Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT KVIKMYNDAHÁTÍÐ Nánast öllum óskum Jiangs fullnægt New York, Washingfton. Reuters, The Daily Telegraph. JÓLIN komu snemma hjá Jiang Zemin, forseta Kína, þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti gaf honum því sem næst allt sem hann óskaði sér á sögulegum fundi þeirra í vik- unni, að sögn fréttaskýrenda í gær. Fyrsti leiðtogafundur Bandaríkj- anna og Kína í átta ár var haldinn í Washington á miðvikudag og Clint- on tilkynnti þá að hann hygðist heimila sölu á kjarnakljúfum og búnaði í kjamorkuver til Kína eftir að Kínverjar lofuðu að aðstoða ekki ríki eins og íran við smíði kjama- vopna og annarra gjöreyðingar- vopna. Kínveijar höfðu sóst eftir þessum viðskiptum í mörg ár og talið er að þau muni nema 60 millj- örðum dala, andvirði 4.300 milljarða króna, til ársins 2020. „Heimsókn Jiangs til Bandaríkjanna hef- ur þegar borið árang- ur,“ sagði Qian Qic- hen, utanríkisráðherra Kína, við fréttamenn. „Við teljum öraggt að þessi heimsókn heppn- ist fullkomlega." Kínverskur stjóm- arerindreki í Banda- ríkjunum sagði að Jiang væri „í sjöunda himni“ yfír fundinum og viðtökunum sem hann fékk í Hvita hús- inu. Kínverjar kaupa 50 Boeing-þotur Jiang fékk m.a. lof- orð um að Bandaríkja- stjóm hygðist ekki styðja tilraunir Tæ- vana til að fá aðild að Sameinuðu þjóðunum að nýju. Stjórn Tæ- vans átti sæti í Sam- einuðu þjóðunum sem fulltrúi Kína til ársins 1971 þegar samskipti Bandaríkjanna og kommúnista- stjórnarinnar í Peking bötnuðu. Bandaríkjastjórn áréttaði enn- fremur að hún myndi ekki styðja hugsanlega sjálfstæðisyfírlýsingu Tævana. Stjórnin í Peking lítur á Tævan sem uppreisnarhérað, sakar Tævana um að stefna að því að lýsa yfír sjálfstæði og hefur hótað árás á eyjuna verði það gert. Tævanska stjómin kveðst hins vegar vilja að Tævan sameinist kínverska megin- landinu, þó ekki fyrr en komið verði á lýðræði í Kína. Jiang samþykkti einnig samning um kaup á 50 Boeing-þotum fyrir 3 milljarða dala, andvirði rúmra 200 milljarða króna, og er þetta stærsti samningur sem Kínveijar hafa nokkra sinni gert um flugvélakaup. Stefnan ræðst einkum af viðskiptahagsmunum Fréttaskýrendur segja að samn- ingarnir við Kínveija séu til marks um að viðskiptahagsmunir banda- rískra stórfyrirtækja séu nú helsta aflið sem móti stefnu bandarísku stjórnarinnar gagnvart kommúnista- stjórninni í Kína. Kínaforseti himinlif- andi yfir mótttökun- um í Bandaríkjunum Ýmsir bandarískir þingmenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun Clintons að heimila sölu á kjarnaofnunum til Kína og tortryggja loforð Kínveija um að veita ekki írönum aðstoð við smíði gjöreyðingarvopna. Ákvörðun forsetans gladdi hins vegar fyrirtæki eins og Westinghouse, sem framleið- ir kjamaofna og sér nú fram á mjög arðbær viðskipti við Kína. Westinghouse, Boeing og nokkur önnur bandarísk stórfyrirtæki, Gen- JIANG Zemin, forseti Kína, skrifar nafn sitt í gestabók- ina í Sjálfstæðissalnum í Fíladelfíu, þar sem sjálfstæðis- yfirlýsing Bandaríkjanna var undirrituð. eral Electric, AT&T, United Tech- nologies og Caterpillar, veittu and- virði 500 milljóna króna í stuðning við stjómmálamenn, sem eru hlynnt- ir bættum samskiptum við Kína, í kosningabaráttunni á síðasta ári. Bandaríska alríkislögreglan FBI segist hafa sannanir fyrir því að kínverskir stjórnarerindrekar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og demókratar hafa skilað andvirði rúmra 200 milljóna króna vegna ólöglegra eða grunsamlegra fram- laga í kosningasjóði þeirra, en megn- ið af því fé kom frá kaupsýslumönn- um, sem taldir era tengjast kín- versku stjórninni. Þessi framlög eru þó smámunir miðað við þær miklu fjárhæðir sem bandarísk fyrirtæki hafa eytt til að veija viðskiptahagsmuni sína í Kína með því að tryggja bætt samskipti ríkjanna. Fyrirtækin hafa m.a. ráðið þijá fyrrverandi utanríkisráðherra, Alex- ander Haig, George Shultz og Cyras Vance, til að reka áróður