Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 25 Deilt um merk- ingar á erfðabreytt- um matvælum ÝMSAR sojaafurðir, svo sem olía og baunir, eru fluttar hingað til lands frá Bandaríkjunum en þar eru ekki gerðar kröfur um sérmerkingar á erfðabreyttum matvælum, eins og tíðkast í Evrópu. Líklegt er því að mati Jóns Gíslasonar forstöðumanns matvæla- og heilbrigðissviðs Holl- ustuverndar ríkisins, að erfðabreytt- ar sojaafurðir fáist á markaði hér. „í Bandaríkjunum er erfðabreytt vara í frumframleiðslu, svo sem maís eða sojabaunir, ekki aðgreind frá vöru sem framleidd er með hefð- bundnum hætti. Sojaafurðir þaðan eru seldar hér á landi sem samsett fæða en einnig sem hráefni til iðnað- ar, til dæmis er sojaprótein notað í framleiðslu á unnum kjötvörum. Markaðshlutdeild erfðabreyttra sojabauna í Bandaríkjunum hefur aukist mikið undanfarið, úr um 2% í fyrra, i um 15% í ár. Bandarískir framleiðendur hafa þó gert það að eigin frumkvæði að merkja eigin vörur eins og tómata og á markaði í Englandi eru til dæmis sérmerktar erfðabreyttar tómatafurðir frá Bandaríkjunum.“ Erfðatækninni hefur fleygt hratt fram á undanförnum árum en hún hefur meðal annars verið notuð í matvælaframleiðslu, svo lífverur dafni vel í breyttu umhverfi, vaxi hraðar, framleiði meira og þoli skað- leg skordýr og eiturefni. Mun ESB ganga lengra í merkingarkröfum? Reglur gilda víða í Evrópu um merkingar á erfðabreyttum matvæl- um og í vor samþykkti Evrópusam- bandið reglugerð um nýfæði sem tekur meðal annars til erfðabreyttra matvæla og merkinga á þeim. Hún hefur verið mjög umdeild en ýmis Evrópulönd og neytendasamtök telja nauðsynlegt að ganga mun lengra í merkingum en reglugerðin kveður á um. Hérlendis gilda engar slíkar regl- ur en líklega verður reglugerð ESB tekin inn í íslenska matvælalöggjöf á grundvelli samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið, að sögn Jóns. „Hún hefur þó ekki verið tekin til formlegrar afgreiðslu hjá EFTA enn sem komið er því tiltekin ákvæði hennar þykja óljós.“ Samkvæmt reglugerðinni er gerð krafa um sérmerkingu þegar nýfæði hefur aðra samsetningu en sambæri- leg vara á markaði og þættir eins og næringargildi hafa tekið breyt- ingum samanborið við hefðbundna vöru. Reglurnar gera þannig ráð fyrir að erfðabreyttur tómatur verði merktur en ekki tómatsósan eða tómatþykknið, ef ekki er um að ræða marktæka breytingu á sam- setningu eða öðrum eiginleikum. Hugsanlegt er, að sögn Jóns, að ESB muni ganga enn lengra í merk- ingarkröfum og koma þannig til móts við neytendur og ríkisstjórnir, m.a. á hinum Norðurlöndunum, sem deilt hafa hart á ESB vegna ófull- nægjandi og ómarkvissra krafna um merkingar. Óánægjan varð m.a. til þess að settar voru sérstakar reglur um merkingu á erfðabreyttum soja- baunum og maís sem munu taka gildi 1. nóvember. Sojaplantan erfðabreytt til að auka viðnám gegn illgresiseyði Jón telur óráðlegt að ganga eins langt í merkingum á erfðabreyttum matvælum og gerð hefur verið krafa utn. „Frá neytendasamtökum hefur til dæmis heyrst sú skoðun að merkja eigi allar vörur sem eru unnar úr erfðabreyttum lífverum, óháð því hvort þær eru frábrugðnar hefð- bundnum vörum. Ef enginn mælan- Engar reglur gilda hér- lendis um merkingar á erfðabreyttum matvæl- um en líklegt er að slík fæða berist hingað ómerkt frá Bandaríkj- unum. Jón Gíslason hjá Hollustuvemd ríkisins segir Hrönn Marinós- dóttur að líklega taki nýlegar reglur ESB um merkingar slíkra mat- væla einnig gildi hér. ir ákveðinni prósentu þyrfti ekki að merkja vöruna sérstaklega sem erfðabreytta. Jón bendir einnig á að ef gildandi reglur hér og í Bandaríkjunum stangast á kæmi hugsanlega upp sú staða að sérmerkja þyrfti bandarísk- ar vörur á íslenskum markaði sem getur valdið innflytjendum mikla erfiðleika. Ekki tæmandi upplýsingar frá Evrópu Á ráðstefnu Matvæla- og næring- arfræðingafélags ísiands, sem hald- in varð nýlega, kom