Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 33

Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 33
EBENEZER ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON + Ebenezer Þór- arinn Ásgeirs- son fæddist á Flat- eyri við Onundar- fjörð 15. maí 1923. Hann andaðist á Landakotsspítala 8. október síðastlið- inn. Foreldrar _ hans voru hjónin Ásgeir Guðnason, kaup- maður og útgerðar- maður á Flateyri, og Jensína Eiríks- dóttir, húsmóðir. Eftirlifandi systkini hans eru Erla og Snæbjörn. Látin eru Guðni, Hörður, Gunn- ar, Sigríður og Eiríkur. Ebenezer kvæntist 6. júlí 1944 eftirlifandi konu sinni, Ebbu Thorarensen. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg og Ragnar Thorarensen. Börn Ebenezers og Ebbu eru: 1) Jón- ína, f. 17. október 1943, gift Böðvari Valgeirssyni. Börn þeirra eru Elín, f. 11. apríl 1962, Hrefna, f. 8. marz 1966, og Ebenezer Þórarinn, f. 2. marz 1970. Barnabörn þeirra eru sex. 2) Ragnheiður Ingi- björg, f. 1. júní 1948, gift Stef- áni Friðfinnssyni. Sonur þeirra er Þórarinn Ásgeir, f. 29. ágúst 1967. Þau eiga eitt barnabarn. 3) Ásgeir, f. 29. október 1951, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Ebenez- er Þórarinn, f. 12. nóvember 1976, Hinrik, f. 5. desem- ber 1989, og Lára, f. 11. mars 1992. Ebenezer út- skrifaðist frá Verzl- unarskóla Islands 1944. Hann starfaði við fyrirtæki föður síns á Flateyri til ársins 1949 og réðst þá til starfa hjá Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi þar sem hann var til ársins 1952. Það ár stofnaði hann fyrirtækið Hansa hf., ásamt bróður sínum Eiríki, og veitti því forstöðu til ársins 1967 þegar hann hóf rekstur Vörumarkaðarins hf., fyrsta stórmarkaðarins á land- inu, sem hann átti og stjórnaði í um 20 ár. Ebenezer verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá Lionsklúbbnum Ægi Þeir menn sem gerast félagar í Lionsklúbbi, finna hjá sér þörf til að leggja þeim lið sem minna mega sín og feta í fótspor Melvin Johns, stofnanda Lionshreyfingarinnar. Ebeneser Þ. Ásgeirsson var einn þeirra. Hann gekk í Lionsklúbbinn Ægi í febrúar 1961 og starfaði í klúbbnum alla tíð síðan. Hann gegndi þeim ábyrgðarstörfum í klúbbnum, sem félagar almennt takast á hendur. Var einn sá stór- tækasti við að miðla af eigin efnum til þeirra líknarmála sem klúbburinn hans vann að. Má þar sérstaklega nefna elju þeirra bræðra, Ebenesers og Gunnars, við að styrkja hin góðu hjálparstörf Ægis við heimilisfólkið á Sólheimum í Grímsnesi. Á fundum klúbbsins var ekki mikill hávaði eða ys í kring um Ebeneser, en þegar hann gaf álit sitt þá var það vel ígrundað og heilt. Við félagar fylgj- um honum nú síðasta spölinn, sökn- um hans og biðjum honum blessun- ar á nýjum leiðum. Eiginkonu hans, Ebbu Thorarensen, og öðrum vandamönnum sendum við samúð- arkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. F.h. Lionsklúbbsins Ægis, Viðar G. Waage, formaður. Flest erum við þannig að við berumst með straumnum, fylgjumst með, tökum því sem að höndum ber en höfum sjaldnast frumkvæði að breytingum. Aðrir synda fremur gegn straumnum, sætta sig aldrei við óbreytt ástand, vilja feta nýja stigu, taka áhættu, breyta því sem þeim líkar ekki - hafa frumkvæði. Slík manngerð var Ebenezer Þór- arinn Ásgeirsson sem kvaddur er í dag. Hann var af þeirri kynslóð sem lifði mesta breytingaskeið í sögu þjóðarinnar frá fátækt til bjargálna - frá höftum til frelsis. Ebenezer var það sem með sönnu má kalla athafnamann í þess orðs jákvæðustu merkingu. Einn af þeim sem breytti eigin kjörum en hafði líka jákvæð áhrif á þjóðfélagið sem hann lifði í. Hann kom víða við í verslun og viðskiptum og var oftast í fararbroddi nýjunga og baráttu gegn höftum og helsi á framtak einstaklingsins. Ungt fólk i dag gerir sér væntan- lega litla grein fyrir því hvernig berjast þurfti gegn alls kyns höftum í atvinnurekstri af því tagi sem