Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEXTIR OG SAM- KEPPNIS ST AÐ A VEXTIR af óverðtryggðum rekstrar- og fjárfestingar- lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru umtals- vert hærri hér á landi en í nágranna- og samkeppnisríkj- um. Vaxtamunur er í flestum tilfellum tvö til þrjú prósentu- stig. Hann er þó meiri í stöku tilfellum. Vextir af rekstrar- lánum voru, svo dæmi sé tekið, um 11% hér á landi en 5,2-5,4% í Finnlandi og 3,2% í Japan. Þetta er niðurstaða úttektar Seðlabanka íslands á vöxtum af lánsfé til fyrir- tækja hér og í átta öðrum löndum, sem unnin var fyrir viðskiptaráðherra. í harðnandi samkeppni íslenzkra atvinnuvega og fyrir- tækja við umheiminn skiptir meginmáli að keppt sé á jafn- réttisgrundvelli; að íslenzk fyrirtæki búi ekki við verra rekstrarumhverfi en býðst í samkeppnisríkjum. Peningar (eigið fé og lánsfjármagn) eru eitt mikilvægasta „vinnu- tæki“ atvinnulífs og fyrirtækja. Það gefur því auga leið að vaxtamunur af því tagi, sem úttekt Seðlabankans leiðir í ljós, skekkir íslenzka samkeppnisstöðu verulega. Það er ekki hægt að una við slíkt til frambúðar. Það er allra hagur að íslenzkur atvinnurekstur og ís- lenzk fyrirtæki geti keppt við umheiminn á jafnréttis- grundvelli. Atvinnulífið skapar þau verðmæti, sem ein- staklingarnir sækja lífskjör sín tii. Sem og þá skatt- stofna, er samfélagið, ríkið og sveitarfélögin, nærast á. Samkeppnisstaða þess skiptir okkur öll miklu máli. Ástæður hárra vaxta á litlum lánsfjármarkaði okkar eru ýmsar. Ein þeirra er langtíma hallarekstur rikis og sveitarfélaga með tilheyrandi lánsQáreftirspurn og skulda- söfnun. Nú horfir hins vegar til betri vegar í þeim efnum. Stefnt er að hallalausum ríkisbúskap á næsta ári. Ríkis- sjóðsskuldir hafa verið greiddar niður síðustu misserin. Þessi veruleiki ætti að auðvelda vaxtalækkun hér á landi í næstu framtíð, með og ásamt hugsanlegri samkeppni af hálfu erlendra lánveitenda. UPPSÖGN LOÐNU- SAMNINGSINS RÍKISSTJÓRNIN sagði í gær upp samningi íslands við Grænland og Noreg um veiðar úr loðnustofninum, sem gengið hefur um lögsögu landanna þriggja. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur meðal annars nefnt ögranir nýrrar norskrar ríkisstjórnar sem ástæðu uppsagn- arinnar. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að betra væri að láta það ógert að segja upp samningn- um. Sú skoðun blaðsins hefur ekki breytzt. Enn eru fleiri rök á móti uppsögn samningsins en með henni. Yfirlýsingar hins nýja sjávarútvegsráðherra Noregs, Peters Angelsen, um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi, hafa vissulega verið einkar óskynsamlegar og sízt til þess fallnar að leysa Smugudeiluna. En upp- sögn loðnusamningsins stuðlar ekki heldur að lausn. Hún fjölgar aðeins óleystum vandamálum í samskiptum okkar við Norðmenn. Islenzk stjórnvöld eiga að halda fram málstað sínum í Smugudeilunni með þjóðréttarlegum rök- um, en ekki reyna að skapa þrýsting á Norðmenn með því að segja upp samningi, sem í öllum grundvallaratriðum er íslandi hagstæður. Staða norskra stjórnvalda til að semja hefur heldur ekki orðið auðveldari eftir að fiskifræðingar lýstu því yfir að skera þyrfti niður þorskkvótann í Barentshafi um þriðj- ung á næsta ári. Það má segja að það dragi úr þeim neikvæðu áhrifum, sem uppsögn loðnusamningsins veldur, að Grænland hugð- ist hvort sem var segja upp samningnum og nýjar samn- ingaviðræður hefðu því reynzt