Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
FÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Grænlendingar
sögðu upp hluta
loðnusamnings
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
200 kg sprengja í trollið
Ólafsvík. Morgunblaðið.
Nýr biskup
vígður í
Hallgríms-
kirkju
SÉRA Karl Sigurbjömsson
verður vígður til embættis bisk-
ups íslands við athöfn í Hall-
grímskirkju sunnudaginn 23.
nóvember. Biskup Islands hef-
ur verið vígður eða settur í
embætti í Dómkirkjunni. Bald-
ur Kristjánsson biskupsritari
segir Ólaf Skúlason biskup hafa
tekið ákvörðun um að vígslan
yrði í Hallgrímskirkju og réði
rými þar mestu.
Baldur Kristjánsson sagði að
Dómkirkjan héldi eftir sem áður
stöðu sinni og væri kirkja bisk-
upsins, þar sem hann og fjöl-
skylda hans ættu stúku. Áhersla
hefði verið lögð á þetta í bréfi
biskups til presta.
Morgunblaðið innti sr. Jakob
Agúst Hjálmarsson, dómkirkju-
prest, álits á því að biskups-
vígsla væri færð úr Dómkirkj-
unni. Hann sagði málið á því
stigi núna að hann teldi ekki
rétt að tjá sig um það.
GRÆNLAND hefur sagt upp
samningi sínum við ísland og Nor-
eg um loðnuveiðar, að því er varðar
gagnkvæman aðgang að lögsögu.
Grænlenzka landstjórnin ákvað
þetta á mánudag og hafði sú
ákvörðun samkvæmt heimildum
blaðsins talsverð áhrif á þá ákvörð-
un ríkisstjórnar Islands að segja
samningnum upp.
Peder M. Pedersen, ráðuneytis-
stjóri grænienzka sjávarútvegsráðu-
neytisins, sagði að tækju ísland og
Noregur ekki til greina að Grænland
segði aðeins upp hluta samningsins,
væri samningnum sagt upp í heild.
Pedersen segir að ástæðan fyrir
því að einungis nokkrum greinum
samningsins er sagt upp, sé að gerð
samningsins hafí tekið langan tíma
og mikla vinnu. Akvæðin um hlut-
fallsskiptingu stofnsins eigi ekki að
taka upp nema ærin ástæða sé til.
„Við köstum þessu ekki á glæ með
einu pennastriki,“ segir hann.
Pedersen segir Grænlendinga hins
vegar ekki sátta við , jafnvægið í skil-
yrðunum fyrir aðgangi að lögsögu".
Grænlendingar hafi jafnvel áhuga á
að gera nýja tvíhliða samninga, ann-
ars vegar við ísland og hins vegar við
Noreg, um aðgang að lögsögu. Græn-
land hafí samið við ísland um aðgang
eina loðnuskipsins í eigu Grænlend-
inga, og hann hafí gefizt vel, þótt ís-
lendingar séu þekktir fyrir að setja
afar ströng skilyrði fyrir veiðum er-
lendra skipa í lögsögu sinni.
Aðspurður hvort Grænland muni
gera kröfu um að skip frá ESB, sem
veiða úr grænlenzka kvótanum, fái
aðgang að íslenzku lögsögunni, segir
Pedersen: „Við sendum á hverju ári
bréf þess efnis. En ég er sannfærð-
ur um að íslenzk stjómvöld munu
líka hafna því á hverju einasta ári.“
RIFSNESIÐ SH 44 kom til hafnar
í gærmorgun með flugvéla-
sprengju sem kom í trollið í
Kolluál um 12 sjómílur vestur af
Snæfellsnesi.
Sprengjusérfræðingar frá
Landhelgisgæslunni komu til að
eyða sprengjunni, sem reyndist
vera um 200 kg á þyngd og inni-
halda sprengikraft sem er á við
250 kg af dýnamíti. Farnar voru
af henni flaugarnar sem stýra
henni og sprengihvellhettan. Far-
ið var með sprengjuna í gjá sem
er í Hóla-hólunum á Snæfellsnesi
til að eyða henni.
Þijár forsprengjur voru í hólkn-
um sem sprengiefnið var í og náðu
sérfræðingarnir þeim úr og
kveiktu síðan í eftúnu. Áletrun var
á ensku á forsprengjunum sem
sagði þær vera frá árinu 1942.
Barn
brenndist
mikið í
baðkari
Ný gjaldskrá Pósts og
síma verði endurskoðuð
Morgunblaðið/Golli
A ANNAÐ þúsund manns mætti á útifund á Ingólfstorgi í gær og mótmælti boðuðum gjaldskrárhækkunum
Pósts og síma hf., auk þess sem undirskriftalistar með mótmælum voru afhentir samgönguráðherra.
Flutt í sjúkraflugi
til Reykjavíkur
TÆPLEGA tveggja ára gamalt
stúlkubarn hlaut fýrsta og annars
stigs bruna við að fara ofan í heitt
baðvatn á Egilsstöðum í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum var stúlkan það mikið
brennd að ákveðið var að senda
hana til Reykjavíkur og var búist
við að hún kæmi þangað með
sjúkraflugi um hálfeittleytið í nótt.