hlægileg væru talin ef einhveijum dytti í hug að framfylgja þeim nú og eru þó aðeins örfá ár síðan sum þeirra heyrðu sögunni til. Innflutnings- og gjaldeyrishöft af ýmsu tagi, ofurtollar, sérstök leyfi til innflutnings á húsgögnum, kexi og sælgæti, bann við að selja mjólk í matvörubúðum, reglugerðir um opnunartíma, bann við að selja ávexti og grænmeti í lausu, svartir listar innflytjenda ef menn dirfðust að selja ódýrar en verðlagsstofnun leyfði, einkasala á útvörpum og margt, margt fleira. Öll slík fyrirmæli um hvernig viðhalda bæri óbreyttu ástandi voru Ebenezer eitur í beinum því lífs- skoðun hans var að breyta og bæta og að hið eina sem væri alltaf óásættanlegt í sjálfu sér væri ein- mitt óbreytt ástand. Ebenezer rak á starfsævi sinni tvö fyrirtæki sem hvort á sínu sviði mörkuðu ákveðin tímamót. Árið 1952 tók hann við rekstri Hansa hf. sem framleiddi Hansagardínur, hurðir og hillukerfi samkvæmt sér- leyfum. Byijunin var smá í sniðum og Ebenezer hjólaði heim til viðskipta- vina sinna til að taka mál af glugg- um og svo til baka með tilbúnar gardínur á bakinu. Fyrirtækinu óx þó fljótlega fiskur um hrygg enda var Ebenezer í fararbroddi þeirra sem gerðu sér grein fyrir mætti auglýsinga í viðskiptum. Um hveija verslunarmannahelgi var nánast önnur hver auglýsing sem lesin var í útvarpinu frá Hansa h/f og þegar Ebenezer snéri sér að öðru og seldi fyrirtækið var svo komið að nánast á hverju einasta heimili í landinu voru einhvetjar vörur frá Hansa. Enn í dag eru „hansagardínur" samheiti yfir ákveðna tegund rimla- gluggatjalda, áratugum eftir að framleiðslu Hansa hf. var hætt. Ebenezer snéri sér síðan að rekstri stórmarkaðs, Vörumarkað- arins h/f, með þá einföldu viðskipta- hugmynd að bijóta á bak aftur ríg- fast verðlagskerfi með því að selja vörur með minni álagningu en aðr- ir, selja meira af þeim, halda kostn- aði í lágmarki og hagnast á því. Þetta gekk líka eftir og smám saman riðlaðist kerfið. Það varð óhætt að selja mjólk í matvörubúð- um, grænmeti og ávexti í Iausu og gott ef fólk mátti ekki velja sér saltkjötsbitana sjálft á sprengidag- inn. Verðlagsreglurnar sem sumir héldu að Móses sjálfur hefði samið eru nú fallnar í gleymsku og dá og fyrir löngu komið í ljós það sem Ebenezer alltaf vissi; að þær héldu vöruverði uppi en lækkuðu það ekki. Þjóðfélagsgerðin riðlaðist heldur ekki þó einkaréttur ÁTVR á inn- flutningi ilmvatna væri afnuminn né heldur við það að átthagafjötrar gjaldeyrishafta heyri sögunni til. Smám saman jókst vöruval í Vöru- markaðinum og Ebenezer byggði upp stórmarkað á nútímavísu frá því að vera horn í hálfbyggðu húsi í Ármúlanum þar sem hann sjálfur, Baldur mágur hans, Daníel í Geysi og Magnús Pétursson afgreiddu vörur í stórum pakkningum og upp í að vera deildaskipt verslunarhús með fjölbreyttu vöruvali. Ebenezer var þeirrar lífsskoðun- ar að menn ættu að halda orð sín, standa við skuldbindingar sínar og láta gott af sér leiða. Gerði það sjálfur og ætlaðist til þess af öðrum. Hann var einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn og voru þeir ófáir sem áttu honum þakkir að gjalda fyrir veitta aðstoð þó sjálfur ætlað- ist hann sjaldnast til þakka. Hann var skoðanafastur, sjaldn- ast sammála síðasta ræðumanni, stundum nokkuð dómharður, en vinur vina sinna, góður vinnuveit- andi og samverkamaður. Oftar en ekki var starfsaldur starfsmanna hans langur og með ýmsum hætti lét hann menn vita að hann mæti velunnin störf. Þegar hann að lokum ákvað að selja verslunarrekstur sinn var það kannski dæmigert að kaupandinn var einn þeirra sem ekki gengu allt- af troðnar slóðir fremur en hann sjálfur - Óli í Olís. Þau viðskipti sem námu háum fjárhæðum byggð- ust í fæstu á skriflegum samningum heldur á handabandi og orðum sem báðir stóðu við og hvorugur tapaði á. Ebenezer var ekki margmáll eða sjálfsauglýsingaglaður um ævina og því eru það fýrst og