nauðsynlegar burtséð frá afstöðu íslands. Fyrir þremur árum voru uppi hugmyndir um að reyna að leysa Smugudeiluna í samhengi við önnur óleyst mál í samskiptum íslands og Noregs. Nú hafa þessi ríki átt þátt í að semja um veiðar á síld, karfa og rækju á úthaf- inu. Smugudeilan hefur aldrei verið látin standa i vegi fyrir þeim samningum, þótt þeir hafi heldur ekki stuðlað að lausn hennar. Þegar til lengri tíma er litið er það okk- ar hagur að friður haldist um fiskveiðar á Norðurhöfum. Ef ókleift reynist að ná samningum við Norðmenn yfir- leitt verður það að vera öllum ljóst, hver sökina ber. VILJA ENDURSKOÐUN Á LAUNAKERFISJÓMANNA Morgunblaðið/Ásdís MIKILL samhugur ríkti á aðalfundi LÍÚ og voru flestar tillögur, sem lagðar voru fyrir fundinn, samþykktar. skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vita fyrir víst hvernig veiðum okkar verður stjórnað á næstu árum.“ Meðal ályktana fundarins má nefna mótmæli gegn auðlindaskatti, tillögu um að leggja Þróunarsjóð niður, mótmæli gegn núverandi eftir- litskerfi á Flæmska hattinum og að skerðing vegna útflutn- ings á óunnum fiski verði af- numin. Fundurinn hafnaði allri þátttöku í starfsemi svokallaðs sjávarnytjaráðs (Marine Stew- ardship Council) og mótmælir áformum um álagningu C02 skatts á eldsneyti. Fundurinn vill að hvalveiðar hefjist á næsta ári og fagnar uppsögn loðnusamningsins við Noreg og Grænland og vill að gefin verði út aflahlutdeild við veið- ar íslenzkra skipa úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Þá samþykkti fundurinn að skipaðir yrðu tveir starfshóp- ar, annar á sviði umhverfis- mála og hinn á sviði mennta, vísinda og rannsókna. Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður sam- takanna með lófataki. Einn nýr maður kom inn í stjórnina, Þorsteinn Már Baldvinsson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, en hann leysir Magnús Magnússon, forvera sinn í formennskunni, af hólmi. AÐALFUNDUR LÍÚ telur nauðsynlegt að heildarendurskoðun fari fram á launakerfi sjómanna. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi sam- takanna í gær. Aðalfundurinn telur einnig óframkvæmanlegt að allur fiskur fari um uppboðs- markaði eins og sjómenn hafa farið fram á. Á fundin- um var í fyrsta sinn í sögu samtakanna samþykkt stefnuyfirlýsing, þar sem mörkuð er framtíðarstefna samtakanna í helztu hags- munamálum þess. „Mér finnst þetta vera ný aðkoma á aðalfundi LÍÚ að okkar meginmálum," sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LIÚ, í samtali við Morgun- blaðið í lok fundarins. „Hér er kveðið skýrt á um afstöðu til einstakra mikilvægra mála, er sjávarútveginn varða. Við höfum þar með varðað veginn til framtíðar. Við ætlum þar með að reyna að halda okkur við þá megin- stefnu, sem lögð er upp með þessari samþykkt. Mér finnst einkar ánægjulegt hve mikla athygli stefnuyfirlýsingin fékk, bæði góða umfjöllun í nefnd og var síðan samþykkt ágreinings- laust með öllu. Það eru því tímamót hvernig við nálgumst viðfangsefni okkar að þessu leyti og ég fagna því. Þessi fundur hefur verið einstaklega vel sóttur pólitisk. Hann er greinilega búinn að og mikil eindrægni hefur ríkt meðal gera upp við sig hver afstaða hans og manna. Ræða sjávarútvegsráðherra féll hans flokks er. Því er enginn efi um í mjög góðan farveg, þó hún væri mjög sjávarútvegsstefnuna til framtíðar. Það AÐALFUNDUR LANDSSAMBANDS ÍSLENZKRA ÚTVEGSMANNA Yfirlýsing Landssambands íslenskra útvegsmanna um