Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vanþekking o.fl. EINAR Guðfinns- son, þingmaður, ritar grein í Morgunblaðið 28. október sl. undir fyrirsögninni „Góðar eru gjafír þínar“. Greinin er skrifuð af fullkominni vanþekk- ingu, enda sjálfsagt af öðrum hvötum runnin en þeim sérstaklega að bera sannleikanum vitni. Illt er að elta ólar við óhróðursmenn um málefni sem varða banka vegna trúnaðar við viðskiptavini sem starfsmenn eru bundn- ir af. Það eru þó engin eiðrof, þótt ég minni Einar á, að honum er vel kunnugt um gjafatregðu Lands- bankans. Nema hann kalli það gjafapólitík, þegar banki horfir að- gerðarlítið árum saman á óhæfa rekstrarmenn fyrirtækja sólunda lánsfé bankans? Óþarft er að rifja upp hremming- ar Landsbankans vegna þrota Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Þó tókst miklu betur til um úrlausn þeirra mála en á horfðist um hríð, m.a. hvað varðar Samskip. Banki kemst oft í erfiða aðstöðu þegar hann neyðist til að reka fyrir- tæki, sem hann eignast vegna þrotamála. Að ekki sé talað um stórfyrirtæki eins og Samskip, sem þar að auki átti í harðri samkeppni við stóran og gamalgróinn við- skiptavin Landsbank- ans, í þessu falli Eim- skip. Þá liggur bankan- um lífið á að komast frá slíkum rekstri. Eins og komið var fyrir Samskipum virt- ist í upphafi sem Landsbankinn hefði tapað öllu sínu lánsfé. Þá komu til skjalanna fullhugar og öflug fyr- irtæki, sem keyptu nýtt hlutafé 5 Samskipum að íjárhæð 700 milljón- ir kr. Fór fyrir þeim Ólafur Ólafsson, núverandi forstjóri fyrirtækisins, ásamt álitlegu þýzku skipafélagi. Að beztu manna yfir- sýn, segir Sverrir Her- mannsson, hefur bank- inn komist vel frá Sam- skipum hf. Það var í júlímánuði 1994 að Reginn hf., eignarhaldsfélag Lands- bankans, náði samkomulagi við fyrrgreinda aðila. Við inngöngu þessara nýju hluthafa var stofnað til nýs hlutaflokks í félaginu, B- flokks, og skyldu hinir nýju hluthaf- ar njóta forgangs til arðs í 10 ár. Á þessum tíma var eigið fé Sam- skipa hf. neikvætt og má því segja að allt hlutafé eldri hluthafa, þ.m.t. Regins hf., hafi verið tapað. Engu að síður samdi Reginn hf. um að halda eftir hlutafé að nafnverði kr. 165 millj. í A-flokki hlutabréfa í félaginu, en hlutabréf í þeim flokki áttu að vera án arðs í 10 ár. Sam- ið var um að nýju hluthafarnir hefðu forkaupsrétt að hlutabréfum Regins hf. í A-flokki. Reginn hf. taldi að með þessu væru hagsmunir Lands- banka íslands sem eiganda hluta- bréfanna og lánadrottins Samskipa hf., eins vel tryggðir og unnt var á þessum tíma. Af framangreindu má öllum aug- ljóst vera að hlutabréf Landsbank- ans á A-flokki voru minna virði en B-flokks bréfin. Hvað sem líður þvættingi þingmannsins um verð á örfáum bréfum á Opna tilboðsmark- aðnum og „gjöf“ Landsbankans sem nemi hundruðum milljóna, þyk- ir bankinn hafa komizt vel frá Sam- skipum hf. að beztu manna yfirsýn. Miðað við forsögu málsins verður að telja sölu bréfanna að fjárhæð kr. 165 millj. fundið fé. Betur að víðar væri sömu sögu að segja nú um stundir, þegar óhamingju Vestfirðinga verður óþarflega margt að vopni. Höfundur er bankastjóri. Sverrir Hermannsson Heimspeki og smábátaútgerð UNDARLEGA rek- ur ólíka hluti á eina Qöru í huga manns. Fyrst ber þangað ferð norður eftir Stranda- sýslu í fögru