Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ T ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 21 ERLENT Sátt um sljórn í Póllandi BANDALAG Samstöðu og Frelsisflokkurinn komust í gær að samkomulagi um myndun ríkisstjórnar í Pól- landi, er þing landsins kom saman eftir kosningar sem haldnar voru 21. september. Að því er heimildamenn, sem tóku þátt í viðræðum flokk- anna sögðu, fær Samstaða í sinn hlut m.a. ráðuneyti fjár- mála og félagsmótunar og get- ur því unnið áfram að hug- myndum sínum um endurbæt- ur á lífeyrissjóðakerfinu á grundvelli víðtækrar einka- væðingar. Frelsisbandalagið tekur að sér m.a. ráðuneyti ut- anríkismála, samgöngumála og menningarmála. Fergie biðst forláts SARA Ferguson, hertogaynj- an af York, hefur skrifað Elísabetu Bretadrottningu, fyi’rum tengdamóður sinni, bréf og beðist fyrirgefningar á gömlum misgjörðum, að því er breska blaðið The Sun greindi frá í gær. Að sögn blaðsins skrifaði Fergie „langt og sund- urlaust og tilfinningaþrungið" bréf til drottningar í vikunni eftir að Díana prinsessa var borin til grafar. Fulltrúar Buckinghamhallar vildu ekki tjá sig um fregn blaðsins af bréfi Fergie. Vænta lausn- ar í Kína BANDARÍKJAMENN sögðu í gær að þeir væru bjartsýnir á að þeim tækist að telja kín- versk stjórnvöld á að láta lausa pólitíska andófsmenn áður en fundur Bills Clintons, Banda- ríkjaforseta, og Jiangs Zem- ins, forseta Kína, verður hald- inn í næstu viku. Háttsettur, kínverskur embættismaður mun hafa látið í veðri vaka að andófsmenn yrðu látnir lausir af heilsufarsástæðum. Meðal þeirra sem til greina kemur að verði látnir lausir eru Wei Jingsheng og Wang Dan, sem báðir voru nefndir sem líklegir handhafar friðarverðlauna Nó- bels í ár. Soros aðstoð- ar Rússa FREGNIR herma að ung- versk- bandaríski auðjöfurinn George Soros hyggist fjárfesta fyrir um 500 milljónir Banda- ríkjadala á næstu þrem árum í Rússlandi. Blaðið The New York Times greindi frá þessu í gær. Er ætlun Soros að pen- ingunum verði varið til þess ða bæta heilsugæslu, auka menntunarmöguleika og þjálfa hermenn til starfa á almennum vinnumarkaði. Soros var ný- lega á hálfsmánaðar ferðalagi um Rússland og segir hann að fjárframlagið sé í samræmi við það sem sér hafi sýnst hest skorta á í landinu. Rithöfundurinn Gunter Grass sakaður um að hafa móðgað þýsku þjóðina Sagði Þjóðverja „felurasista“ Bonn. Reuters. ÞÝSK stjórnvöld sökuðu í gær Gúnter Grass, einn kunnasta rit- höfund landsins, um að hafa móðg- að þýsku þjóðina með því að segja að Þjóðverjar séu „felurasistar". Eduard Lintner, fulltrúi innan- ríkisráðuneytisins, sagði að Þýska- land tæki við mun fleira fólki, er leitaði hælis, en nokkurt annað Evrópuríki. „Að saka íbúa Þýska- lands um rasisma er fáránlegt og móðgandi,“ sagði Lintner í út- varpsviðtali. Grass, sem er m.a. kunnur fyrir skáldsöguna Blikktromman, lét hin umdeildu orð falla á sunnudag á bókmenntahátíðinni í Frankfurt, þar sem hann hélt ræðu er tyrk- neska rithöfundinum Yasar Kemal voru afhent friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda. Kvaðst Grass skammast sín fyr- ir það að Þjóðverjar væru orðnir að „þjóð sem leitast einungis við að gæta efnahagslegra hagsmuna" og sæju tyrkneskum stjórnvöldum fyrir vopnum sem notuð væru gegn kúrdíska minnihlutanum. „Nú er líklega svo komið að við er- um enn og aftur aðgerðarlaus vitni að skelfílegum glæpum - að þessu sinni glæpum á forsendum lýðræð- isins,“ sagði Grass og skírskotaði til átaka tyrkneskra stjórnvalda og skæruliða Kúrda. Sagði Grass að þýsk stjómvöld hefðu kyrrsett um 4.000 sak- lausa flóttamenn frá Tyrklandi, Alsíi- og Nígeríu í útlagabúðum til þess að þóknast „felurasisma" Þjóðverja. Tals- menn stjórn- valda, Peter Hausmann og Peter Hintze, for- dæmdu orð Grass á sunnudag. Sagði Hintze að með orðum sínum hefði Grass lagst lægra en nokkru sinni og ekki væri lengur hægt að taka hann alvarlega sem rithöf- und. Giinter Grass

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.