Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 33
32 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRSKURÐUR EVR- ÓPUDÓMSTÓLSIN S SKÖMMU eftir gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið árið 1994 hóf kaupmaður í Suður- Svíþjóð, Harry Franzén, sölu á víni í verslun sinni. Yfir- völd gripu líkt og búist var við í taumana og gefin var út ákæra á hendur kaupmanninum fyrir að brjóta lög um einkasölu sænska ríkisins á áfengi. Franzén taldi hins vegar að með aðildinni að EES stæðust ákvæðin um einka- sölu ekki lengur. Árið 1995 fengu Svíar og Finnar form- lega aðild að Evrópusambandinu. Héraðsdómurinn í Landskrona, sem fékk málið til með- ferðar, óskaði eftir áliti Evrópudómstólsins í Lúxemborg og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að einkasala á áfengi í Svíþjóð stangist ekki á við þær greinar Rómarsátt- málans, sem vísað var til. Lögmaður Franzéns hafði fyrst og fremst byggt mál sitt á 30. grein sáttmálans, þar sem kveðið er á um að ekki megi setja hömlur á innflutning frá öðrum aðildarríkjum og 37. grein, þar sem tekið er fram að ekki megi mismuna íbúum annarra aðildarríkja. Sænsk stjórnvöld lögðu hins vegar áherslu á að einkasal- an væri liður í hinni almennu heilbrigðisstefnu Svíþjóðar. í rökstuðningi sínum byggir dómstóllinn ekki á þeim röksemdum sænskra yfirvalda að heilbrigðissjónarmið réttlæti ríkiseinokun. Dómararnir vísa hins vegar til fyrri úrskurða um að ekki sé ástæða til að afnema ríkiseinka- sölu að því tilskildu að eðlilegra viðskiptasjónarmiða sé gætt við skipulag hennar og rekstur. Ber þar hæst að ekki megi mismuna einstökum framleiðendum á grund- velli þjóðernis. Á grundvelli ítarlegrar greiningar á rekstri sænsku einkasölunnar, Systembolaget, er það niðurstaða dómar- anna að fyrirkomulagið standist eðlileg viðskiptasjónar- mið og mismuni ekki. Þó er gerð athugasemd við reglur um heildsöluleyfi vegna áfengisinnflutnings, sem gerð er krafa um í Svíþjóð og raunar á hinum Norðurlöndunum. Mál sænska kaupmannsins og niðurstaða Evrópudóm- stólsins snýr ekki einungis að Svíþjóð heldur einnig ESB- ríkinu Finnlandi og EES-ríkjunum Noregi og íslandi. Frá gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæð- ið árið 1994 hafa þegar verið gerðar töluverðar breyting- ar á fyrirkomulagi áfengissölumála á íslandi. Innflutning- ur og heildsala á áfengi var gefin frjáls árið 1995 og tek- ið hefur verið upp nýtt fyrirkomulag varðandi tegundaval í verslunum ÁTVR. Það liggur beint við að sú nefnd, er nú vinnur að tillög- um um framtíðarfyrirkomulag áfengissölu, taki mið af forúrskurði Evrópudómstólsins, sem og ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins frá í júní í svipuðu máli norsku einka- sölunnar. Skipulag þessara mála á íslandi er um margt ólíkt því sem raunin er í Svíþjóð. Úrskurðurinn hlýtur að knýja fram athugun á því hvort eðlilegra viðskiptasjónar- miða sé gætt við áfengissölu á íslandi. MILLI STEINS OGSLEGGJU LAUNANEFND sveitarfélaga gerði kennurum tilboð í fyrradag, sem fól í sér 27,7% meðaltalshækkun launa