framtíðarstefnu samtakanna Styðj a vísindi og rannsóknir í þágu íslensks sj ávarútvegs LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna hefur nú mótað framtíðarstefnu sína í helztu hagsmunamálum samtakanna. Aðalfundur LÍÚ sam- þykkti í gær stefnuyfírlýsingu sam- takanna. þar er mótuð stefna í um- hverfismálum og fiskveiðistjórnun svo dæmi séu tekin. Yfirlýsing fer í heild hér á eftir: „Með lífshagsmuni og sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar að leiðarljósi, í fullri vissu um að hagsmunir sjávar- útvegs og framtíðarhagsmunir lands- manna allra fari saman um ókomin ár, og sannfærðir um nauðsyn þess að góð sátt ríki um sóknarfærin í íslenskum útvegi og þjóðarbúskap, samþykkja íslenskir útvegsmenn yf- irlýsingu um útvegsstefnu við upphaf nýrrar aldar. Framfarir Alla þá öld sem nú er senn á enda hefur sjávarútvegur verið undirstaða framfara og velferðarþróunar á ís- landi. Það er sjávarútvegurinn sem fyrst og fremst hefur fært lands- mönnum vaxandi tekjur og lífskjör sem jafnast á við það besta í ná- grannalöndunum. Þó að æskilegt sé að efnahagur landsmanna byggist á mörgum atvinnugreinum er ljóst að sjávarútvegurinn verður næstu ára- tugi burðarás í atvinnu- og efnahags- lífi íslendinga. Þekking Kunnátta, upplýsingar og þekking á lífríki sjávar, veiðum, vinnslu og mark- aðssetningu sjávarafurða skipta sköpum fyrir af- komu íslensks sjávarút- vegs og fyrir lífskjör í Iandinu. í harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum sjávarafurða skapast mörg sóknarfæri á sviðum skyldra greina í iðnaði og þjónustu. Öflugur sjávarútvegur hefur staðið undir margháttaðri nýsköpun í íslenskum iðnaði, sem hefur verið að skila sér í stórauknum útflutningstekjum hans. íslenskir útvegsmenn líta á það sem hlutverk sitt að efla, styrkja og styðja vísindi og rannsóknir í þágu íslensks sjávarútvegs. Arðsemi Hlutverk útvegsmanna er að vera í fararbroddi fyrir ábyrgri, hag- kvæmri og sjálfbærri nýtingu auð- linda sjávar. Ókkur ber að skila góðri arðsemi í rekstri, stuðla að sem mestri verðmætasköpun og tryggja íslensku þjóðarbúi sem mestan arð. Réttindi og skyldur Með því að eiga frumkvæði og taka þá áhættu sem er samfara því að stofna til atvinnurekstrar í sjávar- útvegi hafa útvegsmenn aflað sér mikilvægra atvinnuréttinda. Þennan sögulega rétt okkar ætlum við að standa vörð um en jafn- framt rækja þær margvís- legu skyldur sem hann leggur á herðar okkur. Umhverfismarkmið Stefna íslenskra útvegs- manna er að byggja á sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar en megin- stoðir hennar eru þtjár; árangursríkt stjórnkerfi, öflugar rannsóknir og stöðug þróun vísinda. Það er skylda íslenskra útvegsmanna að vemda og vetja vistkerfi sjávar og gera ekkert sem spillt getur þeirri ímynd að ís- lenskur sjávarútvegur sé ábyrgur og vistrænn og að afurðir hans séu hreinar og ómengaðar. Við höfum sett okkur þau umhverfismarkmið að skila auðlindum sjávar í jafngóðu eða betra ástandi til komandi kyn- slóða. íslenskir útvegsmenn ætla ekki að liggja á liði sínu við eflingu allra þátta sjálfbærs sjávarútvegs á íslandi. Til þess að markmiðin náist ætla útgerðir landsins að taka upp umhverfisstjórnun og móta sér um- hverfisstefnu. Jafnræði Það er skylda okkar að skila þjóð- arbúinu eðlilegum arði af þeim verð- mætum sem skapast við að nýta auðlindir sjávar. íslenskir útvegs- menn krefjast engra sérréttinda en ætlast til þess að fá