Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
U mh verfisstj órnun
Jón Áki Stefán
Leifsson Gunnar Thors
NOTKUN um-
hverfísstjórnunar-
kerfa hjá fyrirtækjum
um heim allan hefur
farið sívaxandi
undanfarin ár. Aukin
mengun jarðar auk
þeirrar staðreyndar
að gengið hefur á auð-
lindir jarðar hefur
gert mönnum ljóst að
bæta þarf umgengni
um auðlindir og
minnka mengun. Al-
þjóðaskuldbindingar
hafa ennfremur þrýst
á ríki heims að finna
leiðir til að ná fram
úrbótum á þessu sviði.
Stóran hluta af mengun, sem og
notkun orku og auðlinda, má rekja
til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa yfír
að ráða þeim mannauði, fjármagni
og tækni sem nauðsynleg er til að
taka þátt í að fínna leiðir til úrbóta
í þessum málaflokki á skilvirkan
og hagkvæman hátt.
Þróaðir hafa verið staðlar sem
ætlaðir eru fyrirtækjum til leiðbein-
ingar við mótun umhverfisstjórn-
unarkerfa, til að mynda ISO 14001,
sem þróaður var af Alþjóðlegu
staðlastofnuninni (ISO), og EMAS
reglugerðin, sem komin er frá Evr-
ópusambandinu.
Hvað er umhverfis-
stj ór nunarkerfi?
Umhverfisstjórnun má lýsa sem
kerfisbundnu ferli við að minnka
þau hugsanlegu áhrif sem fyrir-
tækið hefur á umhverfið. Með
umhverfisáhrifum er átt við losun
á úrgangsefnum, t.d. frárennsli,
sorpi, útblæstri auk hávaðameng-
unar og sjónrænna áhrifa. Til um-
hverfisáhrifa telst auk þess notkun
á hráefnum, hjálparefnum, orku
og vatni. Með umhverfisstjórnunar-
kerfi eru fundnar leiðir til að
minnka þessi áhrif og skiptist upp-
setning þess konar kerfis í nokkra
meginþætti:
• Umhverfisrýni.
• Stefnumörkun í umhverfismál-
um.
• Uppsetning umhverfisstjómun-
arkerfis.
í upphafi er beitt svokallaðri
umhverfisrýni, þar sem öll aðföng
og losun mengunar og úrgangs er
skráð. í kjölfarið er mótuð stefna
og markmið fyrir fyrirtækið. Þessi
markmið draga dám af eðli starf-
semi og því hvaða tækifæri er að
finna í framleiðsluferlinu. Dæmi
um markmið eru:
• Minnka frárennsli frá verksmiðju
um 30% fyrir árið 2000.
• Auka hlutfall endurnýtts pappírs
á skrifstofu í 80% fyrir árið 1999.
• Minnka losun sorps um 20% fyr-
ir árið 1999.
Kannanir staðfesta fyr-
irheit um kosti umhverf-
isstjórnunarkerfa.
Jón Aki Leifsson og
Stefán Gunnar Thors
segja einn helsta kost
þeirra langtímavið-
skiptaöryggi.
Til að uppfylla sett markmið er
gerð framkvæmdaáætlun sem sýn-
ir til hvaða aðgerða verði gripið.
Ennfremur verður skilgreint innan
hvaða tímaramma ná skuli mark-
miðunum og hveijir muni annast
framkvæmdina. Starfsmenn eru
gerðir meðvitaðri um hugsanleg
áhrif starfseminnar á umhverfið
og skilgreint er hver ber ábyrgð á
þáttum starfseminnar sem hugs-
anlega hafa slík áhrif.
Hverju skilar umhverfis-
stj órnunarkerfi?
Uppsetning á umhverfisstjórn-
unarkerfi gerir það að verkum að
betri yfirsýn fæst yfir hugsanleg
áhrif framleiðslunnar á umhverfið.