og 4,5 milljarða króna útgjaldaauka á samningstímanum. Kennarar svöruðu með gagntilboði, sem metið er til um 40% hækkunar á sama tíma. Um það bil 40 þúsund grunn- skólanemendur eru á milli steins og sleggju deiluaðila þessa dagana. Hugsanlegt kennaraverkfall bitnar hvað verst á þeim. Kennaraverkfall, ef af því verður, sliti í sundur eðlileg- an námsferil barna og unglinga á viðkvæmu mótunar- stigi, með ófyrirséðum afleiðingum. Það kæmi og illa við heimilin í landinu og væntanlega einnig vinnustaði for- eldra. En það er fyrst og síðast lagalegur og siðferðilegur réttur ungviðisins til nauðsynlegs náms og eðlilegs þroska sem ekki má horfa fram hjá á lokastigum þessarar við- kvæmu deilu. Deiluaðilar eru eindregið hvattir til að brúa það bil, sem enn er óbrúað, og leysa málið með gagn- kvæmri sanngirni. Verkfall yrði dýrasti og versti kostur- inn bæði fyrir deiluaðila og þá 40 þúsund grunnskólanem- endur, sem eiga mikið í húfi. Ríkiseinkasala áfengis verð- ur að líkja eft- ír markaðnum Efbir að hafa faríð rækilega í saumana á fyrirkomulagi áfengissölu í Svíþjóð kemst Evrópudómstóllinn að því að hún standist gagnvart Rómarsáttmálanum. Páll Þór- hallsson fjallar um dóminn. ÞAÐ var handagangur í öskjunni er kaupmaðurinn Harry Franzén hóf vínsölu í búð sinni í kjölfar EES-aðildar Svíþjóðar árið 1994. Vínsala Franzéns lagði grunninn að prófmáli fyrir Evrópudómstólnum um lögmæti áfengiseinkasölu. Jónas Fr. Jónsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands Dómur ekki byggður á heilbrigðisrökum Kjör sauðfjárbænda versnuðu í fyrra og staða greinarinnar er alvarleg Ganga á eignr sínar og auka skuldir Eigið fé sauðfjárbúa rýmaði um rúmlega 1,7 milljarða á sl. sex árum og skuldabyrði bú- anna jókst úr 69% í 93% af veltu á sama tíma, Heildartekjur framleiðenda sauðfjárafurða drógust saman um tæp 30%frál991. Þetta kemur fram í nýjum úttektum á stöðu og þróun sauðij árbúskapar. Ómar Fríðriksson kynnti sér niðurstöðurnar. DÓMSTÓLL Evrópusam- bandsins í Lúxemborg kvað í gær upp forúrskurð í máli sem varðar sænsku ríkiseinkasöluna á áfengi (Systembo- laget). Taldi dómstóllinn að ríkiseinka- sala í sjálfu sér eins og hún er fram- kvæmd í Svíþjóð stríddi ekki gegn Rómarsáttmálanum, stofnsáttmála Evrópusambandsins. Hins vegar færu sænsk iög, sem mæla fyrir um að inn- flytjendur áfengis skuli sækja um leyfi sem einungis er veitt að uppfylltum ströngum skilyrðum, í bága við Rómar- sáttmálann. Málavextir eru þeir að Svíi, Harry Franzén að nafni, var ákærður fyrir brot á sænskum lögum með því að hafa selt áfengi sem keypt var erlend- is eða af Systembolaget án þess að hafa tilskilið lejrfi til þess. Dómstóllinn sem fór með málið, Landskrona Tingsrátt, leitaði forúrskurðar hjá Evr- ópudómstólnum um það hvort rík- iseinkasala á áfengi stæðist gagnvart Rómarsáttmálanum. Rækileg skoðun í dómnum er rækilega farið í saum- ana á fyrirkomulagi ríkiseinkasölunnar í Svíþjóð. Notaður er sá mælikvarði hvort fyrirkomulagið mismuni erlend: um og innlendum framleiðendum. í fyrsta lagi skoðar dómstóllinn