Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 49 ' Heimaþjónusta fyrir aldraða ENDURMENNTUNARSTOFN- UN Háskóla íslands og Öldrunar- j fræðafélag íslands standa að nám- ■ stefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 16. nóvember kl. 9-16 um rétt aldr- aðra til heimaþjónustu. Fjallað verður um þá þróun sem aldraðir eiga kost á að fá heim og siðfræðilegum vangaveltum um hversu langt réttur til heimaþjón- ustu nær. Fjallað verður um þau úrræði sem standa öldruðum til boða. Ýmsar stefnur, hugmynda- ■ fræði og þróun í heimaþjónustu verður kynnt og áhrif þeirra á lífs- gæði hins aldraða. Ennfremur verður fjárhagslegur ávinningur mismunandi úrræða skoðaður. Umsjón hefur Hlíf Guðmunds- dóttir, stoðhjúkrunarfræðingur á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykja- víkur. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu gerir grein fyrir lögum og LEIÐRÉTT Röng dagsetning í afmælistilkynningu DAÐI Elvar Sveinbjörnsson varð fimmtugur í gær og birtist tilkynn- ing í blaðinu af því tilefni. Hann var sagður eiga afmæli 31. septem- ber en þar átti að sjálfsögðu að i standa 31. október. Hægt er að senda honum heillaóskaskeyti í bréfsíma númer 001-760-603- 9100, en hann er staddur í Napa- dalnum í Kaliforníu. reglugerðum sem fjalla um heima- þjónustu. Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir, yfirmaður öldrunarþjón- ustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fjallar um val á úrræðum í öldrunarþjónustu. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, fjaliar um ábyrgð og hlutverk kirkjunnar gagnvart öldruðum. Karítas Ólafsdótitr og Sara Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálf- arar öldrunarlækningadeild SHR í Fossvogi, skýra frá könnun sem verið er að gera um notagildi úr- ræða sem mælt er með fyrir út- skrift af öldrunarlækningadeild. Ella B. Bjarnarson, sjúkraþjálfari í heilsugæslunni á Seltjarnarnesi, fjallar um heimsóknir til eldri borgara með tilliti til forvarna- starfs sjúkraþjálfara. Dagrún Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræð- ingur MA, fjallar um siðfræðileg gildi sem tengjast heimaþjónustu aldraðra. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri öldr- unarsviðs SHR fjallar um þróun heimaþjónustu aldraðra í öðrum löndum. Kristjana Sigmundsdótt- ir, félagsráðgjafi, fjallar um tengslanet hins aldraða og styrk- ingu þess. Sigríður Jónsdóttir, for- stöðumaður rannsóknar- og þró- unarsviðs Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, íjallar um könnun á því hvemig aldraðir vilji sjá þörfum sínum mætt þegar heilsan bilar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar. Allra heilagra messa í Breið- holtskirkju „FYRSTA sunnudag í nóvember minnumst við í lúthersku kirkjunni að fornum sið allra heilagra messu en á allra heilagra messu minnist hinn kristni söfnuður sérstaklega þeirra sem látnir eru og þakkað er fyrir líf þeirra og þjónustu. Af þessu tilefni verður á morgun sérstök messa í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14. Karlakvartett úr Kór Breiðholtskirkju syngur stólvers og tendrað verður kertaljós til minn- ingar um látna. Að messu lokinni verður síðan kaffisala í safnaðar- heimilinu til stuðnings orgelsjóði kirkjunnar en Björgvin Tómasson orgelsmiður er nú að smíða 18 radda pípuorgel sem sett verður upp í kirkjunni 1998. Það er von okkar að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunn- arar kirkjunnar hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni með okkur og styðja síðan starf safnað- arins með því að þiggja veitingar á eftir,“ segir í fréttatilkynningu. Tónlistarflutn- ingur í Lang- holtskirkju Á ALLRA heilagra messu, næsta sunnudag, er víða í kh'kjum lands- ins minnst látinna. í Langholts- kirkju verður sérstakur tónlistar- flutningur í guðsþjónustunni kl. 11 á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur en tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja tónlistar- starf í Langholtskirkju. Guðlaug Björg var félagi í Kór Langholtskirkju og lést í slysi árið 1986. Foreldar hennar og systkini stofnuðu sjóðinn til minningar um hana. Eitt af verkum sjóðsins er að greiða kostnað við tónlistarflutn- ing í messunni á allra heilagra messu, segir í fréttatilkynningu. í messunni á sunnudag leikur Hljómskálakvintettinn og verður m.a. fluttur Introitusþátturinn úr Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Kór Langholtskirkju syngur fullskipað- ur við messuna. Alþjóðleg kattasýning ALÞJÓÐLEG kattasýning verður haldin í reiðhöll Gusts í Linda hverfi í Kópavogi laugardaginn 1. nóvem- ber og sunnudaginn 2. nóvember nk. Þrír alþjóðlegir dómarar dæma á sýningunni og keppa kettimir til verðlauna báða dagana. Fjölmargar tegundir verða til sýnis, þar á meðal persneskir kett- ir, óríentalkettir, abbyssiníukettir og norskir skógarkettir að ógleymd- um ýmsum afbrigðum af íslenska húskettinum. Haldin verður kynn- ing á nýjum kattartegundum auk þess sem Kattholt mun kynna starf- semi sína. Sýningarsvæðið verður opið al- menningi frá kl. 10-18 báða dag- ana. Tónlist á „löng- um laugardegi“ Á „LÖNGUM laugardegi“ mun strengjakvartett frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík flytja kammer- tónlist fyrir gesti Súfístans og bóka- búð Máls og menningar, Laugavegi 18. Strengjakvartettinn er skipaður fiðluleikurunum Jóhönnu Ósk Vals- dóttur, Kristínu Bjömsdóttur og Álfheiði Hafsteinsdóttur ásamt sellóleikaranum Sólrúnu Sumarliða- dóttur. Kvartettinn mun leika klassíska strengjatónlist á heila tímanum frá kl. 15-17. Fyrirlestur um heimspeki SEBASTIAN Slotte, Nordplus- skiptikennari í heimspeki frá há- skólanum í Helsinski, flytur opin- beran fyrirlestur á vegum heim- spekideildar Háskóla Islands og Félags áhugamanna um heimspeki í Norræna húsinu laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið „Word Pictures and Scepticism" eða Heimsmyndir og efahyggja. í fyrirlestrinum fjallar Slotte um heimsmyndir vísindanna og tak- mörk þeirra. Hann veltir upp ýms- um spurningum um heimsmyndir okkar eins og hvort þær séu á rök- um reistar eða hluti af menningar- arfleið okkar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður haldin í Hjallakirkju sunnudaginn 2. nóvem- ber á almennum messutíma kl. 11. Slíkar guðsþjónustur eru að jafnaði einu sinni í mánuði. í guðsþjónustunni flytur hópur fólks tónlist í léttum dúr en þessi hljómsveit var stofnuð síðasta haust sérstaklega í tengslum við popp- messur í Hjallakirkju. Markmiðið er að ná til sem flestra með nýjung- um í tónlistarflutningi og söngva- valdi, segir í fréttatilkynningu. I ; i , J I I Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 3000 nv sýningarsalur ( 59.500 100x37x178 Hnota Mahónt °~i______________n ( 21.800 ) 40x40x78 Mahóní_________ Hnota Kirsuberjaviður TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.