Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjanw^ningar við grunnskólakeiinara undirritaðir og verkfalli frestað ERFIÐUR unglingur . . . Tveir íslenskir flugnemar Fljúga 5000 kílómetra yfir Bandaríkjunum TVEIR íslenskir flugnemar, Vign- ir Örn Guðnason og Nökkvi Sveinsson, eru lagðar af stað í um 12 þúsund kílómetra flugferð í hring um Bandaríkin. Þeir telja að enginn íslendingur hafi áður flogið svo langt sjónflug. „Flugtímarnir verða á bilinu 50-70, það fer eftir veðri og vind- um,“ segir Vignir Örn. Þeir félag- ar eru við nám í stærsta flug- skóla í heimi, Flight Safety í bæn- um Vero Beach. Flogið verður til flestra stór- borga í Bandaríkjunum, meðal annars New Orleans, Dallas, Las Vegas, Los Angeles, San Frans- isco, Seattle, Chicago, New York, Washington og Atlanta. í för með þeim Vigni og Nökkva er einnig Áslaug Auður Guð- mundsdóttir, unnusta hins síðar- nefnda, og gegnir hún hlutverki „fyrstu freyju“ um borð. Segja má að hún sé upphafsmaður ferð- arinnar. „Hún á frænku í Seattle og langaði til að heimsækja hana,“ segir Vignir. „Eitt leiddi af öðru og við ákváðum að fara bara allan hringinn úr því að við vorum hvort eð er að fara þetta Iangt.“ Flugvélin er þijátíu ára gömul af gerðinni Piper Arrow PA28R- 180. Vignir segir að aðallega verði flogið að degi til en þó að nokkru leyti á nóttinni einnig. Upphaf ferðarinnar var heldur brösuglegt, því þeir félagar urðu að lenda vélinni skammt frá Vero Beach vegna veðurs. Skyggni var slæmt og þrumuveður. Vignir sagði þó í gær að veðurspár gæfu til kynna að þau gætu haldið áfram um kvöldið. Stærðfræðing- ar heiðra Sig- urð Helgason SIGURÐUR Helgason, prófess- or við Massachusetts Institute of Technology var í gær heið- ursgestur á 50 ára afmælisfundi íslenska stærðfræðafélagsins. Afmælisfundurinn var haldinn í hátíðarsal Háskóla íslands. Sigurður flutti fyrirlestur á af- mælisfundinum sem nefndist Rúmfræði og raunveruleiki. íslenska stærðfræðafélagið gengst í dag fyrir málþingi Sig- urði Helgasyni til heiðurs, en Sigurður varð sjötugur hinn 30. september sl. Málþingið verður haldið í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, og hefst kl. 9.15 með fyrirlestri Gests Ólafsson- ar um verk Sigurðar. Að því loknu munu fjórir aðrir stærð- fræðingar flytja fyrirlestra um efni sem tengjast áhugasviði Sigurðar innan stærðfræðinn- ar. Áætlað er að málþinginu Ijúki um kl. 17. Morgunblaðið/Halldór PRÓFESSOR Sigurður Helgason flutti fyrirlestur, er nefndist Rúmfræði og raunveruleiki, á afmælisfundi íslenska stærð- fræðafélagsins í gær. Goethe-stofnunin lögð niður Klippt algjör- lega á þráðinn Coletta Biirling FYRIRHUGAÐ er að loka Goethe-stofnun- inni á íslandi 31. mars árið 1998. „Einungis í Tansaníu og á íslandi verður aigjörlega klippt á þráðinn því að í hinum lönd- unum átta, þar sem loka á Goethe-stofnunum, eru aðrar fyrir sem munu starfa áfram,“ segir Coletta Biirling, forstöðumaður Goethe-stofnunarinnar á íslandi. Hún segir að síðan sé stefna þýskra stjóm- valda að loka enn fleiri stofnunum á næstu árum. - Hvers vegna er verið að loka Goethe-stofnunun- um? „Stefna þýskra stjóm- valda er að fækka starfs- mönnum um 2% hjá hinu opinbera. Þessar lokanir em liður í þeim aðgerðum en tvö stöðugildi em við stofnunina hér á landi. -Hefur verið gerð könnun á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir hér á landi? „Nemendur í bókasafnsfræði hafa gert könnun í sambandi við notkun bókasafnsins okkar en niðurstöður hef ég ekki séð enn- þá. Ég hef á hinn bóginn slegið á að í hveijum mánuði komi hing- að ekki færri en 150-200 manns til að fá lánaðar bækur, lesa blöð- in eða leita eftir upplýsingum." Coletta segir að á bókasafninu séu til liðlega 7.000 þýskar bækur og