Með því eiga stjórnendur fyrirtækja
auðveldara með að koma auga á
leiðir til úrbóta.
Það hefur sýnt sig að kerfí sem
þetta getur á stuttum tíma breytt
viðhorfi til umhverfismála og verk-
lagi starfsmanna til betri vegar
fyrir umhverfið og fyrirtækið.
Auk þess að hafa jákvæð áhrif
á umhverfið, hefur kerfið í för með
sér sparnað fyrir fyrirtækin vegna
minni notkunar á hráefnum, hjálp-
arefnum og orku. Minni úrgangur,
auk minni pappírsnotkunar, hefur
einnig kostnaðarlækkun í för með
sér. Einfaldar aðgerðir, s.s. minni
notkun leysiefna og minni pappírs-
notkun, getur leitt til umtalsverðs
sparnaðar.
Fyrrnefndur sparnaður verður
til þess að fyrirtæki geta gert kröf-
ur til skilvirkni umhverfisstjórnun-
arkerfis og litið svo á að þau séu
fjárfesting sem þurfi að skila
ákveðinni arðsemi. Þetta getur orð-
ið stjórnendum fyrirtækja aukin
hvatning til að bæta umhverfismál-
in, þar sem úrbætur á því sviði
geta jafnframt haft jákvæð áhrif á
íjármál fyrirtækisins.
Þróun á
heimsmarkaði
Umhverfisstjórnunarkerfi þykja
hafa gefið góða raun erlendis. Sam-
hliða bættum árangri margra fyrir-
tækja á sviði umhverfismála hefur
tekist að spara umtalsverðar fjár-
hæðir vegna minni umbúðakostn-
aðar, minni notkunar á spilliefnum,
lægri förgunarkostnaðar vegna
sorps o.s.frv.
Könnun sem gerð var á meðai
100 fyrirtækja í Bretlandi, sem eru
á breska hlutbréfamarkaðinum,
sýnir að meiri áhersla er nú lögð
á þennan málaflokk. Af þeim 73
fyrirtækjum sem svöruðu höfðu 9
af hveijum 10 sett fram umhverfís-
málastefnu og 8 af hveijum 10
skilgreint stjórnarmann ábyrgan
fyrir umhverfismálum.
í könnun sem gerð var á meðal
stjórnenda rúmlega 500 fyrirtækja
Lagalegar skyldur
Aukin
markaðshlutdeild
Þrýstingur frá
viðskiptavinum
Bætt
almenningsálit
0 20 40 60 80 100
%
HELSTU ástæður fyrir uppsetningu umhverfisstjórnunarkerfis,
skv. skoðanakönnun meðal stjórnenda fyrirtækja í fjórum löndum.
í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi
og Hollandi kemur fram að ytri
þættir s.s. lagalegar skyldur, aukin
markaðshlutdeild og þrýstingur frá
viðskiptavinum voru helstu ástæð-
ur þess að fyrirtæki tóku upp um-
hverfisstjórnunarkerfi (sjá mynd
1). Stjórnendur fyrirtækjannatöldu
hins vegar helstu kosti kerfisins,
eftir uppsetningu þess, vera að
starfsfólk væri meðvitaðra um
umhverfismál. Minni mengun, upp-
fylling á lagalegum skyldum, minni
áhætta, minni úrgangur og betri
vinnuaðstæður voru þau atriði sem
stjórnendur tiltóku næst. Þegar
spurt var um kostnað vegna upp-
setningar slíks kerfis töldu 85%
stjórnenda að kerfi samkvæmt ISO
14000 myndi borga sig fjárhags-
lega og 80% töldu það gilda um
kerfi eftir EMAS staðlinum.
í sömu könnun töldu 83% af
stjórnendum fyrirtækja langtíma-
viðskiptaöryggi einn af mikilvæg-
ustu kostunum við umhverfis-
stjórnunarkerfi.