í því sambandi hvemig val á áfengistegund- um fer fram. Samkvæmt samningi milli sænska ríkisins og Systembolaget skal valið byggjast á gæðum vörunn- ar, hugsanlegum heilsuspillandi áhrif- um, eftispum neytenda og viðskipta- legum eða siðferðilegum sjónarmiðum. Þetta eru að mati dómstólsins hlutlæg viðmið óháð uppruna tegundanna. Áhersla er lögð á að framleiðendur geti komið vöm sinni á framfæri þótt Systembolaget kjósi að hafa hana ekki á lager. Ennfremur eigi framleiðendur rétt á því að ákvarðanir sem þá varða séu rökstuddar og skjóta má þeim til óháðrar úrskurðarnefndar. I öðra lagi tekur dómstóliinn á því hvernig sölu- og dreifingarkerfið er uppbyggt. Fram kemur að vínbúðir eru ekki á hverju horni í Svíþjóð en þó í velflestum sveitarfélögum landsins. Telur dómstóllinn að þótt fjöldi búð- anna sé takmarkaður þá sé ekki svo langt gengið að neytendur eigi erfitt með að sjá sér fyrir nægilegu magni af áfengi. Er þess getið í þvf sam- bandi að Systembolaget hafi áform um að koma upp útsölu í þeim sveitarfélög- um sem enn era búðarlaus þegar árið 1998. í þriðja lagi rannsakar dómstóllinn hvemig framleiðendur geti komið nýrri vöra á framfæri. Fram kemur að ekki sé í málinu deilt um gildi banns sænskra laga við áfengisauglýsingum. Hins vegar liggi fyrir að ritað auglýs- ingaefni megi vera á sölustöðum áfengis og fjalla má um allar áfengis- tegundir í blaðagreinum. Samkvæmt samningi sínum við sænska ríkið beri Systembolaget að kynna nýjar vörar fyrir neytendum og sé það gert með mánaðarlegu fréttabréfi og upplýsing- um til víngagnrýnenda fjölmiðlanna. Dómur EFTA-dómstólsins Sú spuming vaknar auðvitað við þennan dóm hvort hann hafí þýðingu hér á landi þar sem ríkiseinkasala áfengis er einnig við lýði. 30. gr. Róm- arsáttmálans um bann við magntak- mörkunum innflutnings og 36. gr. um að ríkiseinkasölur skuli ekki mismuna viðskiptavinum eftir þjóðemi eiga sér fullkomna samsvörun í 11. og 16. gr. EES-samningsins. Dómstóll Evrópu- sambandsins var því að skýra réttar- reglur sem gilda hér á landi. Jafnvel þótt niðurstaðan sé sú að ríkiseinka- sala standist í sjálfu sér þá er ljóst að það er vegna þess að Svíar hafa séð til þess að Systembolaget starfar með þeim hætti að ekki sé hætta á óhæfi- legri mismunun. Það era því þessi skil- yrði sem era lærdómsrík þegar hugað er að því hvort áfengissala hérlendis myndi einnig standast þessar kröfur. Hins vegar verður að hafa í huga að EFTA-dómstóllinn fj'allaði um svipað álitaefni í ráðgefandi áliti frá 27. júní 1997. Þar skýrði EFTA-dómstóllinn þær reglur EES-samningsins sem fyrr var getið að beiðni héraðsdóms Óslóar vegna dómsmáls sem reis út af þeirri mismunun norska áfengissölukerfisins að ríkiseinokun er á sölu bjórs sem er sterkari en 4,75% en ekki bjórs sem er veikari. Þegar þessir dómar eru bornir saman verður ekki betur séð en í báðum séu mjög svipaðar kröfur gerð- ar til ríkiseinkasölunnar um að hún virki eins og eftirlíking af markaðnum, eins og það er orðað í dómi EFTA-dóm- stólsins. Til dæmis kemur fram það sjónarmið hjá