Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 13 Bóndinn í Hvammi telur sátt hestamanna o g ábúenda einskis virði íhugar að loka reiðleið um gamla vegimi Morgunblaðið/Kristján ÞESSI hross hafa verið í vörslu bóndans í Hvammi í Eyjafjarðar- sveit, í hólfi við bæinn Ytra-Gil en búist er við að eigandi þeirra vilji þeirra á morgnn, laugardag. Þau ásamt fleirum gengu í afrétt hans sem ekki er talin þola beit hrossa. Messur AKUREYRARKIRKJA: Hádegis- tónleikar í dag, laugardag, kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar. Sunnudaga- skóli á morgun kl. 11. Foreldra- spjall í fundarsal, séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir ræðir um for- varnir gegn fíkniefnum og hversu snemma má byrja á þeim. Samvera fyrir yngstu börnin í kapellu á meðan. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta verð- ur kl. 14, látinna minnst, Kór Akureyrarkirkju syngur í mess- unni. Kirkjukaffi í safnaðarheimili eftir messu. Fundur Bræðrafé- lagsins kl. 15 í fundarsal, fundur Æskulýðsfélagsins kl. 17 i kap- ellu. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld í safnaðarheim- ili. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag í safnaðarheimili. Fyrirbænaguðsþjónusta á fimmtudag kl. 17.15 og fundur Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, kl. 20 sama dag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskól- inn kl. 13 í dag, laugardag. Lit- ríkt og skemmtilegt efni. Messa kl. 14 á sunnudag, allra heilagra messa. Látinna minnst. Kirkju- kaffi kvenfélagsins verður í safn- aðarsal að athöfn lokinni. Fund- ur æskulýðsfélagsins kl. 20 á sunnudagskvöld. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðju- dag. Biblíulestur kl. 21 sama kvöld. Þátttakendur fá stuðn- ingsefni sér að kostnaðarlausu. DALVÍKURKIRKJA: Á allra heilagra messu, sunnudaginn 2. nóvember kl. 11, verður haldin minningar- og þakkarguðsþjón- usta í Dalvíkurkirkju þar sem þeirra verður minnst sem látist hafa í prestakallinu frá 1. nóvme- ber á fyrra ári. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að koma til kirkju. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og ungl- ingasamkoma kl. 20. Heimila- sambandið kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur kl. 20.30 sama dag. Krakkaklúbbur kl. 17 á mið- vikudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í kirkj- unni kl. 11 á sunnudag. Guðs- þjónusta kl. 14. Sunnudagaskóli í Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á sunnudag. Æskulýðsfundur í Árskógsskóla á mánudagskvöld kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 11 á sunnu- dag, ræðumaður G. Rúnar Guðnason. Fjölskyldusamkoma kl. 14, ræðumaður Guðmundur Ómar Guðmundsson. Krakka- kirkja og barnapössun meðan á samkomu stendur. Biblíu- kennsla á miðvikudag kl. 20.30. Krakkaklúbbur á föstudag kl. 17.15, fyrir 3ja til 12 ára. Sam- koma í umsjá ungs fólks á föstu- dagskvöld kl. 20.30. Bæna- stundir mánud., miðvikud. og föstudagsmorgna frá kl. 6-7 og kl. 14 á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Vonarlína, 462 1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag, í kirkj- unni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Bænastund á morgun kl. 20 í Sunnuhlíð. Fund- ur í yngri deild fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára kl. 17.30 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Kæru sveitungar, ég minni á sunnudagaskólann sunnudaginn 2. nóvember kl. 11 í Munkaþver- árkirkju. Um kvöldið kl. 21 er messa í Munkaþverárkirkju. Sóknarprestur. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Allra heilagra messa, látinna minnst. Messa á Dvalarheimilinu Hornbrekku kl. 14. Messa í safn- aðarheimili Ólafsfjarðarkirkju kl. 20.30. Gengið að minnisvarða í kirkjugarði með blóm og kerti eftir messu. Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10 til 12. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, allir krakkar velkomnir. Ástjarnarfundur á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, á mánudag kl. 18 fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Unglingafundur kl. 20 á föstudag, allir unglingar vel- komnir. HÖRÐUR Snorrason bóndi í Hvammi telur að sátt sem gerð var síðasta sumar að tilstuðlan Lands- sambands hestamanna milli ábúenda jarða við gamla þjóðveginn í Eyja- fjarðarsveit og hestamanna sé einsk- is virði nú í ljósi nýliðinna atburða og telur sig á engan hátt skuldbund- inn til að leyfa umferð hesta um gamla þjóðveginn sem enn liggur í landi Hvamms. Hann hefur sent svejtarstjórn yfirlýsingu þessa efnis. Á vordögum 1997 lokaði ábúand- inn á Ytra-Gili gamla þjóðveginum vegna ágangs og slæmrar framkomu hestamanna sem nýttu sér þessa leið, en að nokkrum vikum liðnum náðist um það sátt, þ.e. ábúendur jarða þar sem gamli þjóðvegurinn liggur heimiluðu umferð ríðandi manna með hest eða hesta í taumi. Jafnframt var gefið vilyrði fyrir því að sumarið 1998, ef reiðleið á aust- urbakka Eyjafjarðarár væri ófær myndu ábúendur samþykkja umferð lausra hesta um gamla þjóðveginn til að koma í veg fyrir skemmdir á austurbakkanum. Sáttin var gerð í TEIKNISTOFAN Form á Akureyri mun annast hönnun allra innréttinga í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Jafnframt annast hún öll útboð vegna kaupa á innrétt- ingum og húsgögnum í nýbygging- una, en samningur þessa efnis var undirritaður nýlega og gildir til fjög- urra ára. Nýbygging FSA er fjórar hæðir auk kjallara, alls um 4.300 fermetr- ar að flatarmáli. Fyrsti áfangi fram- kvæmdanna er ný barnadeild á fjórðu hæð hússins og er gert ráð fyrir að hún verði tekin í notkun um áramótin 1998/1999. Á þriðju hæð verður fæðingar- og kvensjúkdóma- deild til húsa. Á annarri hæð bækl- unardeild og á jarðhæð rannsóknar- samstarfi við hestamannafélög og Landssamband hestamanna sem lagt hefur mikla áherslu á að hesta- menn fari um landið í sátt við ábú- endur jarða og taki fullt tillit til umhverfis og gróðurs landsins frá ijöru til fjalla. Urskurðar bæjarlögmanns beðið Gróðurverndarnefnd Eyjafjarðar hefur skoðað afrétt í Eyjafjarðar- sveit, sem ógirt heimaland Hvamms tilheyrir og var það mat nefndarinn- ar að hann þoli ekki beit hrossa og annarra stórgripa. í framhaldi af þessu áliti nefndarinnar ákvað sveit- arstjórn Eyjafjarðarsveitar að ábú- endur lögbýla þyrftu að sækja um leyfi fyrir upprekstur hrossa úr öðr- um sveitarfélögum. Síðustu vikur hafa 17 hross úr ógirtu heimalandi Hvamms verið í vörslu ábúenda sem fóru fram á að úrskurðað yrði um eigendur þeirra. Við athugun kom í ljós að 9 þeirra voru í eigu ábúanda á lögbýli á Akureyri, en afréttur Akureyringa deild og endurhæfingardeild, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvaða starfsemi verður í kjallara nýbyggingarinnar. Ríkissjóður og Akureyrarbær standa straum af kostnaði, ríkissjóð- ur greiðir 85% kostnaðar og bærinn 15%. Hjá Teiknistofunni Form starfa sex manns og hefur stofan sérhæft sig í þjónustu við heilbrigðisstofn- anir en meðal verkefna síðustu miss- eri má nefna endurbætur á flestum deildum FSA, hönnun endurhæfíng- ardeildar og starfsmannaaðstöðu á Kristnesspítala og æfingarsundlaug- ar þar, hæfingarstöð fatlaðra við Skógarlund og læknamiðstöð við Smáratorg í Kópavogi. liggur að Ytra-Fjalli, sem er ysti hluti afréttar Eyjafjarðarsveitar að vestan og er heimaland Hvamms hluti af þeim afrétti. Hann hefur nú tekið sín hross úr afréttinum á með- an beðið er úrskurðar bæjarlög- manns á Akureyri um hvort hann hafi heimild til að sleppa hrossum á afréttinn. Bóndi keypti hestana Við atbugunina kom í ljós að þeir 8 hestar sem eftir voru höfðu þar til fyrir stuttu verið í eigu hesta- manns á Akureyri, en bóndi í Eyja- fjarðarsveit sem á upprekstur á af- rétt sveitarinnar hefur lýst því yfir KRISTNESSPÍTALI er 70 ára í