Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 12

Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ c • • Bræðra- lag gegn Bakkusi Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann eiga tuttugu ára afmæli og halda í tilefni af því alþjóðlega ráð- stefnu. Samtökin hafa ákveðið að eiga sam- vinnu við Islenska erfðagreiningu um rannsóknir á arfengi áfengissýki. Helgi Þorsteinsson ræddi við formann SAA og fyrirlesara á ráðstefnunni. Erfðavísir áfengissýkinnar FYRIR um átta mánuðum hófust viðræður milli SÁÁ og íslenskrar erfðagreiningar um samstarf um rannsóknir á erfðafræði áfengis- sýki. Nú hefur verið tekin ákvörðun um um- fangsmikla samvinnu þar sem SÁÁ leggur til áralanga reynslu af meðferð áfengissjúklinga. Kári Stefánsson, forstöðumaður íslenskrar erfðagreiningar, mun fjalla um fyrirhugaða leit fyrirtækisins að erfðavísum áfengissýk- innar í fyrirlestri á ráðstefnu SÁÁ á morgun. „Það er margt sem bendir til þess að erfðir hafi mjög mikil áhrif á alkóhólisma," segir Kári. „Ef annar tvíeggja tvíbura er alkóhólisti eru 28% líkur á að hinn sé líka alkóhólisti. Hjá eineggja tvíburum er samsvarandi hlutfall 55%. Tvíeggja tvíburar eru engu skyldari en venjuleg systkini, en eineggja tvfburar byrja líf sitt með sama erfðaefni. Þetta bendir til þess að þarna eigi í hlut sterkir arfgengir þættir. Þetta bendir reyndar líka til þess að umhverfisþættir ráði einhverju. Ef þeir réðu engu væru eineggja tvíburar í öllum tilvikum annaðhvort báðir alkóhólistar eða hvorugur." Margar rannsóknarstofur leita árangurslaust Kári segir að fjölmargar rannsóknarstofn- anir um allan heim vinni nú að því að finna erfðavísa þá sem valda áfengissýki, en hingað til hafi aðeins fundist erfðavísar sem verja gegn henni. „Til dæmis er til ákveðinn lifrar- efnahvati sem brýtur niður áfengi sem vinnur mun hægar í fólki af asískum kynstofni en hvftum mönnum. Hann veldur því að aldehýð safnast fyrir í blóðinu á As- íubúunum og af þessum sökum er það þeim mjög óþægileg reynsla að drekka. Um 85% Asíubúa eru með þessa erfðamynd, en 90% asískra áfengissjúk- linga eru með hina erfða- myndina.“ Kári er bjartsýnn á að einstakar rannsóknarað- stæður hér á landi geri Is- lenskri erfðagreiningu kleift að gera það sem öðrum hefur ekki tek- ist, að finna erfðavísana sem valda áfengissýk- inni. „Mikill fjöldi sjúklinga hefur farið í gegnum meðferð hjá SÁA á síðustu tuttugu árum, og við vonumst til þess að hin sérstaka einsleitni íslendinga hjálpi okkur til að ná ár- angri.“ Kári leggur áherslu á að upplýsingar um sjúklinga berist aldrei undir nafni til Is- lenskrar erfðagreiningar. „SÁÁ, eins og all- ar aðrar sjúkrastofnanir, geymir upplýsingar um sína sjúklinga. Öll fíkn er krónískur sjúk- dómur, sem þýðir að sjúklingarnir koma aft- ur og aftur, þannig að þeir verða að geyma þær. En eins og við fáum upplýsingarnar í hendurnar verður ómögulegt að tengja þær nafni eða kennitölu. Við höfum sett upp kerfi í fyrirtækinu þar sem allar persónuupplýs- ingar eru algerlega varðar. Svona kerfi er hvergi annars staðar til á Islandi, þó að víða sé safnað upplýsingum." Kári segist vera fullviss um að upplýsingar um ættgenga tilhneigingu til áfengissýki muni hafa hagnýtt gildi. „Það fyrsta sem mönnum dettur í hug er að upplýsingarnar verði notaðar sem afsökun fyrir áfengis- vandamálum, að einstaklingarnir geti ekkert gert í sínum málum, því vandamálið sé með- fætt. Ég held þó að niðurstaðan verði þveröf- ug. Þeir sem hafa ættgenga erfðatilhneig- ingu til að eiga í áfengisvandræðum munu hafa aukna ástæðu til forðast áfengi og vit- neskjan mun einnig leggja á herðar þeirra ábyrgðina af því að gera það.