hafa verið við- kvæmt mál í Danmörku, þar sem brot á mannréttindum þar hafa orð- ið umræðuefni og ýmsir aðilar í við- skiptalífinu haft áhyggjur af því að það gæti stofnað viðskiptatengslum við Kína í voða. Aðspurður um ís- lenska málið, sagði Nyrup Rasmuss- en það ákvörðun íslensku stjórnar- innar einnar og rangt væri að hann færi að lýsa skoðun sinni á henni. Persónuleg tengsl til góða Tilgangur með opinberri heim- sókn er bæði ætlað að styrkja tengsl landanna, en einnig þeirra, sem þar hittast. Aðspurðir um gildi persónu- legra kynna stjórnmálamanna sagði Davíð það mjög gagnlegt að kynn- ast erlendum starfsbræðrum. Þegar á reyndi auðvelduðu góð kynni mönnum að ræða saman og erfið mál gerðu oft ekki boð á undan sér. Nyrup Rasmussen tók undir þetta og sagði að oft gengju hlutirnir svo hratt fyrir sig á alþjóðlegum fundum að enginn tími gæfíst til að bera saman bækur sínar. Þá væri gott að þekkjast svo vel að það dygði að líta hvor á annan, til að vita ná- kvæmlega hvað hinn hefði í huga. Hin pappírslausa skrifstofa Eftir hádegisverð Margrétar Þór- hiidar Danadrottningar var haldið í heimsókn til danska fyrirtækisins Oticon, sem framleiðir heyrnartæki. Tekið var móti gestunum í nútíma- legum og sérstökum húsakynnum í gamalli verksmiðjubyggingu í Hell- erup. Fyrirtækið er þriðji stærsti framleiðandi heims á sínu sviði, til íslands eru áriega seld um 200 heyrnartæki. Fyrir utan að vera frumkvöðull á sínu sviði er fyrirtæk- ið þekkt fyrir framúrstefnulegt skipulag. Gestirnir fengu innsýn í hið pappírslausa fyrirtæki, þar sem allir hafa allt sitt í tölvu og þeir sem þurfa að hafa eitthvað í kringum sig hafa það í skápum á hjólum, svo starfsmennirnir geta unnið hvar sem er í húsinu. Aðeins tveir yfirmann- anna hafa ritara og verkaskiptingin er svo fijálsleg að flestar upplýs- ingar um fyrirtækið eru öllum starfs- mönnum aðgengilegar. í einum fundarsal fyrirtækisins voru tuttugu samtengdar ferðatölv- ur á kringlóttu borði. í þær er notað forrit, sem gerir öllum mögulegt að sjá hvað hinir skrifa án þess að vita hver skrifi. Þetta er notað á fundum, þar sem allir geta þá tjáð sig skrif- lega um ákveðin mál og Oticonmenn voru á einu máli að þannig yrðu skoðanaskiptin opnari og hnitmið- aðri. Þetta samskiptaform vakti greinilega óskipta athygli Nyrup Rasmussen sem var einnig forvitinn að vita hvernig starfsmenn tækju því að vinna við þessar óvenjulegu aðstæður. Svörin voru að því væri vel tekið og nýir starfsmenn væru fljótir að venja sig við þær. Neil Hamilton neitar enn ásökunum um mútuþægni London. Reuters. Al-Fayed lýst semlygara NEIL Hamilton, fyrrverandi þing- maður breska íhaldsflokksins, kom fyrir siðanefnd breska þingsins í gær til að svara staðhæfingum Mo- hameds al-Fayeds, eiganda Harrods- verslananna, sem segist hafa greitt Hamilton mútur fyrir að bera upp fyrirspurnir á þinginu. Hamilton kvaðst saklaus af þessum ásökunum og lýsti al-Fayed sem „óforbetran- legum lygara“ og „þorpara". Hamilton sagði að al-Fayed hefði sýnt „lygahæfileika" sína eftir bíl- slysið í París sem varð syni kaup- sýslumannsins, Dodi, og Díönu Bretaprinsessu að bana. Hann hefði gerst sekur um að „hagnýta sér einn af sorglegustu atburðum nútímasög- unnar“. Al-Fayed hafði sagt að hjúkr- unarkona á sjúkrahúsi í París hefði skýrt honum