Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 25
LISTIR
Hressileg
útitónlist
TONLIST
Listasafn íslands
KAMMERTÓNLEIKAR
Kammersveit Reykjavikur flutti blás-
aratónlist eftir Beethoven, Mozart
og Dvorák. Sunnudagnrinn
19. október, 1997.
KAMMERTÓNLIST fyrir blás-
ara eingöngu var upphaflega hugs-
uð til leiks utanhúss og rekur sú
venja sögu sína nokkuð langt aft-
ur, samanber svo kallaða turnmús-
ík og jafnvel aftur til trúðleika
miðalda. í safni kammertónlistar
frá klassiska tímabilinu er að finna
frábær tónverk eftir meistara eins
og Haydn, Mozart og Beethoven,
innan um mikið safn alls konar
umritana og útsetninga eftir minni
spámenn. Tónleikar Kammersveit-
ar Reykjavíkur voru að þessu sinni
helgaðir blásaratónlist og hófust á
Rondino í Es-dúr WoO 25, eftir
Beethoven. WoO merkir Werk ohne
Opuszahl, þ.e. Verk án ópusnúmers
og mun þessi þáttur upphaflega
hafa verið ætlaður sem lokaþáttur
fyrir oktettinn fræga op. 103, sem,
þrátt fyrir hátt opusnúmer, mun
upphaflega hafa verið saminn áður
en meistarinn fluttist til Vínar.
Þetta er falleg tónlist sem var mjög
vel flutt af Daða Kolbeinssyni, Pet-
er Tompkins, Einari Jóhannessyni,
Sigurði I. Snorrasyni, Rúnari H.
Vilbergssyni, Hafsteini Guðmunds-
syni, Josef Ognibene og Emil Frið-
fínnssyni.
Annað verkið á efnisskránni var
Serenaðan í c-moll K.388, sem
Mozart mun hafa samið í hasti og
greinir hann frá því í sendibréfi „að
spilamennskan hafi ekki verið sem
best hjá þeim er frumfluttu verkið.
Þetta er eitt af fáum skemmtiverk-
um eftir Mozart, sem er í moll, og
hafa sagnfræðingar hafa velt vöng-
um yfir, hvort blæbrigði tónteg-
LIMABURDUR
AUSTIN POWERS
ER EINSTAKUR
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvölds!
- kjarni málsins!
unda hafi skipt Mozart miklu máli
og telja sig sjá merki um að val
tóntegunda tengist túlkun ýmissa
stemmninga, svo sem sjá má merki
um í óperunum sérstaklega. Seren-
aðan er fallegt verk en þar leikur
á ýmsu lausu hvað snertir form-
skipan og úrvinnslu hugmyndanna
en það bregst aldrei, að leikur tón-
hugmyndanna er Mozart léttur í
hendi, eins t.d. í hinu snjalla stefi
lokakaflans. Verkið var ekki síður
vel flutt en það fyrra en til sam-
starfs við fyrri hópinn kom Þorkell
Jóelsson.
Lokaverk tónleikanna var Seren-
aða eftir Dvorák op 44 og þá bæt-
ast í hópinn Bijánn Ingason, Inga
Rós Ingólfsdóttir og Richard Kom.
Þessi serenaða er nokkuð „brassí“
og var leikin samkvæmt því, undir
stjóm Berharðar Wilkinssonar.
Brahms spurði Dvorák eitt sinn
hvar hann fengi hin einkennilegu
stef sín, en Dvorák var skemmtilega
fundvís á sérkennilegt tónferli, er
mun eiga sér rætur í danstónlist
Tékka en Dvorák vakti fyrst sem
sveitastrákur athygli fyrir fjörugan
leik í danshljómsveit. Það má ávallt
deila um flutningsmáta og á hvað
skuli leggja áherslu varðandi túlkun
og mótun. Fyrir undirritaðan vom
báðar serenöðumar nokkuð hvasst
mótaðar og leiknar á stundum nokk-
uð sterkt og mátti þá t.d. vart
merkja lagferlið í óbóröddunum.
Þetta á auðvitað ekki við um heild-
arflutninginn, því oft gat að heyra
sérlega fallega mótaðan samleik
enda valinn maður í hveiju rúmi
Þrátt fyrir að í þessu tilfelli megi
deila um flutningsmáta, hvort leika
eigi slíka útitónlist, sem hér um
ræðir, hressilega eða dekra við fín-
legri útfærslu, sérstaklega er varðar
tónmótun og styrk, verður ekki
annað sagt en að flutningurinn í
heild hafí verið skemmtilega hressi-
legur og framfærður af öryggi.
