Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk YES, MA'AM..MV 906 15 5TIIL 5ITTIN6 0UT5I9E ON THE FRONT 5TEP5 NO, I TRIED TO EXPLAIN , , TO HIM THAT D065 ARENT| ALLOWED ON THE SCHOOL 6RÖUND5, HERE, HE WANTED ME TO 5H0W YOU Já, kenn- ari.,. hundur- inn minn situr ennþá á tröpp- unum____ Nei, ég reyndi að skýra það út fyrir honum að hundum leyfist ekki að vera á skólalóðinni... Hérna, hann vildi að ég sýndi þér vegabréfið sitt... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Ártíð Jóns Loftssonar Frá Þór Jakobssyni: HINN 1. nóvember 1997 eru liðin 800 ár frá láti Jóns Loftssonar, höfðingja í Odda á Rangárvöllum. Oddafélagið, samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs í Odda, minntist 800 ára ártíðar Jóns á Oddastefnu í vor, en Oddastefna nefnist árleg ráðstefna félagsins. Oddastefna var að þessu sinni haldin að Laugalandi í Holtum, sunnudaginn 25. maí 1997. Raun- ar er Oddastefna haldin næst „Sæ- mundardegi", 22. maí, en Sæ- mundur fróði Sigfússon, afi Jóns Loftssonar, lést 22. maí 1133. Á ráðstefnunni um Jón Loftsson voru flutt merk erindi sem munu birtast í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga. í erindum fræðimann- anna var greint frá nýjum rann- sóknum. Helgi Þorláksson fjallaði um Jón Loftsson í Odda, Auður G. Magnúsdóttir um frillulífi á 12. og 13. öld, Sverrir Tómasson um Noregskonungatal og þau Ásdís Egilsdóttir og Ármann Jakobsson um Oddaveijaþátt. í umræðum á eftir tóku meðal annarra til máls Gunnar Guðmundsson frá Heiðar- brún og dr. Jónas Kristjánsson sem jafnframt var beðinn að draga ályktun í fundarlok. Friðjón Guð- röðarson var fundarstjóri, en fund- argestir voru sumir úr héraði og aðrir langt að komnir. í litlum bæklingi er Oddafélagið lét taka saman handa ferðamönn- um um Rangárþing er í fáum orð- um sagt frá Oddaveijum. Bækling- urinn hefur verið þýddur á þijú tungumál. Oddaveijar voru ein nafnkunnasta höfðingjaætt lands- ins á þjóðveldisöld og nær allsráð- andi í Rangárþingi á 11.-13. öld. Oddaveijar röktu ættir sínar til Haraldar hilditannar, Danakon- ungs. Frægastur Oddaveija er Sæ- mundur fróði (1056-1133). Á sín- um tíma var Sæmundur talinn ein- hver lærðasti maður landsins og hvað mest metinn. Voldugastur Oddaveija var sonarsonur hans, Jón Loftsson (1124-1197), dóttur- sonur Magnúsar berbeins, Noregs- konungs. Jón var sagður „mestur höfðingi og vinsælastur er verið hefur hér á landi“. Fóstursonur Jóns var enginn annar en Snorri Sturluson. Of sjaldan er á það minnt að Snorri ólst upp hjá Jóni og Halldóru í Odda á Rangárvöll- um, og menntaðist þar. Jón Loftsson var lærður vel, djákn a.ð vígslu. Páll Eggert Ólason segir í íslenzkum æviskrám, að Jón hafi verið valdamestur höfðingi á íslandi á sinni tíð og til hans skot- ið flestum vandamálum, og beygðu menn sig að jafnaði fýrir dómum hans. Hann var friðarmaður mik- ill, einn þeirra, sem vildu tálma yfirgangi kirkjuvaldsins, og tókst að hamla tilraunum Þorláks bisk- ups helga í þessu skyni. Egill Jónasson Stardal ritaði á sínum tíma skemmtilega og fjör- lega bók um Jón Loftsson. Isa- foldarprentsmiðja gaf bókina út árið 1967. Sitthvað, sem talið hef- ur verið satt og rétt um ævi Jóns, er nú að nokkru dregið í efa af lærðum mönnum. Stórbrotin ævi Jóns Loftssonar er því enn við- fangsefni fræðimanna. Og lista- manna bíður einnig tækifæri til að skilja, skynja og túlka einn mesta son þjóðarinnar. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins. Vegna yfirvofandi verkfalls þroskaþjálfa Frá starfsmönnum á sambýli í Hafnarfirði: VIÐ undirritaðir starfsmenn í sam- býli í Hafnarfirði höfum þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli þroskaþjálfa sem boðað hefur verið næstkomandi mánudag. Á vinnustað okkar býr fjölfatlað fólk sem engan veginn má við þeirri röskun sem verkfall hefur í för með sér. Öll þjálfun fatlaðra er mjög mikilvæg til að viðhalda færni og fyrirbyggja að þeir dvelji langdvöl- um á sjúkrastofnunum. Við teljum það brot á mannrétt- indum að fatlaðir fái ekki þá þjón- ustu sem þeim ber. Furðuleg er sú yfírlýsing heilbrigðisráðherra að enginn skerðing verði á þjón- ustu við fatlaða ef af verkfalli þroskaþjálfa verður. Við styðjum þroskaþjálfa heilshugar í kröfum þeirra um hærri laun vegna þess að starf þeirra er mjög mikilvægt. Við vonum að viðsemjendur þroskaþjálfa sýni skilning á mikil- vægi starfs þeirra. Verkfallið hefur líka áhrif á fjöl- skyldur og heimili okkar starfs- manna þar sem hægt er að skylda okkur í yfirvinnu, því heimilisfólk verður heima vegna lokunar þjálf- unar- og vinnustaða. Vonum við í lengstu lög að samningar náist fyrir mánudag og að ekki komi til verkfalls. GUÐRÚN ÁSTA BJÖRGVINSDÓ'ITIR, Steinahlíð 8, Hafnarfirði, KJARTAN GUÐMUNDSSON, Álfaskeiði 56, Hafnarfirði, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 70, Hafnarfirði, REBEKKA VALGEIRSDÓTTIR, Steinahlíð 7, Hafnarfirði, SÝTA RÚNA HARALDSDÓTTIR, Fagrahvammi 2a, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti! birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.