að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar. Óeðli- legt er að setja sérstakar álögur á sjávarútveg og íþyngja honum með sérstökum skatti sem gerir greininni erfitt fyrir í alþjóðlegri samkeppni sem nýtur oft ríkisstyrkja og kemur illa niður á dreifbýli landsins þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru uppistaðan í atvinnulífinu. Umheimurinn íslenskur sjávarútvegur er alþjóð- legur. Þarfir markaða og neytenda munu stjórna veiðum og vinnslu hér á landi og aðlögun að nýjum mark- aðsaðstæðum verður eitt helsta við- fangsefni greinarinnar. Markaðs- svæði íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja er heimurinn allur og starfs- umhverfi þeirra er því alþjóðlegt. Hröð aðlögun að nýjum kröfum markaða getur verið sársaukafull og kallað á breytingar á atvinnuháttum. Mikilvægt er því að íslendingar séu vel vitandi um þróun á mörkuðum og markaðsaðstæður sem snerta ís- lenskan sjávarútveg. íslenskir út- vegsmenn munu styðja stjórnvöld með ráðum og dáð við gerð alþjóða- samninga á sviði efnahags- og um- hverfismála sem þjóna hagsmunum útgerðarinnar og þjóðarinnar allrar. Fiskveiðistjórnun íslenskir útvegsmenn telja að nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfí, þ.e. kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum, skili árangri, komi í veg fyrir ofveiði og stuðli að hagkvæmri nýtingu auðlinda. Við teljum að heimild til framsals afla- heimilda sé forsenda hag- kvæmni í rekstri íslenskra sj ávarútvegsfyrirtækj a. Utvegsmenn telja hins vegar eðli- legt, miðað við núverandi kvótakerfi, að ekkert fyrirtæki ráði yfir meira en 10% heildarkvótans. Hlutafjárvæðing íslenskir útvegsmenn telja mikil- vægt að fyrirtæki í sjávarútvegi fái tækifæri til þess að byggja upp sterka eiginfjárstöðu til þess að hægt sé að fjárfesta í nýsköpun og hag- kvæmustu veiði- og vinnslutækjum á hverjum tíma. Aukin þátttaka al- mennings, lífseyrissjóða og almennra fjárfesta í sjávarútveginum hefur styrkt greinina. Það er því mikilvægt að sjávarútvegurinn búi við stöðug- leika í rekstrarumhverfinu. Mikil þörf er á fjármagni í margar greinar sjáv- arútvegsins m.a. í sameiginleg þró- unarverkefni heima og erlendis. Byggðaþróun Sjávarútvegurinn er undirstaða atvinnulífs á landsbyggðinni. Útgerð, fiskvinnsla og skyld atvinnustarfsemi verður í fyrirsjáanlegri framtíð uppi- staðan í atvinnulífi flestra byggðar- laga allt í kringum Iandið. Því má þó ekki gleyma að byggðarlög þurfa að eflast fyrir eigin styrk og þróast á grundvelli sérstöðu sinnar. Vísindi íslenskir útvegsmenn eru í farar- broddi íslensks sjávarútvegs og stuðla að margþættum rannsóknum, menntun og fræðslu á sviði hans. Sérmenntuðu fólki á ólíkum sviðum sjávarútvegs fjölgar. Hafrannsóknir eru nauðsynlegar til að afla sem gleggstra upplýsinga um lífið í sjón- um en nú þegar hafa íslenskir útvegs- menn samþykkt að kosta smíði haf- rannsóknaskips. Það er hlutverk ís- lensks sjávarútvegs að styrkja haf- rannsóknir og þróun vísinda á sviði sjávarlíffræði og hafrann- sókna. Kynningarstarfsemi Mikilvægt er að íslend- ingar sjálfir hafí réttar upplýsingar um íslenskan sjávarútveg og hafi glögga mynd af viðfangsefnum hans, möguleikum og þýðingu. íslenskir útvegsmenn telja það miklu varða að markviss kynning á farsælli stjórnun fiskveiða hér við land og þeim vönduðu framleiðsluað- ferðum sem hér eru stundaðar fari fram meðal erlendra viðskiptavina og almennings í helstu markaðslönd- um.