fremst þeir sem nánast þekktu sem vissu hve margar nýjungar í verslunarrekstri voru frá honum runnar. Ef saga verslunar á seinni hluta aldarinnar verður einhvern tíma skrifuð þá verður dijúgur kaflinn um Ebenezer Þórarin Ásgeirsson. Þó að tímar breytist þá breytist aldrei þörf þjóðfélagsins á að eign- ast frumkvöðla eins og hann og því er kannski dýrmætast fordæmi hans til annarra að láta engan segja sér fyrir verkum um hvað er hægt og hvað er ekki hægt á hvaða sviði sem er. Ebenezer kvæntist ungur eftirlif- andi eiginkonu sinni Ebbu Thorar- ensen og eignuðust þau þijú börn. Ebba bjó manni sínum glæsilegt heimili sem gott var að heimsækja og dvelja á. Sjálfur á ég þeim hjón- um sérstaka skuld að gjalda fyrir aðstoð við uppeldi sonar mins í bernsku en honum, börnum sínum og barnabörnum reyndust þau ætíð frábærlega vel. Ebenezer átti við alvarlegan heilsúbrest að stríða síðustu árin og dvaldist síðasta árið sem hann lifði á Hvítabandinu og síðar Landa- koti. Enginn dagur sem hann dvald- ist þar leið án þess að Ebba og eitt- hvert barna hans heimsækti hann, færði honum góðgæti að heiman, færi með hann í ökuferð og létu hann verða varan umhyggju og elsku sinnar. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég sérstaklega þakka frábæru starfs- fólki þessara sjúkrastofnana fyrir að gera allt sem í mannlegu valdi stóð til að gera honum veikindin léttbærari. Genginn er góður drengur - blessuð sé minning hans. Stefán Friðfinnsson. Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um. Sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Afi minn, Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, var svo stór þáttur í lífi mínu, sérstaklega þegar ég var lítill, að mér verður orðfall. Hvernig á maður að skrifa um allar góðu minningarnar þannig að það skiljist? Bíltúrarnir á sunnu- dagsmorgnum, endurnar á Tjörn- inni og ís með dýfu á eftir, hljóma eitthvað svo hversdagslega, en samt eru þetta einhveijar minna bestu minninga. Góðlátleg stríðni hans er einnig eftirminnileg og þau voru ófá skiptin sem hann sendi mig í vonlausa leiðangra til að sækja eitt- hvað, eitthvað sem ég hefði getað sagt mér sjálfur að væri ekki til, ef ég hefði bara hugsað mig aðeins um. Seinna, þegar ég var að komast til vits og ára, fór maður að hlusta betur á afa. Hann var alltaf tilbúinn að styðja mann, ef á þurfti að halda og síst var hann nískur. Ég man eftir því þegar ég var nýkominn með bílpróf og hann féllst á að lána mér bílinn sinn. Hann benti mér sérstaklega á alla öryggisþætti og sagði að það væri alltaf hægt að fá nýja bíla, það væri erfiðara að endurnýja ökumennina. Það er á svona stundum sem maður uppgötvar að maðurinn er tilfinningavera. Heilinn segir manni að dauðinn hafi verið líknandi eftir langvarandi veikindi, en hjartað leyfir sorginni að ráða. En afi hefur nú fengið hvíld, svo ég verð að trúa því að honum líði vel núna. Ég þakka hjúkrunarfólkinu umönnunina síðustu mánuðina. Þórarinn Stefánsson. Kynni okkar Ebenezers hófust 1971, er ég gerðist starfsmaður hans hjá Vörumarkaðnum hf., sem Ebenezer hafði þá rekið í 3 ár við Ármúla la. Ebenezer hafði áður rekið fyrirtækið Hansa, sem fram- leiddi og seldi húsgögn og hinar frægu hansagardínur. Það fer ekki hjá því að 13 ára samstarf í rekstri fyrirtækis leiðir til tengsla og vináttu, sem endast ævilangt. Ebenezer var starfsfólki sínu góður húsbóndi. Þessa naut ég sem ungur maður nýkominn úr viðskiptadeild Háskólans. Ebenezer var forsjáll í viðskiptum og hafði næmt auga fyrir breytingum og þróun í viðskiptum. Þegar hann stofnar Vörumarkaðinn var neyt- endum í fyrsta skipti boðið upp á valkost þ.e. að velja sér annað þjón- ustustig og um leið lægra vöruverð en almennt gerðist. Gaf hann út viðskiptakort til viðskiptamanna sinna og nutu þeir sérstaks afslátt- ar og gátu gert hagkvæmari kaup með innkaupum í stærri pakkning- um. Ebenezer