Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vaxandi höfn Þó spádómar um fram- tíðina séu erfiðir telur NÚ LIGGUR fyrir x áætlun um stækkun Hafnarfj arðarhafnar sem unnið hefur verið að í hafnarstjórn síð- ustu ár, lengst af undir formennsku Valjg-erðar Sigurðardóttur. I áætl- uninni er gert ráð fyrir uppfyllingu og nýjum viðlegukanti vestur af núverandi Suðurgarði og byggingu nýs varn- argarðs við enda vænt- anlegrar uppfyllingar. Þessar framkvæmdir Js koma til með að auka athafnasvæði hafnar- innar um u.þ.b 200.000 fermetra sem er um 150% raun- stækkun upplands. Hinn nýi viðlegu- kantur mun verða 450 til 500 metra langur fullbúinn og þegar við bæt- ast 100 metrar á Háabakka hefur viðlegupláss stærri skipa í Hafnar- fjarðarhöfn aukist um allt að 90%. Aðstaða til útgerðar og þjónustu við skip verður þá allt önnur og betri en nú er. Flotkví á framtíðarstað I tillögunni er gert ráð fyrir að flotkvíin verði færð af núverandi lægi *•* sínu við Háabakka út að hinum vænt- anlega vamargarði vestan við nýjan við- legukant. Þar verður skapað framtíðarsvæði sem bæta mun mjög alla vinnuaðstöðu og auka möguleika til við- gerða og viðhaldsþjón- ustu skipa í Hafnarfirði, en slík þjónusta er afar atvinnuskapandi og skilar miklum peningum inn í bæjarfélagið. Að- staða til móttöku og þjónustu við fiskiskip innlend og erlend verður einnig öll önnur og betri en nú er oft þröngt um pláss fyrir þau. Ekki er gert ráð fyrir mikilli aukningu gáma- flutninga en umferð hrávöra, stykkjavöra, frystra afurða ogýmissa annarra útflutningsvara mun aukast samhliða stækkuninni auk olíuflutn- inga sem farið hafa hraðvaxandi síð- ustu ár. Kostnaður innan skynsamlegra marka Hafnarframkvæmdir eru ávallt mjög dýrar og svo er einnig með þessa en áætlaður kostnaður er ná- lægt 1.400 milljónum króna. Höfnin getur lagt um 60 milljónir króna til framkvæmda á ári auk þess sem til Orri Björnsson að Hafnarfjarðarhöfn sé ört vaxandi með mikla framtíðarmöguleika. era talsverðir peningar í sjóði, því ættu lántökur vegna framkvæmd- anna að geta verið innan þolanlegra marka. Þá má einnig hugsa sér að breyta höfninni í hlutafélag og fá inn aukið fjármagn af almennum mark- aði með hlutaijárútboði. Fram- kvæmdatíminn er áætlaður 10 ár og stækkunin er talin duga í 10 til 15 ár, eftir það verða vonandi enn mögleikar á aukinni umferð um höfnina. Þá má stækka hana með byggingu garðs út í Helgasker og uppfyllingu þangað út sem gera myndi Hafnarfjarðarhöfn kleift að verða alþjóðleg umskipunar- og geymsluhöfn með öllum þeim við- skiptum sem því fylgja. Slíkir spá- dómar um framtíðina eru þó ávallt erfiðir en óhætt er að fullyrða að Hafnarfjarðarhöfn er ört vaxandi með miída framtíðarmöguleika sem vert er að gefa gaum að. Höfundur er formuður Stefnis FUS. Orri Björnsson ISLENSKT MAL ORÐIÐ haf=sjór, útsær, á sér mörg skyldyrði. Sífelldur öldu- gangur veldur trúlega nafngift- inni. Haf er það sem hefst og hefur upp það sem á því flýtur. Haf getur líka merkt það sem menn reyna að hefja=steintak, einnig í færeysku (hav). Þá var til sögnin að hafa=eta spóna- mat, og hafmatur var „eiginl. matur sem menn hefja eða ausa upp úr íláti í munn sér“. (Sjá Ásg. Blöndal). Enn hófu menn stundum á loft það veiðitæki sem nefndist háfur. Hvalfiskurinn höfrungur mun draga nafn sitt af því hvemig hann hefur sig upp og stökkur. Þessi sjókind heitir líka hafurhvalur. Á dönsku er sögnin at hæve, og hún gerist tökusögn hjá okk- ur um