Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 7
FRÉTTIR
V erslunarráð var andvígt ákvæði fjarskiptalaga um skráningu upplýsinga
Farið inn á svið
Tölvunefndar
Elín Hirst
ráðin
fréttastjóri
• ELIN Hirst hefur verið ráðin
fréttastjóri við hlið Jónasar Har-
aldssonar á DV. Elín hóf störf sem
blaðamaður á DV
árið 1984 og
kveðst nú vera
komin aftur á
bernskuslóðir.
Elín var frétta-
stjóri Stöðvar 2
og Bylgjunnar
frá 1994 til 1996.
Hún hefur starf-
að hjá DV frá því
í apríl síðastliðn-
um og hefur unnið að breytingum
á útliti og áherslu frétta þennan
tíma. Elín segir að lesendur DV
ættu að hafa orðið varir við breyt-
ingarnar.
„Blaðið er, eins og allir fjölmjðl-
ar, í stöðugri þróun og mótun. Eg
kem inn með aðrar hugmyndir um
útlit og myndræna útfærslu blaðs-
ins og get nýtt mér þá reynslu sem
ég hef úr sjónvarpi," sagði Elín.
Elín er gift og á tvö börn.
-----♦ ♦ «-----
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Vinnumálasam-
bandsins
• JÓN Sigurðsson, rekstrarhag-
fræðingur, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Vinnumálasam-
bandsins í stað
Jóngeirs H.
Hlinasonar sem
lét af störfum
fyrir nokkru eftir
margra ára starf
á vegum þess.
Jón Sigurðs-
son lauk meist-
araprófi í
rekstrarhagfræði
frá háskóla í San
Diego í Banda-
ríkjunum og er einnig menntaður
í fræðslustjórnun og íslenskum
fræðum. Hann hefur undnfarið eitt
ár starfað sem hagfræðingur
Vinnumálasambandsins og var um
árabil rektor Samvinnuháskólans á
Bifröst.
„Innan vébanda Vinnumálasam-
bandsins eru 60 fyrirtæki og hjá
þeim starfa um 14% launafólks á
almennum vinnumarkaði. Vinnu-
málasambandið annast margvísleg
hagsmunamál þessara fyrirtækja,
meðal annars kjarasamninga. Það
sinnir að auki alhliða rekstrar-, lög-
fræði- og hagræðingarráðgjöf.
Unnið er að breyttum áherslum
í starfsemi Vinnumálasambandsins
í samræmi við breytingar á íslensk-
um vinnumarkaði,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Vinnumálasamband-
inu.
VERSLUNARRÁÐ íslands gerði
athugasemd við ýmis ákvæði frum-
varps til fjarskiptalaga þegar frum-
varpið var til umfjöllunar í sam-
göngunefnd síðastliðinn vetur, þar á
meðal það ákvæði sem heimilar
rekstrarleyfishöfum fjarskiptavirkja
að skrá upplýsingar um fjarskipti
og að samgönguráðherra sé falið að
setja reglur um meðferð upplýsinga
um fjarskipti að fengnum tillögum
Póst- og fjarskiptastofnunar.
Lögin voru samþykkt í þinginu
með þessu ákvæði og eru nr.
143/1996. Tölvunefnd hefur beint
þeirri fyrirspurn til samgönguráð-
herra hvort notendur fjarskiptaþjón-
ustu hafi með þessu ákvæði lag-
anna, sem er að finna í 17. grein,
verið sviptir þeim réttindum sem
þeim eru tryggð í lögum nr.
121/1989 um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga til að njóta
verndar að því er varðar meðferð
upplýsinga um einkalíf sitt og per-
sónulega hagi.
í umsögn Verslunarráðs segir að
með þessu ákvæði sé farið inn á
svið Tölvunefndar, hins almenna eft-
irlitsaðila með persónuupplýsingum.
Telja verði slíkt mjög varhugavert
enda verði að vera samhengi um
vernd persónuupplýsinga, hvort sem
þær tengist fjarskiptaviðskiptum,
fjárhagsmálefnum eða heilbrigðis-
málum.
Eindregið andvígt
Síðan segir: „Breytingar eru
framundan á sviði löggjafar um per-
sónuupplýsingar m.a. vegna nýrra
tilskipanna ESB og er mikilvægt að
lagaákvæði um vernd þeirra séu
skoðuð í samhengi. Verslunarráð
leggst eindregið gegn því að skrán-
ing og meðferð upplýsinga um fjar-
skipti lúti öðrum lögmálum en al-
mennt gengur og gerist skv. almenn-
um reglum. Jafnframt telur Verzlun-
arráðið æskilegra að eftirlit með slík-
um upplýsingum sé á hendi fag-
manna á þessu sviði, þ.e.a.s. Tölvu-
nefndar, fremur en yfirvalda á fjar-
skiptasviði. Hér er ekki um fjar-
skiptamál að ræða heldur málefni
er varðar friðhelgi einstaklinganna."
Verslunarráðið leggur síðan til að
þessi málsgrein 17. greinarinnar falli
brott, sem ekki varð. I bréfi Tölvu-
nefndar til samgönguráðherra er
óskað eftir því að svar berist fyrir
20. október næstkomandi.
Discovery Windsor
FULLNAÐARSIGUR
- á íslenskum aðstæðum
Islensk náttúra er mesta ólíkindatól og þeir sem
hyggja á feröir um 1JÖ1I og firnindi þurfa aö vera við
AL 4&ÞJL
ÍilBtfú
Discovery Windsor - óskabíil íslendinga
Windsor er sérstök útgáfa af Discovery sem er
ýmsu þúnir. Islendingar hafa löngum lagt traust ~?Ani?jSn sniöin að þörfum þeirra sem vilja feröast um
sitt á Land Rover enda hafa bílarnir reynst þraut- Island. Windsor jepparnir eru með álfelgum,
góðir á raunastundu. Land Rover Discovery er | brettaköntum, tveimur toþpiúgum, ABS bremsu-
tignarlegur jeppi sem hefur sannað sig í baráttunni við A
náttúruöfiin víöa um heim. Útivistarfólk hefur tekið Discovery
fagnandi vegna einstakra
aksturseiginleika og frábærs
útsýnis. Discovery státar af hinni
rómuðu Range Rover fjöðrun
sem kemur sér sérstaklega vel
á fjallvegum.
kerfi og upþhitaöri fram-
rúðu. Windsor er því kjörinn
farkostur fyrir þá sem vilja takast á við ögrandi aðstæður án
þess að slaka é kröfum um þægindi. Windsor er þolgóður
jeppi sem gefur ekki eftir þegar á reynir og henta þór hvort
sem þú þarft að fást við iðuköst í straumharðri á eða erilinn í
umferðinni. Hafðu samband og fáðu tækifæri til að kynnast
þessum stórkostlega bíl. Verö frá 2.860.000 kr.
&
B&L, SuðurLandsbraut 14, símar 575 1200 & 575 1210
Jón
Sigurðsson