fýrir vin- samlegum samskiptum við Kínveija. Disney, sem vill fjárfesta í skemmti- garði í Shanghai, hefur einnig ráðið Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, til að reka slíkan áróð- ur í Washington og friða Kínveija vegna kvikmyndar Martins Scor- sese, Kundun, sem fjallar um kúgun Kínveija á Tíbetum. „Taka við hlutverki Rússlands sem hitt stórveldið" Fundur Clintons og Jiangs er fyrsti leiðtogafundur Bandaríkjanna og Kína frá blóðsúthellingunum í Peking árið 1989, þegar kínverski herinn réðst til atlögu gegn lýðræð- issinnum, og frá falli kommúnista- stjórnarinnar í Sovétríkjunum. Fréttaskýrendur segja að fundurinn sé til marks um að Kína hafí tekið við hlutverki Rússlands í utanríkis- stefnu Bandaríkjastjórnar, sem leggi nú megináherslu á að bæta samskiptin við fjölmennustu þjóð heims og verðandi efnahagsrisa. Síðustu vikurnar fyrir fundinn fór orka æðstu embættismanna Clintons að mestu í að undirbúa heimsóknina. „Það er mikilvægasta úrlausnarefni okkar í utanríkismálum að tryggja tiltölulega vin- samlegt Kína á næstu öld,“ sagði einn emb- ættismannanna. Kínveijar lögðu mikla áherslu á að kín- verska forsetanum yrði sýnd sama virðing og leiðtogar Sovétríkj- anna nutu þegar þeir heimsóttu Bandaríkja- menn á tímum kalda stríðsins. Clinton og ráðgjafar hans gerðu sitt besta til að verða við þeim óskum með viðhafnarmóttökuat- höfn í Hvíta húsinu, opinberum veislum, ferðum til sögu- frægra staða og samkomulagi um að komið yrði á beinu símasam- bandi milli forsetanna tveggja líkt og milli leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kalda stríðinu. „Þeir eru að taka við hlutverki Rússlands sem hitt stórveldið," sagði einn fréttaskýrendanna og bætti við að Clinton hefði sett sig í sömu stell- ingar og forverar hans í forsetaemb- ættinu þegar þeir tóku á móti Ieið- togum Sovétríkjanna þegar kalda stríðið stóð sem hæst. „Bæði hvað varðar Sovétmenn og nú Kínveija þurfti bandaríski forsetinn að sýna bandarísku þjóðinni fram á að hann væri harður í hom að taka, einkum í deilunni um mannréttindamál. Clinton stillti sér vandlega upp með Jiang, var broslaus og alvarlegur, með sama háttalag og allir forset- arnir í kalda stríðinu þurftu að sýna.“ Gagnrýnin á mannréttindabrot kínversku stjórnarinnar fór þó fyr- ir ofan garð og neðan hjá kínversk- um fjölmiðlum, sem sögðu aðeins frá vinarþelinu sem Kínveijum var sýnt og lýstu heimsókninni sem miklum sigri fyrir kínverska forset- ann. Reuters Rýmkaðar reglur ESB um veiði í Norðursjó Danir harma ákvörðun ESB TALSMENN dansks sjávarútvegs eru æfir vegna úrskurðar sjávarút- vegsráðherra Evrópusambandsins, ESB, um nýjar og rýmri reglur um veiði í Norðursjó. Telja þeir regl- urnar ganga gegn dönskum hags- munum en Danir voru þeir einu sem mótmæltu þeim, að því er segir í Aftenposten. Danir telja að nýju reglurnar um veiði í Norðursjó kunni að koma í veg fyrir að fiskistofnarnir þar verði í jafnvægi. Þær kveða m.a. á um minni lágmarksstærð rauð- sprettu og að veiðar með botn- trolli era leyfðar á stærra svæði en áður. Telja Danir að í fyrstunni muni það fyrst og fremst vera Hollendingar sem notfæri sér þetta. Reglurnar ganga í gildi eftir tvö ár. Hefur Kent Kirk, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, krafist þess að dönsk stjórnvöld geri ESB grein fyrir því að rauðsprettu- stofninn þoli ekki frekari veiði en nú sé. Kirk segir að með þessu sé stefna Dana í sjávarútvegsmálum sl. fimmtán ár að engu höfð og formaður samtaka sjávarútvegsins í Danmörku, Bent Rulle, segir ákvörðun ESB vera hörmulega. Guð kyssti Georgiu KVIKMYNDIR Háskölabíó GEORGIA ★ ★ ★ Leikstjóri Ulu Grosbard. Handrits- höfundur Barbara Turner. Kvik- myndatökustjóri John Kiesser. Tón- list Steven Soles. Aðalleikendur Jennifer Jason Leigh, Mare Winning- ham, Ted Levine, John C. Reilly, John Doe, Max Perlish. Bandarísk. 