Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 50
.50 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
l|p ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sóiðið kt. 20.00:
ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof
12. sýn. fim. 23/10 - fös. 24/10 - lau. 1/11.
FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick
Lau. 25/10 - sun. 26/10 - fös. 31/10 - lau. 8/11.
GRANDAVEGUR 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir
Frumsýning mið. 29/10—2. sýn. fim. 30/10 — 3. sýn. sun. 2/11 — 4. sýn. fös. 7/11 —
5. sýn. fim. 13/11.
Litla sóiðið kt. 20.30:
LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza
Aukasýning á morgun, mið. 22/10 laus sasti — lau. 25/10 uppselt — sun. 26/10 uppselt
Ath. ósóttar pantanir seldar daglega.
Smiðaóerkstœðið kt. 20.30:
KRABBASVALIRNAR eftir Marianne Goldman
Frumsýning lau. 25/10 — sun. 26/10 — sun. 2/11 — fim. 6/11 — fös. 7/11.
Miðasalan eropin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Fös. 24.10 kl. 20 uppselt
og kl. 23.15 örfá sæti laus.
Lau. 25.10 kl. 23.15 örfá sæti laus
Fös. 31.10 kl. 23.15
„Snilldarlegir kómískir taktar leikaranna.
Þau voru satt að segja morðfyndin."(SA.DV)
V „Þama er loksins kominn i
I sumarsmellurinn í ár“. (GS.DT.) ________J
KRINGLUKRÁIN
- á góðrí stund
ALLTAF FYRIR OG EFT1R LEIKHUS
í MAT EÐA DRYKK
LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD
UTSE1\IDI1\I0
„Lelkur Jón Loga og gerir
það fantavel." H F Rýv
„Glæsileg frammistaða".
F.L.
„Einstaklega vel leikið".
S.H. Morgunblaðið
USTAVERKIÐ
fös. 31. okt. kl. 20
sun. 2. nóv. kl. 20
BEIN ÚTSENDING
fös. 24. okt. kl. 20 örfá sæti laus
lau. 1. nóv. kl. 20
VEÐMÁLIÐ
fös. 24.10 kl. 23.30 örfá sæti laus
fös. 31. okt. kl. 23.30 laus sæti
ÁFRAM LATIBÆR
sun. 26. 10 kl. 14 örfá sæti iaus
og kl. 16.00
sun. 2. nóv. kl. 14
Ath. lokasýningar
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
lau. 25.10 kl. 23.30 örfá sæti laus
fim. 30.10 kl. 20
lau. 8. nóv. kl. 15.30
Ath. aðeins örfáar sýningar.
Loftkastalinn, Seljavegi 2.
Miðasala s. 552 3000. fax 562 6775
Miðasala opin frá 10—18, lau. 13—18
Lau. 25.10. kl. 20.
Aukasýning.
Miðasala í Herrafataverslun
Kormáks og Skjaldar,
Skólavörðustíg 15,
sími 552 4600.
SÍMSVARI í SKEMMTIHÚSINU
Dansleikhús
frá Danmörku *
SALLV'S VALLE\1
verður í
Loftkastalanum
fimmtudaginn 23. október
kl. 21.
Miðaverð kr. 500.
KaífiIíiiíMsfó]
I HLAÐVARPANUM
Vesturgötu 3
,0leman/ / c/en“
- jfu//Aom rio■aöm/u'
revúuuini
JIk. 241/0/r/. 2/.00
/au 2ölfO A/ 2/.00
/fióöú/uerdur /if/.i/ A/. (</. ,/(>.
(fleoúunatserfi//:
'POnnusteiklur keufi með humorsósu
íiláberjaskyrfmuð með ástrídusósu
.. ffitfn/xinltuiir af/tm só/arArii/t/inn
í .st'/na cStS/^OtStS
iii I—rniii
ISUÍXSKA OIM-IÍAM
III mii
EEEH sími 551 1475
COSl FAN TU7TE
,,Svona eru þær allar“
eftir W.A. Mozart
5. sýn. fös. 24. okt.
6. sýn. lau. 25. okt.
7. sýn. fös. 31. okt.
8. sýn. lau. 1. nóv.
Sýningar hefjast kl. 20.00.
Miðasalan er opin alla daga
nema mánudag frá kl. 15—19
og sýningardaga kl. 15—20.
Sími 551 1475,
bréfsími 552 7382.
Takmarkaður sýningarfjöldi.
Nýjung: Hóptilboö íslensku óperunnar
og Sólon islandus í Sölvasal.
- kjarni málsins!
______FÓLK í FRÉTTUM_
Epísk stórmynd
um nasista?
