Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 60
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBItÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ný gerð vindaflstöðvar þrduð á íslandi
Miklir möguleikar á
hraðvaxandi markaði
NÝ GERÐ vindaflstöðvar, sem Nils
Gíslason uppfínningamaður á Akur-
eyri hefur þróað, gæti reynzt 10-14%
ódýrari í framleiðslu en hefðbundar
vindaflstöðvar, samkvæmt mati
brezks ráðgjafarfyrirtækis. Auk
þess er hún auðveldari í uppsetningu
og hljóðlátari. Vindorka hf., fyrir-
tæki sem stofnað var árið 1994 um
þróun á vindaflstöðinni, er komið í
samband við bandaríska risafyrir-
tækið General Electric, sem hefur tU
skoðunar hvort fyrirtækið muni taka
^Jrítt í hönnun eða framleiðslu á afl-
stöðinni.
Karl L. Jóhannsson, stjórnarfor-
maður Vindorku, segir að ákveðið
hafi verið að fá álit óháðs þriðja aðila
á því hvort aflstöðin ætti markaðs-
möguleika. Brezka fyrirtækið
Garrad-Hassan & Partners, sem sé í
fararbroddi ráðgjafar og hönnunar á
sviði vindraforku, hafi fyrir stuttu
gefið það álit að hönnun Nils væri
mjög vænleg tU árangurs og ætti að
vera hægt að smíða vindaflstöðvar af
hinni nýju gerð með 10-14% lægri
tilkostnaði en hefðbundnar gerðir.
Jafnframt væri hægt að smíða hana í
miklu stærri einingum en hingað tii
hefði verið gerlegt. „Hingað til hafa
menn verið að smíða vindaflstöðvar
upp í eitt og hálft megavatt en þessir
sérfræðingar telja að með þessari
hönnun megi smíða stöðvar, sem eru
allt að 20 megavöttum," segir Karl.
Markaðurinn stækkar
um 50% á ári
Ólíkt hefðbundnum vindaflstöðv-
um, þar sem stór skrúfa með tveim-
ur eða þremur spöðum knýr raf-
hverfil með aðstoð þungs, flókins og
hávaðasams gírbúnaðar, er skrúfan í
vindaflstöð NUs einna líkust reið-
hjólsgjörð. Margir spaðar sitja í
hringlaga gjörð og hægt er að stýra
snúningshraða stöðvarinnar með
skurði spaðanna. Sjálfur vindhverf-
illinn virkar sem snúður í raflinum,
sem framleiðir rafmagnið og þarf því
hvorki gfrbúnað né hefðbundinn
rafal. Karl segir að ódýrari efni þurfi
í nýju aflstöðina og hún sé miklu
léttari og meðfærilegri en hefð-
bundnar stöðvar. Þá snúist hún hæg-
ar og sé miklu hljóðlátari. Fyrir vikið
þurfi hvorki að takmarka fjölda afl-
stöðva né koma þeim fyrir á svæðum
fjarri byggð.
Karl segir að aukin eftirspurn sé
eftir vindaflstöðvum á heimsvísu,
meðal annars vegna aukinnar
áherzlu á notkun endurnýjanlegra
orkugjafa. Þar spili fyrirhugaður al-
þjóðasamningur um takmarkanir á
losun gróðurhúsalofttegunda inn í.
„Markaður fyrir vindrafstöðvar vex
um 50% á ári. Það vinnur því allt með
því að koma með nýja hönnun inn á
þennan markað. Ef vel tekst til verð-
ur þetta algjör sprengja," segir Karl.
Afsal kvóta í lögsögunni vegna úthafsveiða
Verðmætið
350 milljónir
MIKLU munar á verðmæti
þeirra aflaheimilda sem úthlutað
var á úthafinu fyrr á þessu ári og
þeim aflaheimildum sem þeim
skipum sem fengu úthlutað var
gert að skila innan íslensku lög-
sögunnar í staðinn.
Samkvæmt athugun Morgun-
blaðsins má gera ráð fyrir að
verðmæti afsalaðra aflaheimilda
vegna úthlutunar varanlegs
kvóta á úthafskarfa á Reykjanes-
hrygg og rækju á Flæmingja-
grunni nemi innan við 350 millj-
ónum kr. eða tæplega 4% af þeim
aflaheimildum sem úthlutað var á
úthafinu á þessar tvær tegundir.
Engin vísindi á bak við
Samkvæmt lögum um út-
hafsveiðar sem sett voru á Al-
þingi í vetur getur sjávarútvegs-
ráðherra sett það skilyrði fyrir
úthlutun aflahlutdeildar á einstök
skip að þau afsali sér aflaheimild-
um innan lögsögu Islands á móti.