Lögreglan sagði að bamið hefði
prílað í öllum fötum ofan í baðkar,
sem verið var að láta renna í vatn,
og sest niður. Vatnið var fullheitt og
stór hluti líkamans brenndist. Þetta
gerðist um níuleytið í gærkvöldi.
Bamið var fyrst kælt niður og
síðan farið með það á sjúkrahúsið.
Skömmu áður en bamið var flutt til
Reykjavíkur var líðan þess eftir at-
vikum, að sögn lögreglu.
SAMGÖN GURÁÐHE RRA hefur
beint því til Pósts og síma hf. að ný
gjaldskrá fyrir símaþjónustu, sem
jfekur gildi í dag, 1. nóvember, verði
endurskoðuð. Samkvæmt tillögum
ráðherra mun þriggja mínútna stað-
arsímtal hækka um 20,3% í staðinn
fyrir þá 40% hækkun sem fyrirhuguð
var og þriggja mínútna langlínusím-
tal lækka um 49,3% í stað 41%.
Breytingamar eru byggðar á út-
reikningum Pósts og síma hf. og
byggðar á sömu forsendum og áður,
én stjórn Pósts og síma hf. mun
kynna þær forsendur innan skamms.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra skýrði frá þessum breytingum
á blaðamannafundi í ráðuneytinu í
dag að loknum fjölmennum mót-
mælafundi á Ingólfstorgi. Hann
sagði að á fundi sem forsætisráð-
herra boðaði til með samgönguráð-
herra, forstjóra og stjórnarformanni
Pósts og síma fyrr um daginn hefði
verið ákveðið að koma til móts við
þær raddir sem uppi eru í þjóðfélag-
inu og skoða þær athugasemdir sem
hefðu borist.
„Niðurstaðan af þeim fundi var að
samræma gjaldskrána hér innan-
lands þannig að landið verði eitt
gjaldsvæði og standi sú breyting und-
ir sér samkvæmt forsendum og út-
reikningum Pósts og síma hf. Jafn-
framt var tekin sú ákvörðun að 22%
lækkun á millilandasímtölum verði
greidd af fyrirtækinu sjálfu en komi
ekki til hækkunar á innanlandstaxt>
anum. Með þessu teljum við að komið
sé til móts við þær athugasemdir sem
fram hafa komið,“ sagði ráðherrann.
Áætlað var að breytingar þær sem
áður höfðu verið ákveðnar myndu
kosta Póst og síma hf. 100 milljónir
króna en sú breyting sem nú er fyrir-
huguð mun að sögn ráðherrans hafa í
för með sér um 380 milljóna ki-óna
tekjurýrnun á ári. Hann segir enn-
fremur að ákvörðunin sé tekin í
trausti þess að tekjur Pósts og síma
hf. á næsta ári aukist meira en gert
hafí verið ráð fyrir en að öðrum kosti
hljóti ákvörðunin að verða endur-
skoðuð.
■ Ákveðið að/6
Formaður tryggingaráðs
Sjoðirmr sjai
um ellilíf-
eyrisgreiðsl-
ur ríkisins
BOLLI Héðinsson, hagfræðingur og
formaður tryggingaráðs, sagði á árs-
fundi Tryggingastofnunar ríkisins í
gær að hann teldi „affarasælast að
lífeyrissjóðirnir í landinu tækju að
sér að reka opinberar lífeyristrygg-
ingar fyrir ríkisvaldið“.
Bolli sagði að Tryggingastofnun
væri í raun tvær stofnanir að fást við
tvo óskylda málaflokka, sjúkratrygg-
ingar og lífeyristrygginar. Hann
kvaðst telja útilokað að viðunandi ár-
angur næðist í útgjöldum til sér-
hæfðrar læknisþjónustu fyrr en hún
yrði greidd af einum og sama aðilan-
um.
„Með núverandi fyrirkomulagi eru
sjúkrahúsin ekki í aðstöðu tii að
stjórna rekstri sínum sem hver önn-
ur fyrirtæki, sem veita skilgi'einda
þjónustu, sem ríkið kaupir af þeim,“
sagði Bolli. „Þannig er það þversögn
við spítalarekstur að því minna sem
spítalinn afkastar þeim mun betri af-
komu sýnir hann og öfugt, þess
meira sem er framkvæmt, þess lak-
ari verður rekstrarútkoma hans. Við
aðstæður sem þessar lái ég engum
að erfitt er að ná árangri í slíkum
rekstri."
Eiga heima hjá
félagsmálaráðuneyti
Hann kvað lífeyristryggingar á
vegum Tryggingastofnunar fremur
eiga heima hjá félagsmálaráðuneyti
líkt og atvinnuleysistryggingar en
hjá þeim hluta ríkisvaldsins, sem
fengist við heilbrigðismál. Þá ættu
lífeyrissjóðirnir að taka að sér að
reka opinberar lífeyristryggingar.
„Hér á ég ekki við það að með
auknum fjölda ellilífeyrisþega muni
vægi lífeyris úr lífeyrissjóðum fara
vaxandi, en að sama skapi draga úr
vægi opinberra lífeyrisgreiðslna,
heldur að lífeyrissjóðirnir beinlínis
taki að sér nú þegar að vera sá aðili
sem greiðir lífeyrisþegum út hinn
opinbera lífeyri samhliða áunnum
ellilífeyri úr viðkomandi lífeyris-
sjóði,“ sagði hann.