Morgunblaðið - 15.10.1997, Síða 36
"36 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LÁRA
G UÐMUNDSDÓTTIR
+ Lára Guð-
mundsdóttir var
fædd 4. ágúst 1912
í Kárdalstungu í
Vatnsdal, Austur-
Húnavatnssýslu.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir
hinn 5. október síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
^Jónsson, verkstjóri,
kenndur við Helgu-
staði, f. 22. júlí 1877,
d. 8. ágúst 1953, og
Sigurlaug Hans-
dóttir, síðar húsmóðir að Sól-
heimum, Svínavatnshreppi,
Austur-Húnavatnssýslu, f. 22.
júní 1889, d. 16. mars 1980.
Stjúpfaðir Láru var Þorleifur
Ingvarsson, bóndi á Sólheim-
um, f. 9. október 1900, d. 27.
ágúst 1982.
Hálfsystkin Láru: Fjóla Þor-
leifsdóttir, f. 1928, Ingvar Þor-
leifsson, f. 1930, Steingrímur
Th. Þorleifsson, f. 1932, Svan-
hildur Sóley Þorleifsdóttir, f.
*•* 1934, d. 13. apríl 1988, Sigurður
Þorleifsson, f. 1937, d. 12. maí
1938.
Lára giftist 16. júní 1945
Sveinbergi Jónssyni, bifreiða-
sljóra og fulltrúa frá Stóradal
í Austur-Húnavatnssýslu, f. 6.
júli 1910, d. 19. nóvember 1977.
Börn Láru: Sjöfn Ingólfsdótt-
ir, f. 17. júlí 1939. Maki: Bjarni
Ólafsson. Faðir Sjafnar: Ingólf-
ur Helgason, heildsali, f. 17.
júlí 1916. Birgir Sveinbergsson,
*■ f. 14. febrúar 1941. Maki: Erla
Kristín Jónasdóttir. Þórey
Sveinbergsdóttir, f.
19. júlí 1942. Maki:
Asgrímur Jónas-
son. Gísli Svein-
bergsson, f. 20.
september 1944.
Maki: Guðrún
Benediktsdóttir.
Margrét Svein-
bergsdóttir, f. 4.
desember 1945.
Maki: Baldvin Júl-
íusson. Sigurgeir
Sveinbergsson, f.
11. mars 1951.
Maki: Margrét Böð-
varsdóttir. Lára
Sveinbergsdóttir, f. 31. október
1956. Maki: Orlygur Jónatans-
son.
Börn Sveinbergs frá fyrra
hjónabandi: Brynjólfur Svein-
bergsson, f. 17. janúar 1934.
Maki: Brynja Bjarnadóttir. Jón
Sveinberg Sveinbergsson, f. 8.
mars 1936. Maki: Sesselja
Bjarnadóttir. Grétar Svein-
bergsson, f. 13. október 1938,
d. 2. október 1992. Maki: Guð-
rún Steingrímsdóttir.
Barnabörn Láru eru 25 og
barnabarnabörn 19.
Sambýlismaður Láru síðustu
18 árin er Guðjón Hansson,
ökukennari og leigubílstjóri,
frá Ólafsvík, f. 26. júlí 1921.
Hann á fjögur börn frá fyrra
hjónabandi, þau Kristbjörgu
Guðjónsdóttur, Brynjólf Guð-
jónsson, Birgi Guðjónsson og
Gunnar Guðjónsson.
Utför Láru verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Okkur systkinin langar að minn-
ast ömmu okkar, sem látin er, með
nokkrum orðum. Amma Lára hefur
alla tíð verið stór hluti af okkar til-
veru, enda litrík og sterk persóna
sem fylgdist vel með sínu fólki.
Áður en amma veiktist, þann 19.
maí í fyrra, datt fáum í hug að þar
færi kona fædd 1912 því amma var
ungleg í anda og glæsileg á velii.
Stundum fékk maður lánuð föt hjá
henni, ég elst okkar þá kannski
tvítug og amma að verða sjötug!