veðri síðastliðið sumar, allt til Norðurfjarðar og þaðan norður af í Mun- aðarnes við sunnan- verðan Ingólfsfjörð með sýn yfir í Ófeigs- fjörð og norður til Drangafjalla. Um- hverfið er tignarlegt. Mannlífinu kynnist ókunnugur ferðamað- ur ekki, en skynjar kyrrð og jafnvægi. Næst heyrir skrifarinn lesna fyrir sig vandaða grein ungs manns, sem birtist í Morgunblaðinu. Hann hefur róið til fiskjar frá Norðurfirði sér og sínum til framfærslu og hefur að vonum áhyggjur af ráðagerðum um að leggja smábátaútgerð nánast af, fyrir þá undarlegu sök, að þess- ir smábátar hafa verið of fengsæl- ir. Næst rekur á fjöruna einhveija vélhljóma yfirlýsingu sjávarútvegs- ráðherra á fundi smábátaeigenda um, að þeim bjóðist ekkert betra á yfirstandandi fiskveiðiári en rúm- lega 20 sóknardagar, úr því að þeir ekki völdu kvótann. Enn rekur á BÍLSKÚRSHURÐIR fjöruna pistil Ólafs Hannibalssonar í um- ræðuþætti á laugar- dagsmorgni á rás 1, þar sem hann gerði grein fyrir því hvernig þáverandi ráðagerðir, en nú orðnar gerðir sjávarútvegsráðherra leggi niður milli 4 og 500 smáfyrirtæki í þessari grein um allt land og með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir þær byggðir, sem í hlut eiga. Loks rekur á þessar sömu fjörur að hlusta á upptökur hljóðbókasafns Blindrafélagsins á Pælingum Páls Skúlasonar, prófessors og núver- andi háskólarektors, um heimspeki Sigurðar Nordals. Þegar litið er í sjónhendingu yfir þennan reka á fjörur hugans, verður með öllu Það er skoðun mín, seg- ir Jón Sigurðsson, að sj ávarútvegsráðherra eigi að veita smábáta- eigendum álíka marga úthaldsdaga og í fyrra. óskiljanlegt, hvemig stjórnmálafor- ystunni í þessu landi þykir meira um vert að halda dauðahaldi í ein- hveijar fótboltareglur, sem settar voru í fyrra um aðferð við ákvörðun sóknardaga smábáta, þegar ljóst er, að aðferðin fór úr böndunum af því að mat á stofnstærð þorsks- ins og þekking á fiskgengd er ekki betri en hún er. Komið er á daginn í Barentshafi, að aðferðafræði fiski- fræðinga hefur þar vanmetið stór- lega fískstofn í uppsveiflu, en of- metið að sama skapi í niðursveiflu. Það á að styðjast við þekkingu fiski- fræðinga og reiknimeistara þeirra eins og kostur er, en skekkjumörk- in í þekkingu þeirra eru of stór til að taka mark á tölum þeirra einum. Þess vegna er það skoðun mín, sem þetta skrifa, að sjávarútvegsráð- herra eigi að sýna það sjálfstæði og áræði í sínum gerðum, að slá striki yfir það, sem þessir smábátar veiddu of mikið síðasta fiskveiðiár og veita þeim utan dagskrár álíka marga úthaldsdaga og í fyrra. Óréttlætið í því væri minna en mik- ið af því, sem almenningur í þessu landi sér þessi misseri í núgildandi fískveiðistjórnunarkerfi að öðru leyti. Og þurfí að breyta lögum í þessu skyni, hefur einhvem tíma verið gert annað eins til að bjarga hag einhverra í hinum dreifðu byggðum landsins. Nóg eiga þær undir högg að sækja um þessar mundir. Viðbótarrök fyrir þessari gerð eru svo í heimspekinni, sem rak á fjörur í huga skrifarans. Þótt ekki væru tök á samanburði gagna, varð í huga skrifarans athyglisverður samhljómur milli hugsunar greinar- skrifarans unga úr Norðurfirði og heimspekilegrar hugsunar Sigurðar heitins Nordal um íslenska menn- ingu. Sókn manna á smábátum frá útræðum allt í kring um landið á mið, sem