ÞEGAR framleiðendur
„Seven Years in Tibet“, yf-
irmenn Mandalay Pict-
ures, fóru af stað með gerð
myndarinnar grunaði þá örugglega
ekki að hún ætti eftir að valda þeim
töluverðum höfuðverk. Þeir litu á
efnið sem þeir voru með í höndun-
um, epíska stórmynd með bráð-
myndarlegum karlleikara í hlut-
verki frægs fjallgöngumanns, og
veltu fyrir sér hvað þeir gætu nælt
sér í mörg Oskarsverðlaun. Þeir
reiknuðu ekki með austumska
fréttamanninum Gerald Lehner
sem fletti í gegnum gömul gögn um
fjallahetjuna Heinrich Harrer í
Þjóðskjalasafninu í Washington og
sá í skrám þýska hersins, sem þar
eru geymdar, að Harrer hafði
skráð sig í SS-sveitirnar árið 1938.
Harrer, sem er 85 ára og býr í
Liechtenstein, hefur aldrei
minnst á tengsl sín við nasista
og alla tíð verið hátt skrifað-
ur fjallamaður. Árið 1938
tókst honum og þremur
öðrurn að klífa norður-
hlið Eiger tindsins
Sviss, og ári síðar fór
hann í frægan leið-
angur til Nanga Par-
bat í Himalajafjöll-
unum. Þegar seinni
heimsstyrjöldin
skal á var Harrer
tekinn höndum af
breska hernum í
Indlandi.
Harrer flúði
fangabúðir Breta
ásamt landa sínum
Peter Aufshnaiter
árið 1944. An allra
birgða og korta end-
uðu félagamir
Lhasa í Tíbet eftir að
hafa verið á göngu í 21
mánuð. Harrer bjó þar
næstu fímm árin og
gerðist einkakennari hins
unga Dalai Lama. Hann
skrifaði síðan um lífsreynslu
sína og kallaði bókina Sjö ár í
Tíbet.
Kvikmyndamenn Hollywood litu
á þessa sögu og sáu efni í fyrir-
myndar ævintýramynd. Brad Pitt
var ráðinn til að leika Harrer, og
tók víst litlar 14 milljónir dala fyr-
ir. Stjarnan lagði það meira að
segja á sig að fara til Austurríkis
og snæða hádegismat með
hetjunni sjálfri í Huttenberg.
Fundur þeirra gekk víst stór-
vel og allir héldu heim glaðir í
bragði. Harrer og kona hans
bjuggust við því að hitta Pitt
næst við frumsýningu myndar-
innar í Bandaríkjunum.
Harrer og frú fengu aldrei
boðsmiða. Þau geta þakkað
rannsóknarblaðamennsku Ger-
ald Lehners fyrir það. Þegar
frétt hans um tengsl Harrer við
nasista birtist í Stern urðu fram-
leiðendur myndarinnar hræddir og
veltu fyrir sér hvort 70 milljóna
dala mynd, sem hefur Harrer til
skýjanna, ætti eftir að ganga í bíó.
Brosandi með Hitler
í Stern var birt mynd af Harrer
þar sem hann stendur brosandi við
hlið Hitlers. Einnig kom fram í
grein Lehners að Heinrich Himm-
ler, yfírmaður SS, hefði lagt bless-
un sína yfir hjónaband Harrers og
boðið honum persónulega að taka
þátt í leiðangrinum til Nanga Par-
bat í Tíbet. Nasistar voru nefnilega
mjög hrifnir af Tíbetum. Þeir töldu
að vegna einangrunar Tíbets væri
þjóðin „hrein“ og nasískir „þjóð-
ernisvísindamenn“ töldu Tíbeta
skylda aríum.
Leiðangurinn var á vegum nas-
ista og var bæði farinn til þess að
Sannsöguleg kvikmynd
um frækileg afrek
fjallagarps lenti í
fjölmiðlafári þegar í
ljós kom að fyrirmynd
aðalsöguhetjurnar
reyndist gamall nasisti.
Anna Sveinbjarnar-
dóttir gluggaði
í fréttir um málið.
BRAD Pitt í hlutverki Heinrichs
Harrers í „Seven Years in Tibet".
Harrer, sem er 85 ára,
hefur aldrei minnst á
tengsl sín við nasista
og alla tíð verið hátt
skrifaður fjallamaður.
meta svæðið í hemaðarlegum til-
gangi og sem áróðursferð sem
sýndi styrk og getu þýsku þjóðar-
innar. í „Seven Years in Tibet“ er
Pitt látinn segja þegar hann tekur
boðinu „Eg er fjallgöngumaður.
