Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ þann draum rætast, svo ég festi núna í vikunni kaup á húsnæði í Brautarholti 20, gamla Þórskaffí, og þar verður sko dekur. Þangað geta konur komið og dekrað við sig, æft og tekið á, farið í nudd og gufu og böð til að slaka á, fengið sér léttar veitingar, lesið tímarit - svona alls herjar heilsulind þar sem konur geta gleymt amstri dagsins. Eftir því sem ég hef lært meira í þessum rekstri, geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að hafa sérstöðu og vegna þeirrar miklu samkeppni sem ríkir á þessu sviði er mjög mikilvægt að veita góða þjónustu og að staðurinn sé notalegur. Svo er eitt enn sem hef- ur alltaf verið mér sjálfri mjög mikilvægt - og það er að sam- skiptin séu persónuleg - þannig að hverri einustu konu líði vel hjá okkur og fínnist hún skipta máli. Kannski hefur það tekist, vegna þess að við erum með mjög stóran kjarna hjá okkur sem hefur stund- að Baðhúsið frá upphafi. Það er mikil hreyfing á milli líkamsrækt- arstöðva og margar nýjar hafa sprottið upp á seinustu árum. En við höfum orðið vör við það að margar konur sem prófa aðrar stöðvar koma til okkar aftur. Eg vona að það sé vegna þess að við veitum góða þjóhustu. Eg er mjög stolt af starfsfólkinu mínu. Við er- um eins og fjölskylda og ég vona að það skili sér til viðskiptavinanna." Engar sýningar Linda játar að hún verði oft vör við þann misskilning að Baðhúsið hljóti að vera fyrir ofurskvísur og fegurðardísir. „Baðhúsið er fyrir venjulegar konur á öllum aldri og auðvitað erum við allar venjulegar, ef því er að skipta. Við þurfum all- ar að hafa fyrir því að viðhalda lík- amanum. Flestar okkar þurfa að takast á við aukakíló og við eld- umst allar og hrörnum. Það er okk- ur öllum jafn mikilvægt að hafa í huga að þetta er eini líkaminn sem við fáum og okkur er hollara að næra hann og styrkja til að hann endist okkur út lífið. Eftir að ég hóf reksturinn á Bað- Uppskriftin Sinnepssmurð kalkúnabringa ó hvítlauksrist- uðu greenmeti Fyrir f jóra Hráefni 600 gr kalkúnabringa 4 tsk Dijon sinnep Salt og pipar 4 msk ólífuolía 1 meðal blaðlaukur 1 stór gulrót 80 gr steinseljurót 80 gr sellerírót Kecap manis soya (sæt soya) 2 saxaðir hvitlauksgeirar 2 msk söxuð fersk steinselja. Aðferð: Byrjið á að skera kalkúnabringuna í ca '/2 cm þykkar sneiðar, þrjár sneiðar á mann og banka þær. Skerið allt grænmetið í þunnar sneiðar (strimla, julienne) ca 5 cm langar. Steikið kalkúnasneiðarnar rétt brúnar á heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Leggið sneiðarnar á bakka og smyrjið með sinnepinu. Og látið þær klárast inni í 180°c heitum ofni. A meðan snöggristið þið grænmetið á pönnu með olíu, soyunni og bætið hvítlauknum og steinselj- unni úti í restina. Grænmetið er svo skammtað á diskana miðja, sneiðunum raðað á græn- metið og hrísgrjónin sett til hliðar á diskinn. „Ráða“ sendir drauma 1. Mig dreymdi að tvö lítil böm, u.