Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU * Formannafundur SSI í Eyjum Undrast um- mæli for- manns LIU FORMANNAFUNDUR Sjó- mannasambands íslands, sem hófst í Vestmannaeyjum í gær og verður fram haldið í dag, lýsir yfir undrun sinni á þeirri yfirlýsingu, sem formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna viðhafði um iaunakjör sjómanna, á aðalfundi samtaka sinna, þar sem hann kveð- ur upp úr um það að launakerfi sjómanna sé úr sér gengið og því beri að leggja það af og taka upp fastlaunakerfi. Nauðsynlegt að hækka lágmarkslaun Fundurinn tekur undir orð for- manns LÍÚ um að nauðsynlegt sé að hækka lágmarkslaun þau sem felast í kauptryggingu sjómanna, en undrast þau ummæli formanns LÍÚ að hlutaskiptakerfið, sem hann sjálfur hefur átt stóran þátt í að verja í gegnum tíðina, sé ónot- hæft. „Innlegg formanns LÍÚ, þannig fram sett, er ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilu þeirri sem sjómenn og útgerðarmenn eiga í og er nú í höndum sáttasemj- ara. Formannafundur Sjómanna- sambands íslands ítrekar kröfuna um að gagnaðilar sambandsins setjist þegar að samningaborðinu í stað þess að halda að sér höndum og vera með órökstuddar og ósann- ar fullyrðingar í fjölmiðlum," segir í ályktun, sem formannafundurinn sarnþykkti í gær. Víkur sér undan verðmyndunarumræðu Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið meta yfiriýsingu formanns LÍÚ þannig að hann væri að víkja sér undan því að taka á verðmyndun- inni, sem yrði aðalmálið í komandi kjaraviðræðum. „Mitt mat er það að Kristján Ragnarsson hafi varp- að hugmyndinni um fastlaunakerfi fram til þess að víkja sér undan umræðunni um verðmyndun á sjávarfangi og tel ég enga mein- ingu á bak við þetta hjá honum. Aðalatriðið, sem stendur á milli útgerðarmanna og sjómanna, er verðmyndunin. Hún er og verður helsta bitbein manna í komandi kjaraviðræðum.“ Að mati Sævars eru hugmyndir Kristjáns um fastlaunakerfi og bónus mjög óljósar og nánast ekki umræðuhæfar á þessu stigi og Sævar segist velta því fyrir sér út frá hvaða forsendum Kristján hafi hugsað sér að reikna bónusgreiðsl- ur til sjómanna, verði verðmyndun- inni kippt í burtu. „Ég hafna alfar- ið þeim hugmyndum að hætt verði að verðmynda fisk á íslandi. Krafa okkar um að allur fiskur verði verð- myndaður á markaði stendur óhögguð og verður ekki breytt.“ Verkfallsboðun rædd eftir fundaherferðina Að sögn Sævars eru kjaramálin efst á baugi á formannafundinum í Eyjum að þessu sinni. Ekki standi til að taka afstöðu til hugs- anlegrar verkfallsboðunar á fund- inum. Afstaða til þess verði tekin að aflokinni fundaherferð forystu- manna Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins um landið um miðjan nóvember. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ Réttast að viðhalda hlutaskiptakerfinu „EG tel að hlutaskiptakerfið hafi byggt upp arðsemina í íslenzkum fiskveiðum og sjávarútveginum í heild. Því tel ég skynsamlegt allra hluta vegna, ekki bara fyrir út- gerðarmenn og sjómenn, heldur alla þjóðina, að viðhalda þessu kerfi,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands í samtali við Morgunblaðið. Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, hreyfði þeirri hugmynd á aðalfundi sam- takanna í gær, að hugsanlega væri hlutaskiptakerfið ekki not- hæft lengur. „Það hlýtur að koma til skoðun- ar að stokka þetta kerfi upp frá rótum. í því efni kemur til álita að minnka vægi aflaverðmætis í launum sjómanna, til dæmis með föstu kaupi og afiaverðlaunum þar til viðbótar,“ sagði Kristján. Furðulegt „Mér líst ekki beint vel á þessa hugmynd Kristjáns um breytingar á hlutaskiptakerfí sjómanna og útgerðar. Þetta mun ekki auðvelda lausn kjaradeilu útgerðar og sjó- manna. Mér finnst furðulegt að Kristján skuli orða þetta nú, því það er ekkert langt síðan við vorum með svona kerfi á stóru togurun- um. Það byggðist á föstu kaupi og álagi ofan á það. Kristján vildi ólmur afnema það. Eigum við áfram að þurfa að búa við kvótabrask og endalausan slag um fiskverð stöndum við kannski frammi fyrir því að við höfum engan raunverulegan grunn undir hlutaskiptakerfið. Okkur finnst að útgerðin hafi einmitt ver- ið að rífa grunninn undan þessu kerfi á undanförnum árum. Verið að rústa hlutaskiptakerfinu Hlutskiptakerfi sem ekki getur byggst á raunverulegri verðmynd- un eða samkomulagi um verð og heldur ekki þeirri festu að áhafnir skipanna viti að þær eigi að veiða þær heimildir sem á skipunum eru, er lítils virði. Takist okkur ekki að sætta sjónarmið útgerðarmanna og sjómanna um verðmyndun og veiðiréttinn, er hlutaskiptakerfið ónýtt. Þá gætu menn einfaldlega bara talað um fast kaup og fisk- verðið skipti þá engu máli. Ef svo fer er verið að rústa launakerfi, sem er hagstætt fyrir þjóðina. Mér finnst að útgerðarmenn ættu að sýna heilindi í því að reyna að leysa þetta vandamál,“ segir Guðjón A. Kristjánsson. Iceland set for aluminium bonanza Aí llw fiox (<* liv- t*CU<». «<••»:<« »: •>! AÍAUluwixW*. lb> S*í»l . .> !><■? **»:^4»y U. |i?<^>l> tttól •>«*» t«*t. ii'.vt 1»»:'.. lt«<v»v<-i>: íu.ví. «*n<r.>l ttw ítw way witt> ••>» cxiwn «1 »)k< S<«)*IUU< *i.>l> *>f ns *w>*t‘<T :<t A:<tiM»>»a< <V>n:i>j»y Str<uu»sv))». nnx 1« |xv»t>m: fovA'Kfccsi <mx> cwMnptc vf*>hy tis anmia! iwsí" líu* <m*)l rnwr.tty >< U> * t.ccum* >»t>< * >«<»< »)<:»:>nínm ftt> dvClÍUW WllK'. Ahhouch «)>•> <:«>tt Nuftl: AUMHtv >s:-'0ll JM>* * Jv>;iv<v* ■ U«n »t «•'•>■ >'><■.!**>, li>» pr<'i>tr Mi' «ríl <■>!>: !>:<•.» * >hrí»:xr »f>- - - *** **•»«** KO»,v V BP.OCC c« IR.'.rtV Al*». <.»>x«t».::)».: !<«< ima Muct'i.M ;k«}«a,'k:'í»v». »:><:»«£>. '»■)::> ix tlisHxvxt «•■>’ » pylv)t:t' VK )5r.>»;:, Ci.-íum :»« v<;»i,>-'-- •• ’ • •'■ i* :»!»>• C'Vtft Vfi___________________________________________________ «.«< 'A xtcn »f «lt* «iwk: t*aV* nxt uhilo iiatutrd ulatni-'.i >lt*» 1» tbrH»y »f Itcykpvlti . r.«i»l>I»:<:<« tdfv:' »r..>l>t»:< v. .>f *<bM)ii:<> cn<i !'• |**r Wátt«< I V.'*' \onAN »!l>' <<:>! Sr.-ií lia <Í)S3»»>. wnh »h<- Vlir n«am. tr.cxpvnsiv «y. AUHwift. }X"<ccr «>:<) «)> Bm-. jSk&b ',«»'•«»<*• > ucf<v u»i* ;» mcm. ■' mopc. pirfcrs ** < x«i>; 1 i>»í>*> <-l>x lrt^v vAA' ***>*.; ?**• ** >x««>f Mfíy l? ik <•• »«»»»»»»:: :»>x cr-::x>' tx»*»:ir<V < _ «of *"**,<o*><-:«: 1» >-> <«•::::. ihf- xlv» <*>*<*»«suc» _■4*nseUr4 '-»:<.:i»: tí:< !»;>::;<! f»»n:ry lu«« «*<>• !«tv^,É<>V)..< ' <>»< <■« »>:• :->>x<f«t<-> <■■■ au atuRiir.ium «H*u> iUtkv.y. \W-x icxí.xi «J»»:írium prtri> <>í a :::>•> ■>x(i<.r«> ■ ll»-‘;:«>»Cx :t v.i!l p:>xt««' ««<.<5 1 t.Mxl icMts vttvacto «;<«• I :<:! Wlief »>í «)««>»»: •Tht: oxfv::»|>x<«::»«>:::tK » ».t :»>: :< if> <MtX'f!:«.