Morgunblaðið - 24.10.1997, Side 20

Morgunblaðið - 24.10.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERMMU Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Hlutdeild krókabáta í heildarafla ekki aukin Morgunblaðið/Ásdís 13. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst á Hótel Sögu í gær og verður fram haldið í dag. Við upphaf fundarins voru fulltrúum afhent fundargögn og bolir til að minna á at- vinnuskapandi strandveiðar smábáta. ERLEIMT Reuters Hvergi bangin ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði á aðalfundi LS í gær að 13,9% hlutdeild krókabáta í heild- araflanum yrði ekki hækkuð. Það væri ófrávíkjanleg meginforsenda, sem gengið hefði verið út frá í ráðu- neytinu. Ráðuneytið teldi sem fyrr ótækt að afnema algerlega þau tæki, sem stjórnvöld hafa til að halda veiddum afla innan ákveðinna marka. Fyrir þá sök hefði ráðuneyt- ið ekki fallist á lágmarksfjölda sókn- ardaga í sóknardagakerfunum tveimur sem gæfi, samkvæmt reynslu, meiri þorskafla en nemur hlutdeild þessara krókabáta í þorsk- aflanum í fyrirsjáanlegri framtíð. í máli Þorsteins kom fram að tek- ið hefði verið á Qölmörgum veiga- miklum atriðum, sem vörðuðu starfsumhverfi krókabáta í þeim lagabreytingum, sem samþykktar hafa verið, en mestu skipti sú ákvörðun, sem tekin var vorið 1996, að hlutfallstengja fastar heimildir krókabáta og miða við þágildandi heildarafla, 155 þúsund lestir. „Þetta var helsta áhersluatriði Landssam- bands smábátaeigenda í viðræðun- um við ráðuneytið og er full ástæða til að óska forystumönnum lands- sambandsins og útgerðum króka- báta enn á ný til hamingju með að það hafi náð að fullu fram að ganga.“ Þorskveiðiheimildir hafa aukist um 40% „Með hækkandi heildarafla hefur þessi svokallaða hlutfallstenging þegar aukið þorskveiðiheimiidir krókabáta um meira en 40 af hund- raði frá fiskveiðiárinu 1995/1996 þegar samkomulagið var gert. Heild- arþorskveiðiheimildir hafa farið úr 21.500 lestum í 30.302 lestir. Þann- ig að það þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart að hlutfallstenging- in með þeirri aflaviðmiðun, sem byggt var á, vekti hörð viðbrögð hjá öðrum útgerðarhópum. Þeir misstu spón úr aski sínum miðað við þá aukningu veiðiheimilda sem þeir hefðu annars fengið með hækkandi heildarafla. Það eru allir útgerðar- hópar að veiða úr sama stofninum og úr sama heildarafla. Það sem bætist við einn, er frá öðrum tekið. ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að samtakamáttur trillukarla hafi komið smábátaútgerðinni á landakort atvinnulífs landsmanna svo um muni. Landssambandið væri hinsvegar í senn að glíma við stór og öflug hagsmunasamtök, sem ítök hefðu um allan valdapýr- amída þjóðfélagsins ásamt stjórn- mála- og ijárhagsöflum, sem sann- arlega aðhylltust samruna margra minni fyrirtækja í stórfýrirtæki. Ennþá væri til staðar óleystur og aðsteðjandi vandi, sem fælist m.a. í því að tryggja sóknardagabátum rekstrargrundvöll og aflamarksbát- um viðunandi leiðréttingu þar sem þeir hafí mátt þola þyngri búsifjar en aðrir í útveginum á undanförnum árum. Arthur sagði að allt frá stofnun LS 1985 hafi það sjaldan náð að sigla sléttan sjó. Nær væri að tala um linnulausa ágjöf og brotsjó allt í kring. Aftur á móti væri mönnum bæði hollt og skylt að líta yfír far- inn veg með það í huga hvort til einhvers hafi verið barist. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki litið og þau miklu og neikvæðu viðbrögð, sem þessi niðurstaða mætti, verður að skoða í því ljósi.