Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 15 Skólasljórar á Akureyri Áhyggjur af seina- gangi SKÓLASTJÓRAR við grunnskóla á Akureyri samþykktu á fundi í vik- unni ályktun þar sem áhyggjum er lýst vegna seinagangs í samninga- viðræðum við kennara. „í ljósi atkvæðagreiðslu kennara um boðun verkfalls væntum við þess að samninganefnd sveitarfé- laga sýni nú þegar við samninga- borðið margyfirlýstan vilja sveitar- stjórnarmanna til að bæta kjör kennara og stuðli þannig að bættu skólastarfi, segir í ályktun skóla- stjóranna. Þá kemur einnig fram að nokkrir kennarar við skóla bæj- arins hafi sagt upp störfum og vit- að sé af fleirum sem séu að leita sér að annarri vinnu. ♦ ♦ ♦-- Samvera eldri borgara SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudag- inn 16. október, frá kl. 15 til 17. Hún hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Sr. Sigurð- ur Guðmundsson sem flytja mun hugleiðingu og spjall um Davið Stefánsson. Félagar í Kór Glerár- kirkju syngja nokkur lög undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Boðið verður upp á veitingar. Aukin umsvif hjá Foidu hf. Erfitt að fá fólk til starfa FOLDA hf. á Akureyri hefur frá í vor verið að leita eftir starfsfólki vegna aukinna umsvifa fyrirtækis- ins. Að sögn Hermanns Sigur- steinssonar framkvæmdastjóra er búið að ráða um 15 nýja starfs- menn síðustu mánuði en enn vant- ar um 5 manns til starfa. „Við erum búnir að auglýsa tölu- vert eftir starfsfólki til sauma- starfa en það hefur gengið illa að manna allar stöður. Það er mikið framboð á vinnu í bænum og það er helsta skýringin,“ sagði Her- mann. Framleiðslan fjölbreytt Folda hefur hafið fjöldafram- leiðslu á alhliða útilífsfatnaði, und- ir merki Cintamani, og er hann þegar kominn á markað hérlendis. Félagarnir þrír sem klifu Mount Everest, hæsta fjall heims, fýrr á árinu svo og fylgdarmenn þeirra klæddust Cintamani fatnaði frá Foldu og reyndist hann mjög vel. Hermann sagði stefnt að því að setja fatnaðinn einnig á markað erlendis næsta haust. Hjá Foldu eru framleidd ullar- teppi og ullarpeysur sem fara á innlenda og erlenda markaði. Einn- ig efni í einkennisbúninga og jakkaföt, áklæði á húsgögn og fleira. „Við erum í nokkuð fjöl- breyttri framleiðslu en saumastof- an er mannfrekust og það tekur töiuverðan tíma að þjálfa nýtt starfsfólk,“ sagði Hermann. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 70 manns. Ljóðakvöld á Sigurhæðum LJÓÐAKVÖLD verður haldið á Sigurhæðum, Húsi skáldsins í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. október, og hefst það kl. 20.40 og stendur til kl. 21.20. Erlingur Sigurðarson for- stöðumaður reynir á þessu ljóða- kvöldi að svara spurningunni um hvert sé fegursta ljóð á ís- lensku og flytur af því tilefni ljóð nokkurra góðskálda. Ljóðakvöld verða fastur liður í dagskrá bókmennta- og rit- listamiðstöðvarinnar að Sigur- hæðum í vetur, á miðvikudags- kvöldum og bera þau yfirskrift- ina „íslands þúsund ljóð“. Aðgangur er öllum heimill og er ókeypis á ljóðakvöldið í kvöld og tvö þau næstu. fundur með Guðlaugi Þór \ á morgun Fundurinn verður frá kl. 12.00 - 13.00 í Kosningamiðstöðinni í Austurstræti. Boðið verður upp á súpu og brauð. Allir velkomnir i Reyfcjavfk _ , , -inn i naestu old mtm. -■* Stuðningsmenn Kosningamiðstöðin Austurstræti ■ Símar: 561 9599 /561 9526/561 9527 Eg læt ekki senda mig. Eg fer þegar mér hentar! Þess vegna er ég í Vörðunni! L Landsbanki íslands Einstakllngsvlösklptl Traustið e r h j á þér og ibyrgðin hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.