frá síðustu orðum prins- essunnar áður en hún lést, en starfs- menn sjúkrahússins vísuðu þessu á bug og sögðu að Díana hefði aldrei talað á sjúkrahúsinu eftir slysið. Sir Gordon Downey, formaður siðanefndarinnar, komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu, sem birt var í júlí, að Hamilton hefði þegið að minnsta kosti 18.000 pund, andvirði 1,8 milljóna króna, frá al-Fayed fyr- ir að bera upp fyrirspurnir á þing- inu. Hamilton neitaði þessum ásök- unum en missti þingsæti sitt í kjör- dæmi sem hafði verið eitt af höfuð- vígjum íhaldsflokksins í kosningun- um 1. maí, þegar hann fór halloka fyrir Martin Bell, fyrrverandi stríðs- fréttaritara BBC. „Vildi höfuðleður ráðherra“ Hamilton talaði í tvær klukku- stundir þegar hann kom fyrir siða- nefndina og hvatti hana til _að hnekkja niðurstöðu Downeys. „Ég hef verið dæmdur á grundvelli stað- hæfinga þorp- ara,“ sagði hann. „Þetta er heimur Lísu í Undralandi og skýrslan er í anda Lísu í Undralandi.“ Hamilton kvaðst hafa stutt al-Fayed á síðasta áratug þegar yfir- völd rannsökuðu kaup hans á Harrods. Hins vegar hefði hann neitað að aðstoða kaup- sýslumanninn frekar þegar hann varð aðstoðarráðherra í viðskipta- ráðuneytinu og fór með málefni bre- skra fyrirtækja. „Al-Fayed var ekki argur yfir því að ég skyldi vera spilltur stjórnmála- maður, heldur þvert á móti vegna þess að ég var ekki spilltur," sagði þingmaðurinn fyrrverandi. „Rétta skýringin á reiði al-Fayeds er sú að hann vildi höfuðleður ráðherra.“ „Óforbetranlegur lygari" Hamilton gagnrýndi Downey fyrir að taka mark á staðhæfingum al- Fayeds og starfsmanna á skrifstofu hans. „Við höfum hér óforbetranleg- an lygara og safn starfsmanna sem enginn hefur heyrt af,“ sagði hann. Hamilton sagði að Downey hefði kosið að skella skollaeyrum við ósamræmi sem hefði gætt í staðhæf- ingum al-Fayeds, er hefði fyrst sagt að þingmaðurinn fyrrverandi hefði fengið úttektarmiða frá Harrods, en síðar haldið því fram að Hamilton hefði tekið við reiðufé. Samkvæmt reglum þingsins getur al-Fayed ekki höfðað meiðyrðamál vegna ummæla Hamiltons nema hann endurtaki þau utan þingsins. Sassou nær forsetahöll Kongó Brazzaville. Reuters. SVEITIR hliðhollar Denis Sassou Nguesso uppreisnarforingja í Kongó náðu í gær forsetahöll landsins í Brazzaville á sitt vald en engar fregnir voru af afdrifum Pascals Lissouba forseta. Um helgina náðu sveitir Sassous einnig alþjóðaflug- velli höfuðborgarinnar á sitt vald. Talsmaður Sassous sagði að Lisso- uba forseti hefði ekki verið í forseta- höllinni er hún féll. Þykkir reykjar- bólstrar stigu upp af hverfinu þar sem hana-er að fínna og vélbyssuskothríð heyrðist til Kinshasa, sem er handan Kongóár í gömlu Zaire. Sjónarvottar sögðu að átökin virt- ust vera að færast í vesturátt til Bacongo þar sem er vígi Bernards Kolelas forsætisráðherra. Þá sögðu flóttamenn í Kinshasa að tvær MiG- orrustuþotur hefðu varpað sprengj- um á íbúðahverfi í fyrrakvöld og mikill ljöldi fólks týnt lífi eða særst. Kosningaskrifstofan er að Suðurgötu 7. Opið virka daga kl. 15-22, laugardaga og sunnudaga kl. 13-18. Símar: 561-7640 og 561-7641 • Símbréf 561 7643 Stuðningsmenn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. október 1997 Júlíus Vífil í 4. sætið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.