kynslóðirnar hafa miðlað mann fram af manni, hefur um ald- ir verið órofinn og verðmætur hluti íslenskrar menningar. Þessi þáttur íslenskrar menningar hefur um ald- irnar að heilmiklu leyti haldið lífinu í þessari þjóð, hvorki meira né minna. Að fleygja þessari grein menningarinnar á ruslahaug eins og nú er verið að gera er sambæri- legt við að nota handrit í skóbætur eða annað verra. Þeir, sem að þess- ari gerð standa, eru beðnir um að gera svo vel að hugsa sitt ráð, áður en þeir fremja slíkan menningar- glæp, hvað sem sjónarmiðum þröngsýnna hagsmunasamtaka líð- ur. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Jón Sigurðsson Allra heil- agra messa í DAG, 1. nóvember, er allra heilagra messa. I þetta sinn er fitjað upp á nýmæli í starfi kirkjunnar í Reykjavíkurprófast- dæmum með því að sérstök dagskrá verður í Fossvogskirkju í til- efni dagsins á morgun, sunnudag, eins og nán- ar er sagt frá á öðrum stað hér í blaðinu. Þennan dag er þess sérstaklega vænst að þau sem eiga leiðis að vitja í grafreitnum í Fossvogi, eða annars- staðar, noti daginn til sérstakrar heimsóknar þangað. Víða meðal systurkirknanna er allra heilagra messa sérstakur dagur í þessu skyni. í rómversk-kaþólskri kirkju eru reyndar dagamir tveir: Allra heilagra messa 1. nóvember og allra sálna messa 2. nóvember, en þeir hafa víða meðal annarra kirkna runnið saman í einn hátíðis- dag. Eins og nöfn daganna bera með sér er fyrri daginn minnst allra heilagra en hinn síðari allra látinna. Eins og um margt annað sem okkar lútherska kirkjudeild tók í arf, gátu verið skiptar skoðanir um gildi hinna heilögu í lífi kirkjunnar sem og um minningu látinna og fyrirbæn fyrir þeim. Þannig er til prestastefnusam- þykkt sem Guðbrandur Hólabiskup Þorláksson, að fyrirmynd ýmissa sið- bótarmanna stóð fyrir, skömmu eft- ir að hann kom til embættis síns um 1570, þess efnis að fyrirbæn fyrir framliðnum sé bönnuð. Þetta bann gilti víða allt fram á okkar daga. Það olli mörgum verulegum erfíðleikum, því að hvað er eðlilegra en að biðja Guð að taka vel á móti þeim sem okkur eru kær, og biðja þess að þau megi fínna hvfld og frið og fögnuð í ríki hans. Enda var for- sendan fyrir banninu önnur, þótt þetta yrði afleiðingin. Saga dagsins er afar löng. Fyrsti vísir hans er minningardagur um píslarvottana sem fyrst er getið um miðja 4. öld. Um miðja 8. öld var ákveðið í Róm að helga einn dag minningu allra hinna heilögu. Það var svo írska kirkjan sem valdi daginn 1. nóvem- ber, um svipað leyti og talið er að hinir írsku Papar hafí dvalið hér á landi. Þessi dagur er þvi jafngamall elstu byggð á Islandi, ef satt er frá sagt. Allra sálna messa er mun yngri. Sá siður að aðstandendur heimsæki leiði ástvina sinna og prýði þau með blómum og kertaljósum tengdist upphaflega þeim degi. Hérlendis hefur þessi siður á síðari árum nær eingöngu birst í ljósaskreytingum um jólin. Þessir dagar geta vakið ýmsar spumingar. Ef sú trú sem lútherskt þjóðkirkjufólk játar gerir ekki ráð fyrir meðalgöngu heilagra manna og kvenna í málefnum sínum og heitir ekki á þau, á þá samt að minnast hinna heilögu með sérstök- um degi? Ef sömu aðilar gera ekki ráð fyrir því að hægt sé með bænar- gjörð að hafa áhrif á líðan fólks að lífi loknu, á þá samt að biðja fyrir þeim? Ef „moldin