Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ /52 LAUGARDAGUR L NÓVEMBER 1997 NORÐMENN unnu bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Tún- is. Frá vinstri eru Glen Grötheim, Erik Sælensminde, Tor i Helness, Einar Brenne fyrirliði, Terje Aa, Boye Brogeland og Geir Helgemo. jFrakkarnir hafa tekið forustuna j BRIDS Hammamct, Túnis BERMÚDASKÁLIN OG FENEYJABIKARINN 1' Heimsmeistaramótið í brids er haldið í Túnis dagana 18. október til 1. nóvember. *| FRAKKAR höfðu náð 38 stiga * forustu í úrslitaleiknum um í Bermúdaskálina þegar 96 spil voru í búin af 16. Staðan var þá 192-154 j fyrir Frakka sem höfðu unnið tvær síðustu lotumar. Fram að því var leikurinn jafn og enn eru úrslit hvergi nærri ráðin; maður hefur það á til- fínningunni að þessi lið séu það jöfn að tilviljun ein muni ráða hvort þeirra hampar Bermúdaskálinni í kvöld. I keppninni um Feneyjabikarinn í kvennaflokki virtust Bandaríkin á góðri leið með að vinna Kína og höfðu forystu, 180-132, eftir 96 spil af 128, en þeim leik lauk í gærkvöldi. Norðmenn fengu bronsverðlaun í opna flokknum þegar þeir unnu A- i sveit Bandaríkjanna í 32 spila úr- j slitaleik á fimmtudagskvöldið, ! 97-37. Þá unnu Bandaríkin brons- j verðlaun í kvennaflokki. Ólíkur sagnstíll í I úrslitaleiknum um Bermúdaská- ; lina skoruðu Frakkar 42 impa gegn j 33 í þriðju lotunni. Þetta spil sýnir vel mismunandi sagnstíl liðanna: Austur gefur, NS á hættu Norður ♦ 1096 » VÁD62 ♦ 976 ♦ 862 Vestur ♦ 74 ♦ 10543 ♦ KD43 ♦ D76 Suður i ♦ ÁDG8532 *G ♦ 10 ♦ K953 Við annað borðið sátu Nick Nick- ell og Richard Freeman NS og Alain Levy og Christian Mari AV. Vestur Norður Austur Suður AL NN CM RF 1 tígull 1 spaði dobl 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar pass pass dobl pass 5 tíglar// Sjálfsagt hefðu sagnir gengið svipað við mörg borð á íslenskum bridsmótum en Nickell í norður hefði átt að dobla 5 tígla með öruggan varnarslag. 5 tíglar fóru svo tvo nið- ur og Bandaríkin fengu 100. Við hitt borðið sátu Michel Perron og Paul Chemla NS og Bob Ham- man og Bobby Wolff AV: Vestur' Norður Austur Suður BH MP BW PC ^ 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu pass pass 3 spaðar pass 4 spaðar/ Hamman og Wolff spila útgáfu af Bláa laufinu og því opnaði Wolff á 1 hjarta á fjórlitinn. Á Islandi dytti engum í hug að passa yfír 2 hjörtum með norðurspilin, allir segðu a.m.k. 2 spaða. Perron vill hins vegar eiga ‘ vel fyrir sínum sögnum en hann fann þó hækkun í geim þegar Chemla stökk í 3 spaða. Nú átti Wolff ekki fyrir úttektardobli svo Chemla fékk að spila 4 spaða sem unnust þegar spaðakóngurinn og laufaásinn lágu rétt. 620 til Frakka og 11 impar. Hammanreglan brást ekki Frakkar skoruðu 59 impa í fímmtu lotunni í gærmorgun en það var enginn sérstakur meistarabrag- ur á þeim í þessu spili: Vestur gefur, NS á hættu. Norður ♦ Á982 ¥974 ♦ 10873 ♦ K9 Vestur Austur ♦ D76 ♦ 103 ¥ ÁD862 ¥ 105 ♦ 4 ♦ KG52 ♦ Á763 ♦ 109852 Suður ♦ KG53 ¥ KG3 ♦ ÁD96 ♦ DG Við annað borðið sátu Franc Mul- ton og Herve Mouiel AV og Ham- man og Wolff NS. Wolff beitti Ham- manreglunni svonefndu: ef nokkrar sagnir