Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 55 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór Hinn eini sanni Bjöggi! SKEMMTANIR Björgvin Ilalldórs- son á Ilótcl íslandi f ÚTVARPINU HEYRÐIÉGLAG Handrit og val tónlistar: Björgvin Halldórsson og Björn G. Björnsson. Söngur: Björgvin Halldórsson, Eyj- ólfur Kristjánsson, Guðrún Gunnars- dóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Pét- ur Om Guðmundsson. Útlitshönnun og sviðsetning: Bjöm G. Bjömsson. Útsetning og hljómsveitarstjóm: Þórir Baldursson. mjómsveit: Jó- hann Hjörleifsson, Róbert Þórhalls- son, Jón Kjell Seljeseth, Kristinn Svavarsson, Þórður Árnason, Vil- hjálmur Guðjónsson, Þórir Baldurs- son. Hljóðsljóm: Gunnar Smári Helgason. Kynnir: Jón Axel Ólafsson. Matreiðslumeistarar: Bryi\ja Katrín Sverrisdóttir og Unnsteinn Ujörleifs- son. Laugardagur 25. október. BJÖRGVIN Halldórsson er óskor- aður konungur íslenskrar popptón- listar í hugum flestra íslendinga. Kveður svo rammt að þessari ímynd hans að annar kemur ekki til greina ef einhver íslenskur dægurlaga- söngvari á að leika slíkan í kvik- mynd. Hann er kannski eina sanna poppstjarnan sem við höfum eignast. Dagskrá Björgvins á Hótel Islandi hófst á því að hann söng lagið sem hann sló í gegn með, Þó líði ár og öld. Tilkynnt var að Björgvin myndi flytja lög sem ekki hefðu rúmast á fyrri sýningum og lög sem sérstak- lega hefði verið beðið um. Lagavalið einkenndist af syrpum, svo sem Evróvisjón-syrpu, Elvis-syrpu, ferðasyrpu, auk ýmissa annarra full- orðinspopplaga. Tekin voru lög eftir Jón Jónsson frá Hvanná, Sigfús Halldórsson, lög af gospelplötum Björgvins og sú staðreynd að enn ein slík er að koma út tilkynnt. Það sem einkenndi kvöldið í heild var kannski hinn ótrúlegi grúi laga, í allt voru að sögn 80 lög flutt. Flest voru þau auðvitað mjög stytt og aðeins brot af sumum og þá í syrp- um. Vissulega er dagskráin samin í kringum feril Björgvins Halldórsson- ar en jafnvel hljómleikar með Bjögga væru ekki svona einhæfir. Eyjólfur Kristjánsson söng aðalrödd í einu Vafasamur lýtalæknir LÝTALÆKNIRINN Steven Hoefflin í Hollywood sætir nú rannsókn vegna alvarlegra ásakana um kynferðislega misnotkun. Hann þykir vera einn fremsti lýtalæknir Bandaríkjanna og meðal sjúklinga hans eru Michael Jackson, Elizabeth Tayior og sjón- varpskonan Joan Rivers. Hoefflin er sakaður um að hafa káfað á sjúkling- um sínum, klætt þá úr fötunum, tek- ið myndir af þeim og gert grín að þeim á meðan þeir lágu svæfðir á skurðarborðinu. Að auki er læknirinn góði grunaður um eiturlyfjanotkun. „Eg er agndofa yfir þessum fár- ánlegu staðhæfingum. Þetta er gömul saga og er komin frá tveimur óánægðum starfsfélögum sem hafa áður logið upp á mig,“ sagði Hoefflin um læknana James Hurwitz og Wallace Goodstein sem hafa unnið með honum við lýtalækningar. Good- stein sagðist muna eftir nýlegu dæmi þar sem frægur karlmaður lá á skurð- arborðinu þegar Hoefflin fletti ofan af kynfærum mannsins og lét vafa- söm orð falla. Fjórir fyrrverandi starfsfélagar Hoefflin sem hafa kært hann fyrir kynferðislega áreitni segja hann hafa glennt í sundur fætur þekktrar konu í Hollywood og haft dónalegt orðbragð. Viðskiptavinir Hoefflin eru eðlilega miður sín yfir málinu og leita líklega annað í fram- tíðinni. lagi, gamla Lónlí Blú Bojs-laginu Harðsnúna Hanna. Jafnvel þar féll eplið ekki langt frá eikinni því Eyvi hljómaði eins og Björgvin. Guðrún Gunnarsdóttir söng aftur á móti sér- staklega vel á sunnudagskvöldið, en hún söng á móti Björgvini þar sem kvenraddar var þörf. Rödd hennar var örugg og áferðarfalleg, jafnvel í hæstu hæðum. Fyrirhugað er að „margir af helstu söngvurum lands- ins“ muni heimsækja Björgvin á sýningarnar. Kynnirinn, Jón Axel, tilkynnti að því miður hefði Bubbi Morthens, sem-koma átti fram á frumsýningunni, forfallast .. en við höfum ennþá auðvitað BJÖRG- VIN HALLDÓRSSON!!!