Amma var mikil fjölskyldukona.
Æegar við vorum krakkar gistum
Aið hjá ömmu Láru. Þar var dekrað
við okkur, við máttum vaka eins
og við vildum og sá hún sjaldan
ástæðu til að siða okkur til. Ámma
hafði lag á að bjóða upp á það sem
okkur helst langaði í, okkar óskir
urðu að veruleika hjá ömmu. Stund-
um bauð hún manni á Hressingar-
skálann í kakó og pönnukökur með
tjóma. Á leiðinni heim var svo
stoppað í sjoppu og keypt lítil kók
og lakkrísrör. Ekkert var nógu gott
fyrir fólkið hennar enda hvert öðru
betra að hennar mati. Það kom sér
því vel að flest búum við á Stór-
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi),
er skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir há-
degi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags-
og laugardagsblað þarf greinin
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
Reykjavíkursvæðinu og því hægt
um vik hjá henni að láta til sín taka
þegar eitthvað stóð til. Ætti maður
afmæli var gjöf keypt, sem yfirleitt
hitti í mark, og jafnvel steiktar
pönnukökur og komið með. Á pásk-
um keyrði hún hringinn með páska-
egg, oft birtist hún með kerti, serv-
íéttur eða dúka, stæði veisla fyrir
dyrum og svo mætti lengi teija.
Amma Lára fylgdist vel með því
sem var að gerast hjá manni frá
degi til dags. Fyrir rúmum 2 árum
fékk sonur minn, þá ungabarn
bleiuútbrot. Amma hringdi og vildi
vita allt um málið. Það næsta sem
ég vissi var að amma var mætt
með tvær tegundir af kremi, gas-
bleiur og góð ráð. Jólin voru kapít-
uli út af fyrir sig. Auðvitað fékk
allur skarinn, og helst fleiri, jóla-
gjafir. Það var sko ekki sama hvað
keypt var. Stundum fengu öll börn-
in vönduð náttföt eða einhverja flík
aðra og allt varð að passa. Ámma
Lára var samt meira fyrir að gefa
gjafir sem gleðja börn. Stundum
hefði maður helst viljað sökkva nið-
ur úr gólfinu þegar amma óð inn í
leikfangabúðimar og hóf að velja
jólagjafirnar fyrir allan hópinn.
Hún ákvað yfirleitt fyrirfram
hvað hver og einn átti að fá og
varð ekki ánægð nema hún fengi
nákvæmilega það. Börnin urðu him-
insæl með fjarstýrða bíla, talandi
bangsa, veiðistangir, bílabrautir
o.fl. o.fl. Það varð oft handagangur
í öskjunni þegar heim var komið
og farið var að pakka gjöfunum
inn. Við systur reyndum yfnleitt
að pakka öllu sem fyrst inn eftir
verslunartúrana, svona meðan mað-
ur mundi ennþá hvað hver átti að fá.
Meðan amma Lára hafði heilsu
til hringdi hún nánast daglega og
var ekkert henni óviðkomandi. Hún
hafði skoðanir á ýmsu og vorum
við ekki alltaf sammála. Á tímabili
vildi hún endilega að hennar sjónar-
mið á hinum ýmsu málefnum kæmu
fram í fjölmiðlum. Hún bað mig
stundum um að lesa skrifin yfir og
ég er ekki viss um að ég hafi alltaf
skilið hvert hún var að fara. Þetta
skeið stóð sem betur fer stutt yfir.
Amma Lára var oft fljót á sér.
í eitt skipti þegar við komum til
hennar vildi hún ólm sýna okkur
afrakstur dagsins. Hún hafði verið
að bisa við að festa upp á vegg
páskabakka úr plasti sem tolldi illa.
