Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar sýnir vilja til að fjölga störfum um 535 Eftirspum eftir vinnuafli ekki jafnmikil frá Eftirspurn eftir starfsfólki í iðnaði EFTIRSPURN eftir vinnuafli hefur ekki verið jafnmikil og nú frá því í septembermánuði árið 1991 og vilja atvinnurekendur fjölga starfs- fólki um 535 manns á landinu öllu eða sem nemur 0,6% af mannafla á vinnumarkaði. Á höfuðborgar- svæðinu vildu þeir fjölga um 330 manns og um 205 manns á lands- byggðinni. Til samanburðar vildu atvinnurekendur fjölga um 85 manns á sama tíma í fyrra og kom öll sú fjölgun fram á landsbyggð- inni. Atvinnuleysi í september í ár var 3% en 3,3% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur meðal annars fram í atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í september síðastliðnum. Eftir- spum eftir vinnuafli var mest á höfuðborgarsvæðinu í þjónustu- starfsemi, samgöngum, byggingar- starfsemi og verslun og veitinga- starfsemi. Vilji til að fjölga var mestur í þjónustustarfsemi eða um 185 manns. Vilji til að fækka fólki kom helst fram á sjúkrahúsunum og var vilji til að fækka þar um 10 manns á höfuðborgarsvæðinu. Eftirspurn eftir starfsfólki á landsbyggðinni var einnig mest í iðnaði og þjónustustarfsemi og vildu atvinnurekendur fjölga í þess- um greinum um 195 manns. Þann- ig vildu þeir fjölga um 60 manns í fiskiðnaði og um 80 manns í iðnaði og var einkum um málmiðnað að ræða. Vilji til fækkunar kom mest- ur fram í samgöngum. 1991 Atvinnukönnunin er framkvæmd þrisvar á ári í janúar, apríl og sept- ember. í apríl í vor vildu atvinnurek- endur fjölga um 310 manns og fækka um 30 í janúar í vetur. Könn- unin tekur til 300 fyrirtækja í öllum atvinnugreinum nema landbúnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu, en þó nær könnunin til sjúkrahúsa. Svör bárust frá 240 fyrirtækjum og eru umsvif þessara fyrirtækja um 34% af þeirri atvinnustarfsemi sem könn- unin nær til, en hún spannar 75% af allri atvinnustarfsemi í landinu. Halldór og Davíð á fundi í Noregi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fer til Noregs síðari hluta næstu viku og mun þar hitta hinn nýja norska utanríkisráðherra, Knud Vollebæk, og sitja með honum vinnufundi. Þá er gert ráð fyrir að Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kjell Magne Bondevikt forsætisráð- herra Noregs, hittist í Osló eftir þing Norðurlandaráðs, en þá verður for- sætisráðherra á ferð í Ósló. „Já, það er rétt að ég er að fara tii Noregs á vinnufund með utanrík- isráðherra Noregs,“ sagði Halldór. „Ég er að fara á Norðurlandaráðs- þing og við komum okkur saman um það þegar við töluðum saman daginn sem stjórnin var mynduð í Noregi að við myndum halda vinnu- fund eins fljótt og auðið væri og þetta var niðurstaðan," sagði Hall- dór ennfremur. Hann sagði aðspurður að á þess- um fundi yrði farið yfir ýmis mál sem snertu báðar þjóðirnar. Þar yrðu ekki aðeins rædd ýmis samskiptamál þjóðanna, eins og uppsögn loðnu- samningsins, heldur einnig ýmis sameiginleg mál þjóðanna, eins og til dæmis Evrópska efnahagssvæðið, EFTA-samstarfið og margt fleira sem fara þyrfti yfir. Forsætisráðherra í Ósló Forsætisráðherrar Norðurlanda hittast á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki síðar í mánuðinum. Eftir þingið fer Davíð Oddsson forsætis- ráðherra til Ósló og mun flytja þar erindi um utanríkisstefnu íslands. Er gert ráð fyrir að við það tæki- færi muni forsætisráðherrar íslands og Noregs eiga með sér fund, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hellismótið Mortensen efstur DANINN Erling Mortensen var efst- ur á alþjóðlegu skákmóti Hellis með 6,5 vinninga að lokinni 8. umferð í gær. Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Öm Kárason, Helgi Áss Grétarsson og Bragi Halldórsson voru ásamt Christian Wilhelm i 6.