< <!:w ix' «0r xí*>'Um-J<f<4>'x'fst v. ««•*.*» 4) -> )»»::>>>• «**>)<! fcvixiw) N> '>»:;x-tUivc <•»«," «<>-. Mc )><•«>':iy nu ■ v«tt*<.»xl—»;;:*<. wttí llxítMify' ' N«! :e::Vl>lx *)»:«; <S> \x-r <•::'.« !>f >i«f :'íii))->!l« »SW> ftWft ttS W-íx.jwiftt \t f>- ire w;;h )iy-1r<- Alu«t». • M S'xvi t:: Norvvay. s Si'v s:i>-:uf in X:<ii>.<t c fi>xt«< i«.;J IIX. <'i:-.::tc»v •X «f «lií»:íf.Uu». Si!•■•.<• Fjallað um uppgang- inn í álversmálum FJALLAÐ er um uppganginn í álversmálum íslendinga í Fin- ancial Times á fimmtudag und- ir fyrirsögninni „ísland reiðu- búið fyrir uppgang í áliðnaði". Sagt er frá stækkun álversins í Straumsvík, byggingu álvers Columbia Ventures á Grundar- tanga, tilraunum til að ná samningum við Norsk Hydro og möguleikum á byggingu ál- vers í eigu Alumax, Granges og Hoogovens. Rætt er við Rannveigu Rist, forstjóra ál- versins í Straumsvík, og Þórð Friðjónsson, yfirmann Þjóð- hagsstofnunar, og raktir mögu- leikar íslendinga á því að bjóða ódýra og vistvæna raforku til stóriðju. Jafnvægi í evrópskum verðbréfa- viðskiptum New York. Reuters. GENGI verðbréfa hækkaði í Banda- ríkjunum og náði jafnvægi í Evrópu í gær eftir mjög óróasama viku í kauphallarviðskiptunum. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 77,11 stig fyrstu klukkustundina eftir opnun eftir að hafa lækkað um 125 stig daginn áður. Verðbréfavísitölur hækkuðu einn- ig í helstu kauphöllum Asíu og gengi verðbréfa breyttist lítið í Evrópu eftir að hafa hækkað og lækkað á víxl, einkum vegna óvissu um efna- hagshorfurnar í Suðaustur-Asíu. Tilkynnt var að Aiþjóðagjaldeyris- sjóðurinn og Bandaríkjastjórn hefðu ákveðið að veita Indónesíu fjárhags- aðstoð til að draga úr óvissunni og þær fréttir höfðu strax áhrif á verð- bréfamarkaðina. Ennfremur var skýrt frá því að hagvöxturinn í Bandaríkjunum hefði verið 3,5% á þriðja fjórðungi ársins, nokkuð meiri en spáð hafði verið, án þess verð- bólgan ykist og þau tíðindi höfðu einnig jákvæð áhrif. Brezkir íhaldsmenn klofnir í EMU-málinu Hague segist ekki láta halda sér „í gíslingu“ London. Reuters, The Daily Telegxaph. WILLIAM Hague, leiðtogi brezka íhaldsflokksins, sagði í blaðagrein í gær að hann myndi halda fast við stefnu sína, að betjast gegn aðild Bretlands að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU), og myndi ekki láta „ráðherra á eftirlaunum" draga úr sér. Sérfræðingur í sögu íhaldsflokksins segir að flokkurinn geti nú staðið frammi fyrir „miklum klofningi“. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra, og Michael Hesel- tine, fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra, hafa gagnrýnt stefnu Hagues. Þeir hafa báðir tekið að sér forystuhlutverk í nýjum samtök- um íhaldsmanna, sem vilja að Bret- land taki upp sameiginlegu Evrópu- myntina, Evró. Talið er að um 20 þingmenn íhaldsflokksins af 165 séu hlynntir EMU-aðild landsins. í grein, sem Hague ritaði í The Daily Telegraph í gær, segir hann að lítill minnihluti íhaldsmanna sé óánægður með stefnu flokksins. Þetta sé virðingarverð afstaða og viðkomandi þingmenn verði ekki beittir flokk- saga, komi til atkvæðagreiðslu um EMU í þing- inu. Hague bætir hins vegar við: „Ég mun ekki leyfa neinum að halda flokki okk- ar í gíslingu." William Hague Hann segir að gangi Bretland í EMU of