“ Markviss kynning á far sælli stjórn fiskveiða Erum I farar- broddi í ís- lenskum sjáv- arútvegi Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræöingur LÍÚ Morgunblaðið/Ásdís í ÞUNGUM þönkum. Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður í Reykjanesbæ og Ævar Guðmundsson, útgerðarmaður og útflytjandi í Reykjavík. Horfur á verri afkomu útgerðar á þessu ári FLEST bendir til, að afkoma útgerðarinnar á þessu ári verði verri en á því síðasta en hagnaður fiskiskipaflot- ans í heild er nú áætlaður 2,8%. Kom þetta fram í ræðu Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, á aðalfundi sambandsins í gær. Sagði hann, að það, sem einkenndi stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir, væri ólíkt gengi einstakra greina, góður afrakstur af veiðum og vinnslu uppsjávarfiska en erfiðleikar í botn- fiskveiðum og vinnslu. Nú stefnir í, að heildaraflinn á þessu ári fari yfir 2,1 milljón tonna og munar þar langmest um loðnuna, 1.250 þús. tonn, auk 312 þús. tonna af síld. Er því spáð, að botnfiskafli verði 502 þús. tonn og rækjuaflinn 78 þús. tonn. Hins vegar er gert ráð fyrir, að aflaverðmæti á föstu verði minnki um 0,7%. Áætlað er, að þorskafli aukist um 7,8% en að annar botnfiskafli minnki um 4,1%. Sagði Sveinn Hjörtur, að þar munaði mest um minni rækjuafla á Flæmingjagrunni, úr 22.000 tonn- um í 6.000 tonn, auk þess sem veið- arnar í Barentshafi hefðu gengið illa. Ekki hefur tekist að veiða upp í út- hafskarfakvótann á þessu ári og grá- lúðu- og ufsakvótinn hefur verið skor- inn töluvert niður. Heildartekjur sjávarútvegsins eru áætlaðar 92,4 milljarðar kr. á þessu ári en voru 92 milljarðar á síðasta ári. Tekjur útgerðarinnar eru taldar aukast um 300 milljónir kr., fara úr 61,6 millj- örðum í 61,9, en útgjöldin munu auk- ast meira eða um 900 milljónir, úr 49,5 milljörðum í 50,4. Framlegð út- gerðar lækkar frá fyrra ári, fer úr 19,70% í 18,40%, og hagnaður lækkar úr 2,8 milljörðum kr. í 1,946 milljarða. Að því er fram kom í ræðu Sveins Hjartar er 4% tap á rekstri ísfisktog- ara en 1,5% tap á frystitogurum. Er- skýringin á lélegri afkomu þeirra síð- arnefndu meðal ekki síst lítill afli í Barentshafí og á Flæmingjagrunni og samdráttur í úthafskarfaafla. Báta- flotinn að undanskildum loðnubátum er nú rekinn með 3% hagnaði og sagði Sveinn Hjörtur, að 20% aukning þorskkvótans gæfi bátamönnum vonir um góða vetrarvertíð. Hvað þolir vinnslan? Sveinn Hjörtur gerði fiskverðið að umtalsefni og sagði, að í botnfisk- vinnslunni væri hátt hráefnisverð tal- inn helsti vandinn en á sama tíma kvartaði forysta sjómanna hástöfum og segði lágt verð vera mesta kjara- vanda þeirra. Sagði hann, að hætt væri við, að þá myndi mönnum fyrst bregða verulega í brún þegar vinnslan gæti ekki lengur keypt þann afla, sem að landi bærist. Svo hart væri hægt að ganga að henni. Aætlað er, að nú sé 11,5% hagnað- ur af veiðum og vinnslu rækju en í þessari grein hafa verið miklar verð- sveiflur, sem mörg fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum með að mæta. Ljóst væri, að mikil rækjuveiði hefði bætt mörgum upp minni þorsk en með stækkandi þorskstofni mætti búast við; að rækjustofninn minnkaði. I loðnuveiðum og vinnslu ríkir mik- il bjartsýni enda fremur óvenjulegt, að saman fari mikill afli og hækkandi verð á afurðum. Er áætlað, að hagn- aður greinarinnar verði 32,5% á þessu ^ ári og hreinn hagnaður loðnubáta allt að 19,2% af tekjum. Þá er staðan