Sú gamla dó ekki ráðalaus, náði í
Uhu-límtúpu og setti væna klessu
á vegginn. Einhveijum tíma seinna
vildi amma losna við bakkann af
veggnum og tókst henni eftir langa
mæðu að losa hann af veggnum en
eftir sat stórt gat! Tveimur árum
eftir að afi dó kynntist amma Guð-
jóni og áttu þau ágæta daga sam-
an, fóru m.a. í nokkrar utanlands-
ferðir og nutu lífsins. Okkur finnst
gott að hugsa til þess að amma
Lára átti gott ævikvöld. Veikindi
ömmu stóðu ekki lengi yfir en voru
henni afar erfið. Takk fyrir allt sem
þú varst okkur, elsku amma Lára.
Inga Lára, Hulda Jóna
og Denni.
Elsku mamma mín. í fáum orðum
langar mig að minnast þín og þakka
þér fyrir öll árin. Ég hef verið lán-
söm að fá að hafa þig svona lengi
hjá okkur, þó að ég hefði viljað
hafa þig miklu lengur. Hvað þú
varst yndisleg mamma og amma,
hafðir alltaf tíma til að hlusta og
fylgjast með öllu sem við vorum
að gera.
Þegar við komum til þín í heim-
sókn á Skúlagötuna var alltaf eitt-
hvað gott sem þú gafst okkur, bak-
aðir pönnukökur eða vöfflur. Það
ljúfasta hjá þér var að gefa. Þú
mundir alla afmælisdaga og allar
jólagjafir handa öllum, sem þú hafð-
ir svo mikla ánægju af að gefa og
gleðja okkur með.
Fyrir einu og hálfu ári veiktist
þú, fékkst heilablæðingu. Eftir það
gast þú ekki lengur talað við okk-
ur, en þú þekktir okkur öll og mund-
ir eftir öllu.
Síðasta árið varstu á hjúkrunar-
heimilinu Eir. Á laugardeginum
hringdi ég í hádeginu til að koma
í heimsókn, því við ætluðum að
koma og dansa fyrir þig. Þá var
mér sagt að þú værir lasin, og það
væri betra að koma á sunnudegin-
um, því þá yrðir þú örugglega orð-
in hressari. En á sunnudagsmorg-
uninn var hringt í mig frá Eir og
mér sagt að þú værir dáin.
En ég veit að þú átt eftir að
halda áfram að fylgjast með okkur
systkinunum og öllum barna- og
bamabörnunum sem þú varst svo
stolt af. Elsku mamma, takk fyrir
allt.
Þín dóttir
Lára.
Hún amma Lára er dáin.
Amma Lára var engum iík. Hún
gerði allt fyrir alla, en fannst hún
aidrei hafa gert nóg. Varla var ég
kominn inn fyrir dyrnar hjá henni
í Stífluselinu þegar ég var látin
setjast við matarborðið og borða
þær kræsingar sem bornar voru á
borð. Ef ekkert var hins vegar til
í ísskápnum var ég bara send út í
búð og látin kaupa eitthvað sem
mig langaði í. Aldrei mátti ég hjálpa
ömmu neitt án þess að hún þyrfti
að borga það margfalt til baka, ef
ég fór með hana smá bæjarrúnt
vildi hún alltaf gefa mér eitthvað í
staðinn.
Mest fór ég að fara til ömmu
eftir að ísak Ernir, sonur minn,
fæddist. Hún var alltaf jafn glöð
að sjá okkur og þá sérstaklega
hann. Hann hafði líka mikið gaman
af ferðum okkar til ömmu. Þar sat
allt í gamla farinu, alltaf náði amma
að töfra fram veisluborð þó iítið
væri til í skápunum.
Vorið 1996 veiktist amma. Hún
missti málið en þó að það væri ekki
fyrir hendi gerði hún sig lengi vel
skiljanlega á ótrúlegan hátt. Hún
virtist alltaf skynja það sem var
um að vera í kringum hana án þess
að maður vissi hvernig.
í vetur fluttist amma á Hjúkrun-
arheimilið Eir. Það gaman að fylgj-
ast með henni þegar hún leiddi ísak
Erni um gangana og sýndi honum
það sem fyrir augu bar. Þar fóru
saman tvær kynslóðir, hann eins
og hálfs árs og hún áttatíu og fjög-
urra ára, sem töluðu líkt tungu-
mál. Þau skildu hvort annað.