Jón Ásgeirsson
Dansarar
finna Björk
í Hollywood
DANSSÝNING danska hóps-
ins „Corona Dansteater" sem
nefnist „Sally’s Valley" verður
á tímabilinu 27.-31. október
á Húsavík, Akureyri, Sauðár-
króki og í Reykjavík. Fimmtu-
daginn 23. október kl. 21
frumsýnir hópurinn í Loftk-
astalanum.
Sýningin hefur fengið góðar
viðtökur í Danmörku. Hún er
talin við hæfí þrettán ára og
eldri. Sally, sem Carina Raffel
dansar, er einkaspæjari í leit
að horfnum rafmagnsgítar
Elvis Presleys. í draumaferð
sinni til Bandaríkjanna hittir
hún söngkonuna Björk í Holly-
wood. Dansararnir ungu eru
sagðir mjög fjörlegir á sviðinu
þegar þeir bregða á leik við
rokkmúsík og skopstæla m.a.
glæpaþætti.
JÓN Stefánsson: Fólk við sjóinn.
EfO •« BáiWOO
Úrvals ryksugur á veröi
sem enginn stenst!
EIO ryksugurnar eru frá einum stærsta og virtasta fram-
leiðanda Þýskalands. Þær eru tæknilega fullkomnar, lág-
værar með stillanlegum sogkrafti og 6-földu míkrófilter-
kerfi sem hreinsar burt smæstu rykagnir.
EIO ryksugurnar hlutu nýlega 4 stig af 5 möguiegum
í gæðaprófun neytendasamtaka erlendis.
DAÍW00 1100 V/
ryksugur með
5-földu míkrófilterkerfi
á aðeins krj.405 stqr.
Glæsilegar ryksugur j
í glæsilegum litum! /
///''
' Einar
Farestveit&Cohf
Borgartúni 28 u 562 2901 og 562 2900
Málverk eftir Jón
Stefánsson slegið á
800 þúsund krónur
FÓLK við sjóinn, málverk eftir
Jón Stefánsson, var slegið á 800
þúsund krónur á uppboði Galleris
Borgar á Hótel Sögu á sunnudags-
kvöld. Að sögn Péturs Þórs Gunn-
arssonar hjá galleríinu er sú nið-
urstaða viðunandi en myndin er
fremur lítil, auk þess sem hún er
ómerkt.
Að dómi Péturs bar þetta hæst
á „þokkalega góðu“ uppboði, þar
sem hátt í hundrað verk voru
boðin upp og á bilinu sextíu til
sjötiu seldust. „Sennilega hefur
þó verið of mikið af stórum og
dýrum verkum á uppboðinu fyrir
þennan litla markað en mönnum
bar saman um að annað eins úr-
Guðlaugur Þór
hefur tekið
til hendinni!
Opinberar skuldir -
kynslóðareikningar
Undir forystu Guðlaugs vakti
Samband ungra sjálfstæðismanna
athygli á afleiðingum áratuga
skuldsetningu opinberra aðila. í
kjölfarið var þess krafist að Iagðir
yrðu fram kynslóðareikningar.
EJhahagslegt Jrelsi
Útfærðar tillögur sem miða að því að draga
hins opinbera og auka frelsi þegnanna.
Jajhréttismál
Guðlaugur Þór hefur verið áberandi í jafnréttisumræðum
■ innan Sjálfstæðisflokksins og stuðlað að því að konur
jafnt og karlar taki þátt í flokkstarfinu.
L
val verka hafi ekki verið á upp-
boði á Islandi í langan tíma — fjöl-
margar myndir voru metnar á um
eða yfir milljón.“
Að sögn Péturs Þórs var setinn
Svarfaðardalur á Hótel Sögu sem
bendir til þess að áhugi á mál-
verkauppboðum sé að glæðast á
ný eftir nokkra lægð undanfarið.
„Þetta lofar góðu um framhaldið.
Sérstaklega var ánægjulegt að sjá
fólk sem verslaði mikið við okkur
undir lok síðasta áratugar en hef-
' ur lítið sótt uppboð síðan, jafnvel
verið að losa sig við málverk.
Þetta bendir til þess að fólk hafi
nú almennt meira fé á milli hand-
anna.“
umsv
naBStu öld
Guðlaugur Þór
- skeleggur talsmabur
sjálfstœðisstefnunnar
Stuðningsmenn
Kosnineamiðstöðin Austurstræti
ing:
Símar: 561 9599 / 561 9526 / 561 9527