Morgunblaðið - 15.10.1997, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
NÝJA þjónustumiðstöðin á Þórshöfn.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þj ónustumiðstöð
opnuð á Þórshöfn
Þórshöfn - Þjónustumiðstöð var
opnuð formlega hér á Þórshöfn fyr-
ir skömmu í 500 fermetra húsnæði
eftir gagngerar breytingar. Húsið
er í eigu Lónsins ehf. sem tók við
verslunarrrekstri hér í bæ eftir
gjaldþrot Kaupfélags Langnesinga.
Húsið var byggt í kringum 1980
og þjónaði þá sem byggingarvöru-
deild Kaupfélagsins. Ibúum byggð-
arlagsins var boðið upp á veitingar
í húsinu og var margt gesta við
opnuna.
Húsið hefur tekið miklum
stakkaskiptum og kemur til með
að mynda meiri „miðbæjar-
stemmningu" hér á Þórshöfn. Með
tilkomu þessarar nýju aðstöðu
njóta íbúar hér nú góðrar þjónustu
í byggingarvörudeild en hún er
rekin í samvinnu við KEA á Akur-
eyri. Vöruverð verður það sama
og á Akureyri. Byggingarvörudeild
KEA á Akureyri er með sama vöru-
verð og í Reykjavík svo nú er brot-
ið blað í verslunarrekstri hér á
Þórshöfn með því að byggingar-
vara verður nú fáanleg á sama
verði og í Reykjavík. Stjórn Lóns-
ins óskaði á sínum tíma eftir sam-
starfi við Kaupfélag Eyfirðinga og
má segja að útkoman verði til góðs
fyrir byggðarlagið hér. KEA á nú
25% hlut í Lóninu.
Byggingarvöruversluninni var
formlega gefíð nafn við opnun húss-
ins og heitir hún nú Jónsabúð. Það
nafn á sér nokkra sögu en verslun-
arstjóri byggingarvöruverslunar
Kaupfélagsins til fjölda ára hét Jón
Kr. Jóhannsson, jafnan kallaður
Jónsi. Jónsi heitinn var einn af þess-
um sterku persónuleikum sem setja
mikinn svip á sína heimabyggð og
fólk hér talaði jafnan um Jónsabúð
og átti þar við byggingarvöruversl-
unina. Það nafn var líka mun þjálla
í munni heldur en byggingarvöru-
deild Kaupfélagsins.
Auk Jónsabúðar eru skrifstofur
Lónsins til húsa í miðstöðinni ásamt
umboði Flugfélags íslands, Happ-
drætti Háskólans og Samvinnuferð-
um-Landsýn, svo og vöruflutninga-
fyrirtækið Vagnar ehf. Handverks-
hópur á þar einnig góða aðstöðu
ásamt upplýsingamiðstöð fyrir
ferðafólk, svo og skrifstofa Vá-
tryggingafélags Islands og skrif-
stofa Verkalýðsfélags Þórshafnar.
Hárgreiðslustofa verður þar einnig
og arkitektastofan Þriðja hæðin en
Pétur Bolli Jóhannesson arkitekt
teiknaði breytingarnar á húsnæðinu
samkvæmt hugmyndum Steina
Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra
Lónsins.
Með tilkomu þessa þjónustu-
kjarna í hjarta Þórshafnar kemur
betur fram eiginlegur „miðbær“ og
virðast íbúar í byggðarlaginu kunna
vel að meta þetta framtak. Aðal-
verktaki vð breytingarnar var
Timburtak hf. á Húsavík og um
raflögn sá Snarvirki hf.
Tvær líkams-
árásir á Selfossi
Selfossi - Tveir ungir Hvergerðing-
ar hafa verið kærðir vegna tveggja
líkamsárása sem áttu sér stað fyrir
utan skemmtistaðinn Inghól á Sel-
fossi aðfaranótt sunnudags. Öðrum
þeirra er gefið að sök að hafa ráð-
ist með grófum hætti á mann og
barið hann illa í andlit, með þeim
afleiðingum að hann hlaut höfuðá-
verka og nefbrot. Einnig að hann
hafi sparkað í manninn þar sem
hann lá varnarlaus í götunni. Mað-
urinn var fluttur á sjúkrahús þar
sem hann dvaldi fram á næsta dag.
Líðan hans er eftir atvikum. Árásin
var mjög óvænt og er talið að hún
hafí verið gerð að ástæðulausu.
í hinu tilfellinu er öðrum manni
gert að sök að hafa veist að kunn-
ingja mannsins sem áður var ráðist
á. Maðurinn var að reyna að koma
í veg fyrir frekari líkamsmeiðingar
þegar ráðist var að honum og hann
sleginn í jörðina.