1995. SYSTURNAR Sadie (Jennifer Ja- son Leigh) og Georgia (Mare Winn- ingham) era jafn ólíkar og dagur og nótt. Það breytir engu þótt þær starfí báðar sem söngkonur, þar era þær hvor við sinn enda metorðastig- ans. Georgia fræg og vinsæl dægur- lagasöngkona og lagasmiður sem býr með fjölskyldu sinni í vellysting- um á ættaróðalinu í Washington- fylki. Þess á milli treður hún upp vítt og breitt um Bandaríkin fyrir fullu húsi. Flott og fín hefur hún undirtökin á tilverunni. Á meðan gutlar Sadie á botninum. Full, dóp- uð, eða hvorttveggja gaular hún með afleitum hljómsveitum á hverri drykkjubúlunni á fætur annarri. Sérstætt samband þessara ólíku systra er umfjöllunarefni handrits- höfundarins Barböra Turner, sem reyndar er móðir Jennifer Jason Leigh (faðir hennar var leikarinn Vic Morrow). Það er blandað ást og hatri. Manni skilst að metnaðurinn hafí verið meiri hjá Sadie til að byija með, engu að síður varð það hlut- skipti Georgiu að slá í gegn. Enda viðkvæði föður þeirra að Guð hafi kysst Georgiu. Ekki ólíklegt það. Því þrátt fyrir allar sínar tilraunir að ná til eyma áheyrenda er Sadie vægast sagt takmörkuð söngkona sem flýtur í eiturmenguðu alkóhóli, gjörsamlega vonlaus um að ná nokkumtíma landi. Leigh virðist sækjast í að leika vafa- samar, allt að því fráhrindandi kon- ur. Hún gerði menningarvitanum og rithöfundinum Dorothy Parker góð skil í D.P. and the Vicious Circle, hér nær hún engu síðri tökum á hlut- verki mislukkuðu systurinnar enda stendur það henni mikið nær hvað snertir aldur, tíma og skapgerð. Sadie hennar er bijóstumkennlegur lítilmagni en þó með illútskýranlega reisn og sjálfstraust í öllum vesal- dómnum. Kemur hvergi smeyk til dyranna í sínum afdönkuðu hippa- klæðum, gæfuleysið fallandi að síð- um, einsog skáldið komst að orði. Það er upplifun að sjá hvernig Leigh tekst að láta hana halda hlut sínum á sviðinu á móti sinni veraldarvönu og hæfileikaríku systur í einu af mörgum eftirminnilegum atriðum myndarinnar. Georgia vakti athygli og umtal á sínum tíma vestan hafs og Mare Winningham var tilnefnd til Oskars- verðlaunanna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Georgiu. Mare er stórkostleg sem hin guðsgjöfum prýdda stóra systir og góð söngkona í ofanálag. Þessar ágætu leikkonur skapa sterkar og trúverðugar andstæður, leikgleðin streymir frá þeim báðum. Það kemur ekki á óvart hvað Leigh snertir en til þessa hefur Mare verið þekktust fyrir þátt sinn í „Brat-genginu“, sem á sínum tíma var allsráðandi í ungl- ingamyndum Hollywood. Hér er hún óravegu frá ljóta andarunganum sem ekki náði í Rob Lowe og hans líka í myndum níunda áratugarins. Ted Levine, John C. Reilly, John Doe og Max Perlish skila allir vel minni hlutverkum í þessari forvitni- legu kvennamynd sem er besta verk UIu karlsins Grosbards í áratugi. Sæbjörn Valdimarsson Leitin mikla að afvötnunmni KVIKMYNDIR Iláskólabíó Á SNÚRUNNI „GRIDLOCK’D“ ★ ★ Vi BANDARÍSKI leikstjórinn og handritshöfundurinn Vondie Curtis Hall hefur búið til litla, snaggara- lega og skemmtilega svarta kómed- íu, Á snúrunni, um tvo vini, hvítan mann og þeldökkan, sem hafa dóp- að sig árum saman en hafa nú knýjandi þörf fyrir að komast í af- vötnun. íðilfögur söngkonan í þriggja manna bandinu þeirra ligg- ur á gjörgæslu eftir of stóran dóp- skammt og þeir heita því að þurrka sig upp hvað sem það kostar. En það er mun auðveldara að verða sér úti um dóp en afvötnun í New York og þeir lenda í því að vera vísað frá einu möppudýrinu til annars með lögguna á hælunum og dóp- kóng hverfisins reiðubúinn að skjóta þá um leið og til þeirra næst. Á snúrunni var síðasta mynd rapp- arans Tupac Shakur en samleikur hans og Tim Roth í hlutverki vin- anna er ákaflega skemmtilegur og hin fáránlega aðstaða sem þeir eru í býður uppá geggjaða gamansemi sem höfundurinn Curtis Hall gerir ágætlega skil. Shakur er brattur og Roth nýtur sín virkilega í hlut- verki ræfilsins og aukapersónurnar lífga uppá myndina. Árnaldur Indriðason l ) í I I I \ \ t 1 í \ ; I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.