Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 26
ro - 26 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ aukning í flugi í heiminum. Spáð er allt að helmings aukningu næstu 10 árin, sérstak- lega í Evrópu. Flugfarþegum fjölgar stöðugt, flug með fragt eykst hratt, flug- flotinn stækkar, fleiri flugmenn eru ráðnir Síðastliðin 3-4 ár hefur verið 6-10% til starfa og þá kemur fjörkippur í flug- kennsluna - og það svo um munar. Árni Hallgrímsson kynnti sér málið og ræddi við nokkra íslenska flugnema Morgunblaðið/Matthías Arngrímsson SIGHVATUR Bjarnason. Gaf annað nám upp á bátinn FYRIR tveimur árum voru milli tuttugu og þrjátíu nem- endur í bóklegu einkaflug- mannsnámi hjá flugskólanum Flugtaki, en núna eru þeir milli sextíu og sjötíu. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum flugskólum, þeir hafa orðið áþreifanlega varir við fjölgunina. Það fyrsta sem flugnemi þarf að gera er að gangast undir læknis- skoðun hjá trúnaðarlækni Flug- málastjómar. Að námi loknu þarf einkaflugmaður að fara reglulega í læknisskoðun hjá trúnaðarlækni, til þess að viðhalda skírteini sínu. Að skoðuninni lokinni getur námið hafist. Emkaflugmannsnám bygg- ist á tvennu, verkiegu og bóldegu námi. Til þess að öðlast einkaflug- mannsréttindi, svokallað A-próf, þarf nemandinn að hafa flogið um 60 klukkustundir, ýmist með eða án flugkennara. Fyrsti áfanginn í flugnámi er svokallað sólópróf, sem er yfírleitt tekið að loknum 15-20 flugstund- um. Á því stigi eru nemendurnir látnir taka bóklegt próf innan veggja flugskólanna en ekki hjá Flugmálastjóm. Að bóklega próf- inu loknu fara flugkennari og nem- andi í loftið til þess að hita nemann upp og að tveimur til þremur lend- ingum loknum yfirgefur flugkenn- arinn flugvélina og hin langþráða stund er mnnin upp - flugneminn er aleinn í loftinu með sjálfum sér og flugvélinni! Bóklega einkaflugmannsnámið felst í 10 vikna kvöldskóla (150 klst.) og eru kennslugreinamar: Flugreglur, siglingafræði, veður- fræði, flugeðlisfræði, vélfræði og almenn þekking (t.a.m. notkun handbóka, þekking á landinu og heilbrigðisfræði). Flugskólamir standa hver í sínu lagi fyrir nám- skeiðunum, sem lýkur með prófum hjá Flugmálastjóm. Verklega einkaflugmannsprófið er tekið að afstöðnum bóklegu prófunum og flognar stundir verða að vera a.m.k. 60. Prófdómari frá SIGHVATUR Bjarnason er 22 ára Vestmannaeyingur. Hann segist hafa, að loknu stúdentsprófi, próf- að nokkrar leiðir ( menntakerfinu áður en hann hóf flugnámið. Sig- hvatur segir, að sig hafi alltaf langað að Iæra flug en dregið hafi úr sér, að t.d. Flugleiðir höfðu ekki ráðið neina flugmenn að ráði sfðasta áratuginn. En að lokum hafi hræringaraar í fluginu síð- ustu árin hreyft við sér og hann hafi ákveðið að gefa allt annað nám upp á bátinn og láta gamlan draum rætast. Sighvatur stefnir á atvinnuflugmannsnám á næsta ári og þekktur flugskóli í Bandaríkj- unum freistar hans mest. Flugmálastjórn prófar nemann í um klukkustund í kennsluflugvél. Það er alltaf drjúgur hópur einkaflugmannsnema, sem stefnir á áframhaldandi nám í flugi. At- vinnuflugmannsnámið fer fram hjá Flugskóla Islands, sem rekinn er af Flugmálastjórn. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírtemi, lækn- isskoðun og inntökupróf í eðlis- fræði, stærðfræði og ensku. Flugvélarnar, sem notaðar eru til flugkennslu, eru fyrst til að byrja með tveggja sæta há- eða lágþekjur. Þegar einkaflugmanns- prófi er lokið færa hinir nýfleygu flugmenn sig oft yfir á stærri vélar, fjögurra til sex manna. Einkaflug- mannsskírteini veitir réttindi til að fljúga einshreyfils flugvélum allt að 5.700 kg. Það er nánast regla að engum flugmanni er hleypt á nýja gerð flugvélar án þess að hann hafi tekið svokallað PFT próf (Profici- ency Flight Test = hæfnispróf) sem er bæði bóklegt og verklegt og snýr þá að viðkomandi flugvél. Og hvað kostar þetta allt saman? kann einhver að spyrja. Ekki er hægt að gefa upp eitt ákveðið verð, flugskólamir bjóða upp á nokkrar leiðir. En þó má segja að einka- flugmannspakkinn kosti um 450.000 kr. og atvinnuflugmanns- pakldnn 1,5-2 milljónir króna. Er eðlilegt að börn pissi undir? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKINR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Fimm ára sonur minn pissar undir á næturnar. Hvaða skýringar eru á þvagvandamálum bama og hvað er til ráða? Svar: Það er sjaldgæft að börn pissi undir vegna sjúkdóms og í slíkum tilvikum er oftast um að ræða þvagfærasýkingu, vansköpun á þvagfærum eða meltingartruflan- ir. Þegar um slíkt er að ræða eru þvaglátavandamál sjaldnast bundin við nóttina heldur pissar bamið á sig yfir daginn líka, hefur óþægindi við þvaglát eða einhver önnur sjúk- dómseinkenni. Andleg streita getur einnig valdið því að bam pissar undir og fylgja þá ýmis önnur streitueinkenni. í langflestum til- vikum er um heilbrigt barn að ræða en það tekur mislangan tíma að ná tökum á þvaglátum allan sól- arhringinn. Þetta vandamál virðist vera ættgengt og algengt er að for- eldrar sem eiga böm er pissa undir hafi gert það sjálfir sem börn. Einnig má sjá að vandamálið fylgir oft systkinahópum. Foreldrar sem hafa áhyggjur af bömum sínum Börn sem pissa undir hætta því oft þegar þeir vita hversu algengt þetta vandamál er. í ný- legri rannsókn á 1.265 börnum á Nýja Sjálandi kom í Ijós að 20% fjögurra ára barna pissuðu undir á nóttunni, 16% þeirra fimm ára og við átta ára aldur voru enn 7,4% sem pissuðu undir. í annarri rann- sókn pissuðu 15% tíu ára barna undir og af þessum tölum má sjá að vandamálið er býsna algengt. Tek- ið skal fram að hér er verið að fjalla um heilbrigð börn, ekki þau sem eru með vansköpun í þvagfæmm eða þvagfærasýkingu. Næstum öll böm sem pissa undir hætta því án nokkurrar meðferðar og því er mikilvægt að sýna þolin- mæði og skilning. Skilningsleysi eða skammir em nokkuð ömgg ráð til að gera ástandið verra. Ýmis ráð geta hjálpað og eitt nokkuð aug- ljóst er að takmarka drykkju eftir kvöldmat eða að vekja barnið á vissum tíma á nóttunni til að láta það pissa. Önnur aðferð sem ber stundum góðan árangur er að út- vega tæki sem skynjar bleytu í rúminu og setur í gang bjöllu. Slík tæki em ömgg og þurfa ekki að kosta mikið. Ef allt annað bregst og vandamálið vill ekki gefa sig má grípa til lyfjameðferðar. Nokkur mismunandi lyf koma til greina en best er að sleppa við slíkt. Spurning: Mig langar til að fræð- ast um TSH heiladingulshormón. T.d. einkennin ef hlutfallið er ekki rétt, t.d. varðandi töluna 0,03. Svar:í heiladingli myndast nokkur hormón sem flest era svokölluð stýrihormón vegna þess að þau stjórna starfsemi innkirtla og hormónaframleiðslu þeirra. Heilad- ingullinn skiptist í fram- og aftur- hluta og era mismunandi hormón mynduð í þessum hlutum. í fram- hluta heiladinguls myndast kor- tikótrópín sem örvar myndun stera í nýrnahettuberki, vaxtarhormón sem örvar vöxt og hefur margvís- leg önnur áhrif, nokkur hormón Heiladinguls- hormón sem stjóma starfsemi kynkirtla og skjaldvakahormón (TSH, thyroid stimulating hormone) sem örvar starfsemi skjaldkirtils. í afturhluta heiladinguls myndast hormón sem dregur úr þvagmyndun (vasó- pressín eða ADH) og annað (oxýtósín) sem hjálpar til við fæð- ingu og brjóstagjöf með því að valda samdráttum í legi og mjólk- urgöngum brjóstanna. Rétt ofan við heiladingul er svæði í heilanum sem nefnist undirstúka (hypothalamus) og þaðan koma efni sem örva hormónamyndun í heiladingli. Hormón sem innkirtlar mynda hamla aftur á móti myndun viðkomandi stýrihormóns í heilad- ingli og með þessu móti fæst öflug stýring sem stuðlar að stöðugleika í hormónastarfsemi líkamans. Mæling á magni TSH (skjald- vakahormóns) í blóði er mikið notuð aðferð til að meta ástand og starf- semi skjaldkirtils og er þessi aðferð bæði ömgg og næm. Eins og áður sagði hafa skjaldkirtilshormón áhrif á myndun TSH þannig að við of- starfsemi skjaldkirtils er of mikið af skjaldkirtilshormónum og þar af leiðandi mjög lítið af TSH í blóði. Við vanstarfsemi skjaldkirtils er of lítið af skjaldkirtilshormónum í blóði og þar af leiðandi verður aUt of mikið af TSH. SkjakUrirtilshormónin era tvö (oft kölluð T3 og T4) og einnig er hægt að mæla magn þeirra í blóðinu en vergulega er byrjað á því að mæla TSH. Það er svolítið breytilegt eftir rannsóknastofum hvað em talin eðli- leg gildi fyrir TSH en algengt er að miðað sé við 0,7 til 5 míkróeiningar í hverjum ml blóðvatns. Ef TSH mælist 0,03 bendir það til ofstarf- semi skjaldkirtils. 9 Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.