Lögreglunni í Árnessýslu hafa
borist tvær kærur vegna málsins.
Lögreglan hefur óskað eftir vitnum
að atburðinum.
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
VINNUFLOKKUR Þorgeirs Árnasonar að ljúka vinnu við gang-
stéttir á Hellissandi.
Snæfellsbær steypir
gangstéttir
Hellissandi - Þótt flestum finnist
framkvæmdir á vegum bæjarins
líklega of litlar eru menn samt
fegnir því sem gert er. Þannig
hefur Snæfellsbær nú tvö sumur
í röð bætt aðeins við gangstétt-
irnar í bænum.
Steyptar hafa verið gangstétt-
ir fyrir 3-4 miHjónir í hvort sinn,
bæði í Ólafsvík og á Hellissandi.
Þorgeir Árnason, Rifi, átti
lægsta tilboð í verkið og sýnir
myndin vinnuflokk hans vera að
ljúka störfum á þessu hausti við
gangstéttalögn við Höskulds-
braut á Hellissandi.
Bílvelta rétt austan við Selfoss
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
BIFREIÐIN var ónýt eftir veltuna, en fólkið
slapp með skrekkinn.
Bílbelti o g bama-
bílstóll björguðu
frá áverkum
Selfossi - Bíll valt rétt austan við
Selfoss, skammt frá afleggjara við
Gaulveijabæjarhrepp síðdegis á
sunnudag. Þrír farþegar voru í bíln-
um en sluppu þó ómeiddir úr velt-
unni. Farþegar bílsins voru tvær
konur og eitt ungabarn. Konurnar
voru í bílbeltum og barnið var í
bílstól. Talið er að beltin og bílstóll-
inn hafi bjargað þeim frá áverkum.
Konunum tókst að komast út úr
bílnum af eigin rammleik.
Nærstaddir ökumenn sem komu
á vettvang hringdu í lögreglu á
Selfossi og gerðu henni viðvart.
Ekki eru orsakir veltunnar ljósar
en talið er að ökumaðurinn hafi
misst stjóm á bílnum í lausamöl í
vegkantinum. Mikil mildi þykir að
barnið skuli hafa sloppið svo vel sem
raun ber vitni. En það er aldrei of
oft brýnt fyrir ökumönnum að hafa
aldrei börnin laus í bílunum.
Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna.
Höfðaborg-
arhúsið
endurbyggt
sem sveita-
setur
Vogum - Síðasta húsið úr
Höfðaborgarhverfinu í Reykja-
vík sem hefur staðið í mörg ár
í landi Hvassahrauns hefur ver-
ið selt Jóni Ársæli Þórðarsyni,
sjónvarpsmanni á Stöð 2 og
Steinunni Þórarinsdóttur
myndhöggvara. Þau ætla að
endurbyggja húsið þar sem það
stendur og flylja austur að
Skarðshlíð undir Eyjafjöllum.
Þar verður húsinu valið nýtt
hlutverk sem sveitasetur.
„Mér finnst eins og ég sé
kominn heim,“ segir Jón Ár-
sæll í samtali við Morgunblaðið
í túnjaðrinum í Hvassahrauni
en þaðan er faðir hans Þórður
Sigurðsson, skipstjóri og móðir
hans Ólafía Auðunsdóttir er
frá Minni-Vatnsleysu liinum
megin við víkina.
Jón Ársæll segir þau Stein-
unni hafa mikinn áhuga fyrir
gömlum húsum og búa í 100
ára gömlu húsi í Reykjavík. í
sumar hafi hópur ættmenna
komið saman á Vatnsleysu-
strönd og skoðað örnefni og
fleira. Þá enduðu þau Steinunn
ferðina við Höfðaborgarhúsið,
hann segir engu líkara en að
þau hafi verið leidd að húsinu
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
JÓN Ársæll Þórðarson og Kristinn Kristinsson við
Höfðaborgarhúsið.
sem þau fengu áhuga á og
keyptu síðan af Kornelíusi
Jónssyni.
Þar sem mikið verk er fyrir
höndum við endurbyggingu
hússins segir Jón Ársæll að það
megi enginn sjá eftir þeirri
vinnu sem fer í endurbyggingu
gamalla húsa enda sé vinnan
systir hamingjunnar. Hann
segir „drullusokkshátt“ að láta
gömul hús eyðileggjast og því
miður sé búið að eyðileggja
allt of mörg gömul hús um allt
land.
Húsið sem hann er að fara
að endurbyggja er síðasta hús-
ið úr hverfi í Reykjavík sem
var kallað Höfðaborg og var
byggt til að útrýma heilsuspill- ,
andi húsnæði í borginni. Þau
voru byggð úr timbri. í húsinu *
voru þijár íbúðir en stærð alls )
hússins er 90 fermetrar.