Við ísak Ernir fórum í heimsókn
til ömmu nokkrum dögum áður en
hún dó. Þessi heimsókn var allt
öðruvísi en undanfarnar heimsókn-
ir. Hún fór með okkur í göngutúr
um gangana og sýndi okkur um-
hverfi sitt. Þegar við fórum leit ég
upp í gluggann hennar og þar stóð
hún og veifaði okkur. Hún var svo
hress að mig óraði ekki fyrir því
að þetta væri síðasta heimsóknin
okkar til hennar.
Elsku amma, maður er alltaf jafn
eigingjarn, ég hefði viljað hafa þig
hérna hjá okkur miklu lengur, þó
ég viti að hvíldin sé þér fyrir bestu.
Takk fyrir allt.
Hanna María.
Til ömmu Láru
Áf jörðu ertu horfín okkur amma yndislega.
í ungum hjörtum vekur þín brottför
djúpantrega.
En minningarnar ljúfu frá björtum
bemskuárum,
þær brosa eins og stjömur og ljóma í
kveðjutárum.
Við vöggu okkar bræðra þú gladdist
amma góða.
Hver gjöf frá þér, hún hafði það
dýrmætasta að bjóða.
Þú ástríka leiðsögn veittir á þroskabrautum
björtum.
Besta amma í heimi, þú varst
í okkar hjörtum.
í traustum faðmi þínum hið hlýja
athvarf áttum.
Með óskir, gleði og sorgir við þangað
koma máttum.
Þinn kærleikur og umhyggja stærri
en orð ná yfir.
Þér ástarþakkir færum, þín blessuð
minning lifir.
(Ingibj. Sig.)
Sigmar Ingi og Sævar Ingi.
Elsku amma.
Farðu sæl til herrans heima,
Hreina, góða, sterka sál!
Þínir niðjar þér ei gleyma,
Þar til tæmist lífsins skál
Þegar lýjumst vér að verki
Vilji birta þrek og trú
Þá sé oss þín minning merki
Meir og betur stríddir þú
Með þessum orðum þjóðskáldsins
Matthíasar Jochumssonar kveðjum
við þig, elsku amma, og þökkum
þér fyrir öll árin sem við áttum
með þér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín barnabörn,
Benedikta, Sveinberg,
Sigurjón, Svanur.
Elsku besta amma mín.
Sunnudagsmorguninn 5. október
þegar mamma hringdi í mig og
sagði mér það að þú værir dáin var
eins og heimurinn mundi hrynja.
Ég gat ekki trúað því. Þú sem varst
svo hress og falleg þegar ég kom
til þín á mánudeginum. Alla tíð
hefur þú verið svo góð og allt fyrir
mann viljað gera. Alltaf þegar mað-
ur kom í heimsókn til þín og Guð-
jóns á Skúlagötuna tókst þú vel á
móti manni. Hvort sem ég kom
óvænt eða lét vita áður en ég kom
í heimsókn áttir þú alltaf eitthvað
handa manni, kleinur eða vöfflur.
Síðustu ár hef ég komið til þín fyr-
ir jólin og hjálpað þér að gera jóla-
hreingerninguna og fyrir mér hafa
jólin ekki byrjað nema ég hafi farið
til þín. Ekki veit ég hverning þetta
verður núna en ég fer ábyggilega
og hjálpa Guðjóni, sem hefur alltaf
verið svo góður við þig. Síðasta
gamlárskvöld skemmtum við okkur
sko vel. Við sátum langt fram á
kvöld og spjölluðum saman og ekki
fannst mér þá eins og þú værir
veik. Þegar ég byrjaði með Adda
kærastanum mínum var ég alveg
viss um að þér mundi líka vel við
hann. Þér fannst alltaf jafn gaman
að sjá hann og ef hann kom ekki
með mér í heimsókn spurðir þú allt-
af um hann. Eftir að þú veiktist
og gast ekki sagt nöfnin okkar var
ég rosalega hrædd um að þú mund-
ir ekki þekkja okkur, en það var
vitleysa. Þú þekktir okkur .öll og
varst alltaf jafn ánægð að sjá okk-
ur öll. Ég ætlaði að fara í heimsókn
til þín á sunnudaginn því ég var
nýbúin að éiga tvítugsafmæli og
ég vildi að þú myndir samgleðjast
mér. En ekíd gafst mér sú stund.