hverfur aftur til jarðarinnar, en andinn til Guðs sem gaf hann“, hversvegna þá að dvelja við legstaðinn og fegra hann? Þessu er til að svara að Asborgar- játningin, eitt játningarita þjóð- kirkjunnar, tekur sérstaklega fram (21. gr.) eftirfarandi: „Halda má uppi minningu dýrlinganna til þess að vér breytum eftir trú þeirra og góðum verkum samkvæmt köllun- inni ... En ritningin kennir ekki að ákalla eigi dýrlinga eða leita full- tingis þeirra, því að hún setur oss Krist einan fyrir sjónir sem meðal- gangara, friðþægingu, æðsta prest og fyrir- biðjanda." Að minnast þeirra sem skarað hafa framúr sem fyrirmynd- ir heilags lífernis er því góður siður og víðtæk- ari en tekur til dýrð- linganna. Frelsarinn Jesús Kristur er æðsta fyrirmyndin. Að mega fylgja honum í lífí og dauða og í gegn um dauðann til upprisunn- ar til þess að mega dvelja hjá honum í ei- lífu ríki hans er æðsta löngun trúarinnar. Það er því sjálfsagt og eðli- legt að fela hin látnu í faðm hans í fyrirbæn. Eins og fyrr segir renna tveir hátíðisdagar saman í einn. Minning hinna heilögu er um leið minning allra þeirra sem gengnir eru á und- an okkur heim til Guðs. Með því fær spurningin um hin heilögu nýja vídd. Hver eru hin heilögu? Eru það heilagur Þorlákur, heilög Barbara, Það er góður siður, segír Kristján Valur Ingólfsson, að helga einn dag að hausti þakklætinu fyrir þau öll sem gengin eru á undan okkur. heilagur Benedikt og heilagur Frans, og önnur þau sem tekin hafa verið í dýrðlingatölu? Vissulega. En ekki aðeins þau. Heilagt er allt það sem frátekið er fyrir Guð. Hver sá sem eignast hefur hlutdeild í veru Jesú Krists og vilja hans, og gekk í skóla hans og spor hans er heilagur hluttak- andi í dýrð hans. „Þér eruð heilagur lýður,“ segir Guð, og var að horfa yfir hópinn sinn allan, - ekki bara lista um þau sem voru tekin í dýrð- lingatölu. Hin eiginlegu heilögu, eru ekki frábrugðin öðrum mönnum, en líf þeirra og trú þeirra hefur veitt öðrum fyrirmynd og vísast munu þau fara fyrir í hópi þeirra sem syngja hinn himneska lofsöng við hástól Guðs. Mannvirðingar að jarðneskum hætti eru þó engar í þeim kór. Því leyfist okkur að sjá þar fyrir okkur hvern þann sem við þekkjum og unnum og farinn er heim, hvort sem það er öldungur með langan farsælan æviferil eða ómálga barn, sem jafnvel þekkti aldrei þetta líf. Við höfum falið þau í Guðs voldugu og heilögu hönd. Þessvegna er víða sá siður í kirkj- unni að minnast á allra heilagra messu allra þeirra sem látist hafa frá því að síðast var haldin sama messa. Hún gerir það í þeirri trú að þau öll sem frátekin eru og helg- uð Guði hér á jörðu megi teljast til hinna heilögu, þegar Guð helgar þau sjálfur. Það er því góður siður að helga einn dag á hausti þakklæt- inu fyrir þau öll sem gengin eru á undan okkur. Þegar við leggjum blóm á leiði og kveikjum þar ljós þá berum við þakklæti okkar fram fyrir Guð. Þegar siðurinn var tekinn upp fyrir þúsund árum kallaði fólk- ið þetta páskahátíð að hausti. Þann- ig minntist það þess sem er kjarni þessara daga: Kristur er upprisinn. Hann hefur afmáð dauðann. „Sigr- arinn dauðans sanni“ gerir alla hluti nýja, er hann kemur við endi ald- anna í mætti og dýrð. Höfundur er rektor í Skálholti. Kristján Valur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.