Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ „Síðasta tækifæri“ Israela HERNAÐARARMUR Hamas- samtakanna lýsti því yfir í gær að ísraelar hefðu fengið „síðasta tækifærið" til að verða við kröf- um þeirra, ellegar myndu sam- tökin grípa til „risaaðgerðarí* gegn Israelum. Krefst Hamas þess að ísraelar láti af aðgerðum gegn félögum í Hamas. Samþykkja bann við efna- vopnum DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær al- þjóðlegan samning um bann við þróun, framleiðslu og notkun efnavopna. Skuldbindur samn- ingurinn Rússa til að eyða öllum efnavopnum sínum fyrir árið 2007. Dúman hafði áður neitað því að veita samningnum braut- argengi en féllst á þau rök að vopnin stofnuðu þjóðaröryggi fremur í hættu en að þau tryggðu það. Réttað yfir Papon RÉTTARHÖLDUM yfír Maur- ice Papon var haldið áfram í gær en hann er ákærður fyrir að hafa látið handtaka um 1.500 gyðinga er hann starfaði fyrir Vichy-leppstjórn nasista í Frakklandi í heimsstyijöldinni síðari. Papon, sem er á níræðis- aldri, er afar heilsuveill og hafði réttarhöldunum verið frestað um viku vegna þess. Greiða ekki skaðabætur ÞÝSKA stjómin iýsti því yfir i gær að dómur sem felldur var í Grikklandi um að þýskum yfir- völdum bæri að greiða sem svar- ar til 2,2 milljarða ísl. kr. í skaðabætur fyrir fjöldamorð nasista á ibúum þorpsins Dis- tomo í heimsstyijöldinni síðari, bryti í bága við alþjóðalög. Hyggjast Þjóðveijar ekki greiða bæturnar. Byltingin lifir enn NEÐRI deild rússneska þings- ins, dúman, samþykkti í gær ályktun þar sem segir að hug- sjónir byltingar bolsjevíka iifi enn í hjörtum milljóna Rússa. Kommúnistar og aðrir flokkar í stjórnarandstöðu eru í meiri- hluta I dúmunni. í ályktuninni er Rússum ennfremur óskað innilega til hamningju með 80 ára afmæli byltingarinnar sem er 7. nóvember. Nixon sagði ósatt RICHARD Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var far- inn að íhuga að losa sig við upptökur sem gerðar voru í skrifstofu hans í Hvíta húsinu, áður en aðstoðarmaður hans sagði frá tilvist þeirra við yfir- heyrslur en ekki eftir, eins og hann fullyrti í sjálfsævísögu sinni. Þetta kom i ljós er banda- ríska þjóðskjalasafnið aflétti leynd af um 200 klukkustunda upptökum úr Hvíta húsinu. Verjendur Louise Woodward „steini lostnir“ er hún var fundin sek Reuters LÖGREGLUKONA fylgdi Louise Woodward út úr réttarsalnum eftir að úrskurður kviðdómsins var tilkynntur í fyrrakvöld. DEBORAH og Sunnil Eappen, foreldrar drengsins sem Louise Woodward var fundin sek um að hafa banað. BRESKA barnfóstran Louise Woodward var í fyrrinótt fundin sek um að hafa myrt Matthew Eappen, átta mánaða gamlan dreng sem hún gætti í Cambridge í Massachusetts- ríki. Síðdegis í gær var Woodward dæmd í lífstíðarfangelsi, og á ekki kost á náðun fyrr en eftir 15 ár. Áður en dómur var kveðinn upp síðdegis í gær ávörpuðu foreldrar Matthews réttinn. Faðir hans kvaðst sannfærður um að úrskurður kviðdómsins væri réttlátur. Wood- ward ávarpaði réttinn stuttlega og hélt fram sakleysi sínu, líkt og hún hefur ætíð gert. Veijendur hennar sögðu í gær að þeir myndu áfrýja úrskurði kviðdómsins. „Ég gerði það ekki. Ég gerði það ekki,“ hrópaði Woodward og brast í grát er hún heyrði úrskurð kvið- dómsins, sem tilkynntur var skömmu fyrir klukkan þrjú í fyrri- nótt