Morgunblaðið - 15.10.1997, Page 17

Morgunblaðið - 15.10.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 17 VIÐSKIPTI Borgey ht.. Úr milliuppgjöri 1997 Jan.-júní Jan.-júní -j s fíekstrarreikningur Niuijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 1.171,1 1.130,8 +3,6% Rekstrarqjöld 1.123.8 1.018.5 +10.3% Rekstrarhagn. f. fjármagnsl. og skatta 47,3 112,3 -57,9% Fjármagnsliðir -80,6 -31,1 +159,2% Haqnaður/ (tap) af reqlul. starfsemi -126.0 34.5 Hagnaður tímabilsins -29,9 32,9 Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 ‘97 31/12 '96 Breyting I Eiqnir: | 531,8 1.949,2 558,2 1.925,6 -4,7% +1,2% Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 2.481,0 2.483,7 -0,1% I Skuidir oa eiaið fó: I 757,5 734,7 +3,1% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 1.196,3 1.174,0 +1,9% Eigið fé 521.3 567.0 -8,1% Skuldir og eigið fé samtals 2.481,0 2.483.7 -0,1% Kennitölur 1997 1996 Veltufé frá rekstri Milljónir króna -19,8 76,7 Þar sem Húnaröstin ehf. var keypt í árslok 1996 þá er ekki fyrirliggjandi samstæðu- reikningur fyrir fyrri hluta ársins 1996 og því aðeins sýndar tölur móðurfyrirtækisins. Slæm afkoma Borgeyjar hí'. á fyrstu 6 mánuðum ársins Tap afreglulegri starfsemi nam 126 milljónum Milliuppgjör Samheija fyrír fyrstu átta mánuði ársins Hagnaðurinn nam 275 milljónum kr. SAMHERJI hf og dótturfélög innanlands Úr milliuppgjöri 1997 jan.-ág. Allt árið fíekstrarreikningur 1997 1996 Rekstrartekjur, milljónir kr. Rekstrargjöld 4.847 3.803 6.864 5.353 Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnskostnaður 1.044 477 259 1.511 757 313 Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur (gjöld) 308 40 441 Reiknaðurtekju- og eignarskattur (73) Hagnaður tímabilsins/ársins Veltufé frá rekstri 275 835 1.055 TAP varð af rekstri Borgeyjar hf. fyrstu sex mánuði ársins sem nem- ur 29,9 milljónum króna samanbor- ið við 32,9 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tap af regiulegri starfsemi nam 126 millj- ónum króna samanborið við 34,5 milljóna króna hagnað á fyrstu sex mánuðunum 1996. Rekstrartekjur Borgeyjar námu 1.171 milljón og rekstrargjöldin 1.124 milljónum króna. Rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam því rúmum 47 millj- ónum króna, sem er 57,88% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. I fréttatilkynningu frá Borgey kemur fram að skýringar á tap- rekstri megi að hluta til rekja til ijárfestinga sem lagt hefur verið í en ekki eru farnar að skila auknum tekjum. Á síðasta ári var íjárfest í Húnaröst ehf., sem nú er dótturfé- lag Borgeyjar og í nýrri frystilínu fyrir uppsjávarfisk. „Rekstur Húna- rastar hefur gengið vel en frystilín- an er fyrst komin í fulla notkun núna í október. Þá gekk humarver- tíð illa og frysting loðnu fyrir Jap- ansmarkað brást að mestu.