Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SKOÐUN Þroskaþjálfa- útsölunni er lokið TRUNAÐARBRESTUR GAGNVART BORGINNIOG STARFSMANNAFÉLAGINU Halldór Ragna Björnsson Bergmann ÞROSKAÞJÁLFAR starfa að þjálfun, upp- eldi og ummönnun fatl- aðra á öllum aldri, þeir eru eina fagstéttin á ^'•íslandi sem hefur sér- menntað sig til þeirra starfa. Markmið með starfi þroskaþjálfans er fyrst og fremst að gera fötluðum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum hvort sem eru sem ung böm eða fullorðið fólk. Það er í eðli starfsins að við styrkjum skjólstæðinga okkar til sjálfstæðis en reynum að láta lítið fyrir okkur fara. Markmið með vinnu okkar er að við verðum óþörf og hinn fatlaði geti komist af án okk- ^ar. Við höfum barist fyrir mannrétt- indum fatlaðra frá því stéttin varð til. Við þroskaþjálfar höfum í mörg- um tilfellum unnið ötullega að breyt- ingum í þágu fatlaðra þótt það hafí kostað okkur atvinnuöryggið og oft fært okkur erfiðari starfsvettvang. Þroskaþjálfastarfið felur yfírleitt líka í sér stjómun og leiðsögn til annarra starfsmanna vegna þess að mikill fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna í þessum málaflokki er ófag- lært fólk. ^ Til að mega starfa sem þroska- þjálfi þarftu að ljúka stúdentsprófi, fara síðan í þriggja ára sérnám í þroskaþjálfun, auðvitað á námslán- um. Þegar þú hefur lokið námi þarftu að sækja um og kaupa starfsleyfi hjá heilbrigðisráðuneyt- inu. Þegar þessu er lokið máttu byija að starfa við þjálfun, uppeldi og umönnun fatlaðra. Og bíddu svo eftir fyrstu mánaðamótunum. Hafir þú unnið fulla vinnu allan mánuðinn þá færð þú heilar 74.770 krónur í laun, það á reyndar eftir að taka af þessu skatt og þú þarft auðvitað að borga af námsláninu þínu líka en þetta eru launin. Á undanförnum áratug hafa laun þroskaþjálfa dreg- ist aftur úr launum annarra fag- stétta. Þroskaþjálfar hafa allan þann tíma reynt að sporna gegn þeirri þróun en án árangurs. í september 1996 ákváðu þroska- þjálfar að breyta fagfélagi sínu í stéttarfélag og freista þess að fá samningsréttinn í sínar hendur. Þroskaþjálfar voru ekki á eitt sáttir hvernig skyldi framkvæma þetta en þeir voru einhuga um að ef þessi stétt ætti að verða til frambúðar yrði hún að sækja kjarabætur með öllum þeim ráðum sem til þyrfti og að því var unnið. Sjö vikum eftir að félagið varð til var kröfugerð þroskaþjálfa tilbúin og 4 vikum síð- ar var fyrsti samningafundur ^ /Þroskjaþjálfafélags íslands með ríki og Reykjavíkurborg. Við fórum fram á 110.000 krón- ur í byijunarlaun auk þess sem við kröfðumst þess að ýmis sérmál stéttarinnar væru lagfærð. Við viss- um þá og við vitum nú að til þess að ná þessu þyrfti að hækka byijun- arlaun þroskaþjálfa um 47,5%. Við vissum að við höfðum verið skilin eftir varðandi launahækkanir borið saman við aðrar fagstéttir, við lítum svo á að vinnuveitendur okkar hafi fengið störf okkar á útsölu öll þessi ár en nú er þessari útsölu lokið og vilji menn ekki kaupa þjónustuna á réttu verði er hætt við að hún verði tekin af söluskrá. Þroskaþjálfar áttu aldrei von á að kjarabarátta þeirra yrði auðveld, en lengi framan af trúðum við því að þetta unga stéttarfélag þyrfti ekki að grípa til verkfallsvopnsins, vopns sem vinnuveitendur okkar ríki og Reykjavíkurborg hafa svipt marga fé- lagsmenn okkar. Að leggja niður vinnu til að knýja á um betri kjör eru mannréttindi sem launþegar á íslandi hafa. Hópar sem starfa við öryggisgæslu eða lífsnauyðsynlega þjón- ustu verða að sinna