Staða umhverfis-
mála á Islandi
Á íslandi hefur eitt fyrirtæki þeg-
ar fengið vottun og nokkur fyrir-
tæki vinna að uppsetningu og stefna
að því að fá vottun. Almennt eru
íslensk fyrirtæki að þreifa fyrir sér
og kynna sér umfang og eðli um-
hverfísstjórnunar. Reynsla erlendis
sýnir að umhverfísmál munu í nán-
ustu framtíð hafa sívaxandi áhrif á
rekstur fyrirtækja.
Niðurlag
Umhverfismál hafa mætt aukn-
um áhuga meðal almennings og
fyrirtæki gera sífellt meiri kröfur
á því sviði til birgja sinna og við-
skiptavina. Áhrifa umhverfismála
á viðskiptahagsmuni er því þegar
farið að gæt.a og má vænta að
vægi þeirra í þá átt muni aukast
á næstu misserum. Markviss um-
hverfisstefna og -stjórnun er. því
liður í að koma til móts við kröfur
markaðarins.
Eins og gefur að líta í fyrrnefnd-
um dæmum erlendum, telja stjórn-
endur fyrirtækja kosti slíkra kerfa
margvíslega. Áuk þess telja þeir
að kostnaður við uppsetningu
þeirra skili sér aftur í formi sparn-
aðar og aukinnar veltu. Reynslan
hefur sýnt að öll stefnumótun og
setning markmiða varð markvissari
aðeins ári eftir uppsetningu og
samhliða því hafa hluthafar gert
frekari kröfur um skýra stefnu í
umhverfismálum og að markmið-
um sé náð.
Niðurstaða kannana sem þessara
gefur góð fyrirheit um kosti um-
hverfisstjórnunarkerfa. Þó þessar
kannanir séu erlendar er líklegt að
þær eigi einnig við hérlendis og má
gera ráð fyrir að kröfur um uppsetn-
ingu umhverfisstjórnunarkerfa fari
vaxandi, jafnt frá almenningi, birgj-
um, öðrum viðskiptavinum sem og
stjórnvöldum.
Stjórnendur íslenskra fyrirtækja
verða því að veita umhverfismálum
aukna athygli. Ekki er ástæða til
að b;ða eftir að reglur verði strang-
ari og kröfur háværari, heldur er
full nauðsyn á því huga að um-
hverfismálunum sem fyrst. Má í
því sambandi benda á að 83% af
stjórnendum fyrirtækja í fyrr-
nefndri könnun, töldu einn af helstu
kostum umhverfisstjórnunarkerfa
vera langtímaviðskiptaöryggi.
Höfundar eru ráðgjafar í
umhverfismálum hjá VSÓ
Ráðgjöf.
-/elina
Nærfatnaður
af bestu gerð
Panelplötur
Hvítar og
ómálaðar.
Sérpöntun
sérlita.
Úrval fylgihluta!
Teinar, bæklingahólf,
rammar, og framhengi
fyrir herðatré í miklu úrvali.
dRb^Ofnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
Svo lengi má brýna að bíti!
Á ÞEIM hartnær
fjörutíu og fimm árum,
sem ég hef sleitulaust
fengist við kennslu hef
ég verið seinþreytt til
vandræða þegar launa-
mál eru annars vegar.
Tók möglunarlaust við
því sem að mér var
rétt og drýgði svo hýr-
una með ýmsu móti.
Þá var líka sjálfsvirð-
ingin í lagi og mér
fannst ég vinna æði
gott starf og börnin og
samneytið við þau átti
hug minn allan. Nú eru
illilega breyttir tímar.
Vinna kennara er
einskis metin, við ekki einu sinni
talin vinna fyrir því kaupi sem við
höfum nú, hvað þá hærra.
Við erum tortryggð og ekki
treyst til að undirbúa kennsluna,
sem er mjög fjölbreytt, tímafrekt
og flókið mál, nema að við séum
til sýnis almenningi, sem geti þá
vaktað okkur svo við svíkjumst
ekki um!