EFTA-dómstólnum að útilokað sé að koma nýrri erlendri vöra á markað á jafnréttisgrandvelli án þess að mega kynna hana. í framhaldi af þessum dómum hljóta að koma til skoðunar reglur og fram- kvæmd ríkiseinkasölu áfengis hér á Iandi. Þannig verður að efast um að ákvæði 10. gr. áfengislaga nr. 82/1969 um að ekki séu áfengissölur í sveitarfé- lögum með færri en 1.000 íbúa, auk fleiri skilyrða, standist kröfur Evrópu- réttarins um skilvirkt dreifingarkerfi sem nái til allra landsmanna. Banni við áfengisauglýsingum er væntanlega ekki haggað með þessum dómum en þó má ekki ganga svo langt að ekki megi fjalla um áfengi í blaðagreinum eins og 16. gr. a áfengislaganna gefur tilefni til að ætla, sbr. ummæli dóm- stóls Evrópusambandsins um að Sy- stembolaget kynni nýjar vörur í frétta- bréfi og komi upplýsingum til víngagn- rýnenda flölmiðla. Þá er athyglisvert að gerðar era kröfur um að framleiðendur áfengis geti skotið ákvörðunum ríkiseinkasöl- unnar sem þá varða um að hafa ekki vörana á boðstólum til úrskurðamefnd- ar. Spurning er hvort ekki þurfi að koma slíku kerfi á fót hérlendis því þótt menn eigi væntanlega aðgang að dómstólum með kröfur sínar er þar vart um nægilega skilvirka réttarvemd að ræða á þessu sviði. „Það sem mér þykir merkilegast við þennan úrskurð er að hann er ekki reistur á heilbrigðisrök- um, heldur er um að ræða túlkun á grein í Rómarsáttmálanum, sem er einnig að finna í EES-sáttmá- lanum, sem heimilar ríkiseinka- sölur, svo framarlega sem starf- semi þeirra byggist á viðskipta- sjónarmiðum, hún mismuni ekki eftir þjóðerni eða hindri fijálst flæði vöru á milli aðildarríkja," segir Jónas Fr. Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að einkasölukerfið í Svíþjóð hindri ekki frjálsa flæðið og mismuni ekki eftir þjóðerni. Þar af leiðandi þarf hann ekki að ræða þá spurningu sem kæmi upp ef einkasalan stæði í vegi fyrir þessu sem er hvort að rétt- læta mætti hindrunina með heil- brigðisrökum. Þetta virðast margir hafa misskilið." Þá telur Jónas úrskurðinn merkilegan fyr- ir þær sakir að halda mætti að einkasölurnar hindruðu markaðs- aðgang en dómstóllinn telji svo ekki vera. „Evrópurétturinn er hlutlaus hvað rekstrarformið varðar, það er eftirlátið einstökum ríkjum að ákveða. Því blasir við sú pólitíska spurning hvort það sé skynsam- legt að hið opinbera reki áfengis- einkasölu?“ segir Jónas. Jónas nefnir nokkur dæmi úr sænsku einkasölunni sem dómur- inn telur skilyrði þess að við- skiptasjónarmið séu í gildi en séu fyrir hendi hér á landi. „Hægt er að áfrýja til hlutlausrar nefnd- ar ákvörðunum um val á þeim tegundum sem í boði eru. Hér er ekki fyrir hendi slík áfrýjunar- leið. Þá eiga þau sveitarfélög sem vilja áfengisútsölu rétt á slíku. Búist er við að á næsta ári hafi hvert sveitarfélag í Svíþjóð áfengisverslun. Eigi að heimfæra þetta upp á Islandi ætti að tryggja hveijum kaupstað áfengisútsölu. Ætlar ríkið að taka að sér að setja upp fleiri verslanir? Áð siðustu má nefna markaðs- kynningu á áfengi. Nýjar tegund- ir eru kynntar í áfengisverslunum og í fjölmiðlum í Svíþjóð. Það er ekki gert hér á landi og þyrfti að skoða.