að íslenskum tíma. Kviðdómur- inn var skipaður níu konum og þrem körlum og hafði íhugað málsatvik í 26 klukkustundir áður en hann komst að niðurstöðu. Foreldrar Woodward, Susan og Gary, voru viðstaddir er úrskurður- inn var tilkynntur, og virtust sem steini lostnir. Réttarhaldið hafði staðið í þijár vikur. Sérfræðinga greindi á Saksóknari hafði haldið því fram, og stutt mál sitt með framburði sérfræðinga, að Woodward hafi verið yfirkomin af reiði 4. febrúar sl. er hún hafi fyrst hrist drenginn og síðan slegið höfði hans við harð- an flöt. Drengurinn lést á sjúkra- húsi fimm dögum síðar. Sérfræðingar á vegum veijenda fullyrtu hins vegar við réttarhaldið að drengurinn hefði að líkindum hlotið meiðslin, er drógu hann til dauða, um hálfum mánuði fyrr en saksóknari hélt fram. „Við erum steini lostin yfir þess- um úrskurði,“ sagði Barry Scheck, einn veijenda Woodward, á frétta- mannafundi í fyrrakvöld. „Við telj- um að vísindaleg gögn, sem lögð voru fram, hafi sýnt fram á að Matthew Eappen var ekki hristur, ekki sleginn 4. febrúar," sagði Scheck. Annar veijenda Woodward, Harvey Silverglate, sagði að henni hefðu gefist mörg tækifæri til dóm- sáttar, en ekki viljað taka þeim kosti. Hún hefði verið viss um að sakleysi hennar blasti við og að hún myndi geta gert kviðdómnum grein fyrir því. Veijendur Woodward voru vissir um að framburður sérfræðinganna um meiðsl drengsins hefði sannfært kviðdóminn og að höfðu samráði við veijendurna valdi Woodward að verða dæmd á grundvelli ákæru um morð. Kviðdómur átti því um þijá kosti að velja, finna hana seka um morð að yfirlögðu ráði, morð af ásetningi eða sýkna hana. „Brotthlaupskviðdómur" Alan Dershowitz, lagaprófessor við Harvardháskóla, sagði að úr- skurðurinn væri dæmi um það sem nefnist „brotthlaupskviðdómur", það er, þegar kviðdómendur færu að velta því fyrir sér hvað kunni að hafa gerst, í stað þess að huga einungis að þeim staðreyndum málsins sem fyrir lægju. „Bandariska réttarkerfið lítur ekki mjög vel út í augum umheims- ins núna,“ sagði Dershowitz við sjónvarpsstöðina CNN. Woodward er frá bænum Elton, sem er skammt vestur af London. Hún er 19 ára. Fjöldi bæjarbúa var saman kominn á veitingastað klukkan þijú í fyrrinótt er úrskurð- urinn var tilkynntur. „Hún er ófær um grimmdarverk sem þetta,“ sagði Hazel Mayamba-Kasongo, íbúi i Elton, í viðtali við CNN. „Þetta er rangur úrskurður. Við höfum einbeitt okkur að því síðan í febrúar að hjálpa fjölskyldunni, en það er fyrst núna sem vinnan hefst, vegna þess að þessi stúlka á ekki skilið að [fara í] fangelsi." „Réttarhöldum er ekki sjónvarp- að beint í Bretlandi, og því er þetta í fyrsta sinn sem við höfum séð réttarhöld sem þessi, þar sem Breti á hlut að máli,“ sagði dálkahöfund- ur The Independent í gær. „í dag er fólk vantrúað og fullt reiði yfir því að þetta hafi gerst. Ég held að flestir hér hafi talið víst að úrskurð- að yrði um sýknu, og finnist að bandarískt réttarkerfi hljóti að vera alvarlega gallað.