myndbönd, hljóðsnældur, blöð og tímarit sem allir geti komið og fengið lánað. - Hveijir eru það sem aðallega nýta sér þjónustu stofnunarinnar? „Það er afar breiður hópur fólks. Hingað kemur fólk sem vill fríska upp á þýskukunnáttuna sína, okkur berast fyrirspurnir um allt milli himins og jarðar en einn hópur sker sig úr og það em námsmenn sem em á leið til Þýskalands í framhaldsnám. Ég held að milli 400 og 600 íslend- ingar séu í námi í Þýskalandi núna. Við liðsinnum þessum ís- lendingum eftir bestu getu þegar þeir eru að leita eftir upplýsingum um skóla og það sem námi í Þýskalandi tengist." Coletta segir að þá sé einnig hópur Islendinga sem vilji læra þýsku í Þýskalandi og fyrirspurn- um þeirra sé sinnt líka hjá stofn- unni. „Þýskukennarar hafa aðstöðu hjá Goethe-stofnuninni því eitt af markmiðum hennar er að efla þýska tungu erlendis. Við höfum því stutt við bakið á þýskukenn- umm útvegað þeim ýmis náms- gögn og haldið endurmenntun- amámskeið fyrir þá.“ Colette bendir á að á bókasafninu sé sér- stakt bóksafn fyrir háskólanem- endur í þýsku sem séu tíðir gestir á bókasafn- inu. - Hvað hefur Goet- he-stofnunin verið starfrækt lengi á ís- landi? „Árið 1976 var Go- ethe-stofnunin opnuð hér á landi sem útibú frá Osló. Þá tók hún yfir þýska bókasafnið sem stofnað var árið 1956 en það voru alls um 4.000 bindi sem stofnunin tók við. Það var síðan árið 1983 sem stofnunin varð gerð sjálfstæð og flutti I Tryggvagötu." - Hvað verður um bókasafnið? „Enn hefur engin ákvörðun verið tekið um það en bækurnar fara ekki úr landi. Eini staðurinn sem mér dettur í hug fyrir þær er Þjóðarbókhlaðan ef forsvars- ►Coletta BUrling er fædd í Dusseldorf árið 1948. Hún stundaði nám í norrænum fræðum ogþýsku en doktors- ritgerð hennar fjallaði um beina og óbeina ræðu í íslend- ingasögunum. Árið 1970 kom Coletta hingað til lands og dvaldi einn vetur til að læra íslensku. Hún kom aftur til íslands árið 1977 og þá sem sendikennari við Háskóla ís- lands. Jafnhliða kennslu starf- aði hún við Goethe-stofnunina og sem forstöðumaður hennar frá árinu 1983. Eiginmaður Colettu er Kjartan R. Gísla- son, dósent í þýsku við Há- skóla íslands. menn þar treysta sér til að taka við bókunum. - Stofnunin hefur staðið fyrir þýskri menningardagskrá. Þýðir lokunin að dregið verður úrmenn- ingarsamskiptum þjóðanna? „Fyrir okkar milligöngu hafa komið hingað til lands margir þýskir listamenn. Reynt verður að finna leið til að halda menning- arstarfseminni áfram en ég held að það sé hægara sagt en gert. Slíka starfsemi þarf að fjármagna og einn grundvöllurinn er að halda tungumálanámskeið og nýta ágóðann af þeim til að standa undir slfkri starfsemi. Á þessari stundu á ég erfitt með að ímynda mér hvernig þetta er framkvæm- anlegt sökum fámennisins hér á landi.“ Coletta segir að um þessar mundir séu 200 ár frá fæðingu Heinrichs Heines og í nóvember verður stofnunin í nánu samstarfí við til að mynda Kópavogsbæ um dagskrá af þessu tilefni. „Erindi verða haldin um Heine og flutt lög eftir hann.“ - Velunnarar stofnunarinnar hér á landi efndu til mótmælagöngu til að skapa þrýsting og nú stendur yfir undir- skriftasöfnun til að mótamæla lokuninni. Er ákvörðun þýskra stjórnvalda endanleg eða getur þrýstingur haft áhrif? „Eg á erfitt með að segja til um það á þessari stundu. Undir- skriftasöfnunin er enn í gangi þar sem lýst er óánægju með þessa ákvörðun þýskra stjómvalda. Dagskráin um Heinrich Heine er siðasta menningaruppákoman sem Gethe-stofnunin kemur að á næstunni. Við vorum með ýmis- legt á pijónunum fyrir næsta ár en höldum að okkur höndum meðan ekkert liggur fyrir nema lokun stofnunarinnar.“ Bókasafn, upplýsinga- þjónusta og menningar- starfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.