þ.b. þriggja ára, stelpa og strákur, væru að leika sér saman úti og ég var einhvers konar vakandi auga allt um kring, andi sem reyndi að forða þeim frá aðsteðjandi hættum með því að gera krossmark með fingrun- um á móti hættunni. Krossmörkin voru mörg og áberandi. Svo slettist eitthvað upp á vinskapinn hjá böm- unum og stúlkan vildi ekki leyfa drengnum að faðma sig og sættast. Þetta virtist vera á bak við Þjóðleik- húsið. Hún gekk yfir Lindargötuna sem í draumnum var Skúlabrautin úti á Seltjamamesi þar sem systir mín bjó. Eg reyndi að forða því að hún færi fyrir homið á húsi systur minnar, því þar á bakvið vai- maður sem gæti gert henni mein. Ég leit fyrir homið og sá grænt vel sprottið gras og tvo blóðdropa sem bára vitni um sifjaspell. Skyndilega er ég í þröngum dimmum gangi í kjallara Þjóðleikhússins og ávíta ódæðis- manninn sem gengur fyrir framan mig. Hann vindur sér að mér og tek- ur um vinstra brjóst mitt. 2. Ég var á skemmtun með vinnu- félögum mínum. Það var fjölmennt. Ég stóð við barinn ásamt Bárði skólabróður mínum úr æsku, sem átti alls ekki að vera þama. Fleiri dömur vora við barinn, meðal ann- arra ein Sigríður. Það var daður í loftinu enda er Bárður myndarmað- ur, dökkhærður, hár og grannur. Hann Iaut niður að mér og kyssti mig létt á hálsinn. Innra með mér þráði ég fleiri kossa sem ég fékk ekki. Ráðning Fyrri draumurinn lýsir hluta af æsku þinni (stelpan og strákurinn) sem þú virðist hafa farið á mis við (slettist upp á vinskapinn) þrátt fyrir fögur fyrirheit (krossmörkin). Þennan hluta ert þú nú að skoða (vakandi auga allt um kring) til að átta þig á samhengi hlutanna og lífi þínu í dag. Sú skoðun vekur upp sársauka (tveir blóðdropar) sem þú hefur áður reynt að hreinsa af þér (gekk yfir Lindargötuna) og óljós (systir) hugboð um misferli (sifja- spell). Þjóðleikhúsið í þessu sam- hengi bendir til að opin umræða síðustu missera um misgjörðir gagnvart börnum hafi sett þitt ferli á stað. Seinni draumurinn lýsir löngun þinni til að losna undan oki fyrri draums og því sem hann lýsir svo þú megir lifa frjáls og njóta lífs- ins lystisemda. Nafnið Bárður táknar meiðsl/sársauka. >eir lesendur sem vifja fá drau- ma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt. heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringhmni I 103 lleykjavík húsinu varð ég ennþá ákveðnari í að það skyldi aldrei verða opið karlmönnum. Það er bæði nauð- synlegt og þægilegt að geta nært sig í friði. Það eru engar sýningar þarna og það þarf enga sérstaka galla til að æfa í. Flestar konurnar æfa í bolum og hjólabuxum sem þær eiga.“ En þótt Baðhúsið verði aldrei opið karlmönnum er þó einn slíkur á staðnum. Það er einkaþjálfarinn Sævar Pétursson, bróðir Lindu - en ekki kærasti eins og Gróurnar vilja vera láta. Linda hristir höfuð- ið yfir slíkum sögusögnum og seg- ir: „Þetta er ekki einu sinni fyndið lengur.“ Annars segist hún reyna að leiða hjá sér kjaftasögur um sjálfa sig. Þær séu yfirleitt svo magnaðar og yfirgengilegar að hún hafi ekki orku til að heyra þær. „Sævar er búinn að vera þjálfari hér í þrjú og hálft ár og það hefur gengið mjög vel. Hann er óskap- lega ljúfur og fellur vel inn í hóp- inn. Ég veit líka að viðskiptavinir okkar kunna að meta hann.