“ Mikill áhugi lyfjafyrirtækja Áhugi erlendra lyfjafyrirtækja á rannsókn- um af þessu tagi er mikill, að sögn Kára. „Það hefur komið mér dálítið á óvart að lyfjafyrir- tækin, sem hingað til hafa mjög lítið gert til að þróa meðferð við alkhóhólisma, virðast hafa vaknað til lífsins. Við tölum varla svo við lyfjafyrirtæki að ekki sé lýst yfir áhuga á því að líta á þennan möguleika á Islandi." Rannsóknirnar era ýmsum vandkvæðum bundnar, til dæmis hvað það varðar að greina milli þátta sem erfast með erfðavísum og hegðunar sem menn læra af fjölskyldum sín- um. „Það er líka mikil skekkja sem felst í því að getum aðeins rannsakað þá sjúklinga sem valið hafa að fara í meðferð. Við látum að- ferðafræðina miðast við það, og erum í raun aðeins að leita að arfgengum þáttum alkóhól- isma í þeim sjúklingum sem leita sér meðferð- ar, ekki í öllum alkóhólistum," segir Kári. Kári Stefánsson. Engin endanleg lausntil í | TUTTUGU ár eru í sjálfu sér ekki langur tími, en hann er langur fyrir þá sem ofur- seldir eru áfengisfíkninni," segir Þórarinn Tyrfingsson formaður SAÁ. „Þeir sem eru að leita sér meðferðar núna muna ekki hvernig ástandið var áður en áfengismeð- ferðin kom til sögunnar." Meðal helstu afreka Islendinga í áfengis- . meðferð telur Þórarinn vera það hversu vel » hefur gengið að koma þjónustunni til skila til ) þeirra sem þurfa á henni að halda. „Eg held j að við getum lært margt varðandi áfengis- meðferð af öðrum þjóðum, til dæmis Svíum og Bandaríkjamönnum. En þeir geta jafnframt lært margt af okkur. Banda- ríkjamenn hafa til dæmis mikla vísindalega þekk- ingu og hafa þjálfað sitt | fagfólk vel en þeir eru í : miklum vandræðum með » það að láta alla njóta með- ) ferðarinnar sem þurfa á henni að halda. Bæði vita ekki allir af þjónustunni og svo eru vandræði vegna tryggingamála. Þar í landi kvarta margir yfir því að ekki sjáist raunverulegur árangur af öllu meðferðarstarfinu. Eg held að hér séu menn sammála um að mikill mun- ur sé á ástandinu miðað við það sem áður var.“ | Minna vinnutap og bætt heilbrigði Þórarinn segir að bæði einstaklingar og ^ þjóðfélagið hafi hagnast á starfi SÁÁ. „Fyrir þá einstaklinga sem best standa í hópi áfeng- issjúklinga má reikna hversu miklu minna vinnutap hafi orðið. Fyrir þá sem verr standa, og ekki eru í vinnu, má reikna það sem sparast hefur í heilbrigðiskostnaði, því þeir myndu sækja í aðrar sjúkrastofnanir, til dæmis á slysadeildir, ef ekki væri fyrir að- stöðuna hjá SÁÁ. Starfið hefur einnig bætt heilbrigði þjóðarinnar og sem dæmi ná nefna p að dregið hefur úr skorpulifur. Það eru líka | margir sem segja að áfengis- og vímuefna- meðferð sé besta forvörnin gegn ofbeldi." Eins og fram kemur annars staðar í þess- ari umfjöllun hefur SÁÁ farið í samstarf við íslenska erfðagreiningu um að finna erfða- vísa þá sem valda áfengissýki. Þórarinn er þó ekki trúaður á að vísindamenn muni finna endanlega lausn á áfengisvandanum. „Mín framtíðarsýn er einfaldlega sú að allir geti | haldið í þá von að komast út úr vandræðum sínum ef þeir taka sig á. Við erum enn að fást *• við mannsandann og sjúklingar verða að | hjálpa sér sjálfir við að komast út úr vanda- málunum. Vandinn mun ekki hverfa, því unga kynslóðin virðist ekki geta lært af hinni eldri. Nú er í meðferð fjórða kynslóðin sem ég er að taka á móti og ég heyri sömu vit- leysuna og afsakanirnar í henni eins og þeim sem á undan komu.