neyðarþjónustu meðan á verkfalli stendur. En við starfsmenn á heimilum fatlaðra höf- um verið svipt þessum mannréttindum. Öll starfsemi þessara heimila er óbreytt, við skipuleggjum ekki neyðarvaktir, við erum bara öll sem eitt svipt þeim rétti að leggja niður vinnu vegna kjaradeilna. Störf þroskaþjálfa eru Þroskaþjálfar vona að samninganefnd ríkis og Reykjavíkur fari að komast út úr prósentu- hugsunarhætti, segir Kristrún Siguijóns- dóttir, og líti þess í stað á krónutölur í launatöflum. svo mikilvæg að rúmlega helmingur félagsmanna getur ekki lagt niður vinnu í verkfalli en þau eru ekki svo mikilvæg að hægt sé að færa laun stéttarinnar til samræmis við laun annarra sambærilegra stétta. Það var ekki auðvelt skref að boða til verkfalls, við vitum betur en allir aðrir að verkfall þroska- þjálfa Iamar ekki þjóðfélagið, það hefur fyrst og fremst áhrif á þann hóp fólks sem við höfum tekið að okkur að þjónusta. Samt sem áður tóku þroskaþjálfar ákvörðun um það og í atkvæðagreiðslunni kom í ljós að þroskaþjálfar stóðu samein- aðir, bæði þeir sem njóta þeirra mannréttinda að leggja niður vinnu til að sækja kjarabætur og þeir sem sviptir hafa verið þessum mannrétt- indum. Enginn þroskaþjálfi greiddi atkvæði gegn verkfallsboðun. En það voru heldur ekki aðrir kostir í stöðunni, vilji ríkis og Reykjavíkurborgar til að semja um sambærileg kjör við okkur og aðrar stéttir er enginn og nú þegar örfáir dagar eru til boðaðs verkfalls hafa þeir enn ekki möguleika á að setja fram launatölur sem eru í samræmi við það sem samið hefur verið um undanfarið. Ríkið býr sig undir verkfall þroskaþjálfa og þar eru menn að reyna að finna út hveijir eiga að fá launin sín 1. nóvember en boðað verkall þroskaþjálfa hefst ekki fyrr en 3. nóvember. Við skulum vona að þegar þeirri vinnu er lokið finni samninganefnd ríkis og Reykjavíkurborgar sér tíma til að endurskoða afstöðu sína og komast út úr þessum gamla pró- sentuhugsunarhætti og Iíti þess í stað á krónutölur í launatöflum. Það eru jú krónur sem fara inn á banka- reikninga þroskaþjálfa um hver mánaðamót en ekki prósentur og það eru líka krónur sem við notum til að kaupa mjólk og brauð en ekki prósentur. Höfundur er formaður samninganefndar Þorskaþjálfafélags Islands. HINN 14. október sl. gekk dómur í máli Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar gegn Reykja- víkurborg og Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar í svonefndu skólaliðamáli. Dóminum hafa verið gerð talsverð skil í Morgunblaðinu og meðal annars fjallað um hann í forystugrein í blaðinu laugardaginn 25. október sl. Niðurstaða meirihluta dóms- ins, þriggja dómenda af fimm, er í sjálfu sér einföld. Talið var að um nýtt starf væri að ræða sem enginn kjarasamningur hefði verið fyrir hendi um þar til Reykjavíkur- borg og starfsmannafélagið sömdu um það með kjarasamningi 15. júlí 1997. Þar með væri ekki brotið gegn forgangsréttarákvæðum gild- andi kjarasamninga Dagsbrúnar og Framsóknar. í kjölfar dómsins lýstu Dagsbrún og Framsókn yfir trúnað- arbresti gagnvart Reykjavíkurborg og starfsmannafélaginu og kröfðust meðal annars kjaraviðræðna um starf skólaliða. Miðstjórn ASÍ sam- þykkti ályktun þar sem framganga Reykjavíkurborgar og starfsmanna- félagsins var fordæmd. Full ástæða er til að gera grein fyrir þeim ástæð- um sem liggja að baki þessum harkalegu viðbrögðum og svara grein Sjafnar Ingólfsdóttur um mál- ið. Forsögu málsins má rekja allt aftur til ársins 1994 er Reykjavíkur- borg og