“ Og það era orð að sönnu. Sævar, sem er aðeins tuttugu og þriggja ára, vinnur við að þjálfa, hvetja og segja konum fyrir verkum sem margar hverjar gætu verið mömm- ur hans. Það er ekki vandalaust verk - og þarf go.tt innsæi til að það gangi upp. Og það hefur hann. Hins vegar má til gaman geta þess að hann kennir núna „spinning“ í Baðhúsinu og ungar stúlkur hópast í þá tíma - það skemmir örugg- lega ekki að skaparinn skildi Sæv- ar ekki útundan þegar útliti var út- deilt í fjölskyldunni. „Það er dálítið merkilegt," segir Linda, „að síðasta eitt til eitt og hálft ár hef ég unnið sleitulaust og lítið verið á ferðinni, en það breytir engu um það hvað fólk er forvitið um mig. Starfsfólkið mitt er stans- laust spurt spjöranum úr um hagi mína og einkalíf. Þegar það segir eins og er að ég vinni og vinni og búi ein með hundinum mínum, verður fólk gjarnan óánægt og trú- ir því ekki. Það vill fá eitthvað krassandi. Ég bara get ekki upp- fyllt þær væntingar. Barátta ng súlar- hrings t/inna Reksturinn á Baðhúsinu hefur verið mikil barátta og þetta hefði aldrei gengið ef ég hefði ekki unnið þar allan sólarhringinn. Síðasta ár- ið hefur þetta gengið mun betur. Ég ákvað að skipta um lífsstíl og skipuleggja mig betur. Og núna á fyrirtækið hug minn allan - ásamt Mána - besta, besta karlhundin- um af sinni springer spaniel teg- und.“ Talarðu við hann? „Já .. .enda heldur hann að hann sé maður. Það eru margir sem ekki hafa kynnst dýrum sem skilja þetta ekki. En þetta snýst um tilfinning- ar. Dýr era svo góð til að rækta til- finningar sínar. Það er ekkert hægt að rökræða við þau eða rífast. Svo er Máni alger varðhundur. Það labbar enginn framhjá húsinu án þess að hann láti mig vita af því.“ Sérðu einhverjar breytingar á sjálfsmati kvenna á þeim tíma sem þú hefur rekið Baðhúsið? „Já. Það hefur breyst mjög mik- ið. Konur gefa sér orðið tíma til að fara vel með sig. Ég sé líka að þeg- ar konur fara að ná árangri í heilsurækt, þá fara þær í framhaldi af því að hugsa betur um útlitið al- mennt. En áhuginn er ekki eingöngu hjá konum. Mér finnst það færast í aukana að karlmönnum finnist sjálfsagt að konurnai- þeirra eigi nokkra klukkutíma í viku fyrir sig. Það líður varla sá dagur að ekki komi inn eiginmaður, eða unnusti, til að kaupa gjafakort handa sinni og þetta hefur aukist mikið eftir að ég stofnaði Klárar konur þar sem alls konar fríðindi, afslættir og dekur fylgja í pakkanum. Þessi klúbbur er áskrift að betra lífi og betri líðan. Konan skuldbindur sig til að vera í lágmark sex mánuði í þjálfun sem getur verið sá tími sem þarf til að koma sér í form, eftir svo og svo og svo langt þjálfunar- leysi. Sá árangur sem konurnar ná á þessum sex mánuðum ýtir síðan undir þær að hugsa vel um sig og fara vel með sig.“ Hvaða ráð gefurðu konu sem er að byrja í þjálfun eftir langan tíma? ,Að gera ekki óraunhæfar kröf- ur til sjálfrar sín, heldur byggja á því sem hún hefur. Þannig næst ár- angur.“ Hvemig sérðu framtíðina fyrir þér? „Núna hef ég mikinn áhuga á að stækka húsnæði Baðhússins til að geta bpðið upp á enn betri þjón- ustu. Ég veit að það mun taka megnið af tíma mínum næstu árin enda það sem ég hef mestan áhuga á og vil gera í lífinu. Svo vona ég líka, eins og flestar venjulegar kon- ur, að fyrir mér eigi að liggja að eignast börn - og gott hjónaband myndi ekki skemma.“ Og maturinn í Listaskálanum? Ohætt að mæla með honum. mum fyrir jóluvörum og seljum mikið if poHaplöntum með ; 50% afslnt4vM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.