Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 7 FRÉTTIR V erslunarráð var andvígt ákvæði fjarskiptalaga um skráningu upplýsinga Farið inn á svið Tölvunefndar Elín Hirst ráðin fréttastjóri • ELIN Hirst hefur verið ráðin fréttastjóri við hlið Jónasar Har- aldssonar á DV. Elín hóf störf sem blaðamaður á DV árið 1984 og kveðst nú vera komin aftur á bernskuslóðir. Elín var frétta- stjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar frá 1994 til 1996. Hún hefur starf- að hjá DV frá því í apríl síðastliðn- um og hefur unnið að breytingum á útliti og áherslu frétta þennan tíma. Elín segir að lesendur DV ættu að hafa orðið varir við breyt- ingarnar. „Blaðið er, eins og allir fjölmjðl- ar, í stöðugri þróun og mótun. Eg kem inn með aðrar hugmyndir um útlit og myndræna útfærslu blaðs- ins og get nýtt mér þá reynslu sem ég hef úr sjónvarpi," sagði Elín. Elín er gift og á tvö börn. -----♦ ♦ «----- Nýr fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins • JÓN Sigurðsson, rekstrarhag- fræðingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bandsins í stað Jóngeirs H. Hlinasonar sem lét af störfum fyrir nokkru eftir margra ára starf á vegum þess. Jón Sigurðs- son lauk meist- araprófi í rekstrarhagfræði frá háskóla í San Diego í Banda- ríkjunum og er einnig menntaður í fræðslustjórnun og íslenskum fræðum. Hann hefur undnfarið eitt ár starfað sem hagfræðingur Vinnumálasambandsins og var um árabil rektor Samvinnuháskólans á Bifröst. „Innan vébanda Vinnumálasam- bandsins eru 60 fyrirtæki og hjá þeim starfa um 14% launafólks á almennum vinnumarkaði. Vinnu- málasambandið annast margvísleg hagsmunamál þessara fyrirtækja, meðal annars kjarasamninga. Það sinnir að auki alhliða rekstrar-, lög- fræði- og hagræðingarráðgjöf. Unnið er að breyttum áherslum í starfsemi Vinnumálasambandsins í samræmi við breytingar á íslensk- um vinnumarkaði,“ segir í fréttatil- kynningu frá Vinnumálasamband- inu. VERSLUNARRÁÐ íslands gerði athugasemd við ýmis ákvæði frum- varps til fjarskiptalaga þegar frum- varpið var til umfjöllunar í sam- göngunefnd síðastliðinn vetur, þar á meðal það ákvæði sem heimilar rekstrarleyfishöfum fjarskiptavirkja að skrá upplýsingar um fjarskipti og að samgönguráðherra sé falið að setja reglur um meðferð upplýsinga um fjarskipti að fengnum tillögum Póst- og fjarskiptastofnunar. Lögin voru samþykkt í þinginu með þessu ákvæði og eru nr. 143/1996. Tölvunefnd hefur beint þeirri fyrirspurn til samgönguráð- herra hvort notendur fjarskiptaþjón- ustu hafi með þessu ákvæði lag- anna, sem er að finna í 17. grein, verið sviptir þeim réttindum sem þeim eru tryggð í lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga til að njóta verndar að því er varðar meðferð upplýsinga um einkalíf sitt og per- sónulega hagi. í umsögn Verslunarráðs segir að með þessu ákvæði sé farið inn á svið Tölvunefndar, hins almenna eft- irlitsaðila með persónuupplýsingum. Telja verði slíkt mjög varhugavert enda verði að vera samhengi um vernd persónuupplýsinga, hvort sem þær tengist fjarskiptaviðskiptum, fjárhagsmálefnum eða heilbrigðis- málum. Eindregið andvígt Síðan segir: „Breytingar eru framundan á sviði löggjafar um per- sónuupplýsingar m.a. vegna nýrra tilskipanna ESB og er mikilvægt að lagaákvæði um vernd þeirra séu skoðuð í samhengi. Verslunarráð leggst eindregið gegn því að skrán- ing og meðferð upplýsinga um fjar- skipti lúti öðrum lögmálum en al- mennt gengur og gerist skv. almenn- um reglum. Jafnframt telur Verzlun- arráðið æskilegra að eftirlit með slík- um upplýsingum sé á hendi fag- manna á þessu sviði, þ.e.a.s. Tölvu- nefndar, fremur en yfirvalda á fjar- skiptasviði. Hér er ekki um fjar- skiptamál að ræða heldur málefni er varðar friðhelgi einstaklinganna." Verslunarráðið leggur síðan til að þessi málsgrein 17. greinarinnar falli brott, sem ekki varð. I bréfi Tölvu- nefndar til samgönguráðherra er óskað eftir því að svar berist fyrir 20. október næstkomandi. Discovery Windsor FULLNAÐARSIGUR - á íslenskum aðstæðum Islensk náttúra er mesta ólíkindatól og þeir sem hyggja á feröir um 1JÖ1I og firnindi þurfa aö vera við AL 4&ÞJL ÍilBtfú Discovery Windsor - óskabíil íslendinga Windsor er sérstök útgáfa af Discovery sem er ýmsu þúnir. Islendingar hafa löngum lagt traust ~?Ani?jSn sniöin að þörfum þeirra sem vilja feröast um sitt á Land Rover enda hafa bílarnir reynst þraut- Island. Windsor jepparnir eru með álfelgum, góðir á raunastundu. Land Rover Discovery er | brettaköntum, tveimur toþpiúgum, ABS bremsu- tignarlegur jeppi sem hefur sannað sig í baráttunni við A náttúruöfiin víöa um heim. Útivistarfólk hefur tekið Discovery fagnandi vegna einstakra aksturseiginleika og frábærs útsýnis. Discovery státar af hinni rómuðu Range Rover fjöðrun sem kemur sér sérstaklega vel á fjallvegum. kerfi og upþhitaöri fram- rúðu. Windsor er því kjörinn farkostur fyrir þá sem vilja takast á við ögrandi aðstæður án þess að slaka é kröfum um þægindi. Windsor er þolgóður jeppi sem gefur ekki eftir þegar á reynir og henta þór hvort sem þú þarft að fást við iðuköst í straumharðri á eða erilinn í umferðinni. Hafðu samband og fáðu tækifæri til að kynnast þessum stórkostlega bíl. Verö frá 2.860.000 kr. & B&L, SuðurLandsbraut 14, símar 575 1200 & 575 1210 Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (15.10.1997)
https://timarit.is/issue/129939

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (15.10.1997)

Aðgerðir: