Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 41 SIGURÐUR FRIÐRIKSSON + Sigurður Frið- riksson fæddist á Miklabæ í Akra- hreppi 11. septem- ber 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðár- króki 26. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Una Sigurð- ardóttir, f. 25. októ- ber 1898, d. 10. jan- úar 1979, og Frið- rik Hallgrímsson, f. 14. janúar 1895, d. 30. maí 1990. Þau bjuggu á Miklabæ frá 1922-27 og síðar í Úlfsstaðakoti (nú Sunnuhvoll) í sama hreppi. Sig- urður átti tólf systkini. Elst er Elín, f. 1923. Hin systkinin eru: Hallgrímur, f. 1926, d. 1929; Helga, f. 1927, d. 1961; Friðrik, f. 1928; Þórunn, f. 1929; Hall- grímur, f. 1931; Guðný, f. 1934; Sigríður, f. 1936; Halldóra, f. 1937; Árni, f. 1939; Bjarni, f. 1940 og Guðrún, f. 1943. Sigurður kvæntist 24. apríl 1953 eftirlifandi konu sinni, Önnu Hrólfsdóttur, f. 24. apríl 1930. Hún var frá Stekkjarflöt- um í sama hreppi. Á Stekkjar- flötum bjuggu þau frá 1954- 1992 er þau fluttu til Sauðár- króks. Þau keyptu Stekkjarflat- ir árið 1955 af Brynleifi Tobías- syni, sem þá var menntaskóla- kennari á Akureyri. Anna og Sigurður eignuðust sex börn, en þau eru: 1) Una, leikskólakennari í Reykjavík, f. 1. janúar 1953. Maki hennar er Bogi Arnar Finn- bogason pg eiga þau þijú böm. Þau heita Anna Dagmar, Ing- unn Ragna og Sig- urður Ingi. 2) Snor- ri, bifvélavirki í Garðabæ, f. 18. jan- úar 1954. Maki hans er Edda Haralds- dóttir og eiga þau þijú böm. Þau heita Lilja Margrét, Sig- rún Anna og Rakel Ósk. Áður átti Snor- ri dóttur sem heitir Hilda Björk Línberg. 3) Hrólfur, húsasmiður á Sauðárkróki, f. 30. nóvember 1956. Maki hans er Hafdís Skarphéðinsdóttir og eiga þau þijú böm. Þau heita Anna Elísa- bet, Ámi Rúnar og Eva Mar- grét. 4) Hulda, búandi á Stekkj- arflötum, f. 21. nóvember 1962. Maki hennar er Matthías H. Guðmundsson og eiga þau þijú böm. Þau heita Sigurður Ágúst, Inga Björk og íris Ósk. 5) Krist- ján Valur, verkamaður á Sauð- árkróki, f. 24. apríl 1970. 6) Stúlka, fædd andvana 12. mars 1972. Sigurður var við nám í íþróttaskólanum í Haukadal 1945-46. Hann var víðs vegar í vinnu áður en hann hóf bú- skap, ók meðal annars mjólkur- bíl í Akrahreppi í nokkur ár. Útför Sigurðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Góður vinur og heiðursmaður mikill, Sigurður frá Stekkjarflötum, hefur nú kvatt þetta jarðsvið. Þar er genginn vandaður og traustur maður. Mig langar til að votta hon- um virðingu mína með nokkrum kveðjuorðum og þakka honum kynnin góðu. Það er svo margt sem leitar á hugann og af öllum þessum hlýju minningum og björtu myndum frá kynnum okkar birtist mér nú allt í einu dagur einn í ágúst fyrir fáeinum árum. Þau hjónin, Sigurður og Anna móðursystir mín, héldu með miklum myndarskap upp á afmæli mitt og fóru með mig í ævintýraferð mikla. Þetta er mér ógleymanlegur dagur með hjónun- um góðu og öllum þeim mikla fróð- leik sem Sigurður miðlaði mér í þessari ferð. Hann virtist þekkja nöfn allra staða og rakti sögu margra þeirra. Þá var þekking hans á gróðri, fuglalífi og bergtegundum ekki síðri. Og að kvöldi þessa síð- sumardags, þegar við komum heim í Stekkjarflatir, skynjaði ég alla þá miklu og fjölbreyttu fræðslu sem ég hafði orðið aðnjótandi hjá hon- um. Að baki var Ólafsfjörður, Siglu- fjörður og allflestir dalir í austan- verðum Skagafirði, hver með sínum sérkennum og þeim hugljúfa blæ sem þeir sveipuðust í frásögn Sig- urðar. Svo er þessi ágæti maður allt í einu horfinn af sjónarsviðinu. Sam- ferðamaðurinn sem hægt var að treysta, sanngjarn, tillitssamur og nærgætinn. Sigurður var mjög góður og hlýr heimilisfaðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Það voru sam- hent hjón þau Sigurður og Anna. Já, mikið hugsaði þessi maður vel um börnin sín. Framtíð þeirra og velgengni var öllu ofar í huga hans. Það var gott fyrir alla, bæði böm og fullorðna, að vera í návist hans. Hann var svo hlýlegur, víðsýnn og