brauðbakstur, þegar kakan hefar sig. Ef menn kom- ast til valda og metorða, kallast það upphefð, og fólk af því standi hefðarmenn. Útbúnaður til að hækka segl hét hefill, og ölið, sem gerir menn skrafhreifa, var í gamalli gátu nefnt „orða upphefill". (Þegar mikið var drukkið, gat ölið líka verið „orða tefill". Menn urðu það sem á vondu máli heit- ir stúmm). Af augljósum ástæðum heitir alda á sjó hefring, og er þá mál að vitna í vísu sem ættuð mun vera af Ufsaströnd við Eyjafjörð: Bátinn flytur hefring hrein heim að vararsteinum. Grátin situr álka ein úti á þarahleinum. (Fersk., víxlhent, hályklað). Þá er tími til kominn að beygja sögnina að hefja. Hún er sterk eftir 6. hljóðskiptaröð, og hefur orðið j-hljóðvarp í fyrstu kenni- mynd: hefja, hóf, hófum, hafið. Viðtengingarháttur þátíðar er þótt ég hæfi (af 3. km. með i- hljóðvarpi, ef hægt er), og því er rangt hjá fréttamanni að segja: „áður en hann hefðist handa“. Þama hefði hann átt að segja hæfist handa, en maðurinn hefur látið sögnina að hafa fipa sig. Viðtengingarháttur þát. af henni er hefði. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 925. þáttur ★ Enska orðið timetable veldur nú leiðinlegri fátækt f máli okk- ar. Þrástagast er á hrárri þýð- ingu „tímatafla“ í stað þess sem heitir t.d. stundaskrá, stunda- tafla og áætlun. Strætisvagnar aka eftir ákveðinni áætlun, og engin þörf er á því að breyta henni í „tímatöflu". í skólum er kennt eftir því sem ýmist hefur heitið stunda- tafla eða stundaskrá og hvort tveggja dugað mæta vel í ára- tugi. Á haustin semja menn stundaskrá og vinna að gerð stundatöflunnar. Slíkt getur ver- ið mjög vandasamt, ef vel er unnið, en engin þörf er á erlend- um slettum um þá athöfn, eins og þegar menn segjast hafa „púslað saman tímatöflu“. Satt að segja finnst mér erlenda sögnin að „púsla“ ofnotuð til mikilla muna. ★ Góð er sprettan á akri ís- lenskra fræða. Mér hefur borist í hendur ein kjörbókin enn: Is- lensk gjaldmiðlaheiti. Útgef- andi er Islensk málnefnd, en við gerð bókarinnar fór fyrir próf. Baldur Jónsson, en samráðs- menn Anton Holt. Ólafur ísleifs- son og Veturliði Óskarsson. Þarf þá varla að spyija um ágæti verksins. Sjá og skýrslu Isl. málstöðvar um hin miklu og þjóðnýtu störf sem þar eru unnin. ★ Hlymrekur handan kvað: Það var óþarfi Birni að brigsla, þeim er bauð til kaups gjarðir og díxla; einn í biðröð hann sat allt frá birtingu að mat og bauðst til að skrifa upp á víxla. ★ Nöldur og einn plús. Eins og nærri má geta eru viðmælendur fjölmiðlamanna oft verr máli famir en þeir síðar- nefndu. Hér fara á eftir smág- lepsur úr vörpunum helgina 27.-28. sept. síðastliðinn: 1) Talað var um að „fækka flugum“, en það reyndist ekki herferð gegn skordýrum, heldur hafði flugferðum verið fækkað. Einhveijum kann að þykja „flug- ferðum“ of langt, sem það ekki er. En þá er því til að svara, að af samhenginu myndi allt skilj- ast rétt, oftast nær, þótt aðeins væri sagt að ferðum hefði fækkað. 2) Menn fljúga hver (hvor) á annan, og verða þá til áflog. En flugvélar fljúga ekki á neitt, ef allt er með felldu og engin slys verða. Menn fljúga til Indó- nesíu, ef svo ber undir, en menn fljúga ekki á þetta mikla eyríki nema af mikilli slysni. 3) Hortitturinn „vakthaf- andi“ hefur verið á undanhaldi, en er ekki alveg dauður. Óþarfi er að taka fram (svo ekki sé meira sagt) að læknir á vakt sé „vakthafandi“. 4) Sögnin að gefa er mjög ofnotuð að hætti nágrannaþjóða okkar. Éljaklakkar valda þrum- um eða skruggum, en „gefa“ ekki þennan gauragang. 