Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 13 FRETTIR Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson KLAKVEIÐI á laxi hefur verið í ám víða um land síðustu vikurnar. Hér er vígalegur hængur sem verður í undaneldinu við Laxá í Aðaldal. Mikil og góð sjó- bleikju- veiði PRÝÐISGÓÐ sjóbleikjuveiði var í flestum bleikjuám á Vesturlandi og í sumum var veiðin „ævintýraleg". Má þar nefna Hörðudalsá í Dölum. Veiðitími sjóbleikju er nú liðinn og er mál manna að veiði hafi verið í góðu meðallagi miðað við síðustu sumur en veiðin hefur verið stunduð af meira kappi en áður var. Veiði í Hörðudalsá var „æv- intýraleg" eins og Sigurður Siguijónsson, einn leigutaka árinnar, komst að orði í sam- tali við blaðið, um 1.200 bleikj- ur voru bókaðar og mikið af því prýðisvænn fiskur. „Ég lenti sjálfur í því, einnig félag- ar mínir og margir sem þeir töluðu við, að fá mokveiði, al- veg upp í 80 fiska í túr og megnið af fiskinum ekki bara yfir pundinu, heldur á bilinu 1,5 til 2 pund sem er falleg bleikja. Auðvitað var eitthvað um smælki, en megnið af afl- anum var þessi væna og fallega bleikja. Þetta var miklu betra en í fyrra og kom okkur alveg í opna skjöldu," sagði Sigurður. I næsta dal rennur Miðá í Dölum og þar veiddust um 500 bleikjur. Það er mjög góð út- koma og sérstaklega gott þeg- ar tekið er tillit til að oft var óselt í ána. Bleikjan í Miðá var lík þeirri í Hörðudalnum, mest 1-2 pund, en stærstu fiskar í báðum ám voru 5 punda. Báðar gáfu litla laxveiði, Hörðudalsá- in aðeins 20 fiska og Miðáin mijli 40 og 50. í Svínafossá á Skógarströnd veiddust um 200 sjóbleikjur og 100 sjóbirtingar. Að sögn As- geirs Ásmundssonar leigutaka var allmikið af bleilgunni 3-4 pund og stærsti sjóbirtingurinn 7,5 pund. Einnig veiddust 19 laxar, sá stærsti 8 pund. Gott á Barðaströnd Lokatölur hafa ekki verið teknar saman í Gufudalsá og Skálmardalsá sem eru trúlega bestu sjóbleikjuárnar í Barða- strandarsýslum. I Gufudalsá var raunar lítið veitt því leigu- takar höfðu ekki boðlega gist- ingu að bjóða að þessu sinni og stendur það að sögn til bóta. I Skálmardalsá hafa menn viður- væri í gömlu eyðibýli og þar var veiði góð. Veiðitíminn er stuttur, byijar undir lok júlí og stendur út ágúst. Algengt var að 3 daga holl væru að fá milli 100 og 150 fiska þegar best lét að sögn Péturs Péturssonar eins eigenda árinnar. Mest var þetta 1-3 punda fiskur. Flottasta parið? Ef keppt væri um flottasta laxaparið, væru hjónin sem Eiríkur St. Eiríksson veiddi á Iðunni á þriðja svæði Stóru- Laxár í Hreppum á lokadag vertíðarinnar örugglega sig- urstrangleg. Þetta var í lok september í hávaðaroki og vægast sagt óvinsamlegu veðri. Eiríkur tók þá þessa tvo laxa í beit, báða á maðk á sama blettinum með fárra mínútna millibili. Fyrst kom hrygnan og hún var 13 pund. Síðan kom hængurinn og hann vó 19,5 pund veginn blóðgaður nokkr- um klukkustundum síðar; sem sagt 20 punda er hann var ný- kominn úr ánni. Hvorki Eiríkur eða félagar hans urðu meira varir þennan lokadag. I I Borgarráð Tillögur að Hafnarhúsi samþykktar BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur teikningar að Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Gert er ráð fyrir 150 millj. til verksins á næsta ári. í bókun fulltrúa Sjálf- stæðisflokks í borgarráði er bent á að árlegur rekstrarkostnaður listasafnsins í Hafnarhúsinu sé áætlaður 62 millj. Rekstrarkostn- aður listasafna á vegum borgarinn- ar muni því í það minnsta aukast um 31 millj. á ári. Ströng kostnaðaraðgát í tillög-u borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista vegna listasafns- ins, segir að framkvæmdir á næsta ári skuli miðast við að hægt verði að nota sali á 1. hæð til tímabund- ins sýningarhalds á vegum Listahátíðar Reykjavíkur næsta sumar. I samþykkt borgarráðs er byggingadeild borgarverkfræðings falið að viðhafa stranga kostnaðar- gát við framkvæmdina og endur- skoða tímaáætlun fyrir hönnun og framkvæmdir hússins þannig að kostnaður dreifist á lengri tíma en ráðgert er í áætlun byggingadeild- ar. SAMSTAÐATIL SIGURS Stuðningsmenn VILHJÁLMS Þ. VILHJÁLMSSONAR, borgarfulltrúa opna í dag kosningaskrifstofu kl. 17.00 í Borgartúni 33 (austurhlið). Opið kl. 16-19 daglega en laugardag og sunnudag kl. 14-19. Sími 552 2123. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 24.-25. október 1997 ■-iislSlil COROL.LA F®rii okkur nær livext oðxu Tál<n um gceði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.