“ Gert ráð fyrir betri afkomu Rekstraráætlun fyrir seinni helming ársins gerir ráð fyrir betri rekstri. Allt útlit er fýrir hagnað af reglulegri starfsemi á þessu tímabili og er þess að vænta að afkoma ársins endi réttu megin við núllið. Markaðshorfur fyrir kom- andi loðnuvertíð eru góðar og með nýrri vinnslulínu aukast gæði fram- leiðslunnar í loðnufrystingu sem styrkir stöðu Borgeyjar, segir enn- fremur í fréttatilkynningunni. „Borgey ætlar sér stærri hlut- deild í veiðum og vinnslu uppsjávar- fisks og er kostnaður vegna þeirrar stefnu áberandi á fyrstu mánuðun- um. Þess má geta að fjárfestingarn- ar eru farnar að skila sér á seinni helmingi ársins með auknum tekj- um og lægri framleiðslukostnaði," segir í fréttatilkynningu Borgeyjar. HAGNAÐUR Samheija og dóttur- félaga, Fiskimjöls og lýsis hf. og Friðþjófs hf., nam 275 milljónum króna fyrstu átta mánuði ársins. Veltufé frá rekstri nam 835 milljón- um króna sem samsvarar 17% af rekstrartekjum tímabilsins. Ekki er að fullu lokið reikningsskilum er- lendra dótturfélaga en unnið er að þeim og er gert ráð fýrir að sam- stæðureikningur Samherja fýrir fyrstu átta mánuði ársins liggi fyr- ir í lok október. í frétt frá Samheija kemur fram að rekstur félagsins innanlands á tímabilinu er í samræmi við áætlan- ir að því undanskildu að kostnaður við sameiningu félaganna og breyt- ingar þeim tengdar varð töluvert hærri en reiknað var með. Þá varð gengisþróun á fyrstu átta mánuðum ársins félaginu óhagstæð og varð gengistap vegna langtímaskulda 87 milljónir króna. Að sögn Þorsteins Más Baldvins- sonar, forstjóra Samherja, er erfitt að sjá fyrir hvort um gengistap verði að ræða og nefnir sem dæmi að mikill munur hafi verið á geng- inu 30. ágúst og 15. september og að ef uppgjörið hefði verið miðað við 15. september hefði hagnaður af reglulegri starfsemi verið rúmum 40 milljónum króna meiri. „Hjá okkur ríkir engin svartsýni um rekstur félagsins fyrir árið í heild en miklu skiptir hvernig loðnuveiðin verður í haust. Við vonumst að sjálf- sögðu til þess að það verði góð loðnuveiði og í dag, þriðjudag, frétti ég að það væru þijú skip frá félag- inu á leið í land með um 2.400 tonn af loðnu. í öðrum þáttum í starf- semi félagsins er ekki gert ráð fyr- ir miklum breytingum á afkomu en einna helst ríki óvissa um loðnuveið- ina og tíðarfarið á veiðitímabilinu." Hlutabréf lækkuðu um 11% í mars síðastliðnum var hlutfé Samheija aukið um 115 milljónir króna. Þar af nýttu þrír stærstu hluthafarnir forkaupsrétt sinn að nafnvirði 70 milljónir króna. Á al- mennum markaði voru því boðnar 45 milljónir króna á genginu 9,0. Lokagengi hlutabréfa í Samheija á Verðbréfaþingi Íslands var 9,35 í gær sem er tæplega 11% lækkun frá síðustu viðskiptum með Sam- heijabréf sem voru þann 9. október sl. á genginu 10,50. Samheiji eignaðist með hluta- bréfaskiptum um 98% hlutabréfa í Fiskimjöli og lýsi hf. Þá var Odd- eyri hf., dótturfélag Samheija, sam- einað félaginu og miðast sameining- in við 1. janúar sl. Gert er ráð fyr- ir því að hagræði vegna sameininga félagsins skili sér ekki að fullu fyrr en á næsta rekstrarári. „í byijun september var frysti- togarinn Guðbjörg leigður til þýskra aðila og er reiknað með að skipið verði í leigu fram á seinni hluta árs 1998. Þá var Jón Sigurðsson GK-62 seldur til E.M. Shipping í Færeyjum í byijum september, en E.M. Shipp- ing er dótturfyrirtæki Framheija sem Samheiji hf. á 40% eignarhlut í. Skipið hefur þegar hafið sfldveið- ar innan fiskveiðilögsögu Noregs. Með þessu telja forráðamenn fé- lagsins að betri nýting náist á skip- um félagsins," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. mem HEKLA I mm& ■ ' ■<: i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.