Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgönguráðherra og Póstur og sími hf. ákveða að endurskoða gjaldskrá Ákveðið að koma til móts við raddir í þjóðfélaginu FJÖLDI fólks mótmaslti gjaldskrár- hækkunum Pósts og síma á útifundi á Ingólfstorgi í gær. Fundurinn hófst með því að samgönguráðherra, forstjóra Pósts og síma hf. og vara- forseta Alþingis voru afhentar undir- skriftir rúmlega 6.000 einstaklinga gegn hækkununum. Lögregla áætl- aði að um 1.500 manns hefðu verið á Ingólfstorgi þegar flest var um mið- bik fundarins. A mótmælafundinum komu fram fulltrúar Netverja, Neytendasam- takanna, tónlistarmanna á Netinu og fleiri. Allh- voru þeir harðorðir í garð Pósts og- síma og stjórnvalda og sögðu hækkanirnar þýða stórt skref aftur á bak í sókn Islendinga inn í upplýsingasamfélagið. Fundur með forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði samgönguráðherra, forstjóra og stjómarformann Pósts og síma á sinn fund í gærmorgun og þar var að sögn Halldórs Blöndal ákveðið að koma til móts við þær raddir sem uppi væru í þjóðfélaginu og skoða þær athugasemdir sem hefðu borist. Halldór skýrði frá þessum breyting- um á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag að loknum mótmælafundinum á Ingólfstorgi. I fréttatilkynningu frá Ægis ehf., sem stóð að undirskriftasöfnuninni á Netinu, segir að með þeirri ákvörðun að endurskoða gjaldskrána hafi Póstur og sími og samgönguráð- herra lýst því yfír að þeir sem mót- mæltu hækkuninni hefðu haft á réttu að standa og að ekki hefði verið þörf á svo mikilli hækkun gjalda vegna breytingar í eitt gjaldsvæði, ef ein- Morgunblaðið/Golli HALLDÓRI Blöndal samgönguráðherra, Ragnari Arnalds varaforseta Alþingis og Guðmundi Björnssyni forstjóra P&S voru afhentar undir- skriftir gegn gjaldskrárhækkunum við Alþingi. Gjaldkrábreyting Pósts og síma DAGTAXTI INNANLANDS: Gjald fyrir hverja mínútu - var fyrir 1. nóvember 1,11 kr. - er frá og með 1. nóv. 1,99 kr. - verður væntanlega 1,56 kr. hverri. „Við lýsum ánægju okkar með þessa ákvörðun en teljum að lækkunin hefði mátt vera mun meiri,“ segir í fréttatilkynningunni. Helstu breytingar á áður boðaðri gjaldskrá, sem eftir sem áður tekur gildi í dag, eru þær að verð á mínútu að degi til verður 1,56 kr. í stað 1,99 en mínútugjald fyrir staðarsímtal var áður 1,11 kr. Verð á mínútu á kvöldin og um helgar verður 78 aur- ar en hefði annars orðið 1 kr. Eftir sem áður er gert ráð fyrir að 200 skref verði innifalin í afnotagjaldi á landinu öllu, símtöl til útlanda lækki að meðaltali um 22% og að kvöld- og helgartaxti gildi á öllum lögbundnum hátiðisdögum. Lagt fyrir stjórn Pósts og síma hf. í lok næstu viku Miðað við þá gjaldskrá sem var í gildi þai- til í gær mun þriggja mín- útna staðarsímtal hækka um 20,3% í staðinn fyrir þá 40% hækkun sem fyrirhuguð var og 60 mínútna staðar- símtal hækkar um 38,7% í stað 76,2%. Þá mun gjald fyrir þriggja mínútna langlínusímtal lækka um 49,3% í stað 41% og 60 mínútna lang- línusímtal lækka um 61,7% í staðinn fyrir 51,3%. Að sögn samgönguráð- herra verða þessar breytingar lagð- ai’ fyiir fund stjórnar Pósts og síma hf. í lok næstu viku, og kveðst hann eiga von á því að ný gjaldskrá taki gildi strax