“ Árleg þorskveiði yrði 300 þúsund lestir Ráðherra sagði ánægjulegast vera að þessi aukning veiðiheimilda byggði á árangri í uppbyggingu þorskstofnsins. Veiðistofn þorsks, sem var skv. mati Hafrannsóknar- stofnunarinnar, kominn niður fyrir 600 þúsund lestir, hefði vaxið um nálægt 50% á örfáum árum og nálg- aðist nú 900 þúsund lestir. „Við höfum sett okkur markmið um að byggja veiðistofn þorsks upp í um eina og hálfa milljón tonna þannig að árleg þorskveiði geti verið meiri en 300 þúsund lestir. Reglan um að veiða árlega 25% af veiðistofni er í samræmi við þessi markmið. Við höfum hinsvegar gert okkur grein fyrir því að ef þessi markmið ættu að ganga eftir, þyrfti nýliðun að takast betur en undanfarin ár. Það eru því stórkostlegar fréttir að seiða- talningin í sumar hafi gefið mjög góða niðurstöðu, þá bestu raunar frá 1984 og þá íjórðu bestu síðan mæl- ingar hófust árið 1970. Þótt enn sé of snemmt að spá um þann þorskár- gang sem upp af þessum seiðum muni vaxa, þá gefur þetta von um að stofninn geti náð þeirri stærð sem Úr 8.300 tonnum í rúm 50 þúsund tonn „í ársbyijun 1984 var, skv. reglu- gerð sjávarútvegsráðherra, smá- bátaflotanum heimilt að veiða af hátt í 300 þúsund tonna heildarafla þorsks, heil 8.300 tonn og sáralítið af öðrum tegundum. Á síðasta fisk- veiðiári veiddi hinsvegar smábáta- flotinn rúm 50 þúsund tonn af 182 þúsund tonna heildarafla þorsks og umtalsvert magn af öðrum tegund- um, t.d. u.þ.b. fjórðung af steinbíts- afla landsmanna. Það er óneitanlega fróðlegt að velta því upp hver staðan væri ef smábátaflotinn hefði verið höndlað- ur á sama hátt og aðrir útgerðar- hópar allt frá árinu 1984. Sé gert ráð fyrir að ekki einn einasti smá- bátur hefði verið seldur út úr flotan- um, má gera ráð fyrir því að hann hefði fengið úthlutað í byrjun ný- hafins fískveiðiárs rúmum sex þús- und tonnum af þorski og nánast engu af öðrum tegundum. Sé á hinn bóginn gert ráð fyrir því að smá- bátaflotinn hefði horfið af sjónar- að er stefnt. Útlitið væri þá almennt í þá veru að útgerðarmenn króka- báta, eins og annarra báta á þorsk- veiðum, gætu búist við áframhald- andi stíganda í veiðiheimildum. Við 350 þúsund lesta heildarafla væri veiðiheimild krókabáta t.d. orðin nálega 50 þúsund lestir auk þess sem þeir njóta frelsis í veiðum á öðrum tegundum." Ekki hægt að gera allt fyrir alla Þrátt fyrir verulega hlutdeild krókabáta í heildarafla, mátti öllum þeim, sem til þekktu, vera ljóst að ekki væri hægt að gera allt fyrir alla, eins og ráðherrann komst að orði, og endurspeglaðist það nú í mismunandi stöðu hjá krókabátum. Undanfarna mánuði hafa átt sér stað viðræður milli ráðuneytis og LS um þá stöðu mála sem upp er komin hjá útgerðarhópum innan fé- lagsins. Þorsteinn sagði að ekki væri tímabært að skýra frá því í smáatriðum hvaða breytingar ráðu- neytið teldi koma til greina, en m.a. hefur verið rætt um hvernig auð- velda megi krókabátum á sóknar- dögum aðlögun að veiðiheimildum sínum, óskir LS um rýmkaðar fram- salsreglur veiðiheimilda innan þor- skaflahámarksins og óskir um að- gerðir til að styrkja stöðu aflamarks- smábáta. sviðinu í sama hlutfalli og sá hluti smábátaflotans sem settur var inn í aflamarkskerfið í ársbyijun 1991, sem hlýtur að teljast harla varlega áætlað, hefðu um 200 trillur fengið úthlutað 1. sept. sl. um tvö þúsund tonnum af þorski." Barátta stórfyrirtækja og einstaklingsútgerðar Arthur velti þeirri spurningu upp hvers vegna löggjafinn hafi ekki í eitt skipti fyrir öll getað gengið frá málefnum smábáta fyrir löngu þar sem að hann hafí þurft að koma að þessum málaflokki æ ofan í æ og án efa mætti flokka málefni smábátaflotans sem eitt erfiðasta viðfangsefni stjórnvalda frá því að kvótalögin voru staðfest á Alþingi 1984. Megin ástæðurnar, að mati Arth- urs, eru þær að málið er í senn hápólitískt og þverpólitískt. Fisk- veiðarnar og nýting móðurauðlind- arinnar tvinnaðist djúpum