Þetta heimskulega stríð kemur
mér ekki við.“
í Stern kom einnig fram að þó að
Harrer hafí eingöngu gengið til liðs
við SS sem líkamsræktarþjálfari
1938 þá hafi hann gengið í SA-
stormsveitirnar árið 1933. Þessi
samtök slógu m.a. um sig með slag-
orðinu „Þegar Ólympíuleikamir
em yfirstaðnir berjum við gyðing-
ana í klessu“ árið 1935.
Þegar þessi atriði og fleiii urðu
þekkt í Los Angeles fengu fram-
leiðendur „Seven Years in Tibet“
strax að heyra frá samtökum gyð-
inga sem kallast Jewish Rage og
stjórnendum Simon Wiesenthal-
miðstöðvarinnar í borginni. Gyð-
ingar hótuðu að sniðganga mynd-
ina og sögðu að sú ákvörðun að láta
vinsæla stjörnu eins og Brad Pitt
túlka nasista gerði hann að hetju
og fegraði sögu Þriðja ríkisins.
Samkvæmt frásögn í The Spect-
ator var komið á fundi milli Simon
Wiesenthals og Harrers þar sem
fjallakappinn reyndi að útskýra
hvers vegna hann hefði aldrei sagt
frá þessum „æskumistökum" sín-
um. Wiesenthal var víst lítt hrifinn
af tilraunum Harrers til að gera
hreint fyrir sínum dyrum. Gyðing-
um finnst yfirlýsingar hans ótrú-
verðugar. í ljósi nýrrar greinar frá
Lehner er það kannski skiljanlegt.
í grein í austurríska blaðin-
uProfil segir Lehner frá því að
Harrer hafi haldið sambandi við
nasíska vini sína í öll þessi ár.
Þeirra á meðal er stríðsglæpa-
maður sem tók þátt í „læknis-
fræðilegum“ tilraunum á
föngum í Auschwitz. í ný-
legri gi-ein eftir fjallgöngu-
manninn Reinold
Messner í öðm austur-
rísku blaði, Alpin, kem-
ui' einnig fram að Har-
rer hafi aldrei gefið
hugsjónir nasista
upp á bátinn.
Nýr og betri mað-
ur?
Þessar upplýs-
ingar koma fram-
leiðendum „Seven
Years in Tibet“
mjög illa þar sem
þeir hafa, í ljósi
fréttanna um
nasíska fortíð Har-
rers, reynt að aug-
lýsa myndina á þeim
forsendum að hún
sýni hvemig eigin-
gjarn maður verður
fyrir trúarlegri reynslu
Tíbet og verður fyrir
vikið nýr og betri maður.
Nýr endir var gerður fyrir
myndina til þess að styrkja
þessa sögutúlkun. I lok hennar
þegar Kínverjar ráðast inn í Tí-
bet er Pitt látinn tauta eitthvað á
þessa leið: „Eg skammast mín þeg-
ar ég minnist þess að áður fyrr var
ég ekkert frábmgðinn þessum
harðneskjulegu Kínverjum."
William Cash, greinahöfundur
hjá The Spectator, veltir því fyrir
sér hvaða máli þetta allt saman
skipti. Hvar drögum við línum-
ar á milli kvikmynda, sögu, og
raunveruleika? Cash telur að í
Bandaríkjunum séu menn
gjarnir á að rugla saman kvik-
myndum og sögu, þetta tvennt
sé ekki aðskilið, þess vegna
skipti frásögnin í „Seven Years
in Tibet“ máli þar í landi.
Er hún samkvæmt pólitísk-
um réttrúnaðarkröfum? Cash
vitnar í John Jacobs, kynningar-
fulltrúa myndarinnar, sem segir að
allt sé annaðhvort svart eða hvítt í
Bandaríkjunum og þvi geti hann
aldrei varið gerðir Harrers, það
kæmi niður á miðasölunni.
Cash telur málið snúa öðm vísi í
Evrópu. Þar sé fólk almennt ekki
eins uppvægt yfir fortíð Harrers.
Cash hefur eftir Lehner að frásögn
hans um nasíska fortíð fjalla-
kappans hafi haft lítil áhrif á vin-
sældir hans í Austurríki. Að sögn
Lehners hefur hann fengið bréf
þar sem hann er beðinn um að
hætta að hundelta gamlan mann.
Þegar allt kemur til alls virðist
frétt Lehners um fortíð Harrers
ekki hafa skaðað kvikmyndina
heldur virkað sem velútfærð aug-
lýsingabrella. Samkvæmt síðustu
fréttum af miðasölu í Bandaríkjun-
um er „Seven Yers in Tibet“ í öðru
sæti og gengur vel.