var kjarkmikill og útsjónarsamur. Hið nýja verslunar- form mæltist ekki alltaf vel fyrir hjá keppinautunum ogjafnvel heild- salar hikuðu í upphafi, þegar þessi nýjung var að ryðja sér til rúms. Hagkaup var að útvíkka sína starf- semi og var stærsti keppinauturinn í matvörunni, en Vörumarkaðurinn seldi einnig íjölbreytt húsgögn, bæði íslensk og innflutt. í heimilis- tækjadeild voru Electrolux og Row- enta heimilistæki, en einnig var seld gjafavara og vefnaðarvara. Á þessum árum voru eldri rekstrar- form enn til staðar t.d. í dreifingu mjólkur og landbúnaðarvara. Kerfið varði sjálft sig og neytandinn skipti minna máli. Þegar Ebenezer steig það skref að hefja sölu kjötvara og mjólkur komu margar hindranir í ^ ljós. Keypt höfðu verið nýjustu tæki til kælingar og afgreiðslu, en að- staða taldist ekki fullnægjandi hjá þeim, sem veita áttu leyfi til mjólk- ursölu. Þess vegna stóðu mjólkur- kælar tómir í hálft ár áður en leyf- ið fékkst. En þrautseigja Ebenezers dugði og íslenskir neytendur nutu góðs af. Á rúmlega 10 ára tímabili óx fyrirtækið úr því að hafa 15 starfsmenn í að hafa rúmlega 150 starfsmenn og umfangsmikinn rekstur á tveimur stöðum. Ebenezer var klókur stjórnandi. Hann kunni að viðurkenna og hvetja sitt starfsfólk og eignaðist marga dygga trúnaðarstarfsmenn. Hann var ekki þessi daglegi papp- * írsstjórnandi, heldur hafði sinn eig- in stíl, sem reyndist honum farsæll í viðskiptum og samkeppninni. Ebenezer hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum enda þótt hann tæki ekki sjálfur þátt á þeim vettvangi. Hann gat verið gagnrýninn á málefni og menn, en hann var réttsýnn og vænti þess sama af mönnum í viðskiptum og stjómmálum. Ef það brást að hans mati, gat hann verið hvatyrtur eins og Vestfirðingar stundum eru, eink- um sjómenn. En þeir, sem þekktu hann best, skildu það sem að baki bjó. Með þessum línum vil ég kveðja Ebenezer og þakka honum leiðsögn, miðlun þekkingar og reynslu, sem hefur nýtzt mér í starfi og lífinu sjálfu. Ég sendi Ebbu, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi björt minning hans búa með ykkur öllum. Andrés B. Sigurðsson. MARGRÉTEYRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR + Margrét Eyrún Hjörleifs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1935. Hún lést á Land- spítalanum 6. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. október. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við viljum minnast hennar Mar- grétar eða Maddýjar eins og hún var kölluð. Við kynntumst Maddý, móður Ágústu vinkonu okkar, ung- ar að árum. Vorum við stelpumar óaðskiljanlegar og brölluðum margt saman. Alltaf var tekið vel á móti okkur á Grettisgötunni hvenær sem var þó svo fylgdi okkur mikill ærsla- gangur. Alltaf hafði Maddý mikinn áhuga á öllu sem var að gerast hjá okkur stelpunum. Er það lýsandi dæmi um gestrisni þeirra hjóna er við vinkonurnar skruppum á ball á Selfossi. Tóku Maddý og Benni ekki annað í mál en að við kæmum í sumarbústaðinn til þeirra og gist- um. Okkur er ofarlega í huga hvað vel var hugsað um okkur. Vakti Maddý okkur um hádegi í ilmandi steik og eyddum við deginum hjá þeim í vellystingum. Er við fórum fengum við allar að gjöf tátiljur sem Maddy hafði pijónað. Maddý var sérstök manneskja og mjög gefandi. Samband hennar og Ágústu var einstakt og voru þær mjög nánar. Maddý stóð sig eins og hetja í erfiðum veikindum og bar ætíð velferð fjölskyldunnar fyr- ir bijósti. Elsku Maddý okkar, við þökkum góð kynni og ánægjulegar stundir, Minningin um yndislega konu munSr ætíð lifa í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, r- hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ágústa, Benni, Hjölli, Benni yngri og Mummi, við vottum ykkur og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Sonja, Gunna, Harpa og Ella. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.