5) Nýr flugfloti þarfnast mikils vinnuafls, en hann „kallar ekki á“ eitt eða neitt. Hins vegar skal það sagt fréttamönnum eða náttúrufræð- ingum til hróss að í hádegisfrétt- um Ríkisútvarpsins 28. sept. var þess getið að tegundir hefðu bæst á fuglalistann hérlendis. „Flóru“-tuggan var góðu heilli látin ójórtruð. ★ Stynur jörð við stormsins óð og stráin kveða dauð, hlíðin er hljóð, heiðin er auð. - Blómgröf, blundandi kraftur, við bíðum, það vorar þó aftur. Kemur skær í skýjunum sólin, skín í draumum um jólin. Leiðir fuglinn í fór og fleyið úr vör. (Einar Benediktsson: Vetrarsólhvörf) Auk þess fær Helgi E. Helga- son stig fyrir orðið burðarhlut- verk í sjónvarpsfréttum (20. okt.) en það er handan við mörk- in, þegar þáttarstjórnandi í Rík- isútvarpinu notar „ókei“ í þrasi sínu við hringjendur, sbr. skýra Helstefna til framtíðar SÁ SEM hefði spáð því fyrir nokkrum árum að forsætisráð- herra þjóðarinnar myndi tala fyrir því í fúlustu alvöru að eng- inn einn aðili „ætti nema“ 8% nýtingarrétt í nytjastofnum á fískimiðum landsins, - sameign þjóðarinnar, hefði örugglega verið talinn alvarlega van- heill á geði. Eins ef hann hefði lýst því að óveiddur fiskur í sjón- um yrði bitbein hjóna í skilnaðarmáli. Þar yrði tekist á um fisk sem er ekki einu sinni á hrognastigi í dag, heldur um allan fisk sem synda mun í sjónum við landið um aldur og æfí. Hver hefði trúað því þá að fjöldi einstaklinga væri orðinn ríkari núna árið 1997 en nokkrir menn hafa áður orðið í íslandssögunni með því að „eiga“ eitthvert ákveðið hlutfall af nýtingarrétti af fískistofnum landsins? Hver hefði trúað því að stjórnmálamönnum lýðveldisins hefði tekist að koma á slíkri hel- stefnu eins og kvótakerfið er að verða mörgum byggðum landsins? Hver hefði trúað því að kjörnir full- trúar fólksins í landinu myndu una þeirri stórkostlegu og ómálefnalegu mismunun sem kvótakerfíð er? Hvar er dugur þessara manna? Hvar er réttlætiskenndin? Hvar er almenn skynsemi? Hvar er hollusta þeirra við þá sem trúðu þeim fyrir hags- munum sínum? Ég kom nýlega á Flateyri þar sem snjóflóðið féll fyrir tveimur árum með skelfílegum afleiðingum og heimsbyggðin fylgdist með. Hamfar- imar létu engan ósnortinn. Fáir gera sér þó kannski grein fyrir því að kvótakerfíð hefur farið miklu verr með þetta þorp en snjóflóðið. Fiski- plássin allt umhverfís landið hafa lent í hremmingum sem taka verstu náttúruhamförum fram. Byggðin í Vestmannaeyjum lifði eldgosið af. Mun hún lifa kvótakerfíð af? Úti um allt land era íbúar sjávar- plássanna með vaxandi áhyggjur af framtíð sinni og hyggja á brott- flutning. Það sér enga framtíð þar sem lífsbjörgin hefur verið afhent fáeinum gæðingum til þess að braska með að vild. Þar sem áður þótti eftirsóknarvert að búa eru hundruð manna að hafa sig á brott. Fréttir herma að fimm hundruð manns í Vestmannaeyjum séu að flytja. Forsætisráðherra þjóðarinnar segir þetta fólk aðeins þrá fjöl- breyttara mannlíf en bjóðist í sjáv- arpiássunum. Þess vegna séu pláss- in sem áður einkenndust af bjart- sýni og þrótti að leggjast af. Þess vegna sé þetta fólk að selja húsin sín, aleiguna, fyrir brot af því sem þau kostuðu. Þess vegna sé þetta fólk að yfirgefa átthaga sína, þar sem frændur þess og vinir búa. Og þetta er m.a. fólkið sem flutti til Eyja eftir gosið, - flutti til Flateyr- ar og Súðavíkur eftir flóðin. Ef þetta er ekki að tala niður til þjóðarinnar