tilfinn- ingalegum böndum veiðimanna- samfélagsins við umhverfi sitt. „Þetta er baráttan um fiskinn. Þetta er barátta pólitískra stefnumark- miða. Þetta er baráttan milli hag- fræðikenninga. Þetta er barátta milli stofnanavísinda og almanna- þekkingar og ekki síst er þetta baráttan milli stórfyrirtækjanna og einstaklingsútgerðarinnar. Mitt í þessum hrunadansi stiklar löggjaf- arsamkoman." ÞESSI suður-kóreska hnáta var hvergi bangin við bolabítana tvo, enda voru þeir vinalegir. Það færist nú í vöxt í Suður-Kóreu MAKAH-indjánar í Bandaríkjunum Tsjukotka-inúítar í Rússlandi hlutu í gær samþykki Alþjóða hvalveiði- ráðsins fyrir því að hefja aftur hval- veiðar sér til viðurværis samkvæmt æfafomri hefð, að því er bandarísk- ir embættismenn sögðu. Aðildarríki ráðsins samþykktu sameiginlega beiðni Bandaríkja- manna og Rússa um 620 hvala kvóta til fimm ára, bæði á sand- lægju og Grænlandssléttbak . Er þetta samkvæmt skilgreiningu ráðs- ins á nauðsynjaveiðum frumbyggja. Makah-indjánar búa í Washing- tonríki á vesturströnd Bandaríkj- anna, og samkvæmt samþykki ráðs- ins fá þeir að veiða 20 hvali, eða fjóra á ári. Fulltrúar náttúruvernd- arsamtaka og margir stuðnings- manna Bandaríkjanna í ráðinu segja að Makah-indjánamir, sem ekki hafa veitt sandlægju í rúm 70 ár, fullnægi ekki skilyrðum ráðsins um nauðsynjaveiðar frumbyggja sem lifi á hvalkjöti. Aðrir gagnrýndu Bandaríkja- menn fyrir að tengja beiðni sína beiðni hinnar fátæku Tsjukotka-inú- ítaþjóðar í Síberíu, og vildu að texta samþykktarinnar yrði breytt og tek- ið fram að kvótinn væri til handa frumbyggjum sem samþykkt hafi verið að þurfi hvalkjöt til fram- færslu. Bandaríkjamenn reyndu að fá þennan kvóta samþykktan af ráðinu í fyrra, en tókst ekki. Samkvæmt sáttmála frá 1855 ber bandarískum stjómvöldum að tryggja Makah-indj- ánunum rétt til að veiða hval, líkt og forfeður þeirra hafa gert í 1500 ár. Sandlægja var í útrýmingarhættu fyrr á öldinni, en stofninn er talinn hafa náð sér á strik og telji nú um 21 þúsund við vesturströnd Banda- ríkjanna. Sandlægja var tekin af lista Bandaríkjamanna yfír tegundir í út- rýmingarhættu 1994. Tsjukotka-inúítar hafa átt veru- Iega undir högg að sækja eftir að að fólk taki sér hunda fyrir gælu- dýr, en margt fólk þar í landi ku hingað til fyrst og fremst hafa litið á hunda sem mat. Sovétríkin liðu undir lok og hafa farið fram á leyfí til veiða á Græn- landssléttbak. Ætla þeir að leita eftir tækniaðstoð frá Alaska-inútít- um. Hvalveiðiráðið samþykkti veið- ar á 280 hvölum á fímm árum, og er þess vænst að af þeim fái Tsju- kotka leyfi til að veiða tuttugu. Bermúdaskálin Norðmenn með forustu NORÐMENN tóku í gær for- ustu í undankeppni heims- meistaramótsins í brids, þar sem keppt er um Bermúda- skálina. Mótið er haldið í Hammamet í Túnis. Að loknum 10 umferðum af 17 í undankeppninni höfðu Norðmenn 192 stig en A- og B-sveit Bandaríkjanna komu næstar með 189 og 185 stig. í næstu sætum voru Pólverjar, Ástralar, ítalir, Frakkar og Kínveijar en átta þjóðir kom- ast áfram í úrslitakeppnina sem hefst á laugardag. Norðmenn unnu í gærmorg- un stórsigur á Aströlum, 24-6. í ástralska liðinu er eina konan í keppninni um Bermúdaskálina, Carole Roth- field. Hún spilar við eiginmann sinn, Jessel, sem jafnframt er elsti þátttakandinn í mótinu, 79 ára gamall. í Túnis er einnig keppt um heimsmeistaratitil kvenna í brids og að loknum 10 umferð- um í undankeppni voru A- og B-sveit Bandaríkjanna, Frakk- ar og Þjóðveijar í efstu sætum ásamt Bretum, Kanadamönn- um, Hollendingum og ítölum. Arthur Bogason, formaður LS Erum að glíma við öflug hagsmunasamtök Frumbyggjar fá hvalveiðikvóta Mónakó. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.