Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 15 Skólasljórar á Akureyri Áhyggjur af seina- gangi SKÓLASTJÓRAR við grunnskóla á Akureyri samþykktu á fundi í vik- unni ályktun þar sem áhyggjum er lýst vegna seinagangs í samninga- viðræðum við kennara. „í ljósi atkvæðagreiðslu kennara um boðun verkfalls væntum við þess að samninganefnd sveitarfé- laga sýni nú þegar við samninga- borðið margyfirlýstan vilja sveitar- stjórnarmanna til að bæta kjör kennara og stuðli þannig að bættu skólastarfi, segir í ályktun skóla- stjóranna. Þá kemur einnig fram að nokkrir kennarar við skóla bæj- arins hafi sagt upp störfum og vit- að sé af fleirum sem séu að leita sér að annarri vinnu. ♦ ♦ ♦-- Samvera eldri borgara SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudag- inn 16. október, frá kl. 15 til 17. Hún hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Sr. Sigurð- ur Guðmundsson sem flytja mun hugleiðingu og spjall um Davið Stefánsson. Félagar í Kór Glerár- kirkju syngja nokkur lög undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Boðið verður upp á veitingar. Aukin umsvif hjá Foidu hf. Erfitt að fá fólk til starfa FOLDA hf. á Akureyri hefur frá í vor verið að leita eftir starfsfólki vegna aukinna umsvifa fyrirtækis- ins. Að sögn Hermanns Sigur- steinssonar framkvæmdastjóra er búið að ráða um 15 nýja starfs- menn síðustu mánuði en enn vant- ar um 5 manns til starfa. „Við erum búnir að auglýsa tölu- vert eftir starfsfólki til sauma- starfa en það hefur gengið illa að manna allar stöður. Það er mikið framboð á vinnu í bænum og það er helsta skýringin,“ sagði Her- mann. Framleiðslan fjölbreytt Folda hefur hafið fjöldafram- leiðslu á alhliða útilífsfatnaði, und- ir merki Cintamani, og er hann þegar kominn á markað hérlendis. Félagarnir þrír sem klifu Mount Everest, hæsta fjall heims, fýrr á árinu svo og fylgdarmenn þeirra klæddust Cintamani fatnaði frá Foldu og reyndist hann mjög vel. Hermann sagði stefnt að því að setja fatnaðinn einnig á markað erlendis næsta haust. Hjá Foldu eru framleidd ullar- teppi og ullarpeysur sem fara á innlenda og erlenda markaði. Einn- ig efni í einkennisbúninga og jakkaföt, áklæði á húsgögn og fleira. „Við erum í nokkuð fjöl- breyttri framleiðslu en saumastof- an er mannfrekust og það tekur töiuverðan tíma að þjálfa nýtt starfsfólk,“ sagði Hermann. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 70 manns. Ljóðakvöld á Sigurhæðum LJÓÐAKVÖLD verður haldið á Sigurhæðum, Húsi skáldsins í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. október, og hefst það kl. 20.40 og stendur til kl. 21.20. Erlingur Sigurðarson for- stöðumaður reynir á þessu ljóða- kvöldi að svara spurningunni um hvert sé fegursta ljóð á ís- lensku og flytur af því tilefni ljóð nokkurra góðskálda. Ljóðakvöld verða fastur liður í dagskrá bókmennta- og rit- listamiðstöðvarinnar að Sigur- hæðum í vetur, á miðvikudags- kvöldum og bera þau yfirskrift- ina „íslands þúsund ljóð“. Aðgangur er öllum heimill og er ókeypis á ljóðakvöldið í kvöld og tvö þau næstu. fundur með Guðlaugi Þór \ á morgun Fundurinn verður frá kl. 12.00 - 13.00 í Kosningamiðstöðinni í Austurstræti. Boðið verður upp á súpu og brauð. Allir velkomnir i Reyfcjavfk _ , , -inn i naestu old mtm. -■* Stuðningsmenn Kosningamiðstöðin Austurstræti ■ Símar: 561 9599 /561 9526/561 9527 Eg læt ekki senda mig. Eg fer þegar mér hentar! Þess vegna er ég í Vörðunni! L Landsbanki íslands Einstakllngsvlösklptl Traustið e r h j á þér og ibyrgðin hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.