fram í máli Elínar Guðmundsdóttur hjá Holl- ustuvernd ríkisins að þar sem reglu- gerð ESB hafi ekki verið samþykkt hér á landi fáist ekki tæmandi upp- lýsingar um hvaða nýfæði búið sé að leyfa í Evrópu. Ljóst er að leyfi hefur m.a. fengist hjá Evrópusam- bandinu fyrir erfðabreyttu geri til SOJABAUNIR sem innfluttar frá Bandaríkjunum.geta hugsanlega verið erfðabreyttar. Morgunblaðið/Arnaldur JÓN Gíslason, næringarfræð- ingur telur merkingar á erfða- breyttum matvælum stundum geta verið markleysa. legur þáttur er öðruvísi í fæðunni, dreg ég í efa að ástæða sé til að merkja hana sérstaklega. Til að mynda eru engar líkur á að sojaol- ían, sem hingað er flutt frá Banda- ríkjunum, sé öðruvísi en sú hefð- bundna. Sojaplöntunni hefur einung- is verið breytt með erfðatækni til að auka viðnám hennar gegn ill- gresiseyði. Stundum er einnig erfitt að meta hvenær um marktækar breytingar er að ræða, til dæmis getur vítamín- innihald verið háð náttúrulegum sveiflum." Ef svo færi að ESB gerði kröfu um merkingu samsettra matvæla sem innihalda hráefni sem ekki er hægt að útiloka að innihaldi erfða- breytta efnisþætti, segir Jón að matvælaframleiðendur gætu þurft að merkja vöruna: „Getur innihaldið erfðabreytt matvæli.“ Hugsanleg lausn að mati Jóns væri að miða hlutfallið við efri eða neðri mörk, þannig að ef erfða- breyttur þáttur er til að mynda und- Hvað er nýfæði? NÝFÆÐI er nýyrði yfir það sem á ensku kallast Novel foods. Orðið tekur til nýrra fæðutegunda eða efnisþátta í matvælum í þeim skilningi að nýfæðið hefur ekki verið notað áður eða aðeins notað í takmörkuðum mæli sem fæða fyrir fólk. Erfðabreytt matvæli eru enn sem komið er einn fyrir- ferðarmesti flokkur nýfæðis og sá sem hefur valdið mestu umtali. baksturs og bjórframleiðslu, kart- öflumjöli úr erfðabreyttum kartöfl- um og notkun erfðabreyttra tómata í tómatafurðir. Neytendasamtök hér vilja skýrar merkingar Á ráðstefnunni talaði einnig fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, Jóhannes Gunnarsson, og kvaðst hann vera sama sinnis og Evrópusamtök neytenda (BEUC). „Það er sjálfsagður réttur okkar að geta valið hvaða matvæli við viljum borða. Merking á matvælum sem framleidd eru með erfðatækni er eðlileg krafa og verður raunar að vera fyrir hendi ef markaðurinn á að starfa á viðunandi hátt.“ í Bandaríkjunum er talið að um 30 tegundir erfðabreyttra matvæla fáist á markaði, m.a. melónur, kúr- bítur, salatblöð og gulrætur. Fyrsta varan, sem framleidd var með erfða- breyttum lífverum, kom á markað þar í landi árið 1994, svonefndir „Flavr Savr“ tómatar. Rennilásapokar og skrjáfpokar PLASTPRENT hf. hefur sett á markað þrjár nýjungar í línunni „Pokahornið“, rennilásapoka, svo- kallaða skrjáfpoka og nýja tegund frystipoka. Rennilásapokarnir eru þykkir og loftþéttir og í fréttatil- kynningu frá Plastprenti segir að þessvegna henti þeir vel til að geyma í grænmeti og kjöt. Sktjáfpokar eru 200 saman og eru ódýrari en venjulegir plastpok- ar. Frystipokarnir eru þykkari en hefðbundnir pokar og hægt að skrifa beint á þá. Frystipokunum fylgja lokunarklemmur svo auðveld- ara sé að loka pokunum áður en þeir eru settir í frysti. Frystipokarn- ir koma í tveimur stærðum. Skyndihjálpin Það er aldrei að vita hvenær hennar er þörf. Allt að 80% okk- ar eiga einhvern tíma við húð- vandamál að stríða. Óþægindi af völdum roða, kláða eða annarrar ertingar í húðinni, kallar Clinique „húð í uppnámi". Heppnin er með þér þvi nú er hjálp við hönd- ina. Við kynnum sérlega sefandi krem og húðmjólk fyrir húð ( uppnámi, sem vinnur að því að róa húðina og hjálpa henni að ná jafnvægi á ný. Skyndihjálpin sef- ar kláða og dregur úr roða. Næst þegar húð þín er í uppnámi kem- ur Clinique til bjargar. Verð kr. 2.139. Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyfju í dag og á morgun sunnudag. * LYFJA Lágmúla 5, sími 533 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.