Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ Kvik- mynd- in er ekki eilíf FÓLK í FRÉTTUM TEKST að varðveita Chaplin fyrir komandi kynslóðir? MÖRGUM þætti örugglega miður ef myndir Humphreys Bogarts týndu allar tölunni. ►HLUTI af kvikmyndarfí heims- ins hefur grotnað niður í gegnum tíðina vegna þess að filmur eru viðkvæmar og þurfa sérstakar geymsluaðstæður. Áætlað hefur verið að 90% af öllum þöglum kvikmyndum heimsins séu horfin veg allrar veraldar. Ef reiknað er með öllum myndum sem gerð- ar hafa verið frá upphaíl til dagsins í dag er talið að helming- urinn sé ónýtur. Ekki er reiknað með því að þær kvikmyndir sem eru til í dag endist næstu 100 ár- in. Nú gerir tölvutækni kleift að endurgera illa skemmdar filmur þannig að þær komast í sitt upp- runaleg form, eða sem næst því. Þetta eru góðu fréttirnar. Slæmu fréttirnar eru þær að þessi tölvu- tækni er enn íþróun og alveg hrikalega dýr svo líklega verður hún ekki notuð til þess að bjarga mörgum filmum í bráð. Það eru ekki eingöngu kvik- myndasagnfræðingar og áhuga- menn sem hafa áhyggjur af kvik- myndaarfinum. Stóru kvik- myndaverin í Hollywood eiga orðið risavaxin kvikmyndasöfn sem þau hafa fjárfest mikla pen- inga í þannig að þeim er annt um að filmumar molni ekki í hönd- unum á þeim. Það verður ekkert um gróðann af endurútgáfúm á myndbönd- um, og því að leigja sjónvarps- stöðvum myndirnar ef eintökin af þeim em í rusli. Einnig geta kvikmyndaverin gleymt því að koma kvikmyndum á mynddiska og í HDTV („high-defínition tel- evision") -sjónvörp framtíðarinn- ar. Filmurnar eru eign sem ekki er hægt að skipta út. Ef geymslu- eintökin af „Gone with the Wind“ skemmast er ekki hægt að hlaupa út og fá Vivienne Leigh til þess að endurtaka leikinn. Kvikmyndir em eins og listaverk - ef upprunalega eintakið skemmist þá er það í flestum til- fellum glatað að eilífu. Nýjar filmur einnig í hættu Það em ekki eingöngu elstu kvikmyndimar sem liggja undir skemmdum. Nýjar og ódýrari filmur sem hafa verið notaðar fyrir kvikmyndir síðustu árin geymast verr en t.d. gamla Technicolor-filman. Að sögn Tad Marburg, tæknistjóra Warner- kvikmyndasafnsins, em eldri filmumar sem Warner á í betra ásigkomulagi en þær nýrri. Þær kvikmyndir sem em enn til og í sæmilegu ástandi fara líka illa á þeim aðferðum sem eru notaðar í dag við að búa til ný eintök. Myndir tapa t.d. skerpu og litum við hverja kóperingu og útkoman verður eins og að taka ljósrit af ljósriti. Gæðin minnka stöðugt. Nýja tölvutæknin mun koma í veg fyrir þetta vandamál. Þegar filma er komin á stafrænt form er hægt að gera ótakmörk- uð eintök og gæðin verða ávallt þau sömu. Nýja tæknin var nýlega notuð til þess að endurgera gamla Frank Capra-mynd, „The Matinee IdoI“ frá árinu 1928, sem fannst fyrir tilviljun í Frakk- landi fyrir sjö ámm. Filman var rifin og tætt og í sérlega slæmu ástandi. Með því að liggja yfir filmunni og koma henni í staf- rænt form tókst að endurgera hana og útkoman var sýnd fyrr á þessu ári í Hollywood. Enginn getur samt í raun svar- að því hvort endurgerðin er trú upprunalegri mynd Capra. Við endurgerðina varð Michael Fri- end, stjórnandi kvikmyndasafns bandarfsku kvikmyndaakademí- unnar, að þreifa sig áfram og láta tilfínninguna ráða þegar ákvarðanir vom teknar um end- anlegt útlit. Þannig verður hægt að deila endalaust um endur- gerðirnar og hversu ti-úar þær em frumeintökunum en kvik- myndirnar verða þó að minnsta kosti til staðar svo hægt sé að ræða um þær. ScSÍÍ Óskum eftir 19 stuðningi joínum í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins 24. og 25. októher n.k. / Unnur verður með lraöifunJ á Kaffi Reykjavík fimmtuclaginn 23. okt. kl. 16.00 -18.00 «5- SIÐASTA HRAÐLESTRAJRNÁMSKEIÐIÐ! Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í starfi? Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? Ef svar þitt er jákvætt við annarri ofangreindra spum- inga skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestramámskeið ársins sem hefet fimmtudaginn 23. október n.k. Skráning er í síma 564-2100. CQ m HR/Vt>LJ~^IT^J^KÓIJISrrNl Jafnvel tímum síðar nýtur þú enn áhrifanna af CELLULAR TIME RELEASE — INTENSIVE hinum fullkomna rakagjafa. Lagfærir það sem aflaga fór í gær. Vörn á nýjum degi. Húð þín geislar af heilbrigði við hverja notkun. Ef þú ættir kost á aðeins einu kremi veldir þú þetta. •3 prane I swrrzERtANO Vertu velkomin Hygea • Austurstræti 16 • Laugavegi 23 • Kringlunni Libia í Mjódd Agnes snyrtistofa • Listhúsinu Laugardal Snyrtist. Mandý • Laugavegi 15 Snyrtist. Jónu • Hamraborg 10, Kóp. 1 ' Hættu að raka á þérfótleggina Notaðu One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð -One Touch á íslandi í 12 ár. Svo einfalt er það Hitið vaxið í tækinu og rúllið því yfir hársvæðið. Leggið strimil yfir og kippið honum næst af. Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofttæmisprófað Utsölustaðir: Fæst í apótekum, flestum snyrtiuvöruverslunum og snyrtivörudeUdum Hagkaups. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.