koma til greina og 3 grönd er ein þeirra þá á að velja hana. Vestur Norður Austur Suður FM BH HM BW 1 hjarta pass pass dobl pass 1 spaði pass 2 spaðar pass 3 spaðar pass 3 grönd// Það má vinna 4 spaða með því að hringsvína spaðanum og bijóta slag á hjarta þegar tían kemur önnur frá austri. En Wolff stakk upp á 3 grönd- um og Hamman passaði auðvitað. Multon spilaði út hjarta sem Wolff fékk á gosann. Hann spilaði spaða á ás og renndi tígulsjöunni yfír, og þegar hún hélt slag gat Wolff svínað aftur tígli og spiiað spaðakóng og meiri spaða og fékk 9 slagi á endan- um. Við hitt borðið sátu Jeff Meck- stroth og Eric Rodwell AV og Mari og Levy NS: Vestur Norður Austur Suður ER AL JM CM 1 hjarta pass 1 spaði! 1 grand dobl pass 2 lauf pass 3 lauf/// Meckstroth brá sér í „fúlið“ eins og sagt er og dobl Rodwells lofaði 3-lit í spaða. Levy í norður var und- arlega þögull og lofaði AV að spila 3 lauf. Mari spilaði út laufadrottningu sem Meckstroth drap með ás og spil- aði tígli á gosa. Suður fékk á drottn- ingu og spilaði laufi á kóng Levys, sem spilaði tígli. Meckstroth varð að trompa í blindum og spila spaða frá drottningunni. Mari fékk á gosann og spilaði meiri spaða á ás Levys. Nú var nóg að spila tígli og neyða Meckstroth til að trompa í blindum með síðasta trompinu og hann yrði þá að gefa vöminni fímmta slaginn á tígul í lokin. En Levy spilaði þriðja spaðanum og nú gat Meckstroth trompað heima, fríað hjartað með svíningu og trompun og átti svo inn- komu í blindan á tromp til að taka fríslagina á hjarta. 110 til Bandaríkj- anna og 12 impar. Guðm. Sv. Hermannsson Austur ♦ K ¥ K987 ♦ ÁG852 ♦ ÁG10 I DAG SKAK Umsjón Marfieir Pctursson STAÐAN kom upp á al- þjóðlega Hellismótinu sem lýkur í dag. Bragi Halldórsson (2.270) var með hvítt, en Þjóðveij- inn Christian Wil- helmi (2.405) hafði svart og átti leik. Sá þýski var að detta í lukku- pottinn, því Bragi hafði átt unnið tafl og lék síðast 48. Hh7—b7?? sem var hræðileg yfirsjón. 48. — Dxh2+! og það var ekki um annað að ræða fyr- ir Braga en að gef- ast upp, því 49. Kxh2 — Hh4+ er mát. Fram að þessu hafði Bragi staðið sig frábærlega vel á mótinu, unnið þýska stórmeistarann Hickl og sænska alþjóðameistarann Tiger Hillarp—Persson. Níunda og síðasta um- ferðin á Hellismótinu fer fram í dag í félagsheimili SVARTUR mátar í öðrum leik. Hellis, Þönglabakka 1, i Mjódd. Taflið hefst kl. 13. Með morgunkaffinu Áster... ... að annast aldraða ættingja. TM Reg U.S. P«t. Off. — all ngnt« reservod (c) 1997 Loa Angelos Times Syndicate SLEPPTU perlufestinni þá bara. HOGNIHREKKVISI SmekJdmirkans eru Drén'ir /njöqsljénir" VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fagnar hækkun á símakostnaði SIGURVEIG hringdi og fagnaði samræmingu gjaldskrár Póst og síma og taldi þetta mjög þarft, sérstaklega fyrir lands- byggðina. Sigurveig telur að nef- skattur ætti að vera á afnotagjöldum Ríkisút- varpsins. Gæludýr Tappi er týndur ÞESSI köttur, sem gegn- ir kallinu Tappi, er týnd- ur og hans er sárt sakn- að. Tappi er nýfluttur úr Kópavogi í Tangahverfi í Mosfellsbæ. Hann er ómerktur, þriggja