hvernig er það þá gert? Er þetta ekki einnig í einkennilegri mótsögn við fullyrðingar þess efnis að tækni og samgöngur nútímans hafí þjapp- að heiminum saman. Sjómannskon- an sem stóð upp á fjölmennum fundi Samtaka um þjóðareign á ísafirði á dögunum flutti okkur skelfilega framtíðarsýn ef ekkert verður að gert. Hún sagði fundarmönnum frá því að maður sinn hefði í 20 ár unnið á aflaskipinu Guðbjörgu, flaggskipi Isfirðinga, sem Samheiji á Akureyri keypti með öllum kvóta. Nú væri svo komið að maður tienn- ar réri frá Þýskalandi, en þaðan er Guðbjörgin gerð út af þýsku fyrir- tæki í eigu Samheija. Mannskapur- inn um borð vissi þó ekki hvort hann væri í vinnu hjá þýska fyrir- tækinu eða Samheija og fengi ekkert um það að vita. Sjómennirnir vita ekki hvort sjó- mannaafslátturinn gildir, hvort íslenskar tryggingar gilda. Kannski eins gott að vera ekki með einhveija helv... hnýsni! Ég ætla að taka þá áhættu að vera talinn galinn og spá því ef ekkert verður að gert að allar fiskveiðiheim- ildir landsins verði komnar í eigu einhvers alþjóðlegs aðila á næstu tveimur áratugum. Alveg eins og kvótinn hoppaði fyrst frá_ minni plássum á Vestfjörðum til ísafjarðar til þess að hoppa þaðan aftur til iðnaðarbæjarins Ákureyrar muni hann halda áfram að færa sig þangað sem matadorarnir ráða ríkj- um. Væntanleg lög forsætisráð- herra sem banna einum aðila að eiga meira en 8% af veiðiheimildum verða auðveldlega sniðgengin. Sama ættin getur vel átt ranu af fyrirtækj- Núverandi fiskveiði- stjóm er helstefna, segir Valdimar Jóhannes- son. Rússnesk rúlletta með afkomu þjóðarinnar. um, Samheija, Útheija, Framheija, Bakheija, Granda, Stranda, Branda, Vinnslustöðina og Stoppustöðina í sínu nafni, eiginkonu, sonar, dóttur, föður og móður. Einn og sami ís- lenski matadorinn gæti átt allan nýtingarrétt fiskistofnanna, sam- eignar þjóðarinnar. Það væri þá ekki stórt skref að selja grundvallar- lífsbjörg þjóðarinnar fyrir 3-500 milljarða króna til erlends aðila í gegnum fyrirtækjaflækju sem þegar er kominn vísir að. í sjálfu sér myndi litlu máli skipta hér hvort eigandi fiskimiðanna væri einn eða fleiri matadorar, erlendir eða innlendir. Eigandi sem sæti t.d. í stórhýsi við Atlantshafsströnd Marokkó myndi fyrst og fremst vilja hámarksarð og lágmarksfyrirhöfn. Ryksugutogarar myndu skafa hér inn í hvern fjörð með reglulegu bili eins og borgaði sig best fyrir eigand- ann. Lýðurinn í landi, sem þijóskaðist við að koma sér í burtu eða hefði ekki forsendur til þess, gæti ef til vill dansað vikivaka fyrir erlenda ferðamenn á sumrin. Núverandi fiskveiðistjórn er helstefna, rúss- nesk rúlletta með afkomu þjóðarinn- ar. Ofangreind spá er ekkert geð- veikari miðað við núverandi aðstæð- ur en núverandi ástand er miðað við aðstæður snemma á níunda ára- tugnum. Fiskimiðin eru sameign þjóðar- innar, sem á kröfu til að endur- heimta yfírráð sín yfir þeim. Frelsi, réttlæti ogjafnrétti allratil atvinnu, búsetu, menntunar og velsældar eiga að vera hornsteinar íslensks samfélags en ekki höft, forréttindi, ójöfnuður og rangiæti eins og kvóta- kerfið hefur verið að innieiða með vaxandi þunga. íslendingar geta aldrei unað slíku til langframa. Söfnum liði. Göngum öll til liðs við Samtök um þjóðar- eign. Gula línan, í síma 580 8000, skrifar niður liðsmenn, sem eru farnir að nálgast annað þúsundið. Höfundur er framkvæmdnstjóri Samtiika um þjóðarcign. Valdiniar Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.