“ Það verður að teljast mjög óheppilegt að ekki skuli hafa verið gengið svo frá hlut- unum að einhver gæti hlaupið í skarðið. Tveir tímar og tuttugu mín- útur (að frádregnum stuttum hléum) með einum og sama söngvaranum er of langur tími, bæði fyrir áhorf- endur og söngvarann, enda mátti heyra á rödd Björgvins undir lokin hvað hann var farinn að þreytast. Umgjörð sýningarinnar var út- varpsheimurinn og einkennisstef út- varpsstöðva voru spiluð í tíma og ótíma. Guðrún Gunnarsdóttir lék útvarpshlustanda sem hringir inn í útvarpsþátt í beinni útsendingu frá Hótel íslandi, segir að vinkonur sín- ar séu á staðnum og hún óski þess að það væri hún líka. Þessi umgjörð (og kynnirinn að sjálfsögðu kunnur útvarpsmaður sem reyndi að koma nýrri útvarpsstöð sinni að) var ekki nógu sterk til að gefa sýningunni sannfærandi heiidarmynd. Ástæðan fyrir því að þessi leið, að skapa viða- mikla hljóðmynd utan um sýning- una, hefur verið valin er án efa að sú leið er ódýrari en að ráða fjölda dansara og söngvara til að fylla upp í tómið. En þar stendur hnífurinn í kúnni, þrátt fyrir stóryrði í auglýsingu eins og „stórkostleg tónlistardagskrá", „frábær stórhljómsveit" og fullyrð- ingu kynnis um að þetta hafi verið yndisleg skemmtun og að allir, líka áhorfendur, hafi staðið sig vel, stendur þessi dagskrá varla undir orðinu stórsýning. Þetta eru í raun- inni hljómleikar með Björgvini Hall- dórssyni, með nokkrum bakradda- söngvurum og ágætri hljómsveit, skreyttir nokkrum einkennisstefjum og blómaafhendingu. Einlægir aðdá- endur Björgvins fá þarna vissulega það sem þeir leita að en aðrir koma að tómum kofunum. Maturinn var ágætur og vel heitur, aðalrétturinn lungamjúkt lambakjöt og góður ís á eftir. Súpan á undan hefði mátt vera meira spennandi. Sveinn Haraldsson iVXBCmNDAHÁTIí> \í 'EfeyIWprí’Ki Dagskrá Kvikmyndahátíðar í Reykjavík Laugardagurinn 1. nóvember Laugarásbíó Kl. 3. En avoir (ou pas), (Að hafa (eða hafa ekki)). Leikstj. Laetitia Masson. Kl. 3. En été a la Goulette (Sumarið í Goulette). Leikstj. Férid Bougnédir Kl. 7 og 9. End of Violence (Endalok ofbeldis). Leikstj. Win Wenders. Kl. 5 og 11. The Truce (Sáttmálinn). Leikstj. Francesco Rosi KL 9. The Winner (Sigurvegarinn). Leikstj. AiexCox Kl. 11. Drunks (Byttur). Leikstj. Peter Cohn Regnboginn Kl. 3 og 9. Hamlet. Leikstj. Kenneth Branagh Kl. 3 og 11. Subllrbia (Úthverfi) Leikstj. Richard Linlater Kl. 3. Paradise Road (Paradísarvegur). Leikstj. Bruce Beresford KI. 5. Riget II (Lansinn II). Leikstj. Lars Von Trier Kl. 5 og 11.10. Othello (Óþelló). Leikstj. Oliver Parker Kl. 7 og 11. COSÍ. Leikstj. Mark Joffe Kl. 7. Looking for Richard (Leitin að Ríkharði). Leikstj. Al Pacino Kl. 9. Swingers (Djammið). Leikstj. Doug Liman Háskólabíé Kl. 3 og 5.15. Carla's Song (Söngur Körlu). Leikstj. Ken Loach Kl. 9 oq 11. Gridlock'd (Á snúrunni). Leikstj. Vondie Curtis Hall Kl. 9 og 11. Georgia. Leikstj. Ulu Grosbard Mikið úrval ------- af borðstofuborðum og skápum Andblær liðinna ára JktttíkÆústb Skólavörðustíg 21 ^ Sími 552 2419 STEINAR WAAGE Tegund: Ring Verð: 7.995 Tegund: Oasis Litir: Svartir grænir bláir og brúnir Stærðir: Kven og herra Ath: Litir og stærðir mismunandi ef tir tegundum 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS V STEINAR WAAGE # SKÓVERSLUN ^ SlMI 551 8519 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SlMI 568 9212 Stökktu til Kanarí 18. nóv. frá kr. 39.630 4 vikur Síðustu sætin til Kanarí í nóvember Nú seljum við síðustu sætin til Kanarí þann 18. nóvember og bjóð- um þér ævintýralegt tilboð til að dvelja í sólinni í heilan mánuð. Þú bókar hjá okkur á mánudag eða þriðjudag og staðfestir ferðina. Viku fyrir brottför hringjum við svo í þig og staðfestum á hvaða gististað þú dvelur í fríinu. Og svo getur þú auðvitað bókað einn af okkar vin- sælu gististöðum á Ensku ströndinni og allan tímann nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða með Sigurð Guðmundsson í far- arbroddi. Sigui-ður Guðmundsson Verð kr. 39.630 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 18. nóv., flug og hótel. Verð kr. 49.960 M.v. 21 íbúð, flug, hótel og flugvallarskattar. (P' Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.