“ Jónas væntir þess að dómurinn hafi fordæmisgildi hér á landi þar sem uppfylla megi áðurnefnd skilyrði sem dómurinn telji nauð- synleg. Verslunarráð muni fylgja því fast eftir. Eftir sem áður silji menn uppi með spurninguna hvort það sé hlutverk ríkisins að reka verslanir? Verslunarráðið telji óskynsamlegt að ríkið stundi verslunarrekstur með áfengi og eigi að losa sig út úr þessum rekstri. FRAMLEIÐSLA kindakjöts dróst saman um 1.178 tonn á sex ára tímabilinu 1991 til 1996 eða um 12,7%. Reiknað á föstu verðlagi fengu bænd- ur tæplega 1,5 milljörðum kr. minna í sinn hlut á árinu 1996 samanborið við árið 1991. Til viðbótar þessari framleiðsluskerðingu var raunlækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda 11,2% á sama tímabili. Heildartekjur fram- leiðenda sauðfjárafurða drógust sam- an um tæp 30% frá 1991. Afkoma sauðfjárbænda hefur farið versnandi ár frá ári frá árinu 1992 og hélt áfram að versna á síðasta ári. Þó hefur heldur hægt á afkomur- ýrnuninni, sem talið er geta bent til þess að botninum hafi verið náð á árinu 1996. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Hagþjónustu land- búnaðarins um þróun sauðfjárbúskap- ar 1991-1996, sem unnin var að ósk Egils Jónssonar stjómarfomanns Byggðastofnunar. I annarri nýrri skýrslu þróunarsviðs Byggðastofnunar, um stöðu sauðfjár- ræktarinnar, sem unnin var fyrir stjórn stofnunarinnar, kemur fram að markaðshlutdeild kindakjöts féll úr 67% á árinu 1983 í 42% á árinu 1996, sem er tæplega 4 þúsund tonna sam- dráttur. „Lítil framleiðni og takmörkuð verðmætasköpun er verulegt vanda- mál í sauðfjárrækt. Á landssvæðum þar sem sauðfjárrækt vegur þyngst fækkaði íbúum úr 6.438 í 5.945 eða 7,6% frá 1991-1996. Gert er ráð fyr- ir að fólki hafi fækkað um 8% til við- bótar eftir 5 ár ef svo fer fram sem horfir," segir í skýrslu Byggðastofn- unar. Kindakjötsframleiðslu hætt á 364 hreinum sauðfjárbúum Fram kemur í úttekt Byggðastofn- unar að kindakjötsframleiðslu var hætt á 364 hreinum sauðfjárbúum á tímabilinu 1991-1996 en þrátt fyrir fækkun sauðfjárbænda hafa bú fárið minnkandi. Á verðlagsárinu 1994/1995 voru tæp 90% hreinna sauðfjárbúa orðin undir 300 ærgiid- um. Þá er vísað til upplýsinga um að einn af hverjum þremur sauðfjár- bændum telji líklegt að búskapur legg- ist a.f þegar hann hættir búskap. Á árinu 1991 skiluðu sauðljárbúin að meðaltali 1.190.000 kr í hagnað fyrir laun en á árinu 1996 var hagn- 1 aðurinn kominn niður í 638.000 kr. og hafði þannig dregist saman um 552.000 kr. eða um 46,4%. Launa- greiðslugeta búanna féll á sama tíma- bili úr 1.354.000 kr. í 880.000 kr. Af 1.568 sauðfjárbændum höfðu 613 litlar eða engar launatekjur utan bús á árinu 1994. Meðaltekjur þeirra skv. útreikningum á framlegð búrekstrar- ins tih launa vora að meðaltali 664 þúsund kr. á því ári. Eigið fé rýrnaði um 1,7 milljarða Höfuðstóll búanna rýmaði að með- altali um 1.748.000 kr. eða um 30,5% á umræddu tímabili. Eigið fé búanna dróst þannig saman að jafnaði um nálægt 