Akvað ráðherra að þau skip sem
fengju úthlutað karfaheimildum
j)yrftu að skila inn sem næmi 8%
af úthlutuðum aflaheimildum og
4% vegna rækjunnar.
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir að það hafí
verið mat á aðstæðum og hvernig
þessar veiðar hefðu komið til og
þróast sem réðu því að þetta varð
niðurstaðan. „Það var auðvitað
alveg ijóst að það voru engin ná-
kvæm vísindi þar á bak við,“
sagði hann.
■ Verðmæti/11
Hægt miðar í kennaradeilunni þrátt fyrir stíf fundahöld undanfarna daga
, Nýtt tilboð sveitar-
félaga lagt fram í (lag
SAMNINGANEFND launanefnd-
ar sveitarfélaga ætlar að leggja
nýtt tilboð fyrir samninganefnd
kennarafélaganna á sáttafundi síð-
degis í dag. „Menn hafa verið að
ræða málin mjög breitt og skoða
ýmsa fleti. Við erum að draga það
-*saman og látum það kristallast í
okkar tilboði á morgun," sagði Jón
G. Kristjánsson, formaður samn-
inganefndar sveitarfélaganna, í
gærkvöldi.
Lítill árangur hefur náðst í við-
ræðum deiluaðila í síðustu viku
þrátt fyrir fundi hvern einasta dag
^ikunnar. Formenn samninga-
nefndanna og ríkissáttasemjari sátu
á löngum fundum um helgina. Við-
ræðurnar hafa m.a. snúist um
launalið samninga og um breytingar
á vinnufyrirkomulagi og vinnutíma.
Þá hefur sérstaklega verið rætt um
kjaramál skólastjóra.
Kennari í verkfalli
fær 60 þús. á mánuði
Kennarasamband Islands hefur
ákveðið að greiða grunnskólakenn-
urum í fullu starfi 60 þúsund krónur
á mánuði komi til verkfalls 27. októ-
ber nk. Þetta þýðir að KÍ kemur til
með að greiða u.þ.b. 45 milljónir á
viku til félagsmanna eða um 180
milljónir á mánuði.
Yfir 250 milljónir eru í kjaradeilu-
sjóði Kennarasambandsins. í verk-
falli kennara 1995 kom upp ágrein-
ingur milli kennarasamtakanna og
skattyfirvalda um hvort greiða
þyrfti skatt af verkfallsbótum. Nið-
urstaðan varð sú að kennurum var
gert að greiða skatt af bótunum.
Svo er að heyra að ágreiningur
um skattameðferð greiðslna til
kennara í verkfalli sé ekki úr sög-
unni því að Kennarasambandið
leggur áherslu á það nú, að það sé
félagssjóður Kennarasambandsins,
sem greiði til kennara í yerkfalli, en
ekki kjaradeilusjóður KÍ.
Verkfallsstjóm KÍ sendir í dag
bréf til allra skólastjórnenda um
framkvæmd verkfallsins. Þar kem-
ur m.a. fram að verkfallsstjórn líti
svo á að komi tii verkfalls leggist
starfsemi heilsdagsskólans niður.
Heilsdagsskólinn
lamast
Sigrún Agústsdóttir, formaður
verkfallsstjórnar, sagði að i flestum
heilsdagsskólum væru starfandi
kennarar og því hlyti verkfallið að
hafa áhrif á starfsemi þeirra. Hún
sagði að heilsdagsskólinn starfaði
eftir reglum um hvað mörg börn
mættu vera á bak við hvern starfs-
mann. Ekki mætti brjóta þessar
reglur kæmi til verkfalls. Eins
mætti ekki raska skipulagi eða
tímaáætlunum frá því sem var fyrir
verkfall.
Morgunblaðið/RAX
Gæsir kveðja
sumarlandið
GÆSIR eru sem óðast að kveðja
Island og halda til vetrardvalar í
Bretlandi. Gæsaveiðitímanum er
nú lokið og eru veiðimenn sam-
mála um að veiði hafi verið með
dræmara móti og er vondu tíðar-
fari kennt um.
-------------
Rólegt í
rjúpnaveiði
RJÚPNAVEIÐI hefur fai-ið fremur
rólega af stað, m.a. vegna slæms veð-
urs en rjúpan er einnig mjög dreifð.
Sigmar B. Hauksson, formaður
Skotveiðifélags íslands, segir erfitt
að koma auga á rjúpuna vegna þess
hve snjólétt er og hún fellur vel inn í
landið. Segist hann ekki hafa frétt af
stórveiði en þó fengið staðfest að ein
rjúpnaskytta hafi skotið 36 rjúpur.
„Menn hafa yfirleitt náð sér í
jólamatinn og veiðin virðist vera
nokkuð jöfn um allt land,“ segir Sig-
mai-. Hann telur að nálægt 12 þús-
und manns leggi stund á rjúpnaveiði.