dag, laugardaginn 1. nóvember, en afmælisins verður minnst síðar í mánuðinum. Kvenfélög og ungmennafélög á Norðurlandi hófu fjársöfnun vegna byggingar heilsuhælis á Norðurlandi árið 1918 og Heilsuhælisfélag Norð- urlands var stofnað árið 1925 en það vann að undirbúningi byggingarinn- ar. Henni var valinn staður á Krist- nesi í Eyjafjarðarsveit. Tilboði í bygg- inguna var tekið í apríl 1926 og hús- ið afhent 2. október 1927, en full- búið kostaði það 512 þúsund krónur. Um helmingur upphæðarinnar fékkst með söfnunar- og gjafafé en ríkis- sjóður greiddi helming hennar. Heilsufar Norðlendinga var á þess- um tíma bágborið, berklaplága heij- aði á heilu fjölskyldurnar og biðu margir lægri hlut fyrir henni. Fyrsti Kammer- og ljóðatónleikar KAMMER- og ljóðatónleikar verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudaginn 2. nóvmeber, kl. 17. Tónleikarnir eru liður í tónlistar- hátíð í tilefni af 200 ára afmæli Franzs Shuberts og þess að 100 ár eru liðin frá dauða Johannesar Brahms, en hún verður haldin í Reykjavík og Akureyri frá 19. októ- ber til 23. nóvember næstkomandi. Flutt verður píanósónata Shu- berts, sónata í f-moll fyrir víólu og píanó eftir Brahms og fjögur sönglög fyrir sópran og píanó og Der Hirt að hann hafi nýverið keypt 20 hross sem hann hafi sleppt á afréttinn, m.a. þau sem voru í vörslu bóndans í Hvammi. Hörður segir að þetta leiði hugann að því hvort það sé í anda þeirra hugmynda um samvinnu hesta- manna og ábúenda sem gert var síðasta sumar, að hestamenn í þétt- býli selji hesta sína að hausti til að koma þeim í haga og kaupa þá svo aftur þegar þeir eru teknir á hús. í ljósi þessa lítur Hörður svo á að sáttin frá í sumar sé einskis virði og hann sé ekki skuldbundinn til að leyfa umferð hesta um gamla þjóð- veginn sem liggur um land Hvamms. yfirlæknir stofnunarinnr var Jónas Rafnar sem gegndi störfum til ársins 1955, en Snorri Olafsson _var yfir- læknir frá 1956 til 1976. Árið 1961 var tekin upp deildarskipting, berkla- og hjúkrunardeildir, en berkla- sjúklingum hafði þá mjög fækkað. Árið 1976 var berkladeildin lögð nið- ur enda hennar ekki lengur þörf. Það ár var nafninu breytt úr Krist- neshæli í Kristnesspítali og ákveðið að þar yrðu tvær deildir, hjúkrunar- deild og endurhæfingardeild. Árið 1992 var yfirstjórn spítalans flutt frá Stjórnarnefnd ríkisspítala til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Nú eru starfandi endurhæfingar- deild og öldrunarlækningadeild við spítaiann og fer starfsemin stöðugt vaxandi, en þessar deildir eru þær einu sinnar tegundar utan höfuð- borgarsvæðisins. auf dem Felsen fyrir sópran, klarí- nett og píanó eftir Schubert. Flytjendur eru Sigríður Gröndal, sópran, Daníel Þorsteinsson, píanó, Guðni Franzson klarínett, Valgerður Andrésdóttir, píanó, Guðrún Þór- arinsdóttir, víóla, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó. ♦ ♦ ♦------ Sýningu lýkur NU UM helgina lýkur sýningu Kristj- áns Steingríms í Listasafninu á Akur- eyri, en hún hefur staðið yfir síðustu vikur. Á sunnudag, 2. nóvember, kl. 16 verður safnaleiðsögn fyrir almenn- ing og eru allir velkomnir, en aðgang- ur að safninu er ókeypis. Bæjarmálafundur veröur haldinn í Kaupangi mánudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Bæjarmálafundir eru opnir öllum þeim, sem áhuga hafa á bæjarmálum. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Kristján STARFSFÓLK Teiknistofunnar Form við nýbyggingu Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Bjarni Reykjalín arkitekt og tæknifræð- ingur, Helga Aðalgeirsdóttir landslagsarkitekt, Arni Gunnar Kristjánsson byggingatæknifræðingur, Logj Már Einarsson arki- tekt, Ágúst Hafsteinsson arkitekt og Árni Árnason húsgagna- og innanhússarkitekt. Nýbygging Fjórðungssjúkrahússins Teiknistofan Form sér um alla inn- réttingahönnun Rristnesspítali sjötíu ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.