Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 47
h MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 47 J I J I 2 I I .1 1 f I f f < f f f í 4 4 4 4 i FRÉTTIR Hafnarfjarðarkirkja Allra heilagra messa og allra sálna messa Sálmar og sorgar- viðbrögð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Dómkirkjunni: „Allra heilagra messa er 1. nóv- ember og allra sálna messa 2. nóv- ember. A þeim dögum er minnst þeirra sem dánir eru. Á allra heil- agra messu er athyglin á þeim sem hafa styrkt kirkjuna í gegnum aid- irnar. Trúarhetjanna er minnst, bæði þeirra nafnfrægu og þeirra sem ekki eiga nöfn sín á spjöldum annarrar sögu en okkar eigin og kannski fáeinna annarra sem þekktu þau. Á allra sálna messu er hugurinn bundinn þeim öllum sem við sökn- um. Þekkt er með öðrum þjóðum að mikið er gert úr þessum dögum. Þessi helgi hefur í vaxandi mæli skipað sér sess í trúarlífi okkar og víða verið hátíðleg haldin, m.a. í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar hafa verið um árabil minningar- stundir og minnisverðar predíkanir haldnar í tilefni dagsins. Ekki verð- ur brugðið út af vananum þessu sinni. Síðdegisguðsþjónustan sunnudaginn 2. nóvember kl. 14 verður helguð minningu látinna. Þeir sem vilja nota tilefnið og minn- ast ástvina sinna eru hvattir til að koma til kirkju. Við bjóðum þeim að koma í góðan tíma áður en at- höfnin hefst og tendra ljós í minn- ingu þess eða þeirra sem þau sakna og fela með okkur minningu þeirra í bæninni. Við guðsþjónustuna syngur Kammerkór Dómkirkjunnar sem starfar við hlið Dómkórsins að kirkjusöng í kirkjunni, auk þess sem hann syngur við útfarir og aðrar athafnir. í Kammerkórnum eru tíu þjálfaðir söngvarar. Organ- istinn Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, annast organleik við guðsþjónustuna, sr. Hjalti Guð- mundsson predíkar og annast alt- arisþjónustu ásamt sr. Jakobi Ág- ústi Hjálmarssyni. Eftir guðsþjón- ustuna er svo boðið til samveru og fyrirlesturs í Safnaðarheimilinu þar sem sr. Jakob mun flytja er- indi sem hann nefnir: Sálmar og sorjgarviðbrögð. I framhaldi af því erindi verður kannað um myndun sorgarhóps sem er ætlaður þeim sem eiga nokkuð óunnið með sorg sína og vildu hjálpast að undir leiðsögn sr. Jakobs á tíu næstu vikum.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Hafnarfjarðar- kirkju: „Næstkomandi sunnudag verða báðar hinar fornu helgitíðir, allra heilagra messa og allra sálna messa haldnar í Hafnarfjarðarkirkju. allra heilagra messa hefur frá fornu fari verið haldin í minningu allra þeirra dýrðlinga kirkjunnar er ekki eiga sér sinn ákveðna messudag. Sömu- leiðis er vitað að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir krist. Allra sálna messa var fyrst hald- in opinberlega árið 998 í Cluny klaustri _um það leyti er kristni var tekin á íslandi og skyldi biðja fyrir öllum þeim sem höfðu látist í trúnni (á latínu „Commemoratio omnium fidelium defunctorum") . Sérstak- lega var beðið fyrir þeim er talið var að ættu sér enga fyrirbiðjendur þessa heims. í lúterskum sið hafa þessir tveir helgidagar víða verið sameinaðir, þó ekki í öllum lútersk- um söfnuðum. í Svíþjóð er t.d. allra heilagra messa haldin á laugardegi og allra sálna messa sunnudaginn eftir undir þemanu „Vor eilífa von“. Að þessu sinni hefst allra heil- agra messa í Hafnaríjarðarkirkju með messu á sunnudagsmorgni kl.11.00. þar sem látinna verður minnst og gengið verður til altaris. Prestur þar er sr. Gunnþór Inga- son. Um kvöldið verður síðan sung- in allra sálna messa í formi tónlist- arguðsþjónustu. Beðið verður fyrir látnum ættingjum og vinum og gefst kirkjugestum kostur á að tendra bænakerti og skilja eftir við altarið. Prestur verður sr. Þórhallur Heimisson og þema stundarinnar er „Von eilífðarinnar“. Kór kirkj- unnar syngur í báðum athöfnum dagsins undir stjórn Natalíu Chow.