En ég er alveg viss um það _að þú
vakir yfir mér og verndir. Ég og
Addi erum lengi búin að vera að
leita okkur að íbúð og þremur dög-
um eftir að þú dóst fengum við
svar um frábæra íbúð rétt hjá
mömmu, pabba, Hörpu og Jonna.
Ég er alveg viss um að þú fannst
hana fyrir okkur, því þú varst aldr-
ei sátt við það að ég væri ekki með
herbergi hjá þeim og hefur viljað
að við værum nálægt þeim. Ég er
viss um að þér líður vel núna og
þú munt alltaf vaka yfir okkur öll-
um og við munum sjást seinna.
Elsku besta amma mín, takk fyrir
allar góðu stundirnar þó að þær
hefðu mátt vera miklu fleiri. Ég
mun alltaf geyma minninguna um
þig í hjarta mínu og ég mun aldrei
gleyma því hvað þú varst falleg og
góð við okkur öll. Mér þykir óendan-
lega vænt um þig.
Þín
Bergrún.
Elsku amma mín.
Ég mun aldrei gleyma öllum góðu
stundunum sem við áttum saman.
Þér þótti svo vænt um okkur öll.
Þegar við komum til þín vildir þú
alltaf gefa okkur eitthvað. Rétt eft-
ir að þú veiktist kom ég, mamma
og Jonni í heimsókn á Skúlagötuna
og þú gafst mér þessa fallegu gull-
hálsfesti. Ég mun aldrei týna henni
né gleyma henni því að þetta er
minning um þig. Þegar við fórum
ekki með mömmu að heimsækja þig
varstu alltaf að spurja um okkur.
Ég mun alltaf minnast þín og ég
mun geyma hálsfestina mjög vel
því að mér finnst hún vera hluti
af þér í hjarta mínu. Ég vildi að
þú hefðir lifað miklu lengur en ég
veit að þér líður betur núna og ég
veit að þú verður hjá mér í ferming-
unni minni. Mér þykir vænt um þig
og takk fyrir allt og allar stundir
og gjafir sem þú gafst mér.
Þín
Harpa Lind.
Elsku besta amma mín.
Ég mun aldrei gleyma öllum góðu
og skemmtilegu stundunum okkar
saman. Það var alltaf gaman að
koma i heimsókn til þín og Guðjóns
á Skúlagötuna því að þú varst allt-
af jafn hress og skemmtileg. Þó að
þú hafir veikst þekktir þú okkur
alltaf og varst jafn ánægð að sjá
okkur. Mér fannst líka rosalega
gaman að koma til þín upp á Eir
og dansa því þá varst þú svo ánægð
og brostir alveg út að eyrum því
þú varst svo montin af mér. Takk
elsku amma fyrir allt og ég mun
alltaf geyma þig í hjarta mínu. Mér
þykir ofsalega vænt um þig.
Þinn
Jónatan Arnar.
Kveðjuorð til ömmu Láru
í bamsins hug til efri ára
endurminning fögur skín.
Gjöfin mörg til gleði tára
Guð þér launi, amma mín.
Hvem erfiðleika, amma Lára
af oss stijúki höndin þín.
Drottinn metur gjafir góðar,
er gleðja hug uns sorgin dvín.
Heyrir bamsins bænir hljóðar
og ber sem gjafír nú til þín.
í ljóssins gjöf til lífsins óðar
leiði Guð þig amma mín.
(Vígþór Jörundsson.)
Ásgrímur Geir, Bjarki Þór,
Erna Þórey og Isak Orn.