300.000 kr. á hveiju ári, að því er fram kemur í úttekt Hagþjón- ustu landbúnaðarins. „Meðaltekjur sauðíjárbænda eru það lágar að þeir ganga á eignir sín- ar, jafnvel þó að þeir hafi töluverðar tekjur utan bús,“ segir í skýrslu Byggðastofnunar og í úttekt Hagþjón- ustunnar segir að sauðfjárbændur haldi búum sínum í rekstri með því að draga úr eigin neyslu, ganga á eigur sínar og auka skuldir. „Áhrif þeirra breytinga sem gerðar voru í núgildandi búvörusamningi um framleiðslu sauðfjárafurða sem undir- ritaður var í október 1995 (og tók gildi hinn 1. september 1996) eru vart eða ekki merkjanleg enn sem. komið er. Aðlögun búgreinarinnar að breyttum aðstæðum er, eðli málsins samkvæmt, fremur hæg. Þess vegna verður að reikna með að a.m.k. tvö ár verði að líða áður en áhrifa samn- ingsins gætir að fullu,“ segir í skýrslu Hagþjónustunnar. I niðurstöðum sömu skýrslu segir að eigi sauðfjárræktin að lifa sem sjálf- stæð búgrein sé nauðsynlegt að full- nýta aukna möguleika sem era í sjón- máli á erlendum mörkuðum, stækka búin, hagræða í vinnslunni, auka vöra- þróun og stuðla að meiri fullvinnslu afurða. I skýrslu Byggðastofnunar er velt upp spumingum um áframhald- andi opinberan stuðning við sauðfjár- ræktina og þar segir m.a.: „Samfélag- ið greiðir veralegar upphæðir til stuðn-" ings sauðfjárræktar í formi bein- greiðslna. Áuk þess era lagðir á háir innflutningstollar sem miða að því að hindra verðsamkeppni frá innfluttri matvöra. Ljóst er eftir langa reynslu að þessar aðgerðir hafa hvorki bætt stöðu sauðfjárbænda né samkeppnis- stöðu atvinnugreinarinnar í heild.“ Evrópudómstóllinn úrskurðar að einkasala sænska ríkisins á áfengi bijóti ekki í bága við lög ESB Breytingar aðeins á valdi sænskra stj órnmálamanna ÁFENGISEINKASALA sænska ríkis- ins stríðir ekki gegn lögum Evrópu- sambandsins en Svíar verða að rýmka reglur um kaup af innflytjendum áfengis. Þessi er í stuttu máli niður- staða Evrópudómstólsins í Lúxem- borg, sem feildi í gær dóm í máli lands- réttarins í Landskrona í Svíþjóð gegn kaupmanninum Harry Franzén, sem seldi léttvín og bjór í verslun sinni. Ljóst er að sænska kerfinu verður ekki breytt utanfrá, heldur aðeins með pólitískri stefnubreytingu á heimavelii. Þetta er það mat, sem flestir er tjáðu sig um dóminn í sænskum fjölmiðlum í gær lögðu á afleiðingar hans en skoð- anakannanir undanfarið hafa sýnt vaxandi stuðning sænsks almennings við fijálsa sölu áfengis. Því er ljóst að niðurstaðan er mörgum Svíum von- brigði. Innflutningsreglur verði rýmkaðar Að mati dómara Evrópudómstólsins mismuna reglur áfengiseinkasölunnar sænsku um val á áfengistegundum ekki framleiðendum. Og þrátt fyrir að fjöldi áfengisútsala sé takmarkaður, komi það ekki í veg fyrir að almenning- ur geti nálgast áfengi. Hins vegar gerir dómstóllinn kröfu um að sænsku reglunum um það hveij- ir megi flytja inn áfengi verði breytt. Svíar hafa borið því við að takmarka verði fjölda innflytjenda, sem nú eru um 200, því að annars verði hann óviðráðanlegur og geymslu- og sölu- rými verslananna sé takmarkað. Á