vildi hvers manns vandræði leysa. Þau hjón, Sigurður og Anna, nutu þess að ferðast saman um landið og var ánægjulegt að hlusta á þau segja frá ferðum sínum. Hann lýsti staðháttum svo greini- lega, að mér fannst oft eins og ég hefði verið þarna á ferð. Hirðusemi og snyrtimennska var Sigurði í blóð borin. Öll verk voru vönduð, gengið alls staðar vel um, bæði innan dyra og utan, og það var eins og öllu væri sýnd virðing. Hann var mikill dýravinur, hugsaði sérstaklega vel um skepnur sínar og gætti þess vandlega að þeim liði alltaf vel. En nú er vegferðinni lokið. Land- ið sýnist smærra. Æskusveitin verður önnur. Fölvi færist yfir og angurvær haustblærinn hvíslar mér í eyru: Hver af öðrum til hvfldar rótt haila sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. Þó leið þín sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki í sumar. (Þorsteinn Valdimarsson) Góði vinur, hafðu þökk fyrir alla ánægjuna og gleðina sem þú veittir mér frá okkar fyrstu kynnum. Konu hans, Ónnu, og fjölskyldu bið ég blessunar. Hjörtur Guðmundsson. Nú ertu horfinn á braut, elsku afi, og söknuður okkar er mikill. Það er erfitt að sætta sig við það að þú verður ekki fyrir norðan þegar við komum í heimsókn. Við sitjum saman og minnumst þín eins og þú varst, alltaf var nú stutt í smávegis grín hjá þér. Við eigum þér svo mikið að þakka. Sérstaklega þegar þú gættir okkar héma hjá okkur í Garðabæ. Allar minningar um þig skulum við varðveita vel. Elsku afi, þessi fátæklegu orð eru þakkarorð okkar til þín. Elsku amma, megi góður Guð styrkja okkur í þessari sorg. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. Lilja, Sigrún og Rakel. SKAPTI GÍSLASON + Skapti Gíslason fæddist á Blönduósi 4. maí 1949. Hann lést á heimili sínu 19. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Gísli Skaptason, tré- smiður, d. 1994, og Sigríður Vilhjálms- dóttir, húsmóðir. Systkini: Svein- borg María, hjúkr- unarfræðingur, f. 1945, Vilhjálmur Hallbjörn, kennari, f. 1947, og Hjalti, f. 4. maí 1949, d. 22. október 1950. Skapti kvæntist Kolbrúnu Sigurðardóttur, sjúkraliða, 11. desember 1971. Dætur þeirra eru: 1) Erla María, f. 1973, dóttir hennar er Kolbrún Kar- en Sigurðardóttir, f. 1993. 2) Sólrún Linda, f. 1976. Útför Skapta fór fram í kyrrþey 27. október sl. Með fáeinum orðum langar mig að minnast góðs starfsfélaga og vinar. Enginn veit hvenær kallið kemur og er fráfall Skapta Gísla- sonar dæmi um það þegar maður á besta aldri fellur svo skyndilega frá. Ég hafði kynni af Skapta frá árinu 1989 er við störfuðum báðir hjá Hagvirki, hann verkstjóri en ég nemi. Við hófum svo samstarf við tré- smíðar árið 1994 og urðu kynnin að góðri vináttu. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur okkar kom ekki að sök, enda maðurinn ungur í anda og spaugsamur. Sem dæmi um húmor Skapta má nefna að eitt sinn að lokinni gleijun er við sátum yfir ijúkandi kaffibollum spurði húsmóðirin hvort þetta héldi vatni hjá okkur. „Það lekur ekki fyrr en hann rign- ir,“ var svarið og varð konan að láta sér það lynda. Varla var hægt að hugsa sér betri vinnufélaga en Skapta og ekki voru ágreiningsefnin að þvæl- ast fyrir okkur, en mikið lærði ég af honum sem fagmanni. Þó að leiðir okkar skildu á vinnu- markaðnum fyrir skömmu hélst vináttan og oft kom Skapti í heim- sókn og var þá hrókur alls fagnað- ar. Sérstaklega þótti litlum syni mínum skeggprýði hans Skapta athyglisverð og urðu þeir mestu mátar. Ég vil að lokum votta aðstand- endum þessa góða drengs samúð mína og minnar fjölskyldu og bið þeim guðs blessunar. Bjarni Jóhann Árnason. í áttina að því, en vissi ekki að þú hafðir þá skömmu áður kvatt þessa jarðvist og ég ætti ekki eftir að hitta þar gamlan skólabróð- ur svo og góðan og tryggan vin. Þegar þið Kolbrún hófuð búskap á Bald- ursgötunni, varð heim- ili ykkar fljótlega eins konar samkomustaður fyrir vini ykkar, þar sem tefldar voru skák- ir og þjóðmálin og það sem efst var á baugi rætt, stundum langt fram á nótt. Seinna á Stekkjarkinninni, þar sem vinahópnum hefur verið boðið í grillveislu síðustu árin, var gaman að sjá hve garðurinn var þér hug- leikinn og naut umhyggjusemi þinnar, eins og dætur þínar og dótturdóttir. Nú þegar ég minnist þín, hugsa ég með þakklæti til allra þeirra stunda er þú komst til að hjálpa, sama hvort verið var að innrétta heimili mitt eða viðgerða var þörf, alltaf varst þú tilbúinn, enda bón- góður og ósérhlífinn. En örugglega var stærsti kostur þinn þessi þægi- lega og létta lund, góða kímni og þessi smá stríðni, sem var eflaust mest einkennandi fyrir þig. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka af heilum hug fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar við þig og viljum við votta Kol- brúnu, Erlu Maríu og Sólrúnu, svo og dótturdóttur innilega samúð okkar og óskum þess að guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Ágúst og fjölskylda. Vinur minn, Skapti Gíslason, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Stekkjarkinn 17 í Hafnarfírði, 19. október sl. Orð fá ekki lýst þeim tilfinning- um sem bijótast fram þegar til- kynnt er lát tryggs vinar og vinnu- félaga sem er svo óvænt kallaður brott. Ég kynntist Skapta þegar við vorum í trésmíðanámi í Iðnskólan- um í Reykjavík um 1966 og hafa leiðir okkar oft legið saman bæði við leik og störf síðan. Árið 1987 hóf Skapti störf hjá verktakafyrirtækinu Hagvirki þar sem undirritaður starfaði og var r HlámabáSin ^ ^a^ðskom j. v/ Fossvogskickjwgarð . Sími: 554 0500 hann þar verkstjóri bæði við hús- byggingar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og við uppbyggingu Blönduvirkjunar. Hann var ákveð- inn og lá aldrei á skoðunum sínum en var þó sanngjam, þannig að mönnum þótti gott að leita ráða hjá honum. Skapti tók virkan þátt í félagsmálum innan fyrirtækisins og var um tíma í stjóm starfs- mannafélagsins. Hann vann hjá Hagvirki-Kletti þar til fyrirtækið hætti rekstri 1994. Eftir það hóf hann að vinna sjálfstætt við ýmis verkefni í byggingariðnaði. Fyrir einu og hálfu ári slógum við verk- efnum okkar saman og áttum mjög gott samstarf fram að andláti hans. Skapti hafði einstaklega sterkan persónuleika sem hreif-tr fólk strax við fyrstu kynni, einnig var hjálpsemi hans rómuð og var gott að leita til hans. Létta lundin, jákvæðni og starfsgleði gerði hvem starfsdag ánægjulegan þannig að verkefnin sem við tókumst á hend- ur reyndust ávallt skemmtileg. Skapti var mikill áhugamaður um skák og lögðum við oft lykkju á leið okkar til að koma við í blikk- smiðjunni Glófaxa í kaffi- og matartímum, þar sem hann átti marga kunningja, til að taka við þá skák. Einnig tefldi hann marga skákina við Einar frænda sinn. Skapti var mikið náttúrubarn sem lýsti sér best í yndi hans a%g blómum og öðrum gróðri. Síðan ijölskyldan fluttist að Stekkjarkinn 17 var gaman að sjá hve mikla alúð hann lagði við allan gróður í garðinum og gróðurhúsinu. Einnig hafði hann mikinn áhuga á fjallaferðum og fórum við félag- amir með fjölskyldum okkar nokkrar langar hálendisferðir. Kom þá vel í ljós hve bamgóður hann var og viljugur að leika við krakkana. Það var ekki svo sjaldan sem bömin spurðu: „Hvenær för^| um við aftur með Skapta í ferða- lag, hann er svo skemmtilegur og fjörugur?" Það er erfitt að horfa á eftir góðum vini sem kallaður er burt í blóma lífsins, en missir fjölskyld- unnar er mestur og við viljum biðja algóðan Guð að styrkja ykkur, elsku Kolbrún, Erla María, Sólrún Linda og Kolbrún Karen. Valþór, Guðrún og börn. Sérfræöingar í hlómaskreytin«>um \ ió öll tækitaM'i I blómaverkstæði I I ISinnaI I Skólavörflustíg 12. á liorni lUTgstartastrætis. sími 551 909(1 Sunnudaginn 19. október átti ég og fjölskylda mín leið fram hjá húsi þínu. Af gömlum vana leit ég Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson Með listrænan metnað - Sími 894 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.