starfmannafélagið hófu endurskoðun á starfsheitum og skipulagi ýmissa starfa, meðal ann: ars í grunnskólum borgarinnar. í maí 1995 var samin stafslýsing fyr- ir starfsmenn skóla sem síðar varð nánast efnislega óbreytt fyrirmynd að starfslýsingu skólaliða. Þar var lýst störfum sem félagskonur í Framsókn höfðu samið um allt frá árinu 1942, það er við ræstingar, í mötuneytum, við kaffiumsjón og fleira. Hvorki Framsókn né félags- konum þess, sem unnu nefnd störf, var gefínn kostur á að taka þátt í þessari endurskoðun. í samninga- viðræðum um nýja kjarasamninga, sem undirritaðir voru 25. mars 1997, setti Reykjavíkurborg fram kröfu um að forgangsréttarákvæð- um fyrri samninga yrði breytt á þá lund að forgangsréttur Dagsbrúnar og Framsóknar gilti ekki gagnvart þeim mönnum sem væru félagar í félagi sem starfaði á grundvelli kja- rasamninga opinberra starfsmanna, sem starfsmannafélagið gerir. Þess- ari kröfu var eindregið hafnað og voru kjarasamningar undirritaðir með óbreyttu forgangsréttarákvæði félagsmanna Dagsbrúnar og Fram- sóknar. Þess skal og getið, að Fræð- usluráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 11. mars 1997 að gera tilraun í þremur skólum um dag- ræstingu og kanna möguleika á því að auka fjölbreytni og sveigjanleika í störfum þess fólks sem unnið hafi við ræstingu þannig að það myndi einnig eftir þörfum sinna gang- brautarvörslu, fara í sendiferðir, annast innkaup, hafa umsjón með nemendum í frímínútum, á göngum og aðstoða nemendur í leik og starfi og fleira. Dagsbrún og Framsókn voru grunlaus um ástæður fyrir kröfu Reykjavíkurborgar um breytt forgangsréttarákvæði og höfðu ekki hugmynd um samþykkt fræðsluráðs og þá undirbúningsvinnu sem unnin hafði verið bak við tjöldin af borg- inni og starfsmahnafélaginu. Félög- unum varð ekki ljós tilgangur með kjarakröfu Reykjavíkurborgar fyrr en í lok maí 1997, um tveimur mánuðum eftir undirskrift nýs kja- Sextán félagskonur Framsóknar misstu starf sitt með tilheyr- andi erfiðieikum fyrir fjölskyldur þeirra, segja þau Ragna Bergmann off Halldór Björnsson. Vegna skólaliðakerfis- ins munu nær 400 Framsóknarkonur hverfa úr félaginu og margar missa vinnuna. Það mun ekki g anga átakalaust fyrir sig. rasamnings. Þá barst Framsókn afrit af bréfi starfsmannahalds Reykjavíkurborgar til starfsmanna- félagsins þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að leggja niður störf við tímamælda ræstingu í þremur skólum og fella forgangsréttarstörf verkakvenna í Framsókn undir nýtt starf svo- nefndra skólaliða. í bréfinu var síð- an óskað eftir viðræðum við starfs- mannafélagið um kjarasamning vegna starfsins. Reykjavíkurborg gaf Dagsbrún og Framsókn engan kost á kjarasamningsviðræðum og virti þannig að vettugi ákvæði í gild- andi kjarasamningi sem skuldbindur borgina til viðræðna við félögin um ný störf sem upp kunna á koma á samningstímabilinu. Segir orðrétt í samningsákvæðinu: „Komi á samningstímanum til nýjar starfsgreinar, sem ekki er gert ráð fyrir í gildandi kjarasamn- ingi eða ekki eiga sér greinilega hliðstæðu í gildandi kauptöxtum, skulu teknar upp samningaviðræður um kaup og kjör verkamanna í starfsgreininni.