Morgunblaðið - 24.10.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.10.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 29 LISTIR Gjár og gjótulíf í Galleríi Fold ELÍN G. Jóhannsdóttir opnar mál- verkasýningu í baksal Gallerís Fold- ar við Rauðarárstíg á morgun, laug- ardag kl. 15. Sýninguna nefnir • listakonan Gjár og gjótulíf. í kynningarhorninu verða sýndar • pastelmyndir Söru Vilbergsdóttur. Þetta eru myndskreytingar við barnabókina Músa-Mús sem ný- komin er út. Elín G. Jóhannsdóttir útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1996. Hún stund- aði áður nám við Kennaraháskóla íslands og við myndmenntadeild sama skóla. Ennfremur stundaði Elín nám við Statens lærerhögskole i forming í Ósló, Noregi. Þetta er þriðja einkasýning Elínar en hún hefur ennfremur tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Sara Vilbergsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og framhaldsnám við Statens Kunstakademi í Ósló, Noregi. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnu- daga frá kl. 14-17. Hörður Torfa heldur tónleika í Skemmtihúsinu SÖNGVASKÁLDIÐ Hörður Torfa hefur gefið út textabók sem hann nefnir YRK. Bókin inniheldur 30 texta Harðar og er viðfangsefnið margvíslegt. Hörður hefur flutt marga þessara texta á tónleikum undanfarin ár en ætlar nú, vegna útkomu bókarinnar, að einbeita sér eingöngu að innihaldi hennar á tón- leikum sem hann mun halda í kvöld, föstudag kl. 21, í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22. Leikarahjónin Erlingur Gíslason og Brynja Benediktsdóttir hafa boð- ið Herði að halda þrenna tónleika fyrir jól í æfingasal þeirra á Laufás- vegi 22, og eru tónleikarnir í kvöld þeirra fyrstu. Schubert o g Tsjaikovski í salMH FYRSTU tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári, verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð, sunnudaginn 26. október og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskrá eru Sinfónía nr. 3 í D-dúr D. 200 eftir Franz Schubert og Sinfónía nr. 2 í c-moll op. 17, „Litla rússneska" eftir P.I. Tsjai- kovski. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar er Kjartan Öskarsson. Aðgangs- eyrir að tónleikunum er kr. 500. „Farðu og sjáðu“ í bíósal MÍR VERÐLAUNAMYND rússneska leikstjórans Elíms Klimovs verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15. Myndin heitir „Farðu og sjáðu“ (Idí í smotrí), oft nefnd „Komdu og sjáðu“ (Come and see). Myndin var gerð árið 1985 og segir frá ógnarverkum þýska innrásarhersins í Hvíta-Rússlandi á árinu 1942 og örlögum íbúa eins ijölmargra bændaþorpa sem nas- istar brenndu til grunna á stríðsár- unum. Myndin er með enskum texta. Tryggjum okkar fuftt Kosningaskrifstofa í Templarahöllinni, Eiriksgötu 5, símaröól 4848 - Opin virka daga kl. 17-21 og um helgar kl. 14-19 VÍð þimFuM MANN MEÖ REyNslll í boRqARSTjÓRN Prófkjör sjólfstæðismanna í Reykjavík er dagana 24.-25. október Snorri Hjaltason Formaður Fjölnis Sceti íþróttafólk í Reykjavík Snorri Hjaltason Maður með reynslu ..úr íþróttastarfi ..úr atvinnulífinu ..úr stiórnmálum ..af félagsmálum ..af verkalýðsmálum Við undirritað forystufólk í íþróttahreyfinguni skorum á alla þátttakendur íprófkjöri sjálfstœðisflokksins í Reykjavík að Ijá Snorra Hjaltasyni atkvœði sitt í 5. sœti listans. Forystufólk í íþróttahreyfingunni fagnar framboði Snorra Hjaltasonar í 5. sceti við prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Snorri hefur unnið mikið og ötult starf við uppbyggingu íþrótta- og ungmennnastarfs í höfuðborginni sem hefur skilað glœsilegum árangri. Þáttur íþrótta í uppeldi barna og ungmenna er ómetanlegur og öflug íþróttafélög vinna mikilvœgt starf í þágu œskulýðsmála sem kemur jafnt einstaklingum sem öllu Það er mjög mikilvœgt að íþróttahreyfingin í höfuðborginni eigi öflugan málsvara innan borgarstjórnar svo tiyggja megi áframhald á uppbyggingu og kraftmiklu starfi hreyfingarinnar. Með því að velja Snorra Hjaltason í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins er um leið verið að tryggja að íþróttirfái verðugan sess í stefnumótun borgarinnar. í baráttunni við vímuefni ogýmsar aðrar hættur sem steðja að unglingum nútímans er þátttaka í íþróttastarfi ómetanleg. Æskulýðurinn er dýrmætasta eign okkar allra og með því að stuðla að heilbrigðu lífi barna og unglinga erum við að byggja upp betra og Ellert B. Scram "Ég treysti honum til að starfa í þágu œskulýðs- og íþróttamála og hvet aðra til að styðja Snorra" Eggert Magnússon "Snorri er maður sem við þurfum í sóknarleikinn í Reykjavík" Einar Þorvarðarson "Flann er maður sem hittir í mark" Þorbjörn Jensson "Við þurfum harðduglegan þaráttujaxl í borgarstjórn" - X '/ djtiM Blað allra landsmanna! -kjarni malsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.