“ Bretar fylgdust vandlega með Vandlega var fylgst með réttar- höldunum í Bretlandi, en þeim var sjónvarpað beint. Lögfræðingurinn Ron Thwaites sagði að þótt þarna hefði augljóslega eitthvað farið úr- skeiðis væri varla hægt að fordæma bandaríska réttarkerfið. Úrskurður í dómsmálum er lagður i kviðdóm í Bretlandi eins og í Bandaríkjunum. Scheck sagði í gær að þessum „bardaga“ væri ekki lokið. Þess yrði farið á leit við dómarann i málinu að hann ómerkti úrskurð kviðdómsins, en ef dómarinn yrði ekki við því yrði málinu áfrýjað. Foreldrar drengsins, sem lést í febrúar, voru ekki viðstaddir er úrskurður kviðdómsins var til- kynntur. Saksóknari í málinu, Ger- ard Leone, kvaðst ánægður og sátt- ur við úrskurðinn. Samstarfsmaður hans, Thomas Reilly, sagði sigurinn þó ljúfsáran, því engu hefði skipt hver úrskurðurinn hefði orðið, hann hefði ekki vakið Matthew Eappen til lífsins. Barnfóstran dæmd í lífstíð- ar fangelsi Cambridge í Bandaríkjunum. Reuters. Ný stjórn tekur við völdum í Póllandi Þarf að uppræta efnahags- legar „tímasprengjur“ Varsjá. Reuter. SAMSTEYPUSTJÓRN mið- og hægriflokka, Kosningabandalags Samstöðu (AWS) og Frelsissam- bandsins (UW), sór í gær emb- ættiseiða frammi fyrir Aleksander Kwasniewski forseta Póllands. Hennar biður það hlutskipti að leiða þjóðina inn í Evrópusam- bandið (ESB) og Atlantshafsbandalagið (NÁTO). Jerzy Buzek forsætisráðherra sagði að takmark stjórnarinnar með aðild Póllands að NATO væri að með því yrði öryggi landsins tryggt. „Ennfremur bíður okkar að undirbúa landið og þjóðina undir inngöngu í Evrópusambandið," sagði Buzek. Hefja Pólveijar samninga um ESB- aðild snemma á næsta ári og vonast til að aðild verði orðin að veruleika í upphafi næstu aldar. Til þess að svo megi verða þarf stjórnin á skömmum tíma að glíma við nokkrar „tímasprengjurí'; hún þarf að umbylta og einkavæða óhag- kvæman og ríkisrekinn þungaiðnað, nútímavæða úreltan landbúnað stokka upp óskilvirkt eftirlaunakerfi og snúa ofan af skuldum vöfnu og fjársveltu heilbrigðiskerfi. Völdin aftur til þjóðarinnar Nýju stjörnarinnar, hinnar átt- undu frá því Samstaða fékk völdum kommúnista hnekkt árið 1989, bíður erfitt hlutskipti í glímunni við ríkisfj- ármálin. Þrátt fyrir hraðan vöxt efnahagskerfisins hefur viðskipta- halli við útlönd vaxið sem kallar á aðhald í ríkisútgjöldum til að kom- ast hjá miklum greiðsluójöfnuði er sett gæti gjaldmiðil landsins í upp- nám. Buzek, sem er 57 ára efnaverk- fræðingur og einn af frumkvöðlum Samstöðu, óháðu verkalýðsfélag- anna sem knésettu stjórn kommún- ista í Póllandi á síðasta áratug, sagði að umfram allt hefði stjórnin fengið völd til þess að afhenda þjóðinni verulegan hluta þeirra aftur. Hafa stjórnarflokkarnir heitið hraðvirkri einkavæðingu ríkisfyrirtækja og verulegri tilfærslu valda frá ríki til sveitarstjórna. Vilja kanna áhrif geng- isbreytinga Kuala Lumpur SAMTÖK 15 þróunarríkja (G-15) hafa farið þess á leit við Heimsviðskiptastofnunina (WTO) að hún kanni áhrif geng- isbreytinga á millilanda- viðskipti. Samtökin hafa hins vegar ekki tekið opinberlega undir þá kröfu Malasíustjómar að settar verði nýjar reglur um millilandaviðskipti. Efnahags- og viðskiptaráð- herrar landanna komu saman til eins dags fundar í gær og lýstu þá samúð sinni með þeim ríkjum Suðaustur-Asíu sem undanfarið hafa orðið fyrir barðinu á gengisbreytingum. Fulltrúar Malasíu eru sagðir ætla að fara fram á að samtök- in komi sér saman um sett verði saman yfirlýsing um óstöðug- leika á gjaldeyrismörkuðum, á fundi samtakanna í næstu viku. Buzek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.