Hvað er að gerast?
Oft hefur maður nú heyrt um
aðra sem staðið hafa í launabar-
áttu, að þeir þyrftu ekki meira kaup,
en aldrei nokkra stétt niðurlægða
og eins fótum troðna og kennara
við sömu aðstæður!
Þegar það spurðist að
verið væri að fylla
skóla úti á landi með
leiðbeinendum með
minni og minni skóla-
göngu að baki, stóð ég
á öndinni og beið: Nú
hljóta foreldrar að
mótmæla! Ætla þeir
virkilega að taka þessu
möglunarlaust?
Hvers eiga börnin
að gjalda?
En ýtum nú kennur-
um og þeirra málum
til hliðar, það eru
nefnilega ekki þeir sem
verða mest fyrir barðinu á skiln-
ingsleysi ráðamanna. Má ég minna
foreldra á að það eru börnin þeirra
sem málið snýst um. Þau eiga rétt
á úrvals kennurum og öllu því besta
sem við höfum vit og hæfileika til
að veita þeim.
Við megum ekki fórna hveijum
árganginum á fætur öðrum meðan
mis'átrir ráðamenn skamma og níða
niður þá sem vildu gefa sig heils
hugar og með gleði til kennara-
starfsins.
Hvað er orðið af gleðinni?
Það er þetta með gleðina, já,
hvað er orðið af henni? Sterkasta
Vinna kennara er einsk-
is metin, segir Herdís
Egilsdóttir, og við ekki
einu sinni talin vinna
fyrir því kaupi sem
við höfum nú, hvað
þá hærra.
og besta drifkraftinn til góðra
verka. Hún er á förum! - og er þá
mikils misst! Það er ömurlegt að
verða að viðurkenna það fyrir sjálf-
um sér eftir öll þessi ár að maður
skammist sín fyrir að taka þátt í
þessum skrípaleik sem uppfræðsla
barna og unglinga er að verða í
þessu landi!
Það sem gerir lausn þessara
mála erfiðast fyrir er að fleinn hef-
ur verið rekinn milli foreldra og
kennara, skarð rofið í fylkingu sem
ætti að standa þétt saman sem
órofaheild um velferð barnanna.
Það er gamalt herbragð sem því
miður er alltof áhrifaríkt að sá korn-
um tortryggni og vantrausts manna
í milli til að veikja samstöðuna.
Munum það, kennarar og foreldrar,
að sameinaðir stöndum vér en
sundraðir föllum vér og þeir sem
líða eru börnin okkar.
Sem betur fer heyrist mér að það
sé að koma nýtt hljóð í strokkinn
hjá foreldrasamtökum og félögum
en þær raddir mættu vera fleiri og
hærri.
Dökkt
framundan!
Ég er bjartsýnismanneskja að
eðlisfari en nú er ég hrædd. Ég sé
fyrir mér þá stöðu að verkfall skelli
á, verði langt, ekkert hafist upp úr
því, kennarar verði reknir með
skömmum á sinn bás og sagt að
hypja sig til starfa, þ.e. að elska
annarra manna börn eins og sín
eigin, gefa þeim alla sína krafta,
hugmyndir og hæfileika, rækta með
þeim heilbrigt viðhorf til lífs og leiks
og efla sjálfstraust þeirra sem þau
geta svo byggt lífshamingju sína
á. Ég sé fyrir mér að kennarar bíti
á jaxlinn og klári þennan vetur en
láti svo ekki sjá sig í haust þegar
skólar byija.
Það er hart fyrir þá sem hafa
yndi af að vinna með börnum
neydda til að láta leiðir skilja vegna
steinrunninna niðurrifsafla sem
þekkja engin önnur gildi en pen-
inga!
Höfundur er kcnnari í ísaksskóla.
Herdís
Egilsdóttir