upp úr því. Netið þarf aðra gjaldskrá Undirbúningsnefnd stofnfundar hagsmunahópa um Netið sendi frá sér ályktun í kjölfar útifundarins og fréttamannafundar samgönguráð- hen-a. Þar segir m.a. að nefndin sætti sig ekki við að skrefgjöld séu innheimt af tölvusamskiptum, þar sem eðli Netsins sé ólíkt eðli talsam- bands, og þar af leiðandi þurfi Netið aðra gjaldskrá. „Ef landið á að vera eitt gjald- svæði þarf að fella niður kílómeti’a- gjald af Intemet-endursöluaðilum á landsbyggðinni. Fyrir 128 kb link þarf aðili í Vestmannaeyjum að greiða 110.000 krónur, en aðili í Reykjavík ekki nema um 15.000 krónur fyrir sömu tengingu,“ segir ennfremur í ályktuninni. Þá leggur undirbúningsnefndin áherslu á þá skoðun sína að óæskilegt sé að Póst- ur og sími hf. verði framkvæmdarað- ili að uppbyggingu Netsins. Aðgangur að norskri lögsögu Horft á samskipt- in í heild ÞORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra segir, að þegar hann tali um að knýja þurfi á um „betra jafnvægi“ í aðgangi íslands og Noregs hvors að lög- sögu hins með því að segja upp loðnusamningnum, geti þar fleira verið til umræðu en bara aðgangur að lögsögu vegna loðnuveiða. Aðspurður hvort uppsögn loðnusamningsins sé aðferð til að þrýsta á Norðmenn að semja um veiðar íslenzkra skipa í Barentshafi, segir Þorsteinn að Norðmenn verði sjálfir að gera upp við sig hvort þeir semji um Barentshafsdeiluna. „Við höf- um ekki orðið varir við neinn áhuga á að leysa Barentshafs- deiluna. Gamla stjórnin hafði lítinn áhuga á því og þessi nýja virðist ekki hafa neinn áhuga," segir Þorsteinn. Hann segir hins vegar að ís- lenzk stjórnvöld útiloki ekkert fyrirfram. „Við útilokum ekki að horfa á samskipti þjóðanna í heild þegar verið er að meta gagnkvæman aðgang að fisk- veiðilögsögu," segir sjávarút- vegsráðherra. Norðmenn tjá sig ekki Islenzk stjómvöld sendu í gær formlega tilkynningu um uppsögn loðnusamningsins til stjórnvalda í Noregi og á Grænlandi. Tilkynningin hafði enn ekki borizt norska sjávar- útvegsráðuneytinu síðdegis í gær og vildi talsmaður ráðu- neytisins því ekki tjá sig um málið. Stimplagerð brýtur samkeppnislög SAMKEPPNISRAÐ hefur úr- skurðað að með því að skrá „Roði hf stimplagerð sjá Boði ehf stimplagerð“ ásamt símanúmeri Boða hf. í símaskrá fyrir árið 1997 hafi stimplagerðin Boði ehf. Hverf- isgötu 49 í Reykjavík brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Hefur samkeppnisráð bannað stimplagerðinni Boða að tilgreina símanúmer sitt, auglýsa fyrirtæk- ið eða starfemi sína á annan hátt með tilvísun í firmanafnið Roði, þar sem það sé villandi og ósann- gjamt gagnvart keppinautum og neytendum. Samkeppnisráð hefur auk þess beint þeim fyrirmælum til Boða ehf. að á tímabilinu 15. nóvember 1997 til 15. desember 1997 skuli Boði ehf. birta þrisvar sinnum á áberandi hátt í hljóð- varpi og dagblöðum tilkynningu þar sem þess sé getið að Boði og Roði séu ekki eitt og sama fyrir- tækið, og að tilgreining símaskrá þar sem slíkt sé gefið til kynna sé röng. Áður en Boði ehf. sendir auglýsingar til birtingar á fyrir- tækið að kynna’Samkeppnisstofn- un þær. Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Fæst á íslensku, ensku og þýsku 4> FORLAGIÐ [SLENSKIR . til vina erlendis Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa víð íslandsstrendur og helstu einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. fslenski Suðurskautsleiðangurinn hefst á morgun Jólahátíðin haldin á ísnum Morgunblaðið/Jón Svavarsson GÖNGUGARPARNIR Ingþór Bjarnason, Haraldur Orn Ólafsson og Ólafur Örn Haraldsson bragða á ferðamat í plastpokum. ÍSLENDINGARNIR þrír sem ætla að ganga á Suðurpólinn kynntu ferðaáætlun sína í gær og liófu áheitasöfnun til styrktar fþrótta- sambandi fatlaðra með því að gefa sjálflr 250 þúsund krónur. Leiðangursmennirnir, Ólafur Örn Haraldsson alþingismaöur, sonur hans Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og Ingþór Bjarnason sálfræðingur, fljúga af stað til Chile á morgun. Ráðgert er að þeir haldi til Suðurskautsins 8. nóvember. Leiðangursmenn stefna að því að vera ekki lengur en sex- tíu daga á göngu. Að sögn Ólafs Arnar verður hamborgarhryggur í jólamatinn á ísnum, en Sfld og fiskur gaf hrygginn. Ymis fyrirtæki hafa styrkt þá fé- laga, meðal annars bandaríska gervihnatta- og símafyrirtækið Iri- dium, en heildarkostnaður farar- innar er um 10 milljónir. Stærstur hluti kostnaðarins, um 7 milijónir, er vegna flutninga með flugi til Suðurskautsins. Allt fé sem safnast með áheitum rennur óskipt til íþróttasambands fatlaðra og verð- ur notað til undirbúnings þátttöku í Ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000. Reikningsnúmer áheita- söfnunarinnar er 228641 í Búnað- arbanka fslands, Háaleitisútibúi. Upplýsingar um leiðangurinn verða á heimasiðu á alnetinu, http://www.vortex.is/sudurpoll. Ólafur aldursforseti - fímmtugur en seigur Ólafur Örn og Haraldur hafa áð- ur farið í Iangferðir saman, meðal annars gengu þeir yfir Grænlands- jökul 1993 og var þá Ingþór einnig með í för, en feðgamir hafa Iíka í sameiningu gengið á Mont Blanc og fleiri fjöll. Ólafur er fimmtugur og því ótví- ræður aldursforseti leiðangurs- manna. „Hann er seigur og kemst allt sem hann vill,“ segir Haraldur um föður sinn. „Stundum fer hann eitthvað hægar en við hinir, en takturinn er rólegur og öruggur og það er mjög gott að ferðast með honum. Svona ferðir er hægt að stunda langt fram eftir aldri ef menn halda sér í formi.“ Ólafur tekur undir það að erfið- ar fjallaferðir megi stunda fram á efri ár, en það þurfi að hafa dálítið meiri fyrir þeim. „Það er heil- brigður metnaður, ævintýraþrá og sterk samkennd með náttúrunni sem rekur menn í svona ferðir. Maður er mikið einn með sjáifum sér í svona ferðum og nær að kynnast sjálfum sér vel. En félags- skapurinn er líka ríkur þáttur í ánægjunni.“ Haraldur segir að ósætti hafi nánast aldrei komið upp í Græn- landsgöngu þeirra félaga. „Það er enginn foringi í okkar liópi, allar ákvarðanir ei-u teknar á jafnréttis- grundvelli. Okkur feðgunum geng- ur vel að ferðast saman, en það er líka ágætt að hafa þriðja mann.“ Fleira er af útivistarfólki í fjöl- skyldunni, meðal annars hefur einn bróðir Haralds gengið með þeim a Vatnajökul og annar fór með þeim á Hvannadalshnjúk. Faðir Ólafs, Haraldur Matthíasson, er gamalreyndur ferðalangur og var leiðsögumaður hjá Ferðafélagi fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.