ára, gulbröndóttur, geldur og gæfur fress. Oska ég þess innilega að ef ein- hver veit um hann Tappa minn hafí hann samband við mig í síma 566-8004 eða 898-8022. Tapað/fundið Slæða tapaðist EINLIT ijómalit silki- slæða (með ofnu mynstri) merkt Nina Ricci tapaðist fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Hafi ein- hver rekist á slæðuna er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 568-1724. AF hverju heldurðu að VELKOMINN, félagi. ég sé árásargjarn? Kanntu ekki tveggja manna vist? COSPER AF hveiju kvartarðu ekki við þjóninn um að maturinn hafi ekki verið nógu heitur? Yíkveiji skrifar... BARNAVÖRUVERZLUN hér í borg selur vörur frá ítalska fyrirtækinu Brevi og afhendir við- skiptavinum sínum bækling frá fyr- irtækinu, þar sem vörurnar og nota- gildi þeirra er kynnt. Víkveiji blað- aði í bæklingnum og hefur frómt frá sagt sjaldan séð annað eins samansafn af forneskjulegum for- dómum um hlutverk kynjanna á heimilinu og við umönnun barna, að minnsta kosti ekki í prentuðu máli frá þessum áratug. I innganginum er rætt um næm- an skilning fyrirtækisins á því að „móðirin þarf að hafa allt við hönd- ina svo að hún geti annazt barn sitt á auðveldan og skilvirkan hátt.“ Næst kemur kynning á barnastól- um, þar sem tekið er fram að nú sé „kominn tími til að fara úr örm- um mömmu og í háa stólinn." Brevi, „sem alltaf hefur boðið mæðrum upp á öruggar vörur með mikið notagildi" framleiðir líka burðar- poka, sem er „tilvalinn bæði fyrir móður og barn.“ Og á fyrstu dögum lítils barns „deila móðir og barn töfrastund, sem síðan breytist í hið daglega bað.“ Eins og allir vita hefur „móðirin alltaf áhyggjur af því að baða barnið, en með IDEA [baðborðinu] verður þetta allt auð- veldara og öruggara." Og „með IDEA getur móðirin baðað barnið auðveldlega og án nokkurrar hjálp- ar.“ xxx EN HVAÐA hlutverk skyldi aumingja pabba nú vera ætlað í þessum bæklingi? Eina skiptið, sem faðirinn er nefndur í tengslum við umönnun afkvæmisins, er í kafl- anum um ferðarúm frá Brevi: „WE- EK-END TOP er þægilegt og nota- dijúgt fyrir alla fjölskylduna: fyrir föðurinn þegar hann þarf að setja það í bílskottið, fyrir móðurina þeg- ar hún þarf að þvo það...“(!!!) Og á sextíu og fjórum litprentuð- um síðum með myndum af brosandi börnum og vel greiddum mömmum á háum hælum er ein mynd af pabba. Hann er að vinna í garðin- um, áhyggjulaus vegna þess að BABY MONITOR-tækið frá Brevi fylgist með hljóðum barnsins. Hvað er mamma að gera á meðan? Hún er að „gera húsverkin sín“ innan- dyra. Víkveiji gæti æpt. xxx EITT augnablik datt Víkveija í hug að hann hefði fengið í hendur gamlan bækling, til dæmis frá því á sjötta áratugnum, en það verður ekki um villzt: á forsíðunni stendur ártalið 1997 stórum stöf- um. Getur ekki verzlunin, sem býð- ur foreldrum upp á þetta forneskju- taut, fengið nýjan bækling, sem er saminn fyrir annað og nútímalegra ástand jafnréttismála en það, sem virðist æskilegt samkvæmt hugar- heimi auglýsingamanna Brevi-fyr- irtækisins, sem virðast vera ítalskar karlrembur af verstu sort?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.