“ Þórarinn Tyrfingsson. Áfengi, konur og fjárhættuspil ÁFENGI, konur og fjárhættuspil eru viðfangs- efni Sheilu B. Blume, sem er prófessor í geð- lækningum við Háskólann í New York og stjóm- andi meðferðarstofnunar áfengis-, eiturlyfja- og spilafíkla í sömu borg. Sheila heldur fyrirlestra á fostudag og laugardag á ráðstefnu SÁA. Einhverjum kann að finnast ofannefnd sam- setning spennandi, en raunveruleikinn er allt annar. Konur þola áfengi á ýmsan hátt verr en karlmenn, áfengissýki þeirra þróast hraðar og dánartíðnin er hærri. Þessum atriðum og fleir- um sem greina áfengissýki kvenna frá fíkn karl- anna, var lítill gaumur gefmn þegar Sheila var að hefja sinn starfsferil. „Á þessum tíma voru fáar konur í læknisfræði. Ég ætlaði upphaflega að læra barnalækningar, en komst að því að ekki var tekið nóg tillit til andlegra þátta í ei'fið- leikum veikra bama og endaði því á að fara í geðlækningar. Eitt fyrsta verkefni mitt í starfs- þjálfun var að aðstoða konu með áfengisvanda- mál. Það var árið 1962 í New York. Ég hefði mikla samúð með konunni, hún var kennslu- kona, sex barna móðir og hafði mikinn vilja til að ráða bót á vandamáli sínu.“ Sheilu varð ljóst að enginn sinnti sérþörfum kvenna á þessu sviði. Meðferðarkerfi AÁ-sam- takanna var til dæmis byggt á reynslu af áfeng- issjúkum karlmönnum. Sheila hafði því frum- kvæði að því að stofna meðferðarhóp fyrir áfeneissiúkar konur. Oft háðar róandi lyfjum í útdrætti úr fyrirlestri hennar kemur fram að áfengi hefur meiri áhrif á konur en karlmenn, þó tekið sé tillit til líkamsþyngdar. Talið er að þetta sé vegna þess að hlut- fallslega minna vatn er í lík- ama kvenna en meiri fita og vegna þess að niðurbrot áfengis í líkamanum er hæg- ara. Annað sem einkennir konur í hópi áfengissjúklinga er að þær eru lík- legri til að vera með önnur geðræn vandamál af einhverju tagi. Þær eru einnig líklegri til að verða háðar öðra efni auk áfengisins, róandi lyfjum. I áfengismeðferð kvenna þarf að taka sér- stakt tillit til þess að þær era oft með böm. Huga þarf sérstaklega að ófrískum konum. I Bandaríkjunum er áfengisdrykkja móður ein þriggja algengustu orsaka fósturskaða. Áhugi Sheilu á meðferð spilafíknar kom til af svipuðum ástæðum og áhuginn á áfengissýki kvenna. „Ég var að reyna að aðstoða karlmann sem var bæði áfengissjúklingur og spilafíkill. Ég komst að því að engai' úrlausnir voru til og enginn áhugi á að vinna á spilafíkn. Því fór ég aftur af stað og beitti mér innan bandarískra læknasamtaka um að komið yrði upp úrræðum í þessum málum." Margir áfengissjúklingar þjást af spilafíkn Fíkn af öllu tagi er skyld og það er sami hluti heilans sem verður fyrir örvun þegar látið er undan, hvort sem um er að ræða áfengis- eða spilafíkn. „Það er algengt að þeir sem haldnir | eru einni fíkn hafí jafnframt aðra,“ segir Sheila. | „Það má nefna að um 3-6% bandarísku þjóðar- innar eru haldin spilafíkn en meðal áfengissjúk- linga er hlutfallið 10-15%.“ Spilafíkn er gamalt vandamál, þó að seint hafi verið gripið til meðferðar gegn henni. Freud var meðvitaður um hana og skrifaði með- al annars um spilafíkn rússneska rithöfundarins Dostoyevsky árið 1928. Spilafíkn komst í fyrsta sinn inn í handbók samtaka bandaríska geð- | lækna árið 1980, en fyrstu samtök spilafíkla voru stofnuð 1958. Sheila segir að ríkisstjórnir eigi nokkra sök á vandanum vegna spilafíknar. „Þær sjá fjár- hættuspil sem auðvelda leið til að græða pen- inga, og horfa framhjá þeim vandamálum sem þessu fylgja. I Bandaríkjunum er lottó rekið af ríkinu til að afla fjár til menntamála. Að vísu fer ekki nema hluti fjárins til þessa málaflokks að lokum. Lottóið er fyrsta skrefíð á leið til spilafíknarinnar. Markaðsrannsóknir hafa þó sýnt þeim sem reka fjárhættuspilin að fólk vilji t helst fá niðurstöðuna strax, og því bjóða þeir til dæmis upp á skafmiða. Staðreyndin er sú að miklu meiri peningar fara í markaðsrannsóknir af þessu tagi en rannsóknir á meðferðarmögu- leikum.“ , Sheila B. Blume.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.