“ Nýr kjarasamningur gerður Nýr kjarasamningur var sem fyrr segir gerður 15. júlí sl. Þennan kjarasamning gerði starfsmannafé- lagið meðal annars fyrir hönd 33 félagskvenna Framsóknar, sem starfað höfðu við ræstingar í þessum þremur skólum, án umboðs frá þeim og án nokkurs samráðs við þær eða stéttarfélag þeirra um kaup og kjör samkvæmt samningnum. Áð gefnu tilefni skal tekið fram, að af 58 starfsmönnum þessara þriggja skóla, sem gegndu þeim störfum síðastliðið skólaár sem skólaliðar sinna nú, voru 33 félagsmenn Fram- sóknar en 25 í starfsmannafélaginu. Einnig má ætla að vægi forgangs- réttarstarfa Framsóknar í starfi skólaliða sé langt yfir 50%. Um- ræddur kjarasamningur við starfs- mannafélagið, ef kjarasamn- ing skyldi kalla, er um það bil hálf blaðsíða. Þar er að- eins kveðið á um um launa- flokka, námskeið og vinnu- skyldu. Með samningnum var varpað fyrir róða ítarlegum samningum sem Framsókn hefur gert við Reykjavíkur- borg um framkvæmd ræst- inga og markmið, vinnuað- stöðu og aðbúnað, tækjabún- að, menntun, afkastahvetj- andi kerfi, lausn ágreinings- mála og margt fleira. Með aðgerðum sínum ákvað borg- in einhliða við hvaða stéttar- félag hún vildi semja og gerði félagskonum Framsóknar, að þeim forspurðum, að breyta stétt- arfélagsaðild sinni. Þær áttu ekkert val. Þannig hefur borgin og starfs- mannafélag þess bæði vanvirt fé- lagafrelsi nefndra félagskvenna og samningsrétt stéttarfélags þeirra, sem eru grundvallarmannréttindi. Það er ekki á valdi atvinnurekenda að ákvarða félags- og samningsað- ild starfsmanna sinna og þeim er að lögum óheimilt að hafa áhrif á afstöðu þeirra eða afskipti af stétt- arfélögum. Með þessum hætti þvingaði borgin fram kjarakröfu sem henni hafði mistekist að ná fram við gerð kjarasamninga og fór þannig á bak við Dagsbrún og Framsókn. Þáttur starfsmannafé- lagsins í málinu er einsdæmi í sam- skiptum stéttarfélaga og gagnvart einstaklingum sem samið er fyrir. Fátæklegur kjarasamningur Reykjavíkurborgar og starfsmanna- félagsins sýnir glöggt, að það er ekki umhyggja fyrir starfskjörum skólaliða sem ræður för. Starfs- mannafélagið er einfaldlega með atbeina Reykajvíkurborgar að reyna að bæta sér upp verulega fækkun félagsmanna á undanförnum árum. 40% kauplækkun í kjölfar kjarasamningsins voru 17 af nefndum 33 félagskonum Framsóknar endurráðnar við skól- ana þijá sem skólaliðar efnislega á grundvelli starfslýsingar sem Reykjavíkurborg og starfsmannafé- lagið höfðu ráðgast um bak við tjöld- in og samþykkt vorið 1995. Þær teljast nú félagsmenn starfsmanna- félagsins án þess að hafa óskað eft- ir að gerast félagar þess. Nýr kjara- samningur og breytt starfsfyrir- komulag leiddi til allt að 40% kaup- lækkunar. Og það sem verra var, 16 félagskonur Framsóknar misstu starf sitt með tilheyrandi erfiðleik- um fyrir fjölskyldur þeirra. Þær gátu ekki sem konur, vegna heimil- isaðstæðna og skorts á dagvistun ráðið sig sem skólaliðar í dagvinnu, en ræstingastörfin höfðu áður verið unnin utan hefðbundins vinnutíma. Borgin lofaði þessum konum vinnu við tímamælda ræstingu í öðrum skólum, en við þau fyrirheit hefur ekki verið staðið. í þessu samhengi er rétt að benda á, að forsvarsmenn borgarinnar hafa lýst því yfir, að skólaliðakerfið muni verða látið ná til allra grunnskóla borgarinnar, takist vel til með tilraunina í vetur. Það mun hafa í för með sér að hart- nær 400 félagskonur Framsóknar munu hverfa úr félaginu og stór hluti þeirra missa atvinnu sína. Það sér hver heilvita maður að það mun ekki ganga átakalaust fyrir sig. Framkomu borgarinnar mótmælt Dagsbrún og Framsókn hafa ítrekað mótmælt framkomu borgar- innar og starfsmannafélagsins í þessu máli og óskað eftir viðræðum um friðsamlega lausn þess, en hvor- ugum varð haggað og ætlast til að Kristrún Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.