það fellst dómstóllinn ekki. Þetta þýðir m.a. að innflutnings- leyfi, sem hingað til hafa kostað 25 þúsund sænskar krónur, um 250.000 ísl. kr., verða að öllum líkindum af- numin. Það var árið 1994 sem sænski kaup- maðurinn Harry Franzén fékk nóg af því að þurfa að panta áfengi í pósti eða aka 40 km leið að næstu áfengi- seinkasölu. Hann bauð yfirvöldum birginn og hóf að selja léttvín og bjór í verslun sinni. Lögreglan stöðvaði söluna og dómstóll í Landskrona höfð- aði mál á hendur Franzén, sem hélt þvi fram að einkaréttur sænska ríkis- ins til sölu á áfengi stæðist ekki lög Evrópusambandsins, sem Svíar gengu í 1995. Kaupmaðurinn varð nánast að þjóð- hetju í augum margra Svía og réttur- inn í Landskrona ákvað að skjóta málinu til Evrópudómstólsins, sem nú hefur fellt dóm sinn. Dómsmálayfir- völd hafa ákveðið að taka málið gegn Franzén upp að nýju. Sjálfur telur Franzén að unnist hafi áfangasigur og segist munu halda baráttu sinni áfram. Frjálsleg túlkun Eftir mjög harða röksemdafærslu Danans Michael Elmers, aðallögfræð- ings Evrópudómstólsins, í vor gegn sænsku einkasölunni kemur dómurinn á óvart. Munurinn á mati Elmers og dómn- um í gær er í grófum dráttum sá að Elmer hélt sig mjög nákvæmlega við lagabókstafinn, meðan túlkun dóm- stólsins er allfijálsleg. Það hefur vakið athygli að franski dómarinn studdi mjög kröftuglega við sænska málstaðinn. Sá stuðningur hefur verið túlkaður sem svo að þar sem Frakkar viðhaldi ýmiss konar rík- iseinkarekstri hafi þeir með þessum dómi séð sér hag í því að land fengi að halda sérreglum sínum á þessu sviði. Þar sem dómar dómstólsins hafa hingað til einkennst af sömu bókstafs- trú og mat Elmers velta ýmsir því fyrir sér hvort dómurinn sé tákn um pólitískari og um leið mýkri afstöðu í framtíðinni. Það eru engar gleðifregn- ir fyrir þá sem treysta á ESB til að uppræta ríkisafskipti og aðra ósiði í efnahags- og viðskiptalífinu. í útvarpsumræðum í Svíþjóð í gær var bent á að dómstóllinn hefði ekki tekið tillit til hvort áfengiseinkasalan væri brot á 30. grein Rómarsáttmál- ans um fijálsa hreyfingu vöru um Evrópu. Því væri hugsanlegt að ein- hveijir aðilar, til dæmis vínútflytjend- ur, tækju málið aftur upp á evrópskum vettvangi og létu reyna á einmitt þessa grein sáttmálans. Morgvnbladið/Sigurður Aðalsteinsson Haustrún- ingur að hefjast Jökuldal. Morgunblaðið. BÆNDUR eru þessa dagana að hefja haustrúning á sauðfé sínu. Mikils er um vart að taka ullina af fénu áður en húsagulka og hey- moð mengar ullina því þá verður hún ekki nógu gott hráefni til vinnslu og fellur í mati og bóndinn fær ekki þá fjármuni fyrir ullina sem annars væri. Um þessar mundir er verið að taka fyrsta féð á hús svo sem ásetningslömb og veturgamalt. Það er einnig besta ^ og mýksta ullin af yngsta fénu og þessvegna er enn mikilvægara að ná henni hreinni og áður en hey fer að setjast í hana við fóðr- unina. Á myndinni sést Lilja Ola- dóttir, bóndi í Merki, rýja ullarm- ikla og vel hvíta ásetningsgimbur af Reykhólastofni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.