snemma, áður en komið hafi í ljós að mynt- bandalagið gangi upp, geti Bretar lokazt inni í „brennandi byggingu án undankomuleiða". Hague bendir á að ástand efnahagsmála hafi ekki verið betra í Bretlandi áratugum saman. „Af hveiju ættum við að hætta þessum gullna efnahag fyrir einhveija óskilgreinda og óskýra kosti sameiginlegs gjaldmiðils í framtíðnni?" spyr flokksleiðtoginn. Versti klofningur frá 1905? Uppreisn Clarkes og Heseltines er sögð versta kreppa, sem Hague hefur lent í frá því hann tók við leiðtogaembætti íhaldsflokksins. Robert Blake lávarður, höfundur sögu íhaldsflokksins, skrifar í The Daily Mail í gær að deilur íhalds- manna um Evrópumálin væru nú komnar á mjög alvarlegt stig. Blake rifjar upp að innbyrðis deilur í Ihaldsflokknum um verzlunar- stefnu hafi valdið klofningi og nið- urlægingu í kosningum bæði 1846 og 1905. „Nú vofir enn einn klofn- ingurinn yfir, að þessu sinni vegna Evrópu. Og enn einu sinni eru deil- urnar svo miklar og svo fast hald- ið í grundvallarskoðanir, að flokkurinn kann ekki að eiga aðra kosti en mikinn klofning," skrifar Blake. Ráðstefna EFTA með Mið- og Austur-Evrópuríkjum í Bern Miðjarðarhafssvæðið í brennidepli Bern. Morgunblaðið. SVISSNESKIR þingmenn buðu samstarfsmönnum sínum í þing- mannanefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, til tveggja daga ráðstefnu í Bern nú í vikunni, en 20 ár eru liðin síðan nefndin hélt sinn fyrsta formlega fund í Genf 1977. Þingmönnum frá 20 Mið- og Austur-Evrópuríkjum og Miðjarðar- hafslöndum, sem hafa gert fríversl- unarsamning eða skrifað undir sam- starfsyfírlýsingu við EFTA, var einnig boðið á ráðstefnuna. Kjartan Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri EFTA, benti á í ræðu sinni að tilgangur EFTA hefði breyst mikið síðan samtökin voru stofnuð 1960. Þá stefndu þau fyrst og fremst að því að auka fríverslun milli aðildarríkjanna sjálfra en nú felst starf samtak- anna í því að stuðla að fríverslun EFTA-ríkjanna við önnur ríki og ríkjasambönd, eins og til dæmis Evrópusambandið, með gerð samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið, EES. Fríverslunarsamningar EFTA við ríki í Mið- og Austurevrópu hafa auðveldað EFTA-ríkjum við- skipti við þessi lönd. Þættir sem þegar hefur verið samið um, eins og til dæmis viðskipti með fisk, munu ekki breytast þegar sum þessara ríkja ganga í Évrópusam- bandið, ESB, og eru því mikilvæg- ir fyrir EFTA-ríkin. Marokkó, sem telst til Miðjarðar- hafssvæðisins, hefur gert fríversl- unarsamning við EFTA. í honum eru ákvæði um fijálsa fiskverslun. Marokkó hefur ekki náð samkomu- lagi við ESB um fiskverslun enn sem komið er þar sem ESB tengir hana ákvæðum um fiskveiðar sem Marokkó er ekki tilbúið að sam- þykkja. Ráðstefnan fjallaði um efna- hagslegan samruna og viðskipti á Miðjarðarhafssvæðinu og horfur á auknu viðskiptafrelsi í landbúnaði. Þorvaldur Gylfason, prófessor, flutti erindi um hið síðarnefnda en Robert Raymond, framkvæmda- stjóri Evrópsku myntstofnunarinn- ar, fjallaði um áhrif evrópsku mynt- arinnar á lönd sem eru ekki aðilar að henni, Cees Witterbrood og Xavier Prats Monné, starfsmenn ESB, íjölluðu um stækkun ESB í Evrópu og fyrirhugað efnahags- svæði Evrópu og Miðjarðarhafs- landanna 2010. i ) )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.