-10. sæti með 5 vinninga. Jón Viktor sigraði Jón Árna Hall- dórsson í gær og þarf nú sigur í síð- ustu umferð til að ná öðmm áfanga að alþjóðlegum titli. Hún verður tefld i dag klukkan eitt. Morgunblaðið/Ásdís „Sveinki" kominn aftur BÖRNIN eru þegar farin að hlakka til jólanna að jólin séu framundan eru einnig farin að gerðarinnar í Hafnarstræti, en fyrir margan þó að enn séu tæpir tveir mánuðir þangað til gera vart við sig og í gær var unnið að því höfuðborgarbúann er það órækur vottur þess friðarhátíðin gengur í garð. Ýmis merki þess að koma jólasveininum fyrir í glugga Ramma- að tímabært sé að fara að hugsa til jólanna. Fjármálaráðherra um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur Á ábyrgð eigenda og stjórn- enda að áætlanir standist Hótel KEA Öllum sagt upp ÖLLU starfsfólki Hótel KEA á Akureyri, 35 manns, hefur verið sagt upp störfum og miðast uppsögnin við daginn í dag, 1. nóvember. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, segir uppsagnimar lið í endurskipu- lagningu á rekstri hótelsins. „Við erum m.a. að skoða þann möguleika að leigja frá okkur reksturinn. Ef það gerist ekki verður gripið til annarra að- gerða og starfsemi hótelsins breytt.“ Magnús Gauti sagðist vonast til þess að sem flestir starfsmenn fengju vinnu aftur. „Ég vonast til að málið skýrist á næstu dögum eða vikurn," sagði Magnús Gauti. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir í bréfi sem hann hefur ritað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra vegna fjárhags- vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur að það sé alfarið á ábyrgð eigenda og stjórnenda þess að tryggja að það sé rekið innan eigin áætlana. Bréfið er ritað vegna bókunar borgarráðs fyrr í vikunni þar sem fram kemur að Sjúkrahús Reykja- víkur skorti verulega ijármuni til reksturs í ár og einnig á næsta ári. Segir í bréfmu að ekki verði fjallað um fjárlagatillögur næsta árs þar sem þær verði áfram til umfjöllunar í fjárlaganefnd Alþingis. Hins vegar sé nauðsynlegt að fjalla um samkomulag borgarstjóra, fj ármálaráðherra og heilbrigðisráð- herra, en til þess samkomulags sé vitnað í bókun borgarráðs. Er sagt að í samkomulaginu hafi borgar- stjórinn ábyrgst að veigamiklum spamaðaraðgerðum verði hrundið í framkvæmd gegn því að ríkissjó'ður leggi fram tiltekna fjárhæð. Að- gerðimar felist meðal annars í til- flutningi og hagræðingu í rekstri tauga- og geðdeilda SHR og á skurðsviði sjúkrahússins. Ekki verði séð að borgarstjóri hafí gert minnstu tilraun til að efna samkomulagið af sinni hálfu. Sé sú staðhæfíng röng hljóti borgarstjóri að gera heilbrigðisráðherra grein fyrir hvemig að sparnaðaraðgerð- um hafi verið staðið og hverju þær hafi skilað. 232 milljóna aukafjárveiting Siðan segir að í samræmi við fyrr- greint samkomulag hafí ríkisstjórnin ákveðið að leggja SHR til 232 millj- óna króna aukafjárveitingu vegna reksturs yfirstandandi árs. „Sú fjár- hæð byggðist á eigin rekstraráætlun sjúkrahússins um fiárþörf á árinu 1997 og miðaðist við það þjónustu- stig sem forráðamenn sjúkrahússins ákváðu sjálfír. Það vekur þvi furðu að nú sé tilkynnt að 150 milljónir króna vanti til viðbótar í rekstri sjúkrahússins í ár, ekki síst í ljósi þess að það var forsenda samnings- ins að sjúkrahúsið leysti sjálft fjár- hagsvanda, sem hugsanlega kæmi fram síðar á árinu. Um það voru allir aðilar sammála þegar samning- urinn var undirbúinn.“ Þá er ítrekað að það sé alfarið á ábyrgð eigenda og stjórnenda sjúkrahússins að tryggja að það verði rekið innan marka eigin áætl- ana. „Borgarstjórinn í Reykjavík verður því að gera heilbrigðisráð- herra grein fyrir því hvernig hún byggst standa við samninginn af sinni hálfu, þegar fyrir liggur að ríkissjóður hefur gert ráðstafanir til að reiða fram fé í samræmi við samninginn." ) I > ! ! L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.