einn- ig góð í síldinni þótt vertíðin hafi raun- ar farið óvenjurólega af stað. Jákvæð og neikvæð áhrif fjölmiðlaumfjöllunar Sveinn Hjörtur sagði, að umfjöllun fjölmiðla um sjávarútveginn hefði aukist mjög og endurspeglaði aukna tiltrú á fjárfestingu í greininni og vaxandi skilning á nauðsyn þess, að hún skilaði hagnaði. Á hinn bóginn leiddi hún til þess í góðu árferði, að kröfur um aukna hlutdeild í arðinum yrðu háværari og oft og tíðum ósann- gjarnar, hvort heldur væru launa- kröfur, auðlindaskattur eða vonir hins opinbera um meiri álögur, s.s hærra tryggingagjald, þróunarsjóðsgjald o.fl. Umfjöllunin hefði því bæði já- kvæðar og neikvæðar hliðar og því mikilvægt fyrir sjávarútveginn að nýta sér hana til að auka skilning og viðgang greinarinnar. * Utvegsmenn heiðra Jakob Jakobsson LANDSSAMBAND íslenzkra útvegs- manna heiðraði Jakob Jakobsson, for- stjóra hafrannsóknastofnunar og pró- fessor í fískifræði, sérstaklega á aðal- fundi samtakanna. Var Jakobi fært að gjöf listaverk eftir Jón Snorra um leið og honum voru þökkuð góð störf í þágu lands og þjóðar. Jafnframt hefur LÍÚ að bjóða styrk til líffræð- ings sem lokið hefur grunnprófi í líf- fræði frá Háskóla íslands og hyggur á framhaldsnám erlendis í fiskifræði, sjávarlíffræði eða sjávarvistfræði. Styrkurinn verður veittur árlega í nokkur ár og verður 500.000 krónur til nemanda á fyrsta ári. Það var Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sem ávarpaði Jakob og færði honum gjöfina. Við það tæki- færi sagði hann: „Jakob Jakobsson hefur um langt árabil barizt fyrir skynsamlegri og ábyrgri nýtingu fiskistofna á íslandsmið- um. Málflutningur Jak- obs hefur ávallt byggzt á yfirburða þekkingu hans á fiskifræði og nýtur hann mikillar virðingar sem leiðtogi meðal vís- indamanna. Þannig hefur hann verið forseti Al- þjóðahafrannsóknaráðs- ins, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar til margra ára og nú einnig prófessor í fiskifræði við Háskóla íslands. ' Útvegsmenn hafa ekki alltaf verið Jakobi sam- mála, en þó höfum við ávallt borið mikla virð- ingu fyrir málflutningi hans. Jakob aflaði sér mikils trausts meðal útvegs- manna og skipstjóra, þegar hann stjórnaði síldarleit á sjötta og sjöunda áratugnum af miklum skörungsskap. Undanfarna áratugi hefur mikið reynt á Jakob i starfi. Mér er sérstak- lega minnisstæð framganga hans er landhelgin var færð út í 50 sjómílur og síðar í 200 sjómílur og sá sannfær- ingarkraftur, sem hann bjó yfir í sam- tölum sínum við erlenda aðiía. Jakob hefur ávallt hvatt til hóflegrar nýt- ingar þorskstofnsins og þá sérstaklega til hóf- legrar nýtingar stóru þorskárganganna frá 1983 og 1984 þannig að, byggja mætti upp hrygningarstofninn. En ráðum hans var ekki fylgt sem skyldi. í kjöl- farið fylgdi mikill sam- dráttur í stærð þorsk- stofnsins. Jakob var þá fremstur í flokki þeirra sem vildu að veiðar yrðu takmarkaðar og stofn- inn endurreistur og hvik aði hvergi frá þeirri skoðun, sem hann byggði á vísindum sínum, þrátt fyrir mikla og neikvæða gagnrýni úr ýmsum áttum í þjóðfélag- inu. í þetta skiptið hafði Jakob betur. Ráðum hans var hlítt. Og nú deilir enginn um árangurinn. Allir sjá að Jakob hafði rétt fyrir sér. íslenzkir útvegsmenn vilja heiðra Jakob fyrir staðfestu hans þegar á móti blés. Framlag hans i þessu efni er og verð- ur landi og þjóð að ómældu gagni,“ sagði Kristján Ragnarsson. Jakob Jakobsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.