“ Afmælishátíð á vegum Um- sjónarfélags einhverfra í TILEFNI 20 ára afmælis Umsjón- arfélags einhverfra mun félagið standa fyrir afmælishátíð dagana 2.-9. nóvember nk. Hátíðin hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 2. nóvember kl. 13 með skemmti- dagskrá. Skemmtunin er ætluð al- menningi og ekki síst einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra. Dagskrá skemmtunarinnar verð- ur fjölbreytt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavík- ur, og Margrét Margeirsdóttir frá félagsmálaráðuneytinu flytja ávarp. Listamenn úr röðum einhverfra ásamt landsþekktum skemmtikröft- um munu koma fram á skemmtun- inni. Má þar nefna íþróttaálfinn úr Latabæ, Magnús Scheving, Andreu Gylfadóttur og hljómsveitina Todmobile. Kynnir verður María Ellingsen leikkona. Á skemmtuninni verður opnuð sýning á verkum eftir einhverfa listamenn. Sýningin mun einnig veita innsýn í líf fólks með ein- hverfu á íslandi og verður sýnt í máli og myndum frá starfsemi þess, segir í fréttatilkynningu. Afmælishátíðinni lýkur 9. nóv- ember með málþingi um einhverfu. Þar munu mæðginin Judy og Sean Barron flytja erindi en þau eru höf- undar bókarinnar Hér leynist drengur. -----♦ » ♦----- Óskar álits umboðsmanns Alþingis STJÓRN Veiðifélags Kjósarhrepps hefur sent bréf til umboðsmanns Alþingis þar sem óskað eftir eftir áliti hans á meðferð stjórnvalda á kærum félagsins vegna starfsleyfis- tillagna fyrir álver á Grundartanga. Hvar hvíla ástvinir þínir? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá sr. Gylfa Jóns- syni, héraðspresti: „Þegar fjölskyldan ræðir um þá sem dánir eru, t.d. afa eða ömmu spyrja þau yngri stundum. Hvar er leiðið hans afa? Ásamt með mynd af gömlum manni uppi á vegg er leiðið sjáanleg minning um þann sem látinn er. Þegar svo kirkjan, á allra heil- agra messu, minnist þeirra sem látist hafa, er eðlilegt að hugur- inn leiti til leiða þeirra sem horf- in eru okkur. Víða erlendis er sá siður ríkjandi að vitja leiða ást- vina sérstaklega þennan dag. Lögð eru blóm á leiðið og tendr- uð ljós. Þá eru rifjaðar upp minn- ingar um hinn látna, skoðaðar myndir og talað um liðnar sam- verustundir. Þetta er hollt að gera. Þannig losnar oft um óupp- gerða sorg og fólk opnar sig með tilfinningar sem annars væru innilokaðar. Fjölskylduferð að leiði í kirkjugarðinum getur því orðið þroskaferð bæði fyrir unga sem aldna. Til að hvetja til slíkra fjölskylduferða bjóða nú Reykja- víkurprófastsdæmin og Kirkju- garðar Reykjavíkurprófasts- dæma fram þjónustu sína. Á allra heilagra messu, sem er næsta sunnudag, 2. nóv. verð- ur starfsfólk kirkjugarðanna til þjónustu við aðalinngangana í kirkjugarðana frá kl. 14 til 18 og veitir upplýsingar um legstaði og vísar fólki til vegar í görðun- um. Friðarkerti Hjálparstofnunar kirkjunnar verða til sölu fyrir þá sem þess óska. Á sama tíma verður samfelld dagskrá í Fossvogskirkju þar sem kórar og organistar bjóða gestum garðsins að hlýða á fagra tónlist og eiga helga stund. Þar getur hver og einn komið og farið þeg- ar honum hentar. Er sú dagskrá auglýst í laugardagsblaði Mbl. Á þessum helga degi, allra heilagra messu, vill kirkjan hvetja fólk til að vitja leiða látinna ást- vina sinna og heiðra og viðhalda þannig minningu þeirra með þeim sem yngri eru.“ SÍMING Pe rs í a Opið laugardag og sunnudag. Suðurlandsbraut 46 v/Faxafen -Sin- i: S68 6999